Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 29. mai 1974.
TÍMINN
15
Svar við greinargerð
samgönguróðuneytisins
— um rekstur Ferðaskrifstofu ríkisins
Allt frá þvi er mér varð það
ljóst i sl. októbermánuði, sem
samgönguráðuneytinu virtist
engu siður koma á óvart en mér,
að ómögulegt væri að' halda
áfram rekstri Ferðaskrifstofu
rikisins án þess að greiða áfallnar
skuldir hennar eða semja um
greiðslufrest á þeim og leggja
henni til rekstrarfé, hef ég þrá-
faldlega lagt fram tölur um það
fé, sem nauðsynlegt væri að fá til
þess að unnt yrði að hefja næstu
sumarvertið. 1 stað þess að gera
strax hið eina rökrétta, taka
vandamálið i heild til úrlausnir,
leggja starfsemina niður eða
tryggja henni fjárhagsgrundvöll,
a.m.k. fram til þess tima, er ætla
mátti að tekjur og gjöld stæðu i
járnum, þá var ákveðið af
stjórnvöldum að kaupa sér
stundargrið með þvi að greiða
hluta gamalla skulda, en skjóta
þvi á frest að leysa allan
vandann með einu samstilltu
átaki.
Þegar ég sannfærðist um það i
sl. marzmánuði, að mér myndi,
ekki, með óyggjandi röksemda-
færslu fyrir fjárþörf, takast að
koma i veg fyrir greiðsluþrot
áður en sumarvertið hæfist, átti
ég um það tvennt að velja að biða
þess aðgerðalaus, sem óum-
flýjanlegt var, eða bregða þvi
eina tiltæka vopna að lýsa yfir i
tæka tið, að ég gæti ekki veitt for-
stöðu fjárvana fyrirtæki.
Það gerði ég með bréfi til sam-
gönguráðherra dags. 19. marz sl.
Ég tel enn, að allt annað en það,
aðgeraallt, sem mér var unnt til
þess að forða slysi, hefði verið
ódrengilegt og ósæmilegt. Hvað
Gsal—Reykjavik —Það sem af er
árinu liafa 470 ökumenn verið
teknir ölvaðir undir stýri. A sama
tima i fyrra höfðu 368 ökumenn
verið teknir fyrir sama brot.
Aukningin er þvi mjög mikil, eða
102 ökumenn þessa fyrstu fimm
mánuði ársins.
Marzmáðuður sló öll fyrri met,
hvað fjölda ölvaðra ökumanna i
einum mánuði snertir. Þá tók lög-
reglan 114 ökumenn fyrir meinta
ölvun við akstur.
Að sögn fulltrúa lögreglustjóra
virðist vera almenn aukning
brota af þessu tagi, þvi að lög-
gæzla hefur ekki verið aukin.
Hins vegar er geysileg aukning
ökumanna ár hvert, og stað-
myndi verða sagt um næstu
mánaðamót, ef ég hefði setið að-
gerðarlaus frá þvi i sl., marz-
mánuði? Fyrir það hefði ég rétti-
lega mátt skammast min.
Það er hvorki min sök né þeirr-
ar rikisstjórnar, sem nú situr að
völdum að fjármál Ferðaskrif-
stofu rikisins eru miklu bágborn-
ari en ætlað var 1. sept sl. Til
þess liggja ástæður, sem fyrr-
verandi forstjóra hennar voru
óviðráðanlegar, og verða ekki
raktar hér, þar sem þær skipta
ekki meginmáli nú. En það er nú
á ábyrgð stjórnvaldanna að leysa
þennan vanda. Þau hafa með
bréfi dags. 6 des sl., lagt fyrir
mig að halda áfram rekstri
Edduhótelanna og annarri starf-
semi Ferðaskrifstofu rikisins. Ég
skýrði frá þvi 19. marz sl., að það
gæti ég ekki gert að óbreyttum
aðstæðum. Samgönguráðuneytið
veit mætavel, að þar hefur engin
breyting á orðið. Það veit, að ég
fæ ekki það lán, sem eftir var
leitað. Embættismönnum þess er
ljóst, að öll röksemdafærslan i
bréfi minu, dags. 19. marz sl.. er
byggð á staðreyndum, og að
bréfið var ritað af illri nauðsyn
en ekki i þeim tilgangi, að það
yrði birt opinberlega hinn 14
þ.m. Þar er ekki um „ádeilur”,
„mistúlkun” eða „ranghermi” að
ræða. Þar er einungis verið að
gera réttum stjórnvöldum i tæka
tið óhekjanlega grein fyrir ein
földum og augljósum stað-
reyndum um þau frumskilyrði
alls atvinnurekstrar að geta
greitt áfallnar skuldir og staðið
við skuldbindingar um greiðslur.
