Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 8
Miðvikudagur. 12. júni 1974 Skag< firzka söngsveit- in heldur hljóm- leika SKAGFIRZKA söngsveitin er að ljúka sínu 4. starfsári, og heldur samsöng i Austurbæjarbiói kl. 23,30. fimmtudaginn 13. júni fyrir styrktarfélaga. Sem fyrr stjórnar frú Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir kórnum, en hann skipa 60 konur og karlar. Ein- söngvarar verða Guðrún Tómas- dóttir og Margrét Matthiasar- dóttir. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson Þann 20. júni fer kórinn i söng- för til Norðurlands og syngur fyrst á Hvammstanga, Akureyri, Skjólbrekku, Húsavik og á þjóð- hátið að Hólum i Hjaltadal, en að lokum að Höfðaborg, Hofsósi, en þetta er þriðja söngför kórsins til Norðurlands. t dagskrá hljómleikanna segir m.a. svo um söngsveit þeirra skagfirðinga: „Skagfirska söngsveitin” var stofnsett i september árið 1970 að tilhlutan nokkurra. söngáhuga- manna innan Skagfirðingafélags- ins i Rvik. Skagfirðingar eru söngelskir menn, sem unnað hafa sönggyöjunni hvar sem þeir eru staddir á gleðifundum og i góðra vina hópi. Þótt ekki hafi áður verið stofnaður kór Skagfirðinga, á Suöurlandi, höfðu þó áður komið fram á vegum Skag- firðingafélagsins fámennir söng- hópar, svo sem karlakvartett undir leiðsögn Ragnars Jóhannessonar, sem fyrrum bjó á Vatnsleysu i Viðvikursveit, ásamt konu sinni Margréti Jósefsdóttur frá Hólum. Þau hjón hafa lagt skagfirzku sönglifi gott lið, og má i þvi sambandi nefna, að Ragnar stofaði og stjórnaði „Karlakór Skagfirðinga” á Akur- eyri, er hann átti þar heima fyrir u.þ.b. 20 árum Vafalaust má telja það til ein- stæðra atburða sins tima, þegar Siguröur Skagfield bóndi á Páfa- stööum, hverfur frá búskapnum og fer til Þýzkalands til að læra að syngja. Hann var virðulegur merkisberi norðlenzka tenórsins, ásamt þeim Haraldi á Völlum og Þorbirni frá Veðramóti (siðar bónda á Geitaskarði), að ógleymdum Benedikt á Fjalli þeim mikla bassamanni. Ekki verður þó á neinn hallað, þótt Skagfirðingar telji sig standa i mestri þakkarskuld við Stefán tslandi fyrir hans framlag á fögrum tenórsöng. Þessar fögru minningar höfum við að vega- nesti á samsöngvum okkar nú vorið 1974. Markmið kórsins er m.a. að kynna lög eftir skagfirzk tónskáld, og hefur kórinn sungið inn á eina hljómplötu, lög eftir Eyþór Stefánsson, Pétur Sigurðs- son og Jón Björnsson. „Skin við sólu”. Nú á þessu þjóðhátiðarári stendur 60 manna blandaður kór á söngpalli Skagfirzku söng- sveitarinnar undir stjórn frú Snæ- bjarnar Snæbjarnardóttur söng- konu, sem hefur stjórnað hefur kórnum frá upphafi. Fyrsta söngför kórsins var farin á 100 ára afmælishátið Sauðárkróks i júli 1971. Frú Sigriður Auðuns hefur að- stoðað kórinn með hljóðfæra- slætti frá upphafi. Guðmundur Gilsson hefur annazt tónfræðikennslu hjá kórnum i vetur. Að þessu sinni kemur fram á sviðið með kórnum nýr einsöngvari Margrét Matthiasar- dóttir, sem stundað hefur söng- nám hjá Snæbjörgu söngstjóra i 4 ár. Guðrún Tómasdóttir söngkona nam söng i Bandarikjunum, hún er fædd að Hóium i Hjaltadal. TÍMINN Hæst ber á mynd þessari