Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 29. mai 1974. 17,5% atvinnuleysi í Grænlandi — mikil ólga meðal ungra Grænlendinga Ráð ungra Grænlendinga ætlar að berjast gegn þvi með „kjafti og klóm” að Efnahagsbandalagið veiti margra milljóna króna styrk til Grænlands. Peningunum á að verja til að flytja grænlenzka at- vinnuleysingja til Danmerkur. Grænlenzka landsráðið sótti um þennan styrk vegna þess að at- vinnuleysið i Grænlandi nemur nú 17,5% — Við vitum, að atvinnuleysið er gifurlegt, og við höfum enga allsherjar lausn tilbúna. Samt sem áður erum við sannfærðir um. að bað eru mistök að skylda marga Grænlendinga til að flytja til Danmerkur. Við þekkj- um félagsleg vandamál, sem biða þeirra i Danmörku, segir Arqaluk Lynge, sem er formaður ráðs ungra Grænlendinga. Arqaluk Lynge segir, að Græn- lendingar hafi verið þeir fyrstu, sem guldu afleiðinga oliukrepp- unnar, og atvinnulifið hafi dregizt mjög saman, þegar hún skall á. — Þetta sýnir, hvernig Danir lita á okkur, segir hann. ALÞJOÐAVINNUMALASTOFN- UNIN, ILO, hefur nýlega skýrt frá athugun, sem gerð var á stefnu í launamálum i ýmsum löndum. Þarkemur meðal annars fram, að i Austur-Evrópu hefur viða orðið breyting á i þessum efnum nú nokkur undanfarin ár. Þar hafa ný launakerfi verið tekin upp sem liður i efnahags- iegum umbótum, og afkasta- greiðslur og bónusgreiðslur i Kemur honum ekki á óvart Lynge segir, að sér hafi ekki komið á óvart hin háa prósenttala atvinnulausra, þ.e. 17,5% er hún var gerð opinber fyrir skömmu. Talan sýnir ástandið 1. febrúar. Atvinnu- og félagsmálafulltrúinn i Gothab, Niels Ley álitur að fjöldi atvinnulausra muni aukast næstu tiu árin. Grænlandsráðu- neytið hefur látið I ljós áhyggjur sinar af sömu ástæðum. — Siðustu sjö árin höfum við bent á atvinnuleysi unga fólksins á Grænlandi, segir Arqaluk Lynge. En enginn hefur gert nokkuð til þess að stemma stigu við þvi. Ég álit, að vandamál okk- ar Grænlendinga megi rekja til alrangrar stefnu i fræðslumálum. Menntunin hefur eingöngu verið bókleg, en hefði átt að vera verk- leg og löguð eftir grænlenzkum aðstæðum. Afleiðingin er, að ung- ir Grænlendingar verða nú at- vinnulausir, af þvi að þá skortir raunhæfa menntun, sem atvinnu- lif á Grænlandi hefur þörf fyrir. árslok verða æ þýðingarmeiri fyrir launþega. Nú mun það svo, að 80% allra launþega i sósiölsku rikjunum fá hluta launa sinna (10-25%) i formi bónusgreiðslna. Það mikil- vægasta i þessu sambandi er, að með þessum hætti fær starfsfólkið hlutdeild i ágóða fyrirtækjanna, sem það starfar hjá. I Austu-Þýzkalandi er yfirleitt Utanaðkomandi fjármagn Arqaluk Lynge bendir á erlent fjármagn og nýjar atvinnugrein- ar sem dæmi um það, sem Græn- land hefur not fyrir til að geta spornað við vaxandi atvinnuleysi. — En við verðum að vera var- kárir og krefjast meiri stjórnaf yfir erlendum fyrirtækjum, ann- ars verða þau banabiti fyrir hina veiku verkalýðshreyfingu i Græn- landi, segir hann. Arqaluk Lynge nefnir sem dæmi Dana nokkurn, Georg Johansen að nafni, sem hefur komið á fót skinnaverksmiðju i bænum Narssaq á Vestur-Græn- landi. — I verksmiðjunni unnu græn- lenzkar konur. Ein þeirra kvart- aði yfir, að hún og vinnufélagar hennar hefðu einn daginn ekki fengið meira en tiu minútna hvild. Hún var rekin. Hins vegar erum við neyddir til að leita er- lends fjármagns, segir Arqaluk Lynge. —gbk. farin sú leið að þessi uppbótar- eða bónusgreiðsla er borguð út um áramótin. 