Tíminn - 13.06.1974, Side 6

Tíminn - 13.06.1974, Side 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 13. júni 1974 Þvi er haldið fram, að Húnvetningar séu póli- tiskari en aðrir lands- menn, að stjórnmál séu þeim meira en öðrum mönnum, sem landið byggja. Þótt allt sé yfir- leitt kyrrt á yfirborðinu, eru hinar pólitisku linur þar nyrðra samt flóknar og verða ekki greindar nema með sérstakri til- finningu, sem ekki er öllum gefin, fremur en skyggnigáfa eða vinátta við álfa og huldufólk. Þó er haft fyrir satt, að menn eins og Gústi á Hofi og hann Hannes frá Undirfelli geti, eða hafi getað, séð fyrir kosn- ingaúrslit i Húnavatns- sýslu upp á atkvæði, þvi þeir voru læsir á hin innri tákn. Páll á HöllustöOum, ásamt Helgu ólafsdóttur konu sinni og þrem börnum þeirra. Þau eru, talin eftir aldri, Kristin, ólafur Pétur og Páll Gunnar, sem er yngstur. Þau hjón tóku bæöi stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, og aö prófi loknu hófu þau sveitabúskap á Höilustööum. Rætt við Pál Pétursson, sem skipar annað sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norður- landskjördæmi vestra Viðreisnarflokkarnir munu fella gengið og valda kreppu, ef þejr komast til valda Sama gátu þeir Jón Pálmason á Akri og hann Björn á Löngu- mýri, að þvi er sagt er, þótt þeir þurfi nú ekki beinlinis á þvi að halda þessa dagana. Jón Pálmason er horfinn til feðra sinna, en Björn á Löngumýri býður sig ekki lengur fram til al- þingis, eftir litrikan feril á þingi og utan þess. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn greindasti og merkileg- asti pólitikus, sem staðið hefur á þingfjölum fyrir Húnvetninga á siðari áratugum. Við sæti Björns hefur tekið ungur og efnilegur bóndi, sem reyndar er systursonur hans, Páll Pétursson á Höllustöð- um, en Höllustaðir eru efst i Blöndudal, skammt ofan við efri brúna á Blöndu, en þar standa nokkur staðarleg bú, og fer áin i gljúfrum milli þeirra, morug og torræð, með válegum hyljum, rétt eins og póli- tikin, en fyrst og fremst eilif og i fastri rás eins og Húnvetningar. Voldugir hamrar og djúpur farvegur skila ánni til sjávar, án veru- legra skakkafalla. Páll á Höllustöðum Páll Pétursson á Höllustöðum skipar annað sætið á framboðs- lista Framsóknarflokksins i al- þingiskosningunum, sem fram fara i þessum mánuði. Páll er kunnur félagsmálamaður i sveit sinni og innan kjördæmisins. Ilann er ungur að árum, aðeins 37 ára. Páll á Höllustöðum hlaut góða menntun, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1957, og kona hans, Helga ólafsdóttir, varð stúdent árið eft- ir frá MA, en hún er ættuð frá Siglufirði. Páll er eins og áður sagði systursonur Björns Páls- sonar á Löngumýri, og hann er bróðir Más Péturssonar, lög- fræðings og héraðsdómara, sem margir kannast við. Við hittum Pál að máli fyrir 200 milna landhelgin og Sjálfstæðisflokk- urinn: ..Þeir eru að gaspra um það...Þvi i ósköpunum gerðu mennirnir þetta ekki meðan þeir voru við völd? nokkrum dögum, er við áttum leið um héraðið. — Nú ert þú nýr maður i lands- málapóiitikinni. Ilvenær hefjast afskipti þin af stjórnmálum? — Ætli ég sé ekki fæddur með stjórnmálaáhugann, eins og margir Húnvetningar. Ég byrjaði að skipta mér svolitið af stjórn- málum strax i skóla. Það er mik- ill pólitiskur áhugi i Austur-Húna- vatnssýslu, og þar hafa menn gjarna skipt sér af stjórnmálum. Það heyrði þvi fremur til undan- tekninga, ef ég hefði leitt þessi mál hjá mér. Það er mjög eðlilegur hlutur hér i sveitinni að velta fyrir sér pólitiskum málefnum. Pólitiskar hræringar eru alltaf uppi meðal manna, en þær halda lifinu i þessu milli kosninga og annarra stórviðburða á þessu