Tíminn - 19.05.1974, Page 29

Tíminn - 19.05.1974, Page 29
Sunnudagur 19. mai 1974. TÍMINN 29 hver, og afhendum viö aö meöal- tali eina ibiiö á mánuöi. Þessu væri hægt aö flýta, ef lánakerfiö væri fljótvirkara. — Og þiö smiöiö innréttingar fyrir aöila um land allt? — Já, viö höfum nýlega lokiö verkefni fyrir Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar I Breiö- holti i Reykjavik. Viö unnum viö þaö i sex ár. Viö höfum smiöað innréttingar fyrir fyrirtæki aust- ur á Neskaupstaö, noröur i landi og suöur i Grindavik, svo nokkuö sé nefnt. Viö erum nú aö byrja aö vinna aö innréttingum i Dvalarheimili aldraðra hér, og væntanlega verða smlöar fyrir dvalarheimil- ið i Borgarnesi einnig meöal næstu verkefna. — Hvaö um húsgagnafram- leiðslu fyrirtækisins? — Við seljum mest af húsgögn- unum til Reykjavikur. Viö fram- leiðum skrifstofuhúsgögn eftir stöðluðu kerfi, sem hefur notið vinsælda i ein fimm ár. Við smiö- uðum þessi húsgögn fyrst fyrir Samband Islenzkra samvinnu- félaga i Armúla, og þau likuðu ágætiega, svo viö höfum haldið okkur viö þau. — Þiö framleiðiö lika vegg- klæðningar? — Já, viöarþiljur og alls konar vegg- og loftklæðningar. Þær eru seldar I Haröviðarsölunni i Reykjavik. A þessu sviöi erum viö i harðri samkeppni viö innflutninginn, en svipaöir tollar eru á hráefninu, sem viö notum, og innfluttum þiljum og klæðningum. — Sinnir fyrirtækiö fleiri verk- efnum? — Já, margs konar þjónustu, viðgeröum, breytingum og viö- haldi hjá fyrirtækum og stofnun- um hér á Akranesi. Sérfræöingur frá iönþróunar- stofnuninni réö okkur til aö sleppa annað hvort þessari þjónustu eða framleiöslunni, en viö teljum okkur ekki fært að neita fólki um þessa þjónustu. Engu að siöur höfðu ráö þessa sérfræöings ýmis góð áhrif á rekstur fyrirtækisins. — Hvaö starfa margir hjá Trésmiöjunni Akri? — Venjulega um 50-60 manns. Fyrirtækið er 15 ára gamalt á þessu ári. Undanfarin tvö ár hafa konur unnið við smiöastörf hjá okkur og hafa reynzt mjög vel. — Eru fleiri trésmiöafyrirtæki á Akranesi? — Já, nokkur smærri fyrirtæki, og hjá Trésmiöju Guömundar Magnússonar vinna um 20-30 manns. — Eruö þiö meö nokkuö nýtt á prjónunum? Ein stúlknanna sem vinna viö smiöar hjá Akri h.f. úr vinnusal trésmiðjunnar. — Viö erum alltaf aö brjóta sækjum viö venjulega annaö og heilann. Tveir meistarar fara þriöja hvert ár. Slikt hefur alltaf senn á húsgagnasýningu til Kaup- örvandi áhrif. mannahafnar, en slikar sýningar — SJ. I ' jlr TÍ I X. \| Stefán Teitsson framkvæmdastjóri ásamt Daniel Agústssyni forseta bæjarstjórnar á Akranesi viö fjölbýlishúsin, sem Akur h.f. hefur byggt. Ný þjóðhátíðarfrímerki A ÞESSU ÁRI eru liðin 1100 ár frá þvi Islarid byggðist. I tilefni af þvi verða gefin út 11 frimerki i þrennu lagi og höföar hvert þeirra um sig til ákveöins tima- bils eöa atburðar i tslands- sögunni. Hefur i þvi efni veriö ! fariö eftir tillögum Þjóðhátiðar- i nefndar 1974, sem skipuleggur og | samræmir hátiðahöld og annað i tilefni afmælisins. Um val á myndefni var leitaö til forstööu- manns Listasafns Islands, dr. Selmu Jónsdóttur og að hennar frumkvæði var siðan leitaö sam- starfs við listmálarana og safn- ráðsmeðlimina Jóhannes Jóhannesson og Steinþór Sigurðsson um að finna mynd- efni, er i senn uppfyllti ströngustu listrænu kröfur og hentuðu til notkunar á frimerki. Frimerkin ellefu verða með myndum af gömlu og nýjum Is- lenzkum listaverkum. Fyrstu fjögur frimerkin komu út 12. marz en næstu þrjú koma út 11. júni 1974 og veröur hér gerð stutt grein fyrir þeim. Sturlungaöldín Færeyjum og á Grænlandi, un fund Vinlands, tslendingasögur. og mörg önnur fræöi voru þá