Tíminn - 19.05.1974, Page 31
31
Sunnudagur 19. mai 1974.
Þær sögusagnir fljúga oft um bæ-
inn, að þessi og hin kvikmynd,
sem hér er tekin til sýningar i
kvikmyndahúsum borgarinnar,
sé þetta og þetta mikið klippt, þ.e.
nokkur atriði vanti I það eintak,
sem sýnt er hérlendis. Oftast, ef
ekki alltaf, eru það menn, sem
séð hafa tjáðar myndir erlendis,
sem koma þessum orðrómi af
stað.
En á orðrómurinn við rök að
styðjast?
Hver hefur vald til að fella
burtu atriði úr kvikmynd?
Hver er réttur höfundar?
Eflaust myndu margir skella
skuldinni á kvikmyndaeftirlitið,
en eftir þeim upplýsingum, sem
Hulda Valtýsdóttir, starfsmaður
eftirlitsins, hefur látið okkur i té,
hefur slikt aldrei komið til þeirra
kasta.
— Það hefur aldrei verið gert
fyrir okkar tilstilli, sagði Hulda.
Okkar eftirlit er fyrst og fremst
fólgið i að banna kvikmyndir inn-
an tólf fjórtán og sextán ára. Þeg-
ar myndir eru þannig eðlis, að
þær gætu hugsanlega varðað við
lög, óskum við eftir þvi, að full-
trúi lögreglustjóra sjái myndina.
I leiðinni var freistandi að
spyrja, hvað það þýddi að mynd
væri bönnuð börnum.
— Ég hef litið þannig á, sagði
Hulda að kvikmynd sem er bönn-
uð börnum, sé. bönnuð innan
fjórtán ára aldurs þ.e. fermingar-
aldurs.
Sagði Hulda, að það væri alltaf
matsatriði hverju sinni, hvort
banna ætti mynd innan tólf ára,
fjórtán ára eða sextán ára.
— Ég álit, að fólki sé ljóst, að
eftirlits er þörf með kvikmynd-
um, sagði Hulda, þvi að það eru
margar myndir, sem eru ekki
beint við hæfi unglinga.
En spurningunum er enn ósvar-
að.
Næst leituðum við til fulltrúa
lögreglustjóra.
Sagði hann, að i þau fáu skipti,
sem lögreglan hefði afskipti af
kvikmyndum, væri aldrei um
neinar breytingar á myndunum
að ræða.
— Hins vegar gerum við við-
komandi kvikmyndahúsaeigend-
um grein fyrir, að þeir megi búast
viö kæru, ef kvikmyndin reynist
brjóta i bága við almenn
hegningarlög. 1 þeim tilfellum,
sem við höfum sent frá okkur
neikvæðan dóm um kvikmynd,
hafa myndirnar verið sendar
utan án sýningar hérlendis, sagði
fulltrúinn.
Hvar er þá svarið að finna?
Hvergi?
Eru myndirnar kannski klippt-
ar erlendis?
Eða klippa kvikmyndahúsa-
eigendur þær sjálfir, til að forðast
árekstra við lögregluna?
Þorvaldur Thoroddsen, for-
stjóri Tónabiós, var næstur fyrir
svörum.
— Ég las um það i einhverju
dagblaðanna, sagði Þorvaldur, að
kvikmyndin Clockwork Orange
hefði verið eitthvað stytt. Ég
þekki dálitið til þessa máls og
mér er kunnugt um, að framleið-
andi myndarinnar hafði harð-
bannað allar klippingar á mynd-
inni eftir beiðni leikstjórans
Kubricks. Myndin var ekki klippt
hérlendis og eintakið alveg full-
komlega óhreyft, hvað viðkemur
þessu atriði. Hins vegar var
eintakið, sem Austurbæjarbió
fékk,mikið sýnt i Englandi og þvi
nokkuð rispað.
Sagði Þorvaldur, að barna-
myndir væru einstaka sinnum
litillega klipptar, af hérlendum
kvikmyndahúsaeigendum og þá I
þeim tilgangi einum, að sýna þær
á barnasýningum.
