Tíminn - 13.06.1974, Qupperneq 10

Tíminn - 13.06.1974, Qupperneq 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 13. júní 1974 „SÁ SEM SKIPTIR VIÐ SAMVINNUFYRIRTÆKI, LEGGUR INN ÖRYGGI SÉR TIL HANDA" -hs-Rvik. Aðalfundur Sambands islenzkra samvinnufélaga var haldinn að Bifröst i Borgarfirði dagana 6. og 7. jiíni s.l. Voru þar samankomnir á einum stað á annað hundrað fulltrúar, margir þeirra kaupfélagsstjórar utan af landsbyggðinni. Timinn greip tækifærið og ræddi við nokkra af þessum mönnum, m.a. u m a f k o m u kaupfélaganna, fram- kvæmdir á þeirra veg- um og framtiðarhorfur, svo eitthvað sé nefnt. Fara viðtölin hér á eftir, en áður hafa frásagnir af fundinum og ályktanir hans verið birtar i blaðinu. Þorsteinn Sveinsson, Egilsstöðum — Afkoman var mjög góð á siðasta ári, og átti veðurfarið stóran þátt þar i. Mun meira var slátrað hjá Kaupfélagi Héraðs- búa heldur en haustið þar áður eða 61 þúsund fjár sem mun vera 20% aukning frá árinu áður. Ekki varð um verulega aukningu að ræða i framleiðslu mjólkurvara en aftur á móti jókst nautakjötsframleiðslan úr 90 tonnum i 120 tonn. Nautakjötið hefur verið selt mestmegnis á hótel hér innanlands, en nýlega hafá um 40 tonn verið flutt út i gegnum Sambandið. Þorstcinn Sveinsson Egilsstöðum Á Egilsstöðum eru 4 sláturhús, eitt er á Fossvöllum, i Borgarfirði eystra og á Reyðarfirði. Nú eru uppi hugmyndir um að byggja stórt sláturhús á Egilsstöðum og mjólkursamlag. Mjólkina seljum við á flesta Austfirðina frá Borgarfirði eystra suður á Stöðvarf jörð, og önnumst flutningana að mestu leyti sjálfir. Ennfremur má geta þess, að á vegum kaupfélagsins á Egilsstöð- um er rekin brauðgerð, sem selur framleiðslu sina á marga Aust- fjarðanna. Þann 26. april s.l. var opnuð ný alhliða verzlun á Egilsstöðum i 800 fermetra húsnæði. Byggingárvöruverzlun og fóður- blöndun er hins vegar á Reyðar- firði. Kaupfélagið hefur verzlunaraðstöðu á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Borgarfirði eystra. 1 heild var út- koman hjá KHB sæmileg, en hlut- ur verzlunarinnar var ákaflega slakur. Vegna hins aukna ferðamanna- straums, sem við megum búast við með tilkomu hins nýja hring- vegar, hafa komið fram hug- myndir um að breyta söluskálan- um, sem kaupfélagið rekur á Egilsstöðum. Fyrir um 3 árum útbjuggum við ákaflega skemmtilegt tjaldstæði á Egils- stöðum, þar sem gróðursett voru tré, sem mynda bása fyrir hvert tjald. Þar er að sjálfsögðu einnig fullkomin hreinlætisaðstaða. Auk þess má geta þess, að með hinni nýju verzlun á Egilsstöðum, sem ég minntist á áðan, erum við miklu betur við þvi búnir að veita ferðafólki fullkomna þjónustu. Kaupfélag Héraðsbúa rekur tvö hraðfrystihús á Reyðarfirði og Borgarfirði eystra, og hafa miklar endurbætur verið gerðar á þeim báðum. Auk þess er kaupfélagið eignaraðili að hálf- um skuttogara, Hólmanesi. Ekki verður annað sagt, en að bjart sé framundan, aldrei hefur vorað eins vel i manna minnum, sauðburður aldrei gengið betur, og vonumst við til að fá margt og vænt fé af fjalli i haust. A Egilsstöðum búa um 900 manns en það er bær i örum vexti. A launaskrá hjá KHB eru 686 manns, á öllum stöðvunum, og laun greidd á siðasta ári námu rúmum 82 milljónum króna. Varðandi samvinnumálin i heild vill ég segja aðlokum,að mjólkursamlögum og sláturhús- um þarf að veita þau skilyrði, að unnt verði að greiða bændum fyrir afurðir sinar um leið og þeir leggja þær inn i kaupfélögin. Þetta er mikið hagsmunamál bændanna, sem eru uppistaðan i samvinnuhreyfingunni — og mál, sem berjast verður fyrir, þótt búast megi við að róðurinn verði þungur. Ólafur Sverrisson Borgarnesi — Hagur Kaupfélags Borgar- fjarðar var i heildina bærilegur á Ólafur Sverrisson Borgarnesi siðasta ári þó að verzlunin hafi barizt i bökkum. Útkoman hjá öðrum fyrirtækjum félagsins var nokkuð góð, og betri en árið á undan t.d. hjá viðgerðar- og ný smiðadeild og hjá sláturhúsinu. Hjá kjötiðnaðarstöðinni varð út- koman mjög þokkaleg. Við erum alltaf með einhverjar framkvæmdir á ferðinni, — núna er verið að byggja fóðurvöruhús, og hafizt verður handa við byggingu nýs reykhúss i haust. Seinnihluta sumars munum við byggja viðbót við viðgerðar- og nýbyggingaverkstæðið, en þar eru m.a. smiðaðar bilayfir- byggingar. Það sem stærst er á döfinni hjá okkur núna, er nýtt mjólkursam- lag, sem risa mun skammt