Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 1
V* Auglýsingadeild TÍAAANS Aðalsfræfi 7 mmm 84. tölublað — Miðvikudagur 29. mai—58. árgangur. J Odýr Ji Slifsterk fkniim BREGZT EKKI mm Grípq vel dvegi Tékkneska bifreiða- umboðið á islandi Auðbrekku 44-46 Kópavogi Sími 42606. Saltverksmiðja á Reykjanesi líklega arðsamt fyrirtæki myndi veita hátt á annað hundrað manns atvinnu, segir í nýrri skýrslu um sjóefnavinnsluna FB—Reykjavik — 1 allmörg ár hafa verið kannaðir möguleikar á starfrækslu sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Haustið 1972 gaf rannsóknarráð rikisins rikis- stjórninni skýrslu um niðurstöður af athugunum sinum varðandi þetta mál, og mælti með þvi, að framleiðsia 250.000 tonna af salti og fylgiefna þess yrði tekin til al- varlegrar athugunar. Þvi næst lét iðnaðarráðuneytið óháða aðila gera nákvæma endurskoðun á tæknilegum forsendum málsins og bað framkvæmdastofnun rik- isins að gera mat á hagrænum hliðum þess og rekstraráætlun. Liggur nú fyrir skýrsla Baldurs Lindals, Vilhjálms Lúðvíkssonar og Hallgrims Snorrasonar um saltverksmiöju á Reykjanesi. Aðaltilgangur áætlana um sjó- efnavinnslu er talinn sá, að leita eftir heppilegum notum fyrir jarðvarmai iðnaði,einkum til þess að framieiða arðbærar afurðir úr Islenzkum hráefnum, eða til að framleiða hráefni fyrir annan orkufrekan iðnað, segir i skýrslunni. Reykjanesskaginn er heppilegt svæði fyrir slikar fram- kvæmdir: þar sem hann er stutt frá þéttbýliskjarnanum i kringum Reykjavik, og þar eru m.a. mikilvægar vinnslustöðvar fyrir saltfisk, þar sem salt frá verksmiðjunni á Reykjanesi yrði væntanlega mikið notað i fram- tiðinni. Auk þess eru samgöngur góðar við umheiminn, m.a. i gegnum Keflavikurflugvöll, og hafnir, sem fyrir hendi eru, mætti hæglega stækka til notkunar fyrir millilandaskip. Jarðhitasvæði er stórt á suður- hluta Reykjanesskaga, og byrjunarathuganir benda til þess, að jarðhiti sé að meira eða minna leyti á öllu svæðinu frá Reykjanesi að Svartsengi. Tilraunaboranir hafa verið framkvæmdar á Reykjanesi, og jarðsjór sá, sem fæst úr borholum þar, er ' isaltauðugri en venju- legur sjór. Einnig er jarðsjórinn tiltölulega rikari að kali og kalsium, inniheldur mikinn kisil, en ekkert teljandi magnesium eða súlfat. t skýrslunni segir, að fram- leiðsla 250.000 tonna af salti á ári virðist vera hæfilegur grund- völlur fyrir verksmiðju á Reykjanesi. Til þessa þarf út- streymi úr borholum að vera 410 kg á sekúndu, og er þá bæði reiknað með gufu og saltlegi. Hafa jarðfræðilegar rannsóknir, gerðar á vegum Orkustofnunar, leitt i ljós, að þessu útstreymi ætti að vera hægt að halda við svo lengi, sem eðlilegt er að slik verk- smiðja verði starfrækt. Gert er ráð fyrir sjö borholum, en gufa og slatlögur verði aðskilin i sérstökum skiljum og leidd til verksmiðjunnar. Aðalhlutverk tækjanna i verksmiðjunni verður að vinna ýmis sölt úr saltleginum með eimingu og kristöllun. 1 skýrslunni segir, að afurðir, sem gert er.ráð fyrir við 100% framleiðslugetu verksmiðjunnar, verði þessar: 1. Finsalt og fisksalt 250.000 tonn á ári. 2. Kali til áburðar 25000 tonn á ári. Framhald á bls. 19 LIFIR INFLUENSUVEIRAN I ÁTU í NORÐLÆGUM HÖFUM? 