Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 7
Miövikudagur 29. mai 1974. TÍMINN 7 Hann er á! — Ha, annars — Við þessu fáum við ekkert svar hjá stúlkunum, en strákarn- ir hugsa sig um og fitja upp á nefið: — Bilaleik. — Hvaða sólaroliu notið þið? — Ha? Ósvikin undrunin gefur til kynna, að svoleiðis pjatt er nú ekki ihávegum haft á þessum bæ. — Hvað ætlið þið að gera i sum- ar? —- 0, svo sem ekkert. — Ég ætla að fara i unglinga- vinnuna i Heiðmörk. Það er Margrét, sem svarar þessu. Hún er lika elzt. — Hvað ert þú gömul, Margrét? — 13 ára. — Hvenær byrjarðu þar? — 1. júni. Hestar og ungir hesta- menn Og svo hættum við að trufla sól- ina við að skina á þessa vini okk- ar, en kveðjum þá með virktum og göngum út úr grasgarðinum og höfum orð á þvi, að mikið séu blómin orðin falleg. Og sem við höfum rétt sleppt orðinu, sjáum við, að á næsta leiti við penna- gamminn og snillinginn til orðs og æðis, örlyg Sigurðsson, eru strákar að tala við hesta. Þeir mega ekkert vera að þvi að tala við okkur. — Jújú, við kunnum vel að fara með hesta, við þekkjum þá úr sveitinni. Þeir slita upp gras og gefa gæð- ingunum, klappa þeim og strjúka og lauma sér á bak eins og lúnkn- ir hestamenn. — En þið vitið það að maður verður alltaf að fara gætilega að hestum, sem maður þekkir ekki? — Blessaður vertu, það sló mig einn alveg svakalega i fyrra, en ég fyrirgaf honum það strax. Og svo ekki meir um það. Sólskinsbros i sundlaug- unum Þegar við erum búnir að troða okkur með harmkvælum i gegn- um margfalda biðröðina i sund- laugunum i Laugardalnum, kom- umst við út i sólskinið að nýju, og allt i kringum okkur er busiugangur og kæti. í grunna kerinu er sægur af ungum meyj- um, sem leyfir okkur góðfúslega að taka af sér mynd. — Við heitum Sigrún og Borg- hildur, og við erum frænkur. — Hvað eruð þið gamlar? — Við erum 10 ára. — Ég heiti Sesselja, og ég á heima i Keflavik. — Og hvað ert þú gömul, Sess- elja.? — Ég er 12 ára. Svo koma Magna, sem er 9 ára, og Ingunn og Guðný, sem eru 10 ára. — Hvar eigið þið heima? — Við eigum allar heima uppi i Breiðholti. — Og komið þið hingað oft? — Alltaf, þegar það er sólskin. Halldór og hundurinn hans Fyrir framan sundlauga- bygginguna er ungur maður með hundinn sinn, ekkert ógurlega stórvaxinn eða óásjálegan. — Hvað heitir þú? — Halldór Sighvatsson. — Og hvað heitir hundurinn þinn? ' Það var þarna, sem við fengum augnaráðið. Sólskiniö I brosum ungmeyjanna var næstum eins hlýtt og sólin á himni. Stebbi hamast viö aö reyna aö spæla kallana. — Hún heitir Káta! Við flýtum okkur að breiða yfir yfirsjónina með spurningu: — Hvað er hún gömul? — Fjögurra og hálfs mánaðar. — Er hún góð? — Já, hún er ógurlega góð. — En er hún þæg? — Ja, hún er svona svolitið þæg. Og við skulum ekki hafa fleiri orð um það. Sjávarútvegsmenn úr Breiðholtinu Við eigum leið niður á bryggju. Það þurfa ekki allir út á sjó til að veiða. Þrir athafnamenn eru niðri á bátabryggjunni neðan við sjoppuna. — Hvernig fiskast? — Bara vel. Stundum gengið betur. — Megum við taka mynd af ykkur? — Jájá, allt i lagi. — Hvað heitið þið, strákar? — Ég heiti Bragi Þór. Hann ber út Timann á morgn- ana, að hann sagði okkur á eftir. — Hvað ertu gamall? — Þrettán ára. — Ég heiti Ómar. Hann var með færið þessa stundina. Kannski hefur hann átt það. — Hvað ert þú gamall? — Ég er tiu ára. — Ég heiti Grétar. — Hvað ert þú gamall? — Ég er tólf ára. — Hvar eigið þið heima? — Uppi i Breiðholti. — Hvað gerið þið á daginn? — Svosem ekkert, bara flækj- umst. —.Farið þið i sveit i sumar?. — Farið þið i sveit i sumar? — Já, ég, segir Bragi Þór. — Hvert? Framhald á bls. 19 ,og epliö fór næstum alla leiö upp i Atla. Ég berst á fáki fráum. Smáblundur á milli leikjastunda. Vertu ekkert að revna aö gera þig til framan I mig! Texti: Baidur Hólmgeirsson Myndir: Gunnar V. Andrésson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.