Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.05.1974, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 29. mai 1974. TÍMINN 19 jólamatinn.” „Þeir voru að tala um að slátra mér lika,” sagði kisa. ,,Það er bezt, að ég komi með ykkur.” „Komdu þá,” sagði Hvita-Dúfa. Héldu þau nú áfram förinni, og mættu þá hana. „S æ 1 v e r t u , Hvita-Dúfa!” sagði han- inn. „Sæll sjálfur, hanatet- ur,” sagði Hvita-Dúfa. „Hvert ertu að fara? spurði haninn. „Ég er að strjúka, þvi að það átti að slátra mér i jólamatinn. Sama segi ég,” sagði haninn. „Ég fer lika.” „Komdu þá,” sagði Hvita-Dúfa. Og áfram héldu þau, þangað til að gæs varð á vegi þeirra. „S æ 1 v e r t u Hvita-Dúfa!” sagði gæs- in. „Sæl vertu, gæsar- tetur,” sagði Hvita-Dúfa. „Hvert ert þú að fara?” spurði gæsin. „Ja, ég er nú að stel- ast að heiman. Þeir ætl- uðu að slátra mér til jól- anna.” „Ég átti að verða fyrir þvi sama,” sagði gæsin. Ég kem með ykkur.” Hópurinn hélt nú áfram, þar til skyggja tók. Sáu þau þá ljósglætu langt undan. Gengu þau á ljósið og voru furðu fljót i ferðum. Þegar þau komu að húsinu, komu þau sér saman um að gægjast á gluggana og forvitnast um, hvað inni fyrir væri. Þau gægðust inn og sáu þá þjófa, sem voru að telja peninga. „Nú skulum við taka lagið og syngja, hvert með sinu nefi,” sagði Hvita-Dúfa. Ráku þau nú upp ógnarlegt org. Þegar þjófarnir heyrðu ópið fyrir utan, héldu þeir, að eitthvað 0 Verksmiðja 3. Kasium klórið. 75%, 60.000 tonn á ári. 4. Bróm til notkunar i iðnaði 700 tonn á ári. „Aðeins er þörf fyrir 700 kW af raforku, þar sem aðaldælurnar ganga fyrir gufuafli. Auk þess er þörf fyrir 5-10 litra af ferskvatni á sekúndu. Ekki er gert ráð fyrir neinu kælivatni i þessari áætíun, þar sem loftklæing er hag- kvæmari”. Ennfremur er gert ráð fyrir i áætluninni, að til falli á ári 6.600 tonn af kisil, 600 tonn af gipsi og 21.000 tonn af nær hreinu koldioxiði sem úrgangsefni. Talið er liklegt, að sum eða öll þessi efni gætu gefið af sér ágóða, ef þau væru nýtt á réttan hátt. Or afgangsgufu er talið mega framleiða 26-36 MW af rafmagns- afli, sem gæti hugsanlega aukið töluvert hagkvæmni verk- smiðjunnar. Áætlað er, að um 100 manns starfivið verksmiðjuna sjálfa,en að auki munu 20 til 30 manns starfa við flutningakerfi og birgðageymslur. 1 kosnaðaraætlun er reiknað með að verksmiðjan verði reist á Reykjanesi, og heildarkostnaður er miðaður við að hún verði byggð i þrem stigum, þannig að fram- leiðslugeta eyks á hverju stigi um 1/3 af endanlegri framleiðslu- getu. Enn fremur ber að geta þess, að miðað er við innlent verðlag frá nóvember 1973 og að gengi Bandarikjadollars sé kr. 84. Reiknað er með 13% söluskatti, en ekki með tollum af innfluttum vélum og efni til byggingar verk smiðjunnar. Þegar þetta er allt tekið með, er stofnkostnaður 14.359.000 dollarar, og þá ekki meðtalin stofnakostnaður vegna birgðageymslu, aðstöðu við höfn og tæki til flutninga frá verk- smiðju til hafnar, sem samtals gæti numið 1.87 milljonum doll- ara. Heildarkostnaður gæti þvi orðið 16,23 milljónir dollara, eða um 1363 milíjónir islenzkra króna. Samanlagður rekstrar- kostnaður er áætlaður 2.318.000 dollarar á ári. 1 skýrslunni segir: „Fyrir utan framkvæmdir vegna verk- smiðjunnar sjálfrar þarf nokkra fjárfestingu i vegagerð frá fyrir- huguðu verksmiðjusvæði á Reykjanesi til Grindavikur, og er lauslega áætlaður kostnaður við hana 1.20 milljónir dollara. Þá