frá landnámsjörðinni Borg. Áætlunin hljóðar nú upp á 300 milljónir kr., og verður hafizt handa i haust eða næsta vor. Að- staðan i gamla mjólkursam- laginu er orðin gjörsamlega óvið- unandi, en búast má við einhverri vinnsluaukningu i hinu nýja hús- næði. Framleiðsla mjólkur i héraðinu hefur aukizt allmikið undanfarin ár, en um 70% af allri mjólkinni fer beint i neyzlu, mest i Reykjavik. Unnið er að lagfæringu á um- hverfi og lóðum verzlunarinnar og sláturhússins á staðnum, og munum við leggja varanlegt slit- lag á svæðið. Ég er bjartsýnn á framtiðina — horfurnar eru bærilegar og mikil uppbygging hefur átt sér stað, á sér stað og er i bigerð. Við i Borgarnesi vonumst til að fá þjóðveginn fljótlega til okkar með brúyfir Borgarfjörðinn. Reiknum við þá með að geta aukið umsvif okkar til muna. Brúin er á vega- áætlun, sem ekki hefur þó verið endurskoðuð. Georg Hermannsson Vestmannaeyjum. — Ég hóf störf i Vestmannaeyj- um seinnihluta janúarmánaðar i fyrra, en hef undanfarin 7 ár séð um rekstur matvöruverzlunar Kaupfélags Borgfirðinga i Borgarnesi. Framundan er gifur legt verkefni, en varla er hægt að segja, að miklar framkvæmdir séu á næstu grösum, við byggingar og þess háttar. Fyrir gosið i Vestmanaeyjum var rekstur kaupfélagsins erfiður. Þá voru reknar 4 mat- vöruverzlanir, auk búsáhalda-, vefnaðar-, byggingarvöru- og kjötvinnsludeildar. Um það bil mánuði eftir að gos hófst, opnaði kaupfélagið eina verzlun að beiðni Viðlagasjóðs, og var hún eina opna verzlunin á erfiðleika- timunum. Þegar ég kom til Vestmanna- eyja, var þessi eina verzlun félagsins opin, en allar fyrri mat- vöruverzlanir i einkaeign voru komnar i gagnið. Ég byrjaði á þvi að opna vörumarkað, sem virðist ætla að verða vinsæll, en lokaði jafnframt þeirri einu verzlun, sem opin hafði verið. Er markaðurinn i aðalverzlunarhús- næðinu, og auk þess hafa þar ver- ið opnaðar vefnaðarvörudeild og búsahaldadeild. Eins og gefur að skilja er mikil þörf fyrir byggingarefni i Vest- mannaeyjum. Byggingarefnis- salan komst i gagnið um miðjan febrúar, en erfitt hefur verið að útvega nægilegt efni, vegna hins langa afgreiðslufrests. Við kom- um of seint inn i myndina til að geta pantað timanlega. Ég hef orðið að sniða félaginu mjög þröngan stakk, þvi raunar stóð það uppi með tvær hendur tómar i byrjun þessa árs. Hef ég orðið að fjármagna viðgerðir, viðhald og vörukaup jafnóðum út úr rekstrinum. — Ég hefði ekki tekið að mér þetta verkefni nema með svolitilli bjartsýni. Mörg ljón eru i vegin- um en ég mæti hvarvetna miklum skilningi hjá þeim aðilum, sem ég þarf að leita til. Vörumarkaðurinn ætlar að Georg Hermannsson Vestmanna- eyjum reynast vel, en æskilegt væri, að hann væri i stærra húsnæði, þar sem ennfremur væri hægt að hafa alla okkar þjónustu á einum stað. Páll Andreasson Þingeyri Kaupfélag Dýrfirðinga rekur eina verzlun á Þingeyri, hrað- frystihús, og aðildarfyrirtæki þess Fáfnir á auk þess skut- togarann Framnes I, sem kom 1. september á síðasta ári. Enn- fremur er einrt bátur i eigu félagsins. Útgerðin og rekstur hraðfrysti- hússins gekk mjög vel. Siðan Páll Andreasson Þingeyri togarinn kom, hefur ekki fallið niður vinna við fiskverkunina 1 einasta- dag. A siðasta ári vél- væddum við frystihúsið og stækkuðum, og komum auk þess upp fullkominni saltfisk- verkunaraðstöðu . Vegna ástandsins á Bandarikjamarkaði söltum við nú allan þorsk, sem berst á land. Tilkoma skuttogarans og stækkun hraðfrystihússins hefur gjörbreytt öllu atvinnulífi á staðnum og veitt fólkinu öryggi. Hugarfar fólksins til staðarins hefur breytzt, þannig að nú meg- um við eiga von á þvi, að unga fólkið, sem fer til náms i þétt- býlinu, komi til okkar aftur að námi loknu. Kaupfélag Dýrfirðinga hefur i þessum efnum, sem og mörgum öðrum, verið brautryðjandi og Þingeyri er eitt ljósasta dæmið um ágæti landsbyggðarstefn- unnar, þ.e. hinnar miklu atvinnu- uppbyggingar, sem átt hefur sér stað um allt land siðustu árin. Ég vil að lokum segja það, að sá sem skiptir við samvinnufyrir- tæki, leggur inn öryggi sér til handa. Fólkið sjálft á fyrirtækin, og engin hætta er á þvi að farið verði með atvinnutækin af stöðunum, eins og orðið hefur vart hér fyrir vestan, þegar um einkarekstur er að ræða. Viðtöl við kaupfélagsstjóra og fulltrúa af

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.