Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. júní 1974 TÍMINN 3 Landnámshátíð Ár nesinga á Selfossi HP—Reykjavik — Landnámshátið Árnesinga verður haldinn á Selfossi dagana 14-17. júni n.k. Sr.. Eirikur J. Eiriksson Jóhannes Sigmundsson og Guðmundur Danielsson rit- höfundur, sem boðuðu til blaða- mannafundar fyrir hönd land- námshátiðarnefndar Árnesinga, lögðu á það rika áherzlu, að hátiðin héti landnámshátið en ekki þjóðhátið. Hátiðin hefst föstudaginn 14. júni, með þvi að tekið verður i notkun nýtt húsnæði fyrir Lista- safn Arnessýslu. Þar verður komið fyrir málverkagjöf frú Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar, alls 41 verki og afhjúpuð verður brjóstmynd af Asgrimi Jónssyni, gerð af sigur- jóni Ólafssyni. Að öðru leyti ber mest á sýningum alls konar. t.d. handa- vinnusýningu og frimerkja- sýningu, en i sambandi við hana verður opið pósthús þann 17., þar sem menn geta fengið stimpluð sérstök hátfðarumslög. Sjaldgæft er, að pósthús séu opin á þjóð- hátiðardaginn, og er þetta þvi 0 Hrekja brennt, að ekki var hirt um aö glæða möguleika til þolanlegrar lifsafkomu á þessum stöðum, heldur þvert á móti sifellt aukið á vonleysið. Atvinnubyltingin mikla við stjórnarskiptin Nú geta allir stungið hendinni i eigin barm og svarað þvi sjálfir, hvaða breyting hefur orðið á. Hvarvetna á landinu er vinna frekar of mikil en of litil, trúin á framtið byggðarlaganna hefur verið vakin á ný, og vandfundið það þorp, þar sem nú er ekki byggt af þvi kappi, sem vinnuget- an leyfir. Hvati alls þessa er atvinnubylt- ingin mikla, sem hófst, þegar nú- verandi stjórn tók við völdum og hlutaðist til um það, að hvert ein- asta kauptún á landinu fengi fiskiskip eða hlutdeild i þeim, og þar með næga atvinnu og góða lifsafkomu, auk þeirra stórfelldu umbóta, sem gerðar hafa verið á frystihúsum um land allt eftir langa vanrækslu i þeim efnum. Hver einasti maður veit I hjarta sinu, að þessi skipakaup hefðu farizt að miklu leyti fyrir, ef „við- reisnarstjórnin” hefði setið á- fram við völd, þvi að hennar stefna var „hóflegt atvinnu- leysi”, og sú er enn stefna „við- reisnarf lokkanna ’ ’. Spurning, sem kjósendur svara Spurningin, sem kjósendur svara 30. júni, er einfaldlega sú, hvort sú atvinnubylting, sem nú- verandi stjórnarflokkar hrundu af stað, sé þeim að skapi, eða hvort þeir vilja aftur hverfa til stjórnarfars „viðreisnarflokk- anna”, þegar ekki var hirt um að glæða atvinnu, heldur stilað upp á „hóflegt atvinnuleysi” sem helzta bjargræðið. Vilja þeir eiga það á hættu að hreppa kyrrstöðu, von- leysi og landflótta á nýjan leik? Við sjáum til, hvaða svör verða gefin i kjörklefunum. © Ákvörðun riskur sérfræðingur gerði, hefði slikt verið óhagkvæmt á þeim tima. Margir höfðu samt eftir sem áður áhuga á málinu og 1968 rannsakaði Haukur Sævarsson verkfræðingur málið á nýjan leik. Niðurstaða hans var sú að hag- kvæmt væri að koma hér upp stálbræðslu, sem nýtti brotajárn og upp úr þvi var Stálfélagið hf. stofnað. Þvi má skjóta hér inn i að Timinn hefur áður fjallað itar- lega um áform Stálfélagsins og þær skýrslur, sem félagið hefur látið gera i sambandi við brota- járnsnýtingu og stálbræðslu hér á landi. einstakt tækifæri fyrir frimerkja- safnara. Bóka-og handritasýning verður i héraðsbókasafninu. Þar verða til sýnis miklir dýrgripir: skinnhandrit og Islendingabók Ara fróða, Alþingisbækur 1631-40. Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vidalin o.fl. Hafa bækurnar verið fluttar og verður þeirra gætt dag og nótt, og hið sama gildir einnig um aðra dýrgripi, er til sýnis verða á, hinum ýmsu sýningum. Aðalhátiðin verður þó þann 16. og 17., iburðarmiklar dagskrár sem ljúka mun með dansleik þann 17. 1 tilefni hátiðarinnar hefur nefnin látið gera platta með myndum úr héraðinu. Gisli Sigurðsson teiknaði þá, og Stefán Arnason að S-Reykjum hefur unnið þá. Einnig efndi sveitar- stjórnin til samkeppni um skipu- lagningu útivistarsvæðis vestan Selfossbyggðar, og hét hún 1 milljón króna verðlaunum til sigurvegara. Gefin hefur verið út sérstök há- tiðardagskrá i máli og myndum 1 skýrslu Stálfélagsins, sem gefin var ur 1971 er gert ráð fyrir að tilfallandi brotajárn hérlendis yrði 9,5 þúsund lestir 1972. en færi hraðvaxandi og yrðu um 17,5 þúsund lestir 1990. 1971 var einnig gefin út skýrsla eða áætlun um stálbræðslu, sem afkastaði tiu þúsund lestum af steypustyrktar- járni árlega. Hugmyndin um islenzka stál- bræðslu er nú til athugunar hjá opinberum aðilum og er úrslita að vænta i þvi máli innan skamms. Þá nefndi Sveinn og i erindi sinu, að nú væru fluttar út 4,5 þúsund lestir af brotajárni árlega að meðtöldum skiþum sem seld væru til niðurrifs. Útflutningur á öðrum brotamálmi nemur um 600 lestum. Endurvinnsla á pappir 1959 fór fram athugun á þvi hér- lendis hvort hagkvæmt væri að endurvinna pappir og timburúr- gang hérlendis. Það reyndist ekki hagkvæmt og var talið að svo yrði ekki fyrr en að tveimur til þremur áratugum liðnum. 1972. fluttum við út hátt i niu hundruð lestir af pappirsúrgangi. Sama ár nam innflutningur á pappirsvörum af öllu tagi 21,4 þúsund lestum. 1 þessu sambandi má geta þess að á hinum Norðurlöndunum er endurvinnsla á pappir allt að 25% Erfitt er að spá nokkru um möguleika á þessu sviði, sagði Sveinn, en ekki er þó ótrúlegt að auka megi útflutning á pappirs- úrgangi og fá þannig gjaldeeyri fyrir hráefni, sem annars ónýttist. E.t.v. verður unnt að hefja framleiðslu á dagblaða- og um- bóðapaþpir hérlendis að nokkrum árum liðnum, en sem stendur munum við flytja inn um 3000 lestir af dagblaðapappir á ári. Gerviefni Neyzla gerfiefna hefur aukizt mjög hin siðari ár, sagði Sveinn i erindi sinu og er t.d. mikið af þeim efnum notað til veiðarfæra og umbúða eða um 1500 lestir ár- lega I hvorum vöruflokki um sig. Þessi efni eyðast seint eða aldrei og ’ valda mikilli og alvar- legri náttúrumengun. Oliukreppan verður hugsanlega til þess að menn fari að huga að þvi hvernig endurvinna megi þessi efni, en olia er nauðsynleg til framleiðslu þeirra. Gúmmi A ári hverju flytjum við inn um 2000 lestir af gömmi. Að