Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 29. mai 1974. um hann var gæddur — aö undanskildum ástarævintýr- um, sem eru kannski öruggasta einkenni um sniliigáfu hjá karlmanni. Tilhugsunin um að brjóta veldi Ölafs Guðmundssonar á bak aftur, taka unnustu hans frá honum og gera hann samt að félaga í fyrirtæki sínu, þetta myndi engum nema snillingi detta i hug. Vegna þess að hugmyndin byggðist á nokkurn veginn réttum skilningi á skapgerð Ölafs og þeim farvegi, sem atburðirnir myndu renna eftir. Þeir Ólafur myndu verða helztu mennirnir í Skarðsstöð, og það var ekki plass fyrir þá til slagsmála. Það að Ólaf ur missti Svölu, merkti ekkert annað en það, að hann hefði misst hluta árinnar og einhverja peninga, sem hann myndi fá margfalda aftur með auknum tekj- um. Það gæti ef til vill kvalið hann að missa Svölu sem eiginkonu, en það myndi ekki draga úr viðskiptaástríðu. Þetta var álit Eiríks. Þar sem hann lá í rúminu og hugsaði um allt þetta, en Jónas var önnum kaf inn við vinnu sína, var hann skyndi lega gripinn óróleika. Hann reis upp við dogg og lagði við eyrun. Það vár allhvasst að norð-vestan. Svo stóð hann á fætur, gekk að veðursjánni, sem hékk við dyrnar. Kvikasilfrið var tekið að falla. Hann opnaði hurðina og leit á himininn. — Hvað er nú að? spurði Jónas ólundarlega. ' — Ég veit það ekki, en ég hef það á tilf inningunni, að óveður sé í vændum, og það meira að segja af verra taginu. Ég er svo hlaðinn rafmagni, að ég er eins og dýnamór í gangi, og það myndu hrökkva af mér neistar, ef þú kæmir við mig. Jónas hló. — Ætli þetta óveður sé ekki bara inni í þér, sagði hann. Þú þekkir ekki veðráttuna hérna við Breiðaf jörð, en það geri ég hins vegar, af því að ég er fæddur hérna. Það verður smágjóla, annað ekki. — Er fjara núna? spurði Eiríkur. — Já, það fer að falla að. — Humm, ég er að hugsa um að fara að setja bátinn inn á höfnina. — Ég segi þér alveg eins og er, að þetta verður bara smágjóla, sagði Jónas. Það fer vel um hann þar, sem hann er, og það nær ekki nokkurri átt að fara að flytja hann á þessum tíma sólarhrings. Eiríkur var á báðum áttum. Hann vissi, að Jónas var góðum gáfum gæddur, og hann þekkti vel veðurfarið á þessum slóðum. Ef hann færi nú að færa bátinn að ástæðulausu, var honum Ijóst, að Jónas myndi gera hann að athlægi um allt plássið. En taugakerfi hans sagði honum, að miklar veðra- breytingar væri í vændum, hörund hans var þurrt, og hann var haldinn eirðarleysi, sem var verra en nokkur sársauki. Hann leit aftur á veðursjána, og á þessum mínútum, sem liðnar voru, hafði kvikasilfrið enn fallið. — Já, ég fer nú samt með bátinn inn í höfnina, sagði hann. Hvort sem eitthvað verður að veðri eða ekki, þá er hann öruggastur þar. Hann fór. Þegar hann kom að Gistiheimilinu, fór hann inn. Þar sat Jón Súrsson yf ir gosdrykk og var að rabba við kunn- ingja sína um stjórnmál. — Ég ætla að fara með bátinn inn í höfnina, sagði Eiríkur. — Bátinn? Hvers vegna? spurði Jón. — Ekki af neinni sérstakri ástæðu, en mér lízt bara ekkert á veðurútlitið. Það var rétt eins og hann væri að segja upp í opið geðið á þeim, að hann ókunnugur maður, þekkti betur til veðurfars á þessum slóðum en þeir. Þess vegna skeytti enginn orðum hans, nema Jón. — Já, við getum svo sem farið með hann inn í höfnina, sagði hann.En það væsir ekki um hann, þar sem hann er. Hann stóð á fætur og varð Eiríki samferða niður í f jöru. Vindurinn kom í allhvössum rokum, en himinninn var tær eins og gler. Úti á legunni voru tveir vélbátar auk Helgu, og voru þeir nær landi. Hinir Skarðsstöðvar- bátarnir voru inni í höfninni. — Það getur vel verið, að mér skjátlist, sagði Eiríkur, en það er eitthvað, sem segir mér, að það sé öruggara að hafa hann í höfn, og fyrir mér má hver segja