Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 28. mai 1974. TÍMINN 19 Borga- keppni í Reykjavík Reykjavíkurúrvalið í handknattleik leikur gegn úrvalsliði Oslóar í júlí iiöldum Ileykjavikur- borgar i tilefni af ell- efu hundrað ára af- mæli íslands byggðar. Norðmenn hafa nú valið úrvalsliðið, sem leikur hér við Reykjavikurúrvalið. Það er skipað eftirtöldum leikmönn- um: Pol Bye, Oppsal, Björn Steive.Refstad, Pol Cappelen, Arild, Kirsten Grislingaas, Oppsal, Sten Osther, Bække- laget. Iarik Nessem, Njörd, Inge Hansen, Fredensborg, Geir Rose.Oppsal, Jan Haug- er, Bækkelaget, Rolf Berg- strand, Fremensborg, Anders Gjerde, Oppsal, Rune Sterner, Refstad og Björn Johansen, Njörd. KR-inaar stöðvuðu siquraönau Kefla- Hli EINAR GUNNARSSON.... borinn af leikvelli, eftir að hann og Jóhann Torfason rákust saman. (Timamynd Jim) Reykjavikurliðið i handkuattleik mun leika vináttuleik við úrvalslið óslóborgar hér i Ileykjavik 1. og 2. júli n.k. Leikirnir verða liður i hátiðar- STAÐAN 1. DEILD víkurliðsins Islandsmeistararnir höfðu leikið 16 leiki dn taps, fyrir leikinn gegn KR ★ Áföll hjd Keflavíkurliðinu ★ Bókaður í byrjun ★ Matthías og Teitur eru byrjaðir ★ Eyjamenn komnir heim ★ Guðmundur kominn d skotskóna Vesturbæjarstrákarnir í KR mættu ákveðnir til leiks á laugardaginn, þegar þeir mættu islands- meisturunum frá Keflavík á Laugardalsvellinum. Þeim tókst að skora mark eftir aðeins 7, min., gegn vængbrotnu Keflavíkur- líði, sem náði sér aldrei á strik í leiknum. isfirðing- urinn Jóhann Torfason skoraði mark KR. Hann fékk góða sendingu frá Gunnari Gunnarssyni, sem brauzt einn og óvaldaður upp hægri kantinn, eftir að hafa fengið góða sendingu frá Hauki Ottesen. Kefla- vikurvörnin var ekki vel á verði, því að þegar Gunnar sendi knöttinn fyrir mark- ið, þá voru tveir KR-ingar óvaldaðir inni i markteig Kef lavíkurliðsins. Það er greinilegt, að Kefla- vikurliðið, án Guðna Kjartans- sonar, er vængbrotið. Fjarvera Guðna bitnar illilega á miðjuleik liðsins, þvi að miðvallarspilarinn snjaili, Gisli Torfason, hefur tekið við stöðu Guðna sem miðvörður. Og með þvi veikist staða Kefla- vikurliðsins á miðjunni, með þeim afleiðingum, að sóknar- leikur liðsins er ekki eins beittur og svo oft áður. KR-liðið var mjög ákveðið i leiknum, og leikmenn þess, sem voru fljótari á knöttinn en leik- menn Keflavikurliðsins, náðu strax tökum á miðjunni. Þá tók Sigurður Indriðason markaskor- arannSteinar Jóhannsson úr um- ferð.oggerðihann það svo vel, að Steinar hvarf algjörlega. t siðari hálfleik kom Hörður Ragnarsson inn á miðjuna hjá Keflavikurliðinu. Við það breyttist leikur liðsins og leik- mennirnir fóru að spila meira. Þegar Keflavikurliðið virtist vera að ná sér á strik, kom áfallið. Einar Gunnarsson meiddist, og þurftu þvi Keflvikingar að leika lOinn á siðustu 15. min., þar sem þeir voru búnir að skipta tveimur leikmennum inná — þeim siðari aðeins einni min. áður en Einar meiddist. KR-ingum tókst þvi að halda forskoti sinu, og lauk leikn- um með sigri þeirra 1:0. Þrir leikmenn náðu góðum árangri i leiknum, sem var með daufasta lagi. Það voru þeir Magnús Guðmundsson, mark- vörður, Sigurður Indriðason, sem hafðimjög góðar gætur á Steinari Jóhannssyni, og Ottó Guðmunds- son, varnarspilarinn snjalli, sem var hreint alls staðar á vellinum. Grétar Norðfjörð dænuli leikinn og hann gerði það hreint ut sagt, mjög illa. ,,Ef þetta á að vera svona i suinar, þá er alveg eins gott að sitja héima”, sagði einn kna ttspy rnuáhuga maður eftir leikinn. Já, Grétar hafði mikil áhrif á leikinn, hann var flautandi á smábrot — og hann gerði sér örugglega ekki grein fyrir þvi, að þetta voru fullorðnir menn, sem voru að leika knattspvrnu. itleð þessu stöðuga flauti varð leik- urinn aldrei fjörugur, þvi að Grétar stöðvaði hann ailtof oft. Grétar, sem er nú aftur byrjaður að dæma eftir stutta fjarveru frá dómarastörfum. á örugglega eftir að átta sig á þvi, að áhorfeiidur koma á völlinn til að sjá knatt- spyrnu, en ekki flautukonsert hjá dómurum. —sos -1- ■ . ***• A FERÐ STEINAR JÓHANNS- SON...sést hér á fullri ferð á eftir knettinum. Þessi mynd var tekin, þegar Steinar slapp, aldrei þessu vant. úr gæzlu Sigurðar Indriðasonar. Það hafði ekkert að segja I þetta sinn, þvi að Arni Steins- son (5) hafði þá gætur á Steinari. Steinar fær örugg- lega ekki oft að leika lausum tmla ! 1 HoilHar kennninni I ÞRÍR leikir voru leiknir i 1. deild- ar keppninni um helgina. úrslit þeirra urðu þannig: KR — Reykjavik 1:0(1:0) Vestm.ey. — Valur 1:0 (1:0) Akranes — Akureyri 4:0(2:0) Staðan er nú þannig i 1. deildinni: Akranes 2 1 1 0 4: :0 3 Vestmey. 2 1 1 0 2: : 1 3 KR 2 1 0 1 1: : 1 2 Keflavik 2 1 0 1 2: :2 2 Akureyri 2 1 0 1 1: :4 2 Vikingur 1 0 1 1 1: : 1 1 Valur 2 0 1 1 0: : 1 1 Fram 1 0 0 1 1: :2 0 Markhæstu menn: Matthias Hallgrimsson, 1A 2 Teitur Þórðarsin, 1A 2 Steinar Jóhannsson, IBK 2 2. DEILD TVEIR leikir vóru ieiknir i 2. deildar keppninni um helgina, og lauk þeim þannig: Breiðablik — Selfoss 3:0 Mörk: Guðmundur Þórðarson, ,,Hat-trick”, eða þrjú mörk. Ilaukar — Völsungar 1:1 Staðan er nú þessi i 2. deild: Breiðablik 2 1 1 0 4: : 1 3 Völsungar 2 1 r 0 5: 2 3 Þróttur 1 1 0 0 3: :2 2 Selfoss 2 1 0 1 2: :3 2 FH 1 0 í 0 3: :2 1 Haukar 2 0 í 1 3: :4 1 tsafjörður 1 0 0 1 0: :2 0 Ármann 1 0 0 1 1: :4 0 Markhæstu menn: Guðm. Þórðarson, Breiðab. 4 Hermann Jónasson, Völs. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.