þarf hugsanlega endurbætur við útflutningshöfn, sem gætu kostað 0.55 milljónir dollara. Fram- kvæmdir þessar jaðra við opin- berar framkvæmdir, og þarf að taka afstöðu til fjármögnunar þeirra i sambandi við arðsemis- mat o.fl.” Um markaði er það að segja, að eini markaðurinn, sem til er hér á landi sem stendur, er fyrir 50 til 60 þúsund tonn af fisksalti og 5 þúsund tonn af kali, auk litils- háttar af kalsium klóriði. Augljósustu markaðsmögu- leikarnir eru sagðir vera á Norðurlöndunum fjórum, Græn- landi og i Færeyjum, vegna ná- lægðar þeirra og hefðbundinna viðskipta- og menningartengsla, o Á víðavangi með hálfrar annarrar klukku- stundar fyrirvara”, segir Bragi Jóseps^on i viðtali við Visi. „Meirihlutinn stóð að frestuninni, en búið var að senda öllum félagsmönnum tilkynningu um fundinn. Þeir frestuðu fundinum, af þvi að þeir vita, að meirihluti félags- manna hér i Reykjavik er andvigur bræðslunni með Möðruvallahreyfingunni”, segir Bragi. . „Mér þótti þessi aðferð ótil- hlýðileg, og þvi tilkynnti ég i útvarpi, að fundurinn yrði haldinn, en þeir tilkynntu þá, að honum yrði frestað. Ég lét þá enn eina tilkynningu fara i útvarp um, að fundurinn yrði haldinn”. „Á fundinum var kosin nefnd til að ræða við fulltrúa Alþýðuflokksins um samvinnu i kosningunum. Meirihlutinn i stjórninni hefur enn ekki þorað að halda fund i félaginu, eftir að samþykkt var i flokks- stjórn að vinna með Möðru- vallahreyfingunni”. —TK Annað svæði, sem til greina kæmi, er austurströnd Banda- rikjanna og Kanada, fyrst og fremst vegna þess að flutnings- kostnaður gæti orðið lægri en hjá efnaverksmiðjum i miðvestur- hluta eða vesturhluta þessara landa, og ennfremur vegna lægri framleiðslukostnaðar. 1 skýrslunni segir: „Bæði fisk- salt og finsalt til notkunar i iðnaði verður framleitt. Markaður ætti að vera til fyrir fisksaltið hér á landi, og að einhverju leyti i Færeyjum og á Grænlandi. Fin- saltið yrði næstum allt að flytja út, nema nýr iðnaður, sem notaði salt við framleiðsluna, yrði settur á stofn hér um svipað leyti og saltverksmiðjan. 1 Skandinaviu einni er mark- aður fyrir 1.5-1.7 milljónir tonna af finsalti. Markaðskönnun bendir til að hið tiltölulega litla saltmagn, sem um er að ræða hér, (um 200.000 tonn) væri auð- veldlega hægt að selja. Ef reiknað er með útflutningi til Skandi- naviu, yrði samkeppnishæft verð verksmiðjunnar á Reykjanesi 4.10dollarar á tonn, þegar búið er að draga flutningskostnað allan frá”. Þá er I skýrslunni fjallað um markaðsmöguleika annarra framleiðsluafurða en salts. „Alþjóðleg verzlunarviðskipti með kali eru mjög mikil. Skandi- navia ein flytur inn meira en 800.000 tonn á ári. Þar sem ekki á að flytja út meira en 20.000 tonn héðan, er augljóst, að auðvelt ætti að vera að finna erlenda markaði fyrir það. 1 útflutningi til Skandi- naviu er meðalverð við verk- smiðjudyr áætlað 35.50 dollarar á tonn”. „Kalsium klórið af þeirri tegund, sem framleiða á hér, er aðallega notað til að þiða klaka af gangstéttum, vegum og flug- brautum á veturna , og halda ryki i skefjum á ómalbikuðum þjóðvegum á sumrin. Eftirspurn eftir kalsium klórið fer alls staðar vaxandi. Þó er þess að gæta,að mikil hætta er á offram- leiðslu af þessu efni, sem viða er framleit sem aukaafurð við sóda- framleiðslu”. „Aætlað magn af kalsium klórið er um 60.000 tonn á ári. Verð við verksmiðjudyr er talið vera 38.000 dollarar á tonn fyrir sekkjaða vöru.” „Liklegustu markaðir fyrir bróm frá islenzkum framleiðanda eru i Vestur- og Norð- austur-Evrópu. Bróm er nú notað i vaxandi mæli við framleiðslu eldverndaefna. læknislyfja og i hjálparefni fyrir vefnaðarvöru- framleiðslu. Framleiðslan mun nema um 700 tonnum á ári. Verð við verksmiðjudyr er áætlað 395 dollarar á tonn”. 