það, sem hann vill. Ég er ekkert hræddur við að verða aðhláturs- efni. Jónas segir, að hann þekki veðurfarið á þessum slóðum betur en nokkur annar, og það gerir hann sjálf- sagt líka, en hvað þetta veður varðar, Jón minn, þá skiptir ekki máli, hvort það er á austurströndinni eða vesturströndinni, maður veit aldrei hvað er handan við sjóndeildarhringinn f yrr en það skýtur upp kollinum. Að sjálfsögðu geta stundum blindir sagt f yrir um óveður, en ég fullvissa þig um það, að versta veður kemur iðulega af engu, og það er ekki fyrr en það skellur yf ir, að veður- sjáin byrjar að falla. — Já, þetta er svo sem satt, sagði Jón. Þeir reru út að Helgu, léttu akkerum og settu vélina í gang, og með julluna í eftirdragi fóru þeir inn í höfnina. Þarna bundu þeir hana örugglega, og reru síðan aftur upp í vörina. Himinninn var ennþá heiður, en nú var komið blæjalogn. Úti handan Flateyjar var sjóndeildar- Ef mennirnir eru eins hættulegir, og ofurstinn segir, þá vil ég ekki Já, Tamos Ofursti, ég gæti j undir ) ekki..ee hjálpaö til J við hleranir... ég er að fá heimfara foringi? ,/Ég yrði glaður að fara Ég myndi ekk með dr. Cole og dóttur hans, þiggja laun - , — sem fylgdarmaður og F/ ég meina — ég ^ivarðmaður.t-|vT-]r'færi einungis vegn skemmtunarinnar Ifi”1 1 Miðvikudagur 29. mai 7.00 Morgunútvarp Veður- 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Með sinu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Vor á bilastæðinu” eftir Christi- ane Rochefort. Jóhanna Sveinsdóttir þýðir og les (3). 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregir. 16.25 Popphornið 17.10 Undir tólf Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn undir tólf ára aldri. 17.40 Þáttur fyrir yngstu hlustendurna.Sögur, söngv- ar og ljóð. Anna Brynjúlfs- dóttir sér um þáttinn. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar 19.35 Landslag og leiðir Andreá Daviðsson kennari lýsir Arnarfirði. 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Elsa Sigfúss syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Arna Thorsteinsson, Jónas Þor- bergsson og Jónas Jónas- son: Valborg Einarsson leikur á pianó.'b. Fáein orð um ferðalok Hailgrimur Jónasson rithöfundur segir frá. c. Kvæði eftir Sæmund G. Jóhannesson Höfundur flytur. d. Guð var .beðinn að borga við hentugleika.Frá- söguþáttur eftir Magnús F. Jónsson. Hjörtur Pálsson les. e. Um islenska þjóð- hætti Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn f. Kórsöngur. Kammerkórinn syngur lög eftir Sigfús Ein- arsson, Bjarna Þorsteins- son og Inga T. Lárusson; Rut Magnússon stj. 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn" eftir Martin Andersen Nexö.Einar Bragi lýkur lestri þýðingar sinnar (30). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Bein lina Umsjónarmenn: Árni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson. 23.00 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ii: íne i Miðvikudagur 29. mai 18.00 Skippi. Astralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Sögur af Túktú. 18.40 Steinaldartáningarnir. Bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Konan min i næsta húsi. Breskur gamanmynda- flokkur. Lokaþáttur. Saman á ný.Þýðandi Heba Július- dóttir. 21.05 Börnin viö Járnbrautina (The Railway Children) Bresk biómynd, byggð á barnasögu eftir Edith Nes- bit. Leikstjóri Lionel Jeffries. Aðalhlutverk Dinah Sheridan, Jenny Agutter, Gary Warren og Sally Thomsett. Þýðinguna gerði Hersteinn Pálsson. 22.20 Þetta er þeirra álit Færeysk kvikmynd um at- vinnuvegi Færeyinga og skoðanir þeirra á ýmsum málum, svo sem verndun fiskimiða og inngöngu i Efnahagsbandalagið. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.5 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.