Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. mai 1974. TÍMINN 11 Ljósm. Róbert. þeir ávörpuðu okkur, og yfirleitt virtust þetta vera ósköp alúðlegir menn, og ekki neitt stærilátir. Ég var orðinn dálitið málkunnugur sumum leiðandi mönnum þarna, meðal annars aðstoðar-fram- kvæmdastjóranum, sem alltaf heilsaði okkur og ræddi gjarna við okkur nokkur orð, þegar fundum bar saman. Margir fulltrúarnir voru klæddir samkvæmt tizku sins lands, þótt hinir væru fleiri, sem klæddust samkvæmt vestrænum sið. — Hverjir voru það einkum, sem fylgdu siðum sins heima- lands í klæðaburði? — Afrikubúar klæddust mjög oft þjóðbúningum og báru þá viðeigandi höfuðföt. Það var sér- kennilegt, og i fyrstu varð manni starsýnt á það, en svo varð þetta eins og hver annar sjálfsagður hlutur. Það er ekki nema eðlilegt, að menn reki upp dálitið stór augu, þegar þeir koma úr fámenninu hér, og sjá allt i einu siði og háttu fjarlægra þjóða. En innan skamms lærist manni, að það er ekki svo mjög mikill munur á mönnum, þrátt fyrir ólikan litarhátt, klæðaburð og venjur. Mér fannst að minnsta kosti stundum, að inn við beinið væru allir menn eins, hvað sem liði hinum ytri táknum, sem virtust skilja þá að. — Voru þeir með stóran vefjar- hött, Afrikubúarnir? — Já, það voru þeir, og ekki Afrikubúar einir. Ég man til dæmis eftir einum Indverja, sem alltaf klæddist á vestræna visu, en gekk þó jafnan með vefjarhött og bar hann mjög tigulega. Þarna voru að sjálfsögðu margir fleiri en kjörnir fulltrúar hinna Sameinuðu þjóða. Þar var lika margt starfsmanna, og þeim kynntumst við auðvitað miklu meira en fulltrúunum. Það var talsvert um það að starfsmenn klæddust þjóðbúningum landa sinna. Leiðsögustúlkurnar voru viða að — meira að segja tvær Islenzkar. Ég man eftir indverskum og pakistönskum stúlkum, sem klæddust i shari. Það er skósiður klæðnaður, einna likastur silkislæðum og er ákaflega fagur búnaður. Mér virtust þær ganga á nokkurs konar ilskóm við. Misseraskiptin komu snöggt — En hvernig likaði þér veður- farið? — Ég kunni ágætlega við það. Veturinn er stuttur, en hann var dálitið strangur á meðan á honum stóð, og hann kom snögglega. í desemberbyrjun var hitinn tuttugu stig, og hafði þá eiginlega ekki kólnað neitt að ráði i langan tima. En svo um miðjan desember var allt I einu kominn vetur með snjókomu og slyddu, og þann snjó tók ekki upp fyrr en i marz. Að visu var oft gott veður, en það var alltaf kalt, og írostið komst niður i fjórtán stig. Mér fannst sumarið koma álika snöggt og veturinn. Þaðleið ekki langur timi frá þvi að frostið hafði verið og þangað til hitinn var kominn i þetta tólf og fjórtán stig. — Var ekki hlýtt um mitt sumarið? — Jú. Hitinn komst upp i 37 stig, og þá þótti sumum hlýtt. En það er af mér að segja, að mér fannst hitinn góður og þótti hann aldrei neitt óþægilegur, þótt hann yrði þetta mikill. En það var annað, sem gerði okkur mikil óþægindi, mér ekki síður enöðrum. Það var mengunin, og hún var mest, þegar heitast var. Þá er lika alltaf kyrrt veður, og það er varla hægt að segja, að þá hafi séð til sólar. — Er manni ekki blátt áfram þungt um andardráttinn, þegar svo er háttað? — Jú. Þarna er alltaf ferðazt á bilum, og þegar fólk er á leið til og frá vinnu, verður umferðin mest og þá er vitanlega langverst að vera á ferð. Þá gengur umferðin ákaflega hægt, bilaraðirnar rétt mjakast áfram, en reykurinn frá útblástursrörunum liggur eins og ský yfir nágrenninu. Þegar verst var, gerði ekki betur en maður grillti i byggingarnar á Manhattan, i svo sem kilómetra fjarlægð. Þetta er ótrúlegt, en satt. En annars staðar sást rofa fyrir sæmilega heiðum himni. — Hefðir þú ekki kunnað betur við þetta veðurlag en sveljandann hér, ef ekki hefði verið mengunin? — Ég neita þvi ekki, að ég óskaði stundum eftir hressandi golu, en annars kunni ég vel við þetta veður. Um vorið komu snöggar regndembur, og eins um haustið, en sumarið var miklu þurrara. Ég held að það hafi verið um haustið 1970, sem líklega hefur komið einhver angi af hvirfilvindi, þarna. Ég man, að fólki þótti veðrið ákaflega slæmt. En ekki held ég að okkur, hérna á tslandi, hefði brugðið míkið i brún. Að minnsta kosti fannst mér ekki neitt sérlega mikið til um þetta veður. En þótt okkur, tslendingunum, sem þarna vorum, þætti veðrið ekki neitt afskaplegt, þá sá ég samt á eftir, þegar það var gengið yfir, að tré