Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miövikudagur 29. mai 1974. Stóss'íoí’ Hér byggja...ungir athafnamenn Nokkrir sólar- geislar Dagstund á ferð og flugi um borgina, þar sem unga fólkið naut veðurblíðunnar Matgoggar i grasgarð- inum GRASSVÖRÐURINN var hrá- slagalegur og kaldur, enda þótt græni liturinn væri yfirgnæfandi. Sólin var enn ekki búin að ylja blettinn, sem við hlömmuðum okkur niður á hjá strákapollun- um. Þeir sátu með nestisbitann sinn inni i grasgarðinum i Laugardal og hámuðu i sig eins og þeir ættu lifið að leysa, hlæj- andi út undir eyru yfir þvi, hvað sólin hamaðist við að skina, og næðingurinn náði ekki niður til þeirra fyrir trjánum. — Megum við taka mynd af ykkur, strákar? — Já, ætli það ekki? — Og megum við lika segja i blaðinu, hvað þið heitið? ' — Jájá, það megið þið. — Ég heiti Atli. — Ég heiti Sigurður. — Og ég heiti Kristinn. — Hvað eruð þið gamlir? — Við erum 7 ára. — Þá eruð þið ekki bræður, er það? Skelfing gat mannfárið spurt asnalega. — Nei, en við erum allir i sama fótboltaliði. — Og hvaða lið er það? — Við erum i Þrótti — i 5. flokki. — Og keppið þið lika fyrir Þrótt? — Já, i C-liðinu. — Hvað finnst ykkur mest gaman? — Að leika okkur. Þessu svöruðu þeir einum rómi, alveg eins og æfðir kallakórs- menn. Og svo mátti ekki spyrja þá meira, þvi að eplið var komið langleiðina upp i Atla, og þá hlógu hinir svo mikið, að þeir gátu engu svarað, og svo var smellt af þeim myndum og við héldum áfram, eftir að hafa kvatt þéssa skemmtilegu matgogga, sem ekki höfðu látið trufla sig. A leið okkar um garðinn sjáum við, hvar ungur borgari sefur einn i vagni og lætur sig engu skipta hávaðann i kring. Kátur hópur sleikir sól- skinið Þá er það sem við rekumst á káta hópinn úr Barðavoginum, sem er staðráðinn i að ná sem allra mestu af sólskininu, og hef- ur fækkað fötum verulega af þvi tilefni. Það eru þau Ragnheiður Guðbjörg, Páll, Margrét og Auður, og svo hann Stebbi, en hann lá alveg eins og Sveskja, þegar við spurðum, hvort við mættum ekki taka mynd af þeim. — Viltu ekki láta taka mynd af þér, Stebbi? — Jújú. — Af hverju ristu þá ekki upp? —- O, ég er bara að striða. — Finnst þér gaman að þvi? — Já, svona köllum. — Komið þið oft hingað? — Já, við erum búin að koma hingað hundrað sinnum. — Núna i sumar? — Já, alltaf þegar sölin skin. — Hvað finnst ykkur mest gaman?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.