Tíminn - 19.05.1974, Page 37
Sunnudagur 19. mai 1974.
TÍMINN
37
George Best á einnig við sln vandamál að strfða.
George Best
er einmana
maður
HIN umtalaða stjarna,
George Best, er í raun og
veru einmana maður,
segja þeir, sem standa
honum næst. Vandræði
hans stafa af hæfileika-
skorti til að ná sambandi
við folk.
George Best er orðinn frægt
kyntákn, og engin önnur fótbolta-
stjarna heimsins hefur slegið
hann út á þvi sviði. Hann hefur
verið i kunningsskap við
fegurðardrottingu Englands, og
„ungfrú alheim”, Majorie
Wallace, en það var kunnings-
skapur, sem fékk ekki sérlega
gæfulegan endi. I hópi vinkvenna
hanshafa verið leikkonan Sinead
Cusack, hinn aðlaöandi rit-
höfundur Jackie Glass og söng-
konan Lulu. Auk þess hefur sézt i
fylgd með honum heill herskari
ljósmyndafyrirsæta.
Eins og allir vinir, sem Best
hefur átt, hverfa stulkurnar
einnig fljótt úr lifi hans. Sam-
böndin hafa aldrei verið langlif,
og hann veit vel af þvi sjálfur.
— Ég er hræddur við að trúiofast,
sagði hann einu sinni sialfur.
Sannleikurinn er sá, að ég hef
ekki svo mikla þörf fyrir annað
fólk. Ég álit erfitt að treysta al-
gjörlega á aðra manneskju.
Ég veit, að ég verð ekki raun-
verulega hamingjusamur, fyrr en
ég er giftur og búinn að eignast
börn. Ég hef gaman af börnum,
en ég er ekki viss um, hvort ég
vil einhvern tima eignast börn.
Ég fer út með stúlkum, en ég
nálgast þær aldrei eins og
manneskjur.
Sá, sem sér mig i Manchester,
gæti haldið að ég ætti hundruð
vina. En það er ekki rétt. Það eru
aðeins tveir eða þrir, sem ég get
kallað raunverulega vini mina.
Þeir, sem standa honum næst,
félagar hans i Manchester United
o.s.frv., álita að hæfileikaskortur
hans til að ná sambandi við annað
fólk, sé undirrótin að erfiðleikum
hans.
Þrátt fyrir hinn irska, ytri
„sjarma” getur hann verið kald-
lyndur, tortrygginn og stundum
beinlinis árásargjarn.
Þegar Bestbyrjaöi að leika fót-
bolta, voru Denis Law, Pat
Crerand og Bobby Charlton aðal-
persónurnar. Best hreifst mjög af
Law og Crerand, og var á tima-
bili undir sterkum áhrifum frá
þeim. Law var einnig mjög
heillaður af þessari upprennandi
stjörnu. Hann sagði eitt sinn, að
Best væri mesti hæfileikamaður,
sem hann hefði kynnzt. — Biðið i
eitt ár, sagði hann. Þá verðum
við hinir eins og byrjendur við
hliðina á honum.
En þegar timinn leið, fór „ein-
leikur” Bests að fara i taugarnar
á Law. Law á eitt sinn að hafa
hrópað, þegar hann gekk út af
vellinum: — Hvers vegna látið
þið hann Best ekki hafa eigin
bolta að leika sér að?
En það var ekki bara þessi
vöntun á samleik, sem angraði
Law. Honum féllu ekki i geð
aðdáendurnir, sem tóku þátt i
næturlifinu með þessu fyrrver-
andi eftirlæti hans.
öðru hvoru hefur verið talað
um hjónaband i sambandi við
George Best. Þegar hann var i
Kaupmannahöfn árið 1969, bað
dönsk ljóska hann um eigin-
handaáritun. Best skrifaði bréf,
sem hann afhenti dönskum blaða-
manni og bað hann um að hafa
upp á stúlkunni. Blaðamanninum
tókst það, og Best trúlofaði sig i
fyrsta skipti á ævinni. Aðeins
þrem mánuðum seinna var hann
kærður fyrir heitrof. Ennþá ein
manneskjan hafði komið og farið
i'lifi hans.
Pamela Ewart, ljósmynda-
fyrirsæta, sem var eitt sinn i
kunningsskap við hann, hefur
sagt: — Vandamál hans er, að
hann elskar sjálfa tilfinninguna
að verða ástfanginn. Svo er það
horfið. Hann er ágætis náungi, ef
maður er ekki ástfanginn af hon-
um.
Jackie Glass sagði — Hann
kynni vel við sig i andrúmslofti
heimilisins, umkringdur börnum.
Hin ótalmörgu ástarævintýri
hans sanna þetta, en hann er ekki
reiðubúinn að giftast ennþá.
George Best verður 28 ára i
mai. Hann er enginn strákur
lengur, kannski ekki einu sinni
knattspyrnumaður. Það er ekki
hægt að segja, að hann standi á
krössgötum, þvi það hefur hann
gert i mörg ár. En timinn fer að
hlaupa frá hinni frægu irsku fót-
boltahetju. Fallegar stúlkur
munu enn um sinn kasta sér i
fangið á honum. En þær staldra
aldrei lengi við.
(Þýtt og endursagt -bgk)
HEYTÆTLUR OG
STJÖRNURAKSTRARVÉLAR
N/ gerð af rakstrarvél
Lyftutengd og aflúrtaksdrifin.
Vinnubreidd 2.80 m. hæfilegt fyrir
heyhleðsluvagna og bindivélar.
Þrjár gerðir af heytætlum
Vinnubreiddir: 2.70, 3.80 og 4.60 mtr.
Afkastamiklar, velvirkar og sterkar
vélar með margra ára reynslu við
íslenskar aðstæður.
Afburða vélar á hagstæðum verðum.
Leitið nánari upplýsinga.
FELLA — merkið sem tryggir gæðin.
G/obus/
véladeild, Lágmúla 5, simi 81555
Félag
jói naðarmanna
FÉLAGSFUNDUR
Verður haldinn þriðjudaginn 21. mai 1974
kl. 8.30 e.h. i Lindarbæ, niðri.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. önnur mál
3 . „H e y r n a r m æ 1 i n g a r
járniðnaðarmanna”. Skúli Johnssen
aðat.borgarlæknir og Gylfi Baldursson
forstöðum. Heyrnardeildar.
4. Erindi: „Mennt er máttur” Stefán
Ögmundsson forstöðum. M.F.A. flytur
Mætið vel og stundvislega.
Stjórn
Félags járniðanaðarmanna.