— Ég man aðeins eftir einni
mynd, sem við létum klippa,
sagði Þorvaldur. Það var kvik-
myndin Hunting party, og þá
hafðikvikmyndaeftirlitið visað til
lögreglunnar. Þeim likaði ekki
alls kostar sum atriðin, sem voru
hrottafengin, svo við klipptum
þau úr myndinni.
— Var leitað til framleiðanda
myndarinnar um heimild til að
fella þessi atriði úr myndinni?
— Nei, við gerðum það ekki.
Héldum að það væri óþarfi. Sumir
framleiðendur eru mjög andvigir
öllum klippingum á myndum sin-
um, en meirihluta framleiðenda
stendur nokkuð á sama. öðru
máli gegnir um kvikmyndir, sem
flokkast gætu undir listaverk.
Þær eru undantekningalaust
sýndar, eins og þær koma til
landsins. Ef slik mynd fengi ekki
góðan hljómgrunn hjá lögreglu-
yfirvöldum, myndum við að sjálf-
sögðu leita til framleiðanda.
Sagði Þorvaldur, að þegar
mynd væri eitthvað klippt, þá
væri aðeins um stuttar hrotta-
eða klámfengnar senur að ræða,
sem ekki breyttu neinu til eða frá.
Sá orðrómur hefur heyrzt, að
eitt kvikmyndahúsanna hafi
klippt það mikið eina mynd, að
þegar átti að senda hana til næsta
lands, hafi þarlent kvikmynda-
fyrirtæki neitað að taka við
myndinni. Islenzka bióið varð að
sitja uppi með myndina og greiða
hana að fullu.
Ég lagði þennan orðróm i eyru
Þorvalds:
— Þetta er fáránleg saga. I
fyrsta lagi höfum við i flestöllum
tilfellum heimild til að brenna
eintökin, sem við fáum, vegna
þess að myndirnar hafa verið
sýndar alls staðar i viðkomandi
landi og margar kópiur til. Við
verðum að gera okkur grein fyrir
þeirri staðreynd að islenzk kvik-
myndahús fá myndir yfirleitt eft-
ir að þær hafa verið sýndar er-
lendis. 1 öðru lagi er bætt inn i
flestar myndir islenzkum texta,
og hann settur i filmuna. Hvaða
erlendir biógestir myndu þá hafa
gagn eða ánægju af lestri text-
ans?
Vildi Þorvaldur, að það kæmi
fram, að klippingar á kvikmynd-
um heyrðu til undantekninga og
væru afar sjaldgæfar. Benti hann
á eigin reynslu máli sinu til stuðn-
ings og sagði:
— Ég hef um tuttugu ára skeið
starfað við kvikmyndasýningar
og á þessum langa ferli, veit ég
aðeins um eitt dæmi, Hunting
party.
Jæja, — svarið er fengið.
Kannski lýgur almannarómur
eftir allt saman, — alla vega ýkir
óþarflega mikið.
— Gsal.
gHúsfroyjustóll
Hægindastóllinn vinsæli frá Módelhúsgögnum.
Hlýlegur stóll, sem sæmir sér vel hvar sem er.
0Holsingi
Frábært sófasett fyrir vandláta. íslenzk eða
erlend áklæði eftir eigin vali. 2,3, eða 4 sæta sófi.
Velja má um stál eða tréfætur.
Húsbóndastólinn má kaupa sérstaklega.
°6ommoda
Sófasettið, sem endist helmingi lengur.
Formfagurt og sérlega þægilegt. Nýtízkulegt
í hönnun: tveir púðar í baki; allir slitfletir
viðsnúanlegir.
CtUSVI. 3 sk£tFAK'
©omino
Snfas^ttifí vin<;apla er komifí
MlKLARRAUT
Sófasettið vinsæla er komið aftur. Eldri
pantanir óskast endurnýjaðar. Takmarkaðar
birgðir.
HUSGAGNAVERZLUN
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
Skeifan 15 Sími 82898