1 Póllandi, Rúmeniu og Sovétrikjunum er upphæð greiðslunnar i hlutfalli við laun og starfsaldur við- komandi starfsmanns. I Búlgariu er hins vegar miðað við framlag hvers einstaks og hverrar fram- leiðslueiningar til aukinnar fram- leiðslu og aukinna framleiðslu- gæða. í sósialisku löndunum fá þeir verkamenn yfirleitt hæstu launin, sem starfa við námugröft eða i málmiðnaði. Þar minnkar stöðugt bilið milli faglærðra og ófaglræðra verkamanna, hvað laun snertir. Árið 1956 voru 'lágmarkslaun yfirleitt 25-30% af meðaliaunum, en árið 1970 var hlutfallið yfirleitt orðið 40-50% i flestum löndum Austur-Evrópu. Efnahagssamvinna Japans og Brasilíu EFNAHAGSSAMVINNA Japans og Brasiliu er að aukast. Brasil- iska stálfyrirtækið Siberbras, sem er i rikiseign, er að semja við Nippon Steel um að setja I sam- einingu á fót stálbræðslu i Itaqui i norðausturhluta Brasiliu. Fram- leiðslugeta stáliðjuversins verður um fjórar milljónir tonna á ári 1980. Háskóli Sameinuðu þjóðanna Á hausti komanda verða höfuðstöðvar háskóla Sam- einuðu þjóðanna opnaðar i Tokyo, en háskólinn verður rekinn á vegum samtakanna og Menningar- og visinda- stofnunnar SÞ. Skólinn verður eingöngu fjármagnaður með frjálsum framlögum einstakra rikja og stofnana. Það var þáverandi aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna U Thant, sem fyrstur lagði til að skólinn skyldi stofnaður árið 1969. Hans uppástunga var, að skólinn yrði rekinn með al- þjóðlegu sniði og samkvæmt einkunnarorðum Sameinuðu þjóðanna: friður og fram- farir. Starfsemi háskóla SÞ verður á annan veg háttað en nokkurs annars háskóla, sem nú er starfræktur i heiminum. Að undanskildum höfuðstöðv- unum verður háskólinn ekki staðsettur á neinum ákveðnúm stað i veröldinni og mun ekki keppa við aðrar stofnanir og engir verða út- skrifaðir þaðan með prófum. Þess i stað verður stofnunin tengiliður mennta- og visinda- stofnana um viða veröld. Mikilvægustu verkefnin verða að útbreiða þekkingu, útvega kennara, skipuleggja alþjóðlegt visindasamstarf og að virka örvandi á hugmyndir, sem verða mega mannkyni til heilla. Til að ýta undir þátttöku mennta- og visindastofnana i samstarfinu, verða settar á stofn nýjar menntastofnanir viðs vegar um heim. Yfirstjórn nýja háskólans verður rektor og 24 meðlima ráð, sem skipað verður af SÞ og Menningar- og visinda- stofnunni. Háskólaráðið mun sjá um skipulagningu stofnunarinnar, stjórnun og samhæfingu. Þar sem aðalstöðvarnar verða settar á fót i Japan hefur stjórnin þar boðizt til að greiða allan stofnkostnað þar i landi. Siðan fer það eftir fram- lögum annarra aðila, hve fjár- veitingin til starfseminnar verður há. Reiknað er með að á fyrsta fjárhagsári háskóla SÞ þurfi hann á að halda um 400 milljónum dollara til að sinna þvi hlutverki að örva menntun og menningu viða um lönd. 25 riki hafa þegar sýnt áhuga á skólanum og boðizt til að greiða fyrir honum með þvi að koma á fót stofnunum, i viðkomandi löndum, sem verða hluti af háskólanum eða að veita honum hlutdeild i ýmiss konar visindastofnunum, sem þegar eru fyrir hendi. Ætlunin er að starfsemi háskólans verði að mestu leyti leiðbeinandi. Það sem fyrst og fremst verður lögð áherzla á, eru vandamál, sem viðkoma öllu mannkyni, svo sem alþjóðlegt samstarf og friður, þróunarvandamál, og áhrif tækni og visinda á umhverfi mannsins og lifshagsmuni. Verður fengizt við öll þessi viðfangsefni með hagsmuni alls mannkyns fyrir augum. LAUNAMÁL í AUSTUR-EVRÓPU Glansinn farinn af japanska efnahagsundrinu JAPAN ER að missa forskot sitt meðal iðnaðarlandanna með meiri hraða en efnahagssér- fræðingar, sem vel fylgjast með, höfðu búizt við. Þetta kemur fram iskýrslu sem efnahagsdeild bandariska utanrikisráðuneytis- ins lét gera. I skýrslunni segir, að Japan sé ekki lengur mjög hættulegur keppinautur á sviði iðnaðarfram- ieiðslu, og hagvöxturinn eykst ekki með sama hraða og áður. Þetta þýðir ekki, að fram- leiðslugeta landsins sé að lamast, eða að stórvægileg vandamál séu framundan, en aftur á móti munu önnur riki eiga auðveldara með að aðlaga sig þeim áhrifum sem framleiðsluvöxtur Japans hefur. Japanskt efnahagslif er mjög háð aðflutningi hráefna, og lega landsins er þannig, að þvi er lifs- nauðsynlegt, að stuðla að jafn- vægi i veröldinni. Riðlist þetta jafnvægi, verða Japanir hvað sem það kostar