Það er allt og sumt.
reyndin er sú, að ökumenn á aldr-
inum 18-23 ára eru i miklum
meirihluta i þessum hópi.
Sagði fulltrúinn, að áberandi
meirihluti þeirra, sem teknir
væru fyrir að aka undir áhrifum
áfengis, væru á aldrinum 18-23
ára. Þá sagði hann, að hlutur
kvenna hefði aukizt all verulega,
hvað brotum af þessu tagi við-
kemur.
Yfirleitt eru mánuðirnir júli,
ágúst og september verstir i
þessu sambandi, þótt engin skýr-
ing sé einhlit, hvað ástæðunum
viðvikur. Lögreglan tók flesta
ökumenn fyrir ölvun við akstur i
september á siðasta ári, en marz-
mánuður 1974 hefur nú slegið það
met.
Það væri álika óviðurkvæmi-
legt af mér að gefa nú i skyn, að
embættismenn samgönguráðu-
neytisins hefðu með þvi að beita
blekkingum um fjárhag Ferða-
skrifstofu rikisins fengið mig til
að taka við forstjórn hennar, og
það er nú af þeim að reyna að
gera mig tortryggilegan vegna
þeirrar ákvörðunar að beita
lausnarbeiðni i baráttunni við
stjórnvöldin. Ég er sannfærður
um að útreikningarnir á fjárþörf
Ferðaskrifstofu rikisins komu
engum jafn óþægilega á óvart og
embættismönnum samgöngu-
ráðuneytisins. Og ég er einnig
sannfærður um, að eftir sam-
eiginlega baráttu þeirra með mér
fyrir skynsamlegri lausn á
vandamálunum skilja engir betur
en þeir, að ákvörðun min var,
eftir atvikum hin eina, sem
mannsæmandi mátti telja Vegna
þessa held, ég, að við ættum að
eftirláta öðrum að skemmta
skrattanum með skattyrðum.
Annað mál er það, að þessi
klipa er hvorki þægileg mér né
samgönguráðuneytinu, og okkur
hefði öllum verið skárra að
komast ekki i hana. En úr þvi,
málum er nú svona komið, er það
hún ein, sem máli skiptir. Allt
annað er smávægilegt.
Það skiptir ekki öllu, þó að ég
hafi fengið um tuttugu milljónir,
sem ég hef ráðstafað samkvæmt
fyrirmælum samgönguráðu-
neytisins eða i ágætri samvinnuv
við það, aðallega til skulda-
greiðslna, ef mig vantar nú
herzlumuninn, nokkrar milljónir
til þess að geta framkvæmt fyrir-
mæli samgönguráðuneytisins um
að komastá sumarvertiðina. Það
skiptir heldur engu, þó að setning
i greinargerð sé slitin úr sam-
hengi til þess að vekja um það
grunsemdir, að ég hafi átt þátt i
samvinnuslitum við Skandinava i
Bandarikjunum. Það múnu
áreiðanlega fáir fást til að trúa
þvi, að ég hafi sótt það mjög fast,
að felldar yrðu niður fjárveit-
ingar til islenzkra land-
kynningarmála. Það skiptir
næstum engu, þó að það væri
satt, að ég hefði verið andvigur
Til sölu
Tveir olíukyntir katlar
með brennurum og öllu
tilheyrandi. Hagstætt.
verð. Sími 24688.
Röskur 12 ára
drengur
vill komast í sveit.
Dálítið vanur. Sími 4-
14-52, Kópavogi.
þvi frumvarpi um ferðamál, sem
tvisvar hefur dagað uppi á
Alþingi án þess að ég gerði grein
fyrirafstöðu minni til þess En það
skiptir alls engu vegna þess, að
hér er um ranghermi að ræða. Ég
var i þeim meirihluta ferðamála-
ráðs, sem vakti á sinum tima á
þvi athygli, að þar sem fjárhag
frundvöll vantaði, yrði að taka
frumvarpið allt til endur-
skoðunar. Auk þess gerði ég á
fundi samgöngunefndar efri
deildar Alþingis og siðar með
bréfidags. 13. febr. sl„ skilmerki-
lega grein fyrir breytingatil-
lögum minum.