persónurnar frú Þóreyju I Odda, Meistarann f Skálholti, Sæmund sjálfan og loks séra ögmund heiga, en af honum er sú mcrkilega saga, að hann hafi farið út I Svartaskóla til þess að finna Sæmund, sem búinn var að týna sjálfum sér þar. Framan við persón- urnar stendur mannfólkið Kjartan, Margrét, Guðmundur, Sverrir, Kristin og Böövar. BH-Reykjavik. — t kvöld verður nýstárlegur, íslenzkur atburður á Listahátið. Þá verður frumsýning i Iðnó á vegum Leikfélags Reykjavikur á þáttum, er nefnast „Af Sæmundi fróða”. Þessi sýn- ing er sérstaklega gerð vegna listahátíöar og byggð á efnivið Sldturfélag Suðurlands: Rekstrarágóðinn þrjár mmionir AÐALFUNDUR Sláturfélags Suðurlands var á Hótel Sögu s.l. þriðjudag 11. þ.m. Formaður fé- lagsins, Gisli Andrésson á Hálsi, og forstjóri Jón H. Bergs, fluttu skýrslur um starfsemi Sláturfé- lagsins. Heildarsala vöru og þjón- ustu nam á árinu 1973 rúmlega 1.700 milljónum króna og hafa vaxiö um rúmlega 490 milljónir, sem er 40.5% aukning. Rekstrar- ágóði var kr. 2.950.000.00, og höfðu þá eignir fyrirtækisins ver- ið afskrifaðar um 18.4 milljónir króna og aröur af stofnfé félags- manna 4.3 milljónir verði frátek- inn af tekjuafgangi. Vinnslu- stöðvar Sláturfélagsins tóku á móti meira afurðamagni en nokkru sinni fyrr. Slátraö var 168.500 kindum og um 12.000 naut- gripum og svinum. Meðalfall- þungi dilka var mjög hár haustið 1973, 14.28 kg, og var þvi kinda- kjötsmagnið meira hjá Sláturfé- laginu en fyrr hefur veriö. Sláturfélagið starfrækti á árinu 1973, auk 7 sláturhúsa og frysti- húsa, pylsugerð, niöursuðuverk- smiðju, ullarverksmiðju, sút- unarverksmiðju og 12 matarbúö- ir, og var fast starfsliö félagsins 470 manns, en I sláturtiðinni var flest starfandi hjá félaginu 1.050 manns, og námu launagreiðslur á árinu alls um 250 milljónum króna. Undanfarna mánuði hafa farið fram endurbætur á húsnæði og vélakosti verkámiðju Sláturfé- lagsins viö Skúlagötu i Reykja- vik, og munu nýjar kjötvörteg- undir, i sérstökum neytendaum- búöum, verða til sölu frá verk- smiðjunni á næstunni. A aðalfundinum hafði Helgi Jó- hannsson á Núpum lokið kjörtima sinum I stjórn, en var endurkjör- inn. A stjórnarfundi eftir aðalfund- inn skipti stjórnin með sér verk- um. Formaður var kjörinn GIsli Andrésson á Hálsi, varaformaö- ur, Sigurður Tómasson á Barkar- stöðum, og ritari Sigurður Sigurðsson i Stóra-Lambhaga. Aðrir I stjórn eru: Helgi Jóhanns- son á Núpum og Siggeir Lárusson á Kirkjubæjarklaustri. þjóðsögunnar um Sæmund fróða. Er mjög til sýningarinnar vand- að, og þar koma fram leikarar, upplesarar, söngvarar og leik- brúður. Sæmundur fróði er forvitnilegt efni til flutnings, og ekki er að efa, að dagskrá af þvi tagi, sem hér um ræðir, er góð skemmtun. Er hér fléttað saman söngvum, sög- um og brúðuleik, en flytjendur eru Margrét ólafsdóttir, Guð- mundur Pálsson, Kjartan Ragn- arsson, Kristin ólafsdóttir, Böðvar Guðmundsson og Sverrir Hólmarsson, en það er nú i tizku, að gagnrýnendur stigi upp á fjal- irnar. Annar er nú I Þjóðleikhús- inu. Böðvar Guðmundsson samdi tónlistina og hluta af kveðskapn- um, annars eru flutt þarna