1 skýrslunni er reiknað með að þaðtakisjöár að ljúka við bygg- ingu verksmiðjunnar og taka i notkun allan t'ækjabúnað sam- kvæmt áætluninni. Ennfremur, að hámarksframleiðsluafköstum muni verða náð á niunda á- ætlunarári, sem er sjötta fram- leiðsluár verksmiðjunnar. Við athugun á arðsemi fyrir- tækisins kemur i ljós, að árlegur meðalgróði fyrir skatta verður 3,087.5 þús. dollarar. 1 lokaorðum skýrslunnar kemur m.a. fram, að saltverk- smiðja á Reykjanesi virðist byggð á traustum jarðfræðilegum og tæknilegum forsendum. Mark- aðir virðast vera til fyrir allar afurðir, og ákveðnir möguleikar til að komast inn á þá markaði. Ennfremur, að fyrirtækið sýnist geta staðið á viðskiptalega traustum fótum og sé liklegt til að gefa töluverðan arð fyrir það fjármagn, sem leggja þarf i þaðT Að lokum er lagt, til, að gerðar verði ráðstafanir til að koma fyrirtækinu i framkvæmd, kannað form eignaðildar, samið um lóðaréttindi, könnuð afstaða Náttúruverndarráðs og heil- brigðisyfirvalda, og hafinn verk- fæðilegur undirbúningur með hönnun og framkvæmd nauðsyn- legra vinnslutilrauna. Lofum þeimaðlifal 0 Vlkur viðræður um sölu. Menn vita ekki með vissu, hvert magn þessara efna er að finna hér. Þó hefur verið gizkað á að um fimmtiu milljónir rúm- metra af vikri sé að um 50 millj. rúmmetra af vikri sé að finna við Heklu. Það kann að talið er, ef samið yrði við hin erlendu stórfyrirtæki um út- flutning. Fjórir jarðfræðingar munu i sumar vinna við rannsóknir á steinefnum, og munu þá m.a. athuga vikur og gjall. Auk þess verður unnið að rannsóknum á basalti og haldið áfram athugunum á perlusteininum i Prestahnjúk. 0 Sólskin — Að Steindórsstöðum, það er uppi i Reykholtsdal. — Kanntu vel við þig þar? — Jahá, það er fint að vera þar. — Ég fer lika i sveit, segir Ómar. — Og hvert ferð þú? — Það heitir Stekkjarflatir. Það er fyrir norðan. — Hvað ætlar þú að gera i sumar, Grétar? — Bara vinna. — Ertu búinn að fá vinnu? — Ég sótti um sendilsstarf. Ég veit ekki, hvort ég fæ það. — Ég er með á! hrópar Ómar. Það liður nokkur stund. Allir biða spenntir. Svo litur hann þungbrýnn á okkur. — Ég var með á. Við skiljum sneiðina og hypjum okkur. Það eru sumir fiskifælur, aðrir ekki. Við viljum ekki hætta á að fá slika nafnbót. Áhorfendalausir spark- arar Það þarf ekki endilega áhorf- endur til að menn sparki bolta. Þeir voru þrir að þvi uppi i Árbæjarhverfi. — Hvað heitið þið? —-Ég heiti Brynjar, og þetta er Ólafur Hreinn. Hann er bróðir minn. — Hvað eruð þið gamlir? — Ég er 10 og hann er 7. — Hvað heitir þú? — Ég heiti Magnús, og ég er 7 ára. — Hvar eigið þið heima? — Hérna i Selásnum. — I hvaða félagi eruð þið. — Við erum allir i Fylki. — Eruð þið i 5. flokki? — Já, ég, segir Brynjar, en þeir spila ekki með ennþá. — Hvernig er búningurinn ykk- ar? Þeir sýna okkur hann. — Það er bleik peysa og svartar buxur. — Er gaman i Fylki? — Það er alveg ógurlega gaman. — Koma margir til að keppa við ykkur? — Já, aðallega strákar úr Breiðholtinu. Og svo þarf Brynjar að snúa sér aftur að markvörzlunni. Vegir lagðir — hallir reistar Á