Það er þetta þrennt, sem nefnt
er i greinargerð samgönguráðu-
neytisins, auk kafla, þar sem
minnt er á skyldur ráðuneyta um
„aðgæzlu og aðhald”. sem trú-
lega hefði þurft fyrr að rækja en
nú, og á það minnt réttilega, að
fjárveitingavaldið sé i höndum
Alþingis, svo sem alkunna er. Hitt
vita menn einnig, að þar er valdið
til þeirrar gildandi löggjafar um
Ferðaskrifstofu rikisins, sem öll
er nú þverbrotin. Ráðuneytum
samgöngu- og fjármála var
fyllilega ljóst, áður en fjárlög árs-
ins 1974 voru sett, að Ferðaskrif-
stofa rikisins var komin i fjár-
þröng. Aðgæzlu- og aðhalds-
skyldur ráðuneytanna voru þess
vegna þær að samræma gerð
fjárlaganna skynsamlegum
fyrirætlunum, en þarsem það var
ekki gert, er nú um tvennt að
velja, hið fyrra að gefa út bráða-
birgðalög um að fella úr gildi
þann kafla ferðamálalaga, sem
varðar Ferðaskrifstofu . rikisins
en hið siðara að veita fé til þess að
halda uppi þeim lögum, sem enn
gilda um starfsemi hennar.
Sig. Magnússon
Lokað í dag
frá kl. 14-16.30 vegna jarðarfarar.
Osta- og smjörsalan s.f.
Félagsfundur NLFR
verður haldinn fimmtudaginn 30. mai kl.
8.30 i matstofu félagsins, Laugavegi 20 B
(2. hæð). — Umræðufundur um sumar-
bústaðamál.
Stjórnin.
Eftirlitsmaður
Viljum ráða mann til eftirlitsstarfa frá 1.
júni n.k.
Þyrfti að vera búsettur i nágrenni
staðarins.
Upplýsingar gefur Július Baldvinsson,
Vinnuheimilinu, Reykjalundi, simi 66-200.
EIN ÞEKKTUSTU
AAERKI
NORÐURLANDA
TUDOR
7op
RAF-
GEYMAR
6 og 12 volta Sönnak og Tudor
Rafgeymar jafnan fyrirliggjandi
KA
SHi'i'* *
ARMULA 7 - SIMI 84450
Ölvun við akstur
eykst hröðum
skrefum
Árni Friðriksson við
kolmunnarannsóknir
—hs—Rvik. — Rannsóknaskipið
Arni Friðriksson er nú við
kolmunnarannsóknir austur i
hafi, og var i gær statt skammt
austur af Færeyjum. Ilafa
leiðangursmenn orðið varir við
fremur litið af kolmunna fram að
þessu.
Að sögn Sveins Sveinbjörnsson-
ar fiskifræðings, sem blaðið hafði
samband við um borð i Arna
Friðrikssyni i gær, er kolmunninn
nú mun seinna á ferðinni heldur
en áður, af hrygningarsvæðun-
um. Hann sagðist þó ekki álita, að
neitt minna væri af honum að
þessu sinni.
Færeyingar hafa haft eitt skip
við þessar veiðar i apríl og fram i
mai, og hefur skipið, sem er
siðutogari, veitt á þessu timabili
um 550 tonn. Færeyingar greiða
58 aura fyrir kilóið af kolmunnan-
um I bræðslu, eða um 7 krónur
islenzkar, og sagði Sveinn, að
þessar veiðar hefðu án efa borgað
sig með ágætum.
Um borð i Arna Friðrikssyni er
ennfremur maður frá Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins, sem
gera mun ýmsar tilraunir, m.a.
varðandi geymsluþol kolmunn-
ans, mismunandi verkaðan.
PIERP0Í1T
MODEL 1974
í glæsilegu úrvali
og á hagstæðu
verði
PÓSTSENDI
Áletrun ef óskað er
Magnús E.
Baldvinsson
Laugavegí 12
Sími 22804