kvæði Einars Benediktssonar, i Svarta- skóla, og Daviðs, Vinnumaðurinn i Odda. Þá koma þarna fram leikbrúð- ur, en Leikfélagið fékk Leik- brúðuland til að annast þá hlið sýningarinnar, og eru það þær Bryndis Gunnarsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thorla- cius og HelgaSteffensen, sem bera allan veg og vanda af þeim sögupersónum, sem látæðið ann- ast, — að ógleymdri Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur, sem annað- ist leiktjöldin og brúðurnar af mikilii snilld. „Af Sæmundi fróða” verður frumsýnt i kvöld, og eru siðan ráðgerðar þrjár sýningar á lista- hátið. Veitingaskálinn að Brú I Hrútafirði er vclsettur á krossgötum. Veitingaskólinn að Brú: LEIÐIR í FJÓRAR ÁTTIR VEITINGASKALINN Brú, sem er á vegamótum Norðurlands- vcgar og Strandavegar hjá sim- stöðinni Brú i Hrútafirði, er starf- ræktur yfir sumarmánuðina júní/sept. Opnað var siðast i mai siðastliðinu. Þetta er þriðja sum- arið, sem hann er rekinn. Aður var þarna litil feröamannaverzl- un. Kaupfélag Ilrútfirðinga á Boröeyri sér um reksturinn. í veitingaskálanum er niu manna starfslið yfir hásumarið, en nokkru færra i júni og sept. 1 sumar sér Guðný Þorsteinsdóttir um hinn daglega rekstur en mats- eld annast Þórhalla Snæþórsdótt- ir matreiðslumaður. Mikil viðskipti urðu strax við Veitingaskálann sumarið 1972,-og jukust þau verulega s.l. sumar. Höfuðáherzla er lögð á hreinlæti i hvivetna, og hefur sú viðleitni borið góðan árangur og vakið eftirtekt ókunnugra. Umgengni gesta er i bezta lagi, enda var húsið strax vel úr garði gert og vel búið tækjum. Starfssemin er, eins og heiti hússins bendir til, veitingar: smáréttir — grillréttir — m.a. kjúklingar, steyktar kartöflur, salat og sósur til bragðbætis. Þá kaffi, te, mjólk, smurbrauð og kökur. Einnig er að hafa ódýra saðningu, svo sem samlokur og pylsur. Sæti eru fyrir um 50 manns i einu. Þá eru innan veggja þessa húss ýmiss konar vörur, er henta ferðafólki. M.a. vörur til uppfyll- ingar i nestið, viðleguútbúnaður er til að jafnaði, svo sem tjöld, svefnpokar og hitunartæki. Gas er selt á kútum og fyllt á gashylki fólks. Essobensin og oliur eru seldar i Brú. Þvottaplan er einnig á átaðnum, sem er mikið notað. Afgreiðslutimi Veitingaskálans er frá kl. 9 til kl. 23,30. Vitað er, að fólk þarf i sumum tilvikum á meiri þjónustu að halda en þarna er að fá. Þá sér- staklega með tilliti til bila sinna. Reynt er að leiðbeina fólki og að- stoða eftir föngum. Bifreiðaverk- stæði er á Borðeyri i 10 km fjar- lægð frá Brú. Þá er póstur og simi i næsta nágrenni, þar sem sim- stöðin Brú er. Mjög mikil umferð er orðin um Strandaveginn. Fólk á leið norður Strandir og jafnvel ekki siður um Laxárdalsheiði á leið til og frá Vestfjörðum um Daii og Snæfells- nes. Að visu er fremur litið gert fyrir veginn yfir heiðina, en hann er fær öllum bilum, ef veðrátta er ekki mjög votviðrasöm. Eftir er að brúa eina á á þessari leið, en hún er að jafnaði mjög litil. Vega- lengdin yfir Laxárdalsheiði er um 15 km á milli bæja. frói?:mundi Leikbrúður og mannfólk á listahótíð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.