Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miövikudagur 29. mai 1974, Við getum farið til tunglsins, en kunnum ekki að kveða niður drauga m 5 i ^ *v' m sfiat ■íi&SSÍ'Kv v MMmmM Wmm: §11 ÍlfÉÍíiÍÉ .. - *- * I >:.‘4 ÍIS ' ' 1< íl *>í ' ''S ípÍPÉÉ m mMmm »1 t-t . '' 'i mm ■:•-•:• ■■ • ■:■• •: • ■ ■ ".■■■■■■ mMBb. ',: *\ éMim sL'*'.' ' l' V éSmJ&i ' P' B||||p|j|k;? '■'■,:. •’,• æiÉÉMÍ Siis >' ..'' ' 3s»a»«í VIÐ LIFUM á öld geimferða, líf- færaflutninga og tölva. Samt sem áður er margt, sem visindunum hefur ekki tekizt að ráða. Og sjaldan hefur það, sem dularfulit kaiiast, vakið meiri forvitni en einmitt nú. Sumum kann að koma það á óvart, hversu áhugi á dulrænum efnum hefur aukizt á þessari háþróuðu tækniöld. Miðlar draga stöðugt að sér meiri og meiri at- hygli. Einn hinn frægasti þeirra hét Daniel Dunglass Home. Raunar átti hann ekki langt að sækja það, þótt honum væri öðru visi farið en öðru fólki. Afi hans, jarl af Home, sveif út og inn um glugga, án þess að nokkur lyfti honum, og i návist hans tóku borð og stólar að dansa og furðulegar hendur heilsuðu þeim, sem nær- staddir voru. Stundum voru vegg- ir barðir af mikilli ákefð eða þá að annarlegur dragsúgur fór igegn- um húsið, svo að hurðir skelltust aftur. Þegar Daniel Dunglass var niu ára, reyndi frænka hans að særa út úr honum illan anda. Henni mistókst það, og þá varpaði hún drengnum á dyr. Hún hélt, að hann væri haldiní af djöflinum. En þegar hann eltist, gerði hann svo marga furðulega hluti, að hann náði heimsfrægð. Sjálfur hélt hann þvi alltaf fram, að hann hefði ekki stjórn á því dularafli, sem i honum bjó. Hann gæti hvorki látið nokkuð gerast né komið i veg fyrir, að eitthvað gerðist. Daniel Dunglass Home fæddist árið 1833. Sfðan eru rúm hundrað og fjörutiu ár. Og við erum jafn- langt frá því að finna nokkra skýringu á því, sem gerðist i kringum hann, og fólk var meðan hann var ofan moldar. Og enn gerist margt, sem fólk botnar hvorki upp né niður i. „Svört vera, sem likist mest dökkum skugga”, veldur þvi, að tvær konur flýja úr nýrri úbúð i Lundúnum. Glória Smith segir, að þessi vera hafi ekki neina eiginlega andlitsdrætti, og vin- kona hennar, Lillian Sansome, léttist um mörg pund á örfáum dögum. Hún var svo hrædd , að hún þorði varla að festa blund. — Ég sá þetta fyrst nokkrum dögum eftir að við fluttumst -i ibúðina, segir hún. Þessi vera fór beint i gegnum mig og siðan hvarf hún inn i vegginn. Mér fannst ég vera að kafna. Nýlega neituðu fimm fjölskyld- ur i nýrri húsasamstæðu i Liver- pool að borga húsaleigu, þar sem þær væru i sambýli við drauga. Fyrir nokkru grá tbað húsmóðir i Lundúnum borgarstjórnina um nýja ibúð, þar sem sonur hennar væri að tryllast af hræðslu við „hvita stúlku”, sem hélt sig einkanlega i barnaherberginu. Prestur var fenginn til þess að messa i herberginu, en það kom fyrir ekki. Drengurinn fékkst ekki til þess að vera i þvi. Svipuðu máli gegndi um hund fjölskyldunnar. Þanmg er þetta í Englandi, sem raunar er frægt land fyrir drauga sina, sem taka fram Skottum okkar og Mórum. En þess ber þó að geta, að draugar okkar eru svo sem ekki dauðir úr öllum æðum, þvi að við og við gerast þeir at- burðir, að allt kemst á tjá og tundur. Og þannig kvað það einnig vera i Noregi, svo að vitnað sé til annars norræns lands. Bamalt kuml við Kaupang, þar sem oft gerast dularfullir atburðir. Tii eru margar sögur um hesta, sem Hús f Tjölling við Larvfk i Noregi, skammt frá gamalii vikingabyggð, hafa fælzt á þessum staö. Kaupangi. Þar hefur veriö talið heldur óhreint.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.