skráö á bækur. Fornum goöa- ot hetjukvæöum var safnað á bók þá sem slðar var neina Sæmundar-Edda. önnur þekktustu bókmenntaverk þpc;St. tima er Hrimskringla Snorra óiurlusonar og Brennu-Njá' saga eftir óþekktan höfund. Þessi verk varöveitt a skinnbókum. Fjórtánda öld var mesta blómaskeið islenskrar bóka- gerðar, þá voru skrifuö mörg stór handrit, vönduð að bókfelli og skrift og sum prýdd meö myndum og skreyttum upphafs- stöðum. Flateyjarbók er stærst allra islenzkra skinnbóka, megin- efni hennar er sögur af Noregs konungum, en inn I þær er aukið Islendinga sögum, þáttum og ööru efni. Handritið er mjög vandað og fallega lýst. A þessu frimerki er hluti af upphafsstaf i fyrsta kapitula Sverris sögu . Handritiö er nú á Handrita stofnun tslands. Teikning eftir Þorvald Skúla- son (f. 1906) Forn þjóöfélagsskipum Islend- inga tók að riölast á 12 öld. Miklar eigur söfnuðust til fárra ætta, meðal annars vegna þess aö bændur áttu kirkjur þær sem þeir byggðu og tóku raunverulega i sinn hlut helming tiundarinnar. Aður var dreifing valds tryggð með skiptingu landsins i goðorö, en á 13. öld voru öll goðorö komin i hendur fárra höfðingja, sem börðust um völdin og leituðu sumir stuðnings hjá Noregs konungum. Hákon gamli Há- konarson, konungur Noregs 1217- 1263, geröi suma islenska höföingja að hirömönnum sinum, sendi þá sem hann treysti með erindum sinum til tslands, en hélt öðrum eftir i Noregi, en af valda- baráttu höfðingja og afskiptum konungs leiddi meiri ófriö á 13. öld en veriö hefur I landinu i annan tima. Veturinn 1238-1239 var Snorri Sturluson með Skúla hertoga Báröarsvni i Niðarósi. Um voriö bjóhann skip sitt til Islands, en þá komu menn meö bréfum frá liókoni konungi, og stóö þaö c, segir i Sturlungu sögu, að konungur bannaði þeim öllum Islendingum að fara út á þvi sumri. Þeir sýndu Snor’-o og svaraöi hann svo: ,,Ot vil ég”. Flateyjarbók A 12. og einkum 13. öld þróuðus bókmenntir á Islandi sem ei mesta menningaraf' þjóöarinnar og þekktar um viða veröld, þá voru skráðar sam- tlðarsögur af andlegum og veraldleum höfðingum sögur Noregs konunga og forn- konunga, sögur úr byggðum nor- rænna manna i Orkneyjum, Altarisklæði frá Stapa- fellskirkju í Lóni Löngum hefur þótt hæfa að konur sætu við hannyrðir. .Höfðum við á skriftum / það er skatar léku / og á hannyrðum / hilmis þegna’ er haft eftir Guð- rúnu Gjúkadóttur i gömlu Eddu- kvæði. En afskipti kvenna af málefnum lands og þjóðar voru sjaldnastþess eðlis að nöfn þeirra væru af þeim sökum skráö á bækur. Karlar réðu gangi mála á þingum og mannfundum, en munu þó stundum hafa hlýtt ráðum kvenna, sem ýmist hvöttu til sætta, eöa brýndu bændur sina og syni til hefnda og mannviga, svosem máltækið visar til: „Köld eru kvennaráð”. Auöur djúpúöga er talin með landnámsmönnum og sagt er að hún hafi numið Dalalönd og haft þar siðan mannaforráö. Tæpum sex öldum siðar drápu enskir duggarar Björn rika Þorleifsson hiröstjóra frá Skraði. Kona Björns var Ólöf Loftsdóttir, og er sagt að hún var i það sinn á Helgafelli, er hún frétti lát Björns bónda sins, hún sagði: „Eigi skal gráta Björn, heldur safna liði, hvað hún gjörði...”. Nöfn þessara og fáeinna annarra, sem komu við stóra atburöi, eru skráð i sögur. Aftur á móti er ekki vitað um nafn konu þeirrar sem saumaði altarisklæði (antipend- ium) það sem mynd er af á þessu frimerki. Það er talið frá miðri 14. öld, saumað með refilsaumi, nær einvöröungu meö mislitu ullarbandi i hvitleitt hörléreft. Klæðið er frá Stafafellskirkju i Lóni, nú i Þjóðminjasafni Dana, Nationalmuset, nr. CXCVIII, 1820.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.