notkun lokinni er ekkert af þessu nýtt og ekkert er heldur flutt úr. Viða er- lendis er gúmmifirgangur hins vegar nýttur á ýmsan máta t.d. er gúmmi blandað i slitlag á vegum, notað I neðra borð gólfteppa og LANDNÁMSHÁTÍÐ ÁRNESiNGA 1974 undir ritstjórn Guðmundar Danielssonar og kápu hennar prýðir merki sýslunnar, teiknað af Tryggva Magnússyni, sem sótti hugmyndina i kórkápu frá Skálholti. Japanir og Bandarikjamenn hafa einnig fundið upp á þvi að sökkva knippum biidekkja i sjó á stöðum, þar sem náttúrulegir felustaðir fiskseiða hafa verið eyðilagðir með botnveiðarfærum. Bildekkin eru fiskseiðunum hinir ákjósan- legustu felustaðir og á þennan hátt telja menn að lifga megi við eða bæta uppseldisstöðvar fiskanna Við verðum að gera okkur ljóst, sagði Sveinn Björnsson að lokum, að við getum ekki, lengur látiðsem hráéfnin séu óþrjótandi. Við verðum að fara að huga að endurvinnslu og þetta á einnig viö um okkur tslendinga. 0 Jarðskjálfti — Hér hrundi mikið af grjóti úr fjallinu, og gamall fjósveggur úr torfi og grjóti jafnaðist við jörðu. Úr hillum hraut bók og bók, og margar stóðu hálfar fram úr hill- unum, þegar kyrrð komst á. Guðmundur Sveinsson i Hvammi I Noröurárdal sagði: — Þessir jarðskjálftar hér hafa liklega byrjað I aprillok, þvi að einhvern fyrsta daginn i mai sá ég, að feiknarstór steinn, sem hrunið hafði úr fjallinu hér fyrir ofan var kominn niður undir tún- girðingu. En þessi jarðákjálfti núna var langharðastur allra hræringanna fram til þessa. Ég hygg, að hann hafi verið mun harðari hjá okkur en neðar i dalnum, og það var hreint ekki svo litiö, sem gekk á. Ég var að koma hérna austan túnið, er þetta dundi yfir, þytur- inn var feiknarmikill, og ég sá, hvernig jörðin gekk I bylgjum. Heima i bæ hrundi úr hillum, og vatn gusaöist upp úr skál, sem stóð á borði. Fjósbygging er hér gömul, og mér virðist hafa kvarn- azt talsvert úr veggjum og sprungur ágerzt. Þvi er ekki að leyna, sagði Guð- mundur að lokum, að geigur er I fólki. Það var farið að vona, að þessum hræringum væri að linna, en nú kom á daginn.að það er eitthvað annaö. Brynhildur Benediktsdóttir i Borgarnesi sagði okkur, aö ljósin hefðu hristst óskaplega, meðan jarðskjálftakippurinn reið yfir, og á eftir hefði komið einhver mesti gnýr, sem hún hefði nokk- urn timan heyrt. Af Akranesi bárust okkur þær fréttir, aö þetta væri almesti skjálfti, sem þar hefði komið I mörg ár, allt hefði leikið á reiöi- skjálfi og fóik hefði hlaupið I skelfingu út á götu. A Selfossi sat lögreglan aö kaffidrykkju, er þetta bar að höndum, og haföi maður orö á þvi, að „andskoti hristist stóll- inn”, en hann hélt, aö stór bifreið hefði ekið um hlaðiö. Tjáöu þeir okkur þar, að þeir hefðu frétt, aö allt hefði hristst i hillum verzl- ana. / * Arásir Þjóðviljans á Einar Agústsson Þjóðviljinn ræðst með mikiu offorsi á Einar Agústsson utanrikis- ráðherra I forsiðugrein og ritstjórnargrein I fyrradag. Tilefniö er grein sú um varnar- og öryggismál, sem Einar Ágústsson ritaði á forsiðu Timans sl. sunnudag. Þjóðviljinn segir, að