að finna eigin lausn á þeim vanda- málum, sem þá skapast, og getur það orðið öðrum rikjum dýrt spaug. I skýrslunni er ekki tekið tillit til þeirra vandkvæða sem skapazt hafa af oliusölubanni landanna i Austurlöndum nær. I þess stað er lögð áherzla á að kanna, hver áhrif efnahagsvöxtur Japans hefur á önnur lönd á næsta áratug. Þær aðstæður, sem valda munu hægari hagvexti i Japan, munu ekki verka þannig, að svo mikið muni draga úr honum, að sam- bærilegt sé við það, sem gerðist i Bandarikjunum eða Evrópu. Japanir standa betur að vigi vegna þess, hve langt þeir komust á sviði iðnaðar- og efnahagsmála og hve frábærir sölumenn þeir eru. Og Japan mun svipa til annarra iðnaðarlanda. Reiknað er með, að á næstu tveim áratugum muni hagvöxtur Japans aukast um sex til sex og hálft prósent á ári, en frá striðs- lokum hefur hann numið tiu til tiu og hálfu prósenti. Haldi framleiðsla Japans áfram að aukast um tiu af hundr- aði til 1990, mun hún verða álika mikil og framleiðsla Banda- rikjanna. Meðaltekjur munu þá verða tveim þriðju hlutum hærri en I Bandarikjunum, og Japanir verða gifurlega mikilvægur kaupandi hráefna alls staðar i heiminum. Aftur á móti mun sex prósent framleiðsluaukning á ári til 1990 leiða til þess, að þjóðarfram- leiðsla Japana verður heldur minni en samanlögð þjóðarfram- leiðsla Frakka og Vestur-Þjóð- verja. Verða meðaltekjur i Japan þá svipaðar og I hinum fátækari löndum i Evrópu. Margir ísraelsmenn hyggjast flytjast af landi brott RÖSKLEGA tiundi hver ísraels- maður ihugar nú að flytjast af landi brott samkvæmt skoðana- könnun, sem israelska dagblaðið Haaretz lét gera fyrir skömmu. Höfuðorsakir þessa eru kviði vegna stríðsins og óánægja manna vegna sivaxandi verðbólgu. Niðurstöður sýndu, að 6,5% þeirra, sem þátt tóku i skoðana- könnuninni, voru staðráðnir i þvi að flytjast á brott og 5,1% að auki sögðust vera að velta þvi fyrir sér hvort ekki væri ráðlegast að leita til annarra landa. Uggvænlegastar þóttu þó tölur úr aldursflokknum 18-21, þvi að rösklega fimmti hver maður úr þeim aldursflokki sagðist hafa i hyggju að fara af landi brott. Atvinnuleysi í þróunar- löndunum AFRtKA gegnir mikilvægu hlutverki i framleiðslu ýmissa afurða. Þaðan koma t.d. 67% af öllum kakóbaunum, 30% af kaffi og jarðhnetuframleiðsl- unni og 21% af öllu timbri. Landbúnaðarverkamenn i Afriku eru yfirleitt sá starfs- hópur þar i álfu, sem lægst hefur launin. Laun þessa fólks, sem vinnur á ekrum úti á landi. er oft ekki nema u.þ.b. helmingur þess, sem verkamenn i borgum og bæjum hafa i laun, og enn minna en handverksmenn bera úr býtum. Þetta bil hefur fremur breikkað en hitt á undanörnum árum, m.a. vegna þess að heimsmarkaðs- verð á ýmsum landbúnaðar- afurðum hefur undanfarið farið heldur lækkandi. Forsenda þess að úr þessu verði bætt er m.a. sú, að komið verði við aukinni hagræðingu i þessum landbúnaði. En samkvæmt athugunum Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar fer þvi fjarri, að auðvelt verði úr að bæta i þessu efni. Erfitt er að framkvæma samþykktir um lágmarkslaun i flestum þessara landa, vegna þess að þar eru i rauninni engin verka- lýðsfélög, og yfirvöld hafa ekki yfir að ráða mannafla eða stofnunum til þess að fylgjast með þvi að settum reglum — ef einhverjar eru — sé fylgt. Á næstu tiu árum verður að sjá a.m.k. 180 milljónum manna fyrir starfi i Asiu til viðbótar þvi sem nú er ef tryggja á unga fólkinu, sem er að koma inn á vinnumarkað- inn, atvinnu, segir i skýrslu frá svæðisskrifstofu ILO i Bangkok. Á áratugnum 1970- 1980 verður unga fólkið, sem kemur inn á vinnumarkaðinn, 35 milljónum fleira en var á áratugnum á undan. I skýrsl- unni segir einnig, að öll þessi mál verði að taka nýjum tökum frá grunni, ef takast eigi að bæta að nokkru marki lifskjör þess mikla fjölda, sem nú býr við sult og seyru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.