1 dag vilja allir sýna og sanna, aö sundið er Iþrótt frjálsra manna.” segir i kvæði, sem margir kunna. Hér sjáum við hrausta og glaða æsku busla I volgu vatni sundiaugar- innar I Laugardal i Reykjavik, rétt þar hjá, sem þreyttar húsmæður þógu áöur lln og báru þunga þvotta- bala, allt fram á daga núlifandi manna. Hér er auðsjáanlega glatt á hjalla. Það er veriö að kaffæra einhvern, þarna rétt við laugarbarminn — við sjáum aðeins höfuðið — og athafnarinnar er notiö meö ánægju, ekki aðeins af þessari faliegu stúlku, sem verkið vinnur, heldur engu siður af hinni blómarósinni, sem hefst ekki að, en horfir með vclþóknun á. Timamynd. Róbert. ÁÐUR fyrr var malaria mikil landplága i sumum hlutum heims, og henni varð þá fyrst hnekkt, er það uppgötvaðist, hvaða hlutverki mýflugur gengdu við útbreiðslu veikinnar. Enn gerir inflúenska mikinn usla. Árlega leggur hún mikinn fjölda fólks i rúmið, og stundum verður hún að mannskæðum faraldri eins og gcrðist 1918. Nú eru menn farnir að spyrja: Getur verið, að inflúensan berist ekki aðeins frá manni til manns, heldur eigi sér lika miliiliöi, likt og malarian? Kunnugt er, að inflúensuveirur hafa fundizt i fuglum, svinum, hestum og jafnvel ánamöðkum, og nú hefur sovézki visindamað- urinn V. Soloukhin sett fram þá kenningu, byggða á rannsóknum veirurannsóknarstofnunar Sovét- rikjanna á farfuglum við Bar- entshaf og Okhotshaf, að heima- stöðvar inflúensuveirunnar séu á norðurslóðum og hún berist þaðan með fuglum. Nú er bað svo. að inflúensufaraldar á 20. öld hafa átt upptök sin i Suðaustur- Asiu, og fuglar geta ekki sýkt menn, þótt þeir séu morandi af inflúensuveirum. Skýring hins sovézka visindamanns er i stuttu máli á þessa leið: Inflúenskuveiran lifir i átu i sjó á norðlægum slóðum. Þaðan flytja fuglar hana með sér. 1 náttúrunni fjölgar veirum i lik- ama ánamaðka við tiu til fimmt- an stiga hita, og hitastig ishafsins er ennþá lægri. Þar er veira ei sterk og sýkingarmöguleikar litl- ir. En þegar ung önd hefur gengið með veiruna um tima. eykst henni þróttur. Veirur hrúgast upp I raubu blóðkornunum, og þegar mýflugur sjúga i sig blób fugl- anna, berst i þær mikið af veir- um. Næst þegar flugan bitur, getur veiran borizt i likma dýrs eða manns. En hvers vegna gýs þá inflúensan ekki fyrst upp i norölægum byggðum, þar sem viða er mikið um mýflugur? Hinn sovézki visindamaður svarar þvi til, að mýflugur þar stingi aðeins einu sinni, og þegar fuglarnir eru orðnir sýktir, séu flugnagöngurn- ar liðnar hjá. Þess vegna komi faraldurinn ekki upp fyrr en fugl- arnir eru komnir i vetrarheim- kynnið, sýktir á norðurslóðum. Hann telur, að viss tegund átu samsvari hverri tegund Asiu- inflúensu. Þegar samsetning át- unnar I sjónum breytist, koma fram nýjar veirutegundir, segir hann, og inflúensan kemst i algleyming. Metaðsókn að sundlaugunum BH—Reykjavik. — Reykvikingar bafa heldur betur notfært sér heilnæmi sundlauganna I borg- inni i góða veðrinu undanfarið Samkvæmt upplýsingum sund- laugavaröanna i Laugardalslaug- unum er fjöldi sundgesta i mai- mánuði komnn yfir 56 þúsund á þeim stað einum, og litur út fyrir algjöra metaðsókn i þessum mánuði frá þvi að nýju laugarnar tóku til starfa. Hér er að visu um nokkuð harða keppni að ræða frá mai- og júnimánuði 1972, en i mai þaðár komu 73618 gestir i laugarnar og i júni 76456, en þess ber að gæta, að þá stób hér yfir Norræna sund- keppnin, sem vafalaust hefur átt sinn þátt i þessari miklu aðsókn. Mikil ös er i afgreiðslu Laugar- dalslauganna þessa dagana. og þykir vafalaust mörgum biðtim- inn langur, en þar komast hátt á fjórða þúsund manns að á dag, 220 konur og 227 karlar og svo um 500 i útbyggingar til fataskipta Nokkuð er það mismunandi, hversu lengi gestir dveljast þarna, en talsvert er um jþað að konur komi um niuleytið á morgnana og fari ekki fyrr en um fimm, að minnsta kosti meðan sólin skin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.