sviði. Þetta eru kannski ekki ailtaf flokkspóli- tiskar hræringar, en við erum þó flokkadráttamenn, og þannig þróast þetta svo, að þegar á ailt Þingrofið: Það var kona að vestan, sem talaði um leikhús.... Liklega hefur Gylfa fundizt þetta vera leikhús, þegar hann lagði til atlögu með Hannibal. er litið, þá eru þeir fáir, sem standa með öllu utan við stjórn- málin. — Fljótlega eftir að ég hóf bú- skap, eða eftir 1957, var ég kosinn I stjórn FUF i Austur-Húnavatns- sýslu, og varð svo formaður þess félags. Svo átti ég sæti i stjórn kjördæmissambandsins hjá Framsóknarmönnum i Norður- landskjördæmi vestra. Þá átti ég sæti i miðstjórn Framsóknar- flokksins. Vinstri sveiflan ókomin enn — en kemur — Nú verður senn gengið til kosninga. Hvernig lcggjast úrslit- in úr bæjarstjórnarkosningunum i þig? Telurðu að þau verði svipuð i kosningunuin til alþingis? — Er ekki bezt að segja eins og spekingurinn Karvel: — „Ég er ekki alveg nógu hress með Um úrslit bæjar- stjórnarkosninga: — Er ekki bezt að segja eins og spekingurinn Karvel: ,,Ég er ekki alveg nógu hress með þau...” þau....” Það er erfitt fyrir okkur Framsóknarmenn að vera yfir okkur hrifnir af úrslitum borgar- og bæjarstjórnakosninganna. Ég vil þó taka það fram, að ég tel að annað verði uppi á teningnum i kosningunum til alþingis. Flokkurinn hélt að visu sinu, svona nokkurn veginn, en sá sig- ur, sem tilefni var tii að vinna, hann kom ekki. Vinstri sveiflan er ókomin enn, en hún kemur. — Þetta er að minu áliti dálitið likt þvi, sem gerðist i Danmörku, þetta með Glistrup. Það er að visu ekki einn Glistrup hjá okkur, heidur margir „vasa”-Glistrup- ar, sem hafa látið til sin taka, smáflokkar og sprengiframboð komust i tisku. Ég trúi ekki á að þetta ástand sé til langframa. Flestir munu snúa aftur til sinna gömiu flokka. — Ef litið er á úrslitin i Reykja- vik sérstaklega, þá virðist sterk málefnalcg staða stjórnarflokk- anna ekki hafa komið þeim að gagni. Á ég þar við 50 sjómílna landhelgi, öflun mikilvirkra at- vinnutækja og útrýmingu á land- lægu atvinnuleysi. Eru menn að kjósa á móti sliku? — Það er ekki verið að kjósa á móti vinstri stefnu og framtaki i atvinnumálum. i bæjarstjórnar- kosningum er verið að kjósa um allt annað. i bæjarstjórnar- kosningum er kosið um bæjar- stjóra og alls konar málefni, sem aðeins hafa staðbundna þýðingu. Það er i rauninni ekki hægt að ætlast til þess, að menn dragi endilega mið af stjórnarfarinu i landinu, þegar kosið er um sveitarstjórnarmál. Nema ef undanskildir eru þeir, sem flokksbundnir eru og sjá þetta þvi gjarna i öðru samhengi. Þetta sýnir reynslan. Góð málefnaleg staða Framsóknar — Um kosningar til alþingis gegnir allt öðru máli. Ég óttast ekki þessar kosningar fyrir stjórnarflokkana, að þeirra út- koma verði ekki góð. Þar sem ég þekki til, t.d. i þessu kjördæmi, er staða Framsóknarflokksins mjög góð. Málefnaleg staða hans hefur ef til vill aldrei verið betri. Það er ákaflega auðvelt að benda á það, sem flokkurinn hef- ur gert i stjórnartiðinni. Það er einfalt að nefna nokkra stærstu punktana. Þar ber landhelgis- málið auðvitað hæst. Það mál hefur meginþýðingu fyrir alla þjóðina, þvi það gripur inn i framhaldsbúsetu og alla atvinnu i landinu. — Nú leggur Sjálfstæðisflokk- urinn áherzlu á 200 milna land- helgi og hefur lýst þvi yfir, að okkur beri að taka okkur 200 milna landhelgi. — Já, þeir eru að gaspra um það, en mér er spurn, þvi i ósköpunum gerðu mennirnir þetta ekki meðan þeir voru við Séð heim að Höllustöðum. Þarna fer Blanda i gljúfrum f grasi vöxnum dal, og óvfða eru bæjarstæði jafn tilkomumikil og fögur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.