Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. júni 1974 TÍMINN 7 Ófrúlega lágt verÖ ^Bcvuun SLÆR OLL MET Einsfök gaeði BARUM BREGST EKKI simi uss. EINKAUMBOÐ: TÉKKNESKA BIFREIDAUMBODID Á ÍSLANDI SoLUSTAÐIR: Hjólbaröaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi, simi 50606. Skodabúðin, Kopavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstööum, Páll Pétursson, bóndi Höllustöðum. völd? Fyrir siðustu kosningar hét það ábyrgðarlaust kjaftæði að ætla sér að færa út landhelgina i 50 milur. Þeir gerðu þessa endemis samninga við Breta og Þjóðverja, sem verið hafa til mikils trafala við þessa siðustu útfærslu. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að landhelgin verður ekki færð út, nema Framsóknarflokkurinn eigi sæti i rikisstjórn. Þetta hefði allt verið auðveld- ara, ef ekki hefði verið samið svona 1961, en þó hefur þetta tek- izt að miklu leyti, og ástandið i landhelginni og á fiskimiðunum er allt annað en það var, þótt lokatakmarkinu sé auðvitað ekki náö ennþá. Við höfum i aðalatrið- um komið á 50 sjómilna land- helgi, sem ekki verður aftur af okkur tekin, að þvi er séð verður. Það er fyrir öllu. Við fáum 200 milna fiskveiðilandhelgi — Auðvitað fáum við 200 milna landhelgi. Sjálfstæðisflokkurinn vildi biða eftir úrslitunum á haf- réttarráðstefnunni, sem ekki er ennþá farið að haída. Útfærslan hér við land hefur án efa mótað hug margra þjóða og virðist vera stefnumótandi. Það skyldi enginn hafa mikla trú á að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi einurð i sér til að koma þessum 200 milum á hér við land, þótt þeir telji það sigur- stranglegt að vera að tala um það núna, þvi auðvitað er þeim það Um smáflokka og flokksbrot: Það er að visu ekki einn Glistrup hjá okkur, heldur margir ,, vasa ”-Glistrupar.. Flestir munu snúa aftur til sinna gömlu flokka. Ijóst, eins og öðrum Islendingum, að vinstri stjórnin hefur unnið af- rek. Spá min er, að það muni koma i hlut Framsóknarmanna og Al- þýðubandalagsins að færa út, al- veg eins og það var stjórn Her- manns Jónassonar, sem færði út i 12 milur og stjórn Ólafs Jó- hannessonar, sem færði út i 50 sjómilur. fhaldið hefur ekkert gert, nema siður væri, til að stækka landhelgina. Það var aft- ur á móti reynt að gera út- færslurnar tortryggilegar. Það vita allir. Fólkið hefur fengið trú á sina staði — Þessari útfærslu i 50 sjómilur fylgir ýmislegt annað, sem ekki ber siður að nefna, þegar dæma skal um stjórnarstefnuna. Við getum farið hringinn i kringum landið og séð uppbygginguna, þar sem áður rikti kyrrstaða. A ég þar við togarakaupin og önnur atvinnutæki, sem útrýmt hafa fólksflótta og atvinnuleysi. Útflutningur á fólki hefur stöðv- azt, þvi menn þurfa ekki lengur til útlanda i atvinnuleit. Fólkið hefur fengið trú á sina staði, á sina heimabyggð, og eignir verða verðmætari, þvi nú strekkja menn ekki lengur út og suður. Þá getur þetta fólk nú látið sig dreyma um að menntunarað- staða verði bætt heimafyrir, þannig að ekki þurfi að sækja allt framhaldsnám út fyrir héruðin. Það er meginmálið, þegar stjórnarstefnan er skoðuð og áhrif hennar. Strjálbýlið er allt öðruvisi á vegi statt en áður, vegna vinstri stjórnarinnar. Ástand atvinnuveganna. — Nú er atalsvert rætt um að atvinnuvegirnir standi illa, þrátt fyrir öll nýju tækin, skuttogara og aðra fjárfestingu i fiskiðnaði. Hver er orsökin? — Það er alveg rétt. Vinstri stjórnin hefur margt og reyndar flest gert vel. Hitt er svo eigi að siður staðreynd, að mörg nýstofn- uð fyrirtæki i atvinnulifinu standa ekki traustum fótum. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir þvi. Og þvi fer fjarri, að þau þoli við- reisnarmöruna yfir sig núna strax. Það þarf að hafa vinstri stjórn i mörg ár ennþá, áður en atvinnuvegirnir eru færir um aö taka við gengisfellingagreifunum á ný I stjórnarstólana. Við meg- um ekki hætta við hálfkarað verk. Við verðum að hafa áfram vinstri stjórn til þess að treysta grund- völl þessara fyrirtækja, og það verður að halda áfram að byggja upp. Þetta sem við nú höfum fyrir augunum, eru aðeins vorverkin, það nauðsynlegasta, sem hér þurfti að gera til að fá hjólin til að snúast. Verðbólgan og stjórnin — Hvað segirðu um verðbólg- una og verðbólguvandann? Er verðbólgan afleiðing stjórnar- stefnunnar? — Það má kannski segja það, að stjórnin hafi farið nokkuð geyst. Það hefur verið staðið i stórframkvæmdum um allt land. Það er ég samt viss um, að við vildum ekki fyrir nokkurn mun missa af þessum framkvæmdum, jafnvel þótt við verðum að þola verðbólgu. Ráðherrarnir voru bjartsýnir og treystu á gott ár- ferði, sem reyndar hefur nú verið að sumu leyti. Þeir hafa lika treyst á dugnað fólksins, sem einnig hefur staðið i stykkinu. Hins vegar reiknaði rikisstjórnin ekki með eldgosi i Vestmannaeyj- um, eða oliukreppunni, og það eru fleiri þjóðir en við, sem eru i vandræðum með efnahagsmálin, vegna oliukreppunnar og gifur- legra verðhækkana á heims- markaðinum. Svo til allt, sem við þurfum að kaupa erlendis frá, hefur stórhækkað, en afurðir okk- ar hafa ekki hækkað neitt i likingu .við þetta. Þarna er orsakanna að leita fyrst og fremst. Þjóð með einhæfa framleiðslu, eins og við, hlýtur að lenda i örðugleikum, þegar nauðsynjar hennar og munaður fara upp úr öllu valdi, meðan annað stendur i stað. Stjórnarandstaðan og dýrtiðin — Hvað segirðu um þátt stjórnarandstöðunnar i umræðu um dýrtiðarmálin? — Þáttur stjórnarandstöðunnar er siður en svo glæsilegur, eða eftirbreytniverður. Rikisstjórnin mannaði sig nú upp i það, já nema éinn smáaðili, að leggja fram Útgerð og fisk- vinnslufyrir- tækin:.... Þvi fer fjarri, að þau þoli viðreisnarmöruna yfir sig núna strax... Það þarf að hafa vinstri stjórn i mörg ár ennþá, áður en at- vinnuvegirnir eru færir um að taka við gengislækkunar- greifunum.... frumvarp, tillögur um viðnáms- aðgerðir gegn verðbólgunni. Rikisstjórnin bauð upp á viðræð- ur við stjórnarandstöðuna um hugsanlegar breytingar á frum- varpinu, en þeir vildu ekkert heyra né sjá. Það var ekkert ver- ið að hlusta á eitt né neitt, heldur allt kapp lagt á að drepa allt i hvelli. Það mátti ekki einu sinni fletta þingskjölunum. Það var kona að vestan, sem talaði um leikhús, þriðja leikhús þjóðarinnar, eins og hún orðaði það. Ég held að mörgum hafi þótt þetta nokkuð vel sagt, því liklega hefur Gylfa fundizt þetta vera leikhús, þegar hann lagði til at- lögu með Hannibal. En málin snerust bara öðruvisi en þeir ætluðust til, og það verður þjóðin, sem dæmir um aðgerðirnar en ekki þeir sem töldu alþingi vera leikhús. Þeir fella gengið og valda kreppu, ef þeir komast að Það þarf enginn að halda, að stjórnarandstaðan geti leyst verð- bólguvandann. Þeir leggja enga einlæga tillögu fram til lausnar vandanum. Þeir fella auðvitað gengið, ef þeir komast að. Það er ráð, sem þeir hafa margprófað, draga úr öllu og valda kreppu, framkvæmdakreppu og vantrú á þjóðina og landið, og um leið oftrú á útlendinga og erlent fjármagn, sagði Páll Pétursson á Höllustöð- um að lokum. JG FÉLA GSMENN OGAÐRIR VIÐSKIPTAVINIR * Reynslan Jiefur sannað og mun sanna yður framvegis, að hagkvæmustu viðskiptin geíið þér hjá kaupfélaginu. 'jV Seljum allar fáanlegar nauðsynjavörur á hagstæþu verði. i ^ Kaupum. islenzftár framleiðsluvörur. * •fo Tryggingarumboð fyrir Samvinnu- tryggingar og Andvöku. •fo Greiðum hæstu fáanlegu vexti af spari- . fé i innlánsdeild vorri. « Það eru hyggindi sem í hag koma að skipta við kaupfélag Berufjarðar DJÚPAV0GI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.