Einar Ágústsson hafi i greininni „afhjúpað óheilindi Framsóknar” I varnarmálum. Sann- j leikurinn er hins vegar sá, að stefna Alþýðu- bandalagsins I varnarmálum er hrein óheilia- stefna. Alþýðubandalagið vill hafa tsland öryggis- og varnarlaust með öllu. Alþýðu- bandalagiö vill rjúfa sem mest af þvi sam- starfi, sem við eigum viö vestrænar vinaþjóðir um öryggismál. Það vill Framsóknar- flokkurinn ekki. Það skýrði F.inar Ágústsson mjög vel i grein sinni á sunnudaginn. Að sæta árásum I Þjóðviljanum fyrir aö vilja eiga gott samstarf við vestrænar vinaþjóðir um öryggismál og leita breytinga á öryggisfyrirkomulaginu I sem beztri samvinnu og samráði við þær, er ekki meiðandi fyrir Einar Ágústsson, en af- hjúpar þá hættulegu stefnu, sem Alþýðubandalagið hefur i öryggis- málum þjóðarinnar og felur i sér að við skulum etja fjandskap við nágranna- og vinaþjóðir okkar. Einar Ágútsson heitir þjóðinni þvi í grein sinni, að farið skuli að fyllstu gát I varnarmálunum, fari Framsóknarflokkurinn áfram með þau mál. Sem betur fer er lika óhugsandi, aðnokkur flokkur myndi samsteypustjórn með Alþýðu- bandalaginu og afhendi þvi meðferð utanrikismála. Það er sterk- asta sönnunin um óheillastefnu Alþýðubandalagsins i utanrikis og öryggismálum. Tekjutryggingin hækkaði um 285% t Degi á Akureyri er i forystugrein rætt um það mikla átak, sem rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur gert I tryggingamálum. Þar scgir: í velferðarþjóöfélagi er málefnum aldraöra sýndur skilningur i verki. Það er jafnvel stundum sagt, að aðbúð þjóðfélagsins við þá öldruðu sé öðru fremur mælikvarði á efnahag og menningu. Hér á landi eru málefni aldraðs fólks oft á dagskrá, og þykist sá stjórn- málaflokkur beztur, sem gott lætur af sér leiða i þessu efni. i þessu sambandi geta menn minnzt þess, að I aprilmánuði 1971, þegar „viðreisn" var enn viö völd, lá fyrir Alþingi stjórnarfrum- varp um breytingu á almannatryggingum. Og þá var nýbúið að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn, er fólu i sér stór- felldari hækkanir en áður höfðu þekkzt. En i tryggingafrumvarpi rikisstjórnarinnar, sem raunar átti ekki að taka gildi fyrr en á næsta ári, fólst þúsund króna hækkun eliilifeyris og örorkubóta á mánuði, úr 4880 krónum I 5880 krónur, og þótti riflegt af „viðreisn”. Þá áttu þeir, sem engar tekjur höfðu, 84.000 kr. tekjutryggingu. Framsóknarmenn geröu hinsvegar tillögur um stórfellda hækkun, og þegar vinstri stjórn kom til valda, var tekjutryggingin hækkað i 120 þúsund krónur. Og I staðinn fyrir 4.880 krónur á mánuði undir „viðreisn” eru hin almennu ellilaun nú 12.215 krónur á mánuði. A þessu timabili hefur framfærsluvisitalan hækkað um 56%, en ellilif- eyririnn hækkaöi hinsvegar á sama tima um 149%. En hækkun tekjutryggingarinnar er 285%. Má af þessum tölum ljóst vera, á hvern hátt núverandi rikisstjórn tók á málunum, þótt fyrrri stjórn sæi ekki ástæðu til að bæta hag aldraðra. -TK. Blaðburðarbörn vantar í KÓPAVOGI Sími 4-20-73

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.