höfðu rifnað upp með rótum. En það segir út af fyrir sig ekki mikið. Þarna eru tré ákaflega laufmikil, en aftur á móti er jarðvegurinn sendinn og mjög laus i sér. Tré geta þvi rifnað upp, þótt ekki verði ýkja- hvasst. Ég sá það i blaði, að mesta hvassviðri eins árs i New-York hefði verið sjö vindstig, en að visu var ekki á þvi ári, þegar hvirfil- vindurinn kom, þessi sem ég var að minnast á. Það held ég að okkur þætti gott, á okkar vinda- sama landi, að komast svo heilt ár á enda, að aldrei komi meira hvassviðri en sjö vindstig. Við viljum hjálpa, en ekki hið gagnstæða — Ég spurði vist .yfirlögreglu- þjóninn að þvi áðan, og það er bezt að leggja spurninguna fyrir þig lika: Hvað finnst þér verst af þvi sem þú þarft að standa frammi fyrir i starfi þinu? — Ég veit ekki, hvort ég get svarað þvi, svona i fljótu bragði. Óneitanlega sjáum við margt og þurfum að skipta okkur af mörgp, sem heldur er ógeðfellt. Það, sem mér þykir einna leiðast, eru afskipti af unglingum, serstak- lega i sambandi við ölvun. Eins er það, þegar börn og unglingar fremja einhver afbrot. Það er ósköp hvimleitt að þurfa að hafa afskipti af slikum málum þótt auðvitað verði að gera það eins og annað, sem til fellur. En það vil ég taka fram, að samvinna við foreldra og aðra aðstandendur barna, sem þannig er ástatt um, er yfirleitt mjög góð. Okkur er i langflestum tiifellum tekið mjög vel, og það er vaxandi skilningur á þvi, að við erum aðeins að gera skyldu okkar og að við viljum hjálpa þessum börnum og unglingum og gera þeim gott, en ekki hið gagnstæða. — Og þér finnst gott að búa hér á Selfossi? — Já, það finnst mér. Samstarfið við félaga m'ina i lögreglunni hér er með miklum ágætum, enda eru þetta' góðir menn og samvizkusamir. Auðvitað veit maður aldrei, hvað framtiðin ber i skauti sínu, en ég hef ekki hugsað mér að breyta til. Hér er gott að vera. —VS Tómas Jónsson, lögreglumaður. ÞEGAR lokið var spjallinu við Jón Guðmundsson, yfirlögreglu- þjón á Selfossi, þótti tilvalið að taka einnig tali Tómas Jónsson, lögreglumann þar á staðnum. — Hvað ert þú búinn að vera lengi hérna, Tómas? — Ég hef verið hér með einni undantekningu þó siðan 1963, en þaráður\ar ég á Keflavikurflug- velli, byrjaði þar árið 1956. — Kannt þú vel við þetta verk? — Já. Ég hef unnið að þessu siðan ég var rúmlega tvitugur, og ég hefði ekki enzt svona lengi við það, ef mér hefði leiðzt verkið. — Hefurðu stundað löggæzlu- störf viðar en I Keflavik og svo hérna? — Já. Ég var sendur frá Kefla- vlkurflugvelli norður á Þórshöfn og hafði þar á hendi löggæzlu við stöðina á Heiðarfjalli. Þar var ég i þrjú ár, og þaðan fór ég hingað á Selfoss. Siðan var ég sendur til Bandarikjanna og var við lög- gæzlú hjá Sameinuðu þjóðunum i tæplega eitt og hálft ár. Og eru þá upptaldir þeir staðir, þar sem ég hef unnið að löggæzlu. Hefði ekki viljað fara á mis við þá reynslu — Hvernig fannst þér að vera i Ameriku? — Það var bæði skemmtilegt og lærdómsrikt. Ég kom þar siðla sumars 1969, og kom aftur heim i ársbyrjun 1971. Þetta þýðir, að ég var þar á meðan háð voru tvenn allsherjarþing. Ég hefði ekki viljað miss*a af þeirri reynslu að sjá allar þessar þjóðir — eða fulltrúa þeirra, öllu heldur — þarna saman komna. Fylgjast með fundum á allsherjarþingi, i öryggisráði og hinum ýmsu nefndum. — Hafðir þú aðstöðu til þess að heyra það sem fram fór? — Já, það eru yfirleitt alltaf hafðir löggæzlumenn á fundun- unum. Þar eru áheyrendasvæði, og þangað koma bæði ferða - menn, sem þarna eru staddir og ýmsir áhugamenn. Siðan var það — Kynntust þið fulltrúunum persónulega? — Yfirleitt kynntumst við þeim ekki, en við þekktum þá orðið vel i sjón. Að sjálfsögðu vorum við ekki að ávarpa þá að fyrra bragði, nema að við hefðum eitthvað sérstakt við þá að segja varðandi starf okkar, sem auðvitað gat komið fyrir. Hins vegar var það ekki óalgengt að auðvitað verkefni okar, löggæzlu- manna, að sjá svo um, að þar færi ekki neitt fram, sem spillt gæti friði eða reglu. — Gerðist stundum eitthvað slikt? — Nei, ekki á meðan ég var þar. En það hafði vist gerzt áður, og svo hef ég frétt, eftir að ég kom heim, að það hafi eitthvað borið á þvi að reynt hafi verið að gera óspektir á fundum, bæði á allsherjarþinginu og I öryggis- ráði. Innst inni eru mennirnir líkir, þrátt fyrir mismunandi litarhátt og venjur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.