leiðinni út úr Árbæjarhverf- inu hittum við athafnamenn úti i móum. — Eruð þið að leggja veg hérna? — Við erum rétt að byrja. — Ætlið þið svo að fara að byggja? — Það má vel vera. Við erum að leggja hitaveituna. — Hvaða stöng er þetta? — Þetta er fánastöngin okkar. — Hvað heitið þið strákar? — Ég heiti Rikharður og ég er 8 ára. — Ég heiti Steinþór og ég er 10 ára. — Og ég heiti Egill og ég er 11 ára. — Farið þið i sveit i sumar? — Ég fer i sveit, svarar Steinþór. Hinir eru þegar önnum kafnir við starf sitt. Og hver þarf sveit, sem hefur heilt land til að leggja vegi, rækta tún og byggja hús og hallir, jafn- vel þótt þau verk liggi ekki alls kostar i augum uppi? Níu fórust í sprengingu á N-Ítalíu Róm NTB — Niu nianneskjur fór- ust og fjörutiu slösuðust, er tima- sprengja sprakk i. borginni Brescia á Norður-ítaliu i gær. Þúsundir manna voru á mót- mælafundi, og hafði fólkið safnast saman á stærsta torginu i Bres- cia. Fólkið stóð i þéttum þyrping- um til að leita skjóls undan regni, en sprengingin varð rétt áður en fundinum lauk. Fundurinn var haldinn eftir fjögurra tima verkfall, sem gert var til að mótmæla fasistaáróðri i Brescia og umhverfi, sem mikið hefur borið á undanfarið. Siðasti ræðumaðurinn var að stiga úr ræðustól, er sprengjan sprakk, og varð þegar af mikið öngþveiti, og hræðsla greip um sig meðal fólksins. Tvær manneskjur létu samstundis lifið, og aðrar sjö létust á leið i sjúkrahús. Þrjár konur eru meðal hina látnu. Óttazt er, að dánar- talan eigi eftir að hækka, þvi að margir hinna slösuðu eru lifs- hættulega særðir. Giovanni Leone, forseti Italiu, og Páll páfi hafa sent samúðar- kveðjur, og formaður nýfasista, Giorgio Almirante, hefur harmað atburðinn og beðið stjórnina að finna hina seku. 0 Humar afhendi humarinn á flutningstæki við hlið veiðiskips. III. Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins 26. mai varð samkomulag um lágmarksverð á rækju, er gildir frá 1. júni til 31. ágúst 1974. Rækja (óskelflett) i vinnsluhæfu ástandi, og ekki smærri en svo, að 350 stykki fari i hvert kg, pr. kg kr. 42.00. Verðið er miðað við, að seljandi skili rækjunni á flutningstæki við hlið veiðiskips. 0 Skálholt erlendra ferðamanna á Islandi eins og Gullfoss og Geysir. Veitingasala hefur ekki verið á Skálholtsstað áður nema á Skálholtshátiðum. Þá hafa konur úr kvenfélagi Biskupstungna- hrepps séð mönnum fyrir beina og unnið þar mikið og gott starf, en þær hafa styrkt uppbyggingu staðar og kirkju með ráðum og dáð. Þegar i gær höfðu borizt fyrir- spurnir um leigu á veitingaað- stöðunni, en það er Skálholtsstað- ur, sem stendur að þvi að hún var auglýst. 0 íþróttir var rekinn útaf i síðasta leik sinum með Schalke 04 i „Bundeslingunni” i leik gegn Kaiserslautern. „Eg hef ekkert að gera við leikmenn, seni eiga yfir höfði sér leikbann”.... sagði Schön, þegar hann valdi ekki Erwin. „Jafnvel þótt það hafi verið Beckenbauer eða Muller”. Sehön getur gert breytingar á 22 manna landsliðshóp sinunt, fvrir 5. júni, ef hann sér ástæðu til. —SOS HAA 74 í knattspyrnu 13. júní — 7. júlí o kvöldið. Þá sigraði italska liðið A.C. Roman HM-lið Zaire 3:0 á mánudagskvöldið. Við sögðurn frá þvi i gær, að Brasiliumenn hefðu sigrað Ludwigshafen. Það var ekki,þvi að Brasiliumenn sigruðu 1 FC Kaisersiautern, v-þýzkt 1. deildar lið, 3:2, og fór leikurinn fram i Ludwigshafen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.