Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. Júnf 1974 TÍMINN 5 Steinþór Marinó Gunnarsson opnar 15. júnl sýningu á fimmttu ollumál- verkum og reliefmyndum I garóyrkjustöðinni Eden I Hveragerði. Sýn- ingin stendur fram til 1. júlí. Þetta er sjöunda einkasýning Steinþórs Marinós. Hann sýndi meðal annars á tveimur stöðum i Noregi s.l. ár. Á myndinni er Steinþór Marinó ásamt einu verka sinna. Tfmamynd G.E. Austur-Skaftfellssýsla: AAerki til sölu á þjóðhátíðarárinu ÞJÓÐHÁTIÐARNEFNDIN i Austur Skaftafellssýslu hefur látið gera á þjóðhátiðarárinu merki, sem má lima á bréf, sem látin eru i póst. Það er einnig góður minjagripur, sem vex að verðgildi eftir þvi sem timar iíða. Merkið er gert i tilefni af ellefu alda afmæli landsbyggðar. Mynd merkisins er Island. A það er letrað 1100. Neðar á myndinni er hvitur kross, þar sem standa ár- tölin 874-1974 og nafnið Austur Skaftafellssýsla. Merkið er til sölu hjá póstafgreiðslumönnum á Höfn og Fagurhólsmýri og viðar i Austur Skaftafellssýslu. Aðalfundur sambands sparisjóða: Áhugi á verðtryggingu lána AÐALFUNDUR Sambands is- lenzkra sparisjóða var haldinn I félagsheimili Giæsibæjar- hrepps laugardaginn 8. júni s.l. Mættir voru milli 30 og 40 fulltrúar frá sparisjóðunum, en nú eru alls starfandi 46 sparisjóðir I Iandinu. Friðjón Sveinbjörnsson, for- maður sambandsins, flutti skýrslu stjórnar. Kom þar m.a. fram, að innlög i spari- sjóðina höfðu aukizt um 29.6% á sl. ári, og voru heildarinnlán i sparisjóðunum 4.873 milljón- ir króna i árslok 1973. Miklar umræður urðu um hagsmunamál sparisjóðanna, svo sem öryggismál og verð- tryggingu sparifjár. Ólafur Björnsson prófessor flutti ýt- arlegt erindi um verðtrygg- ingu á fundinum. Kom fram almennur áhugi fundarmanna á þvi, að upp yrði tekin verð- trygging út- og innlána i veru- legum mæli. Sparisjóður Glæsibæjar- hrepps bauð fundarmönnum til kvöldverðar i nýreistu fé- lagsheimili sveitarinnar. Stjórn Sambands isl. spari- sjóða skipa nú Friðjón Svein- björnsson Borgarnesi, for- maður, Sólberg Jónsson Bol- ungavik, Ingi Tryggvason Kárhóli, Hörður Þórðarson Reykjavik og Guðmundur Guðmundsson Hafnarfirði. SparíB i þúsundir! BARUM hjólbarðar eru ódýrir og slitsterkir. Margra óra reynsla hér á landi hefur sannað endingu þeirra við íslenzkar aðstæður. Útvegum með stuttum fyrirvara hjólbarða fyrir flestar gerðir dróttarvéla og jeppa. VERÐIÐ ER ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT Dráttarvélahjólbarðar: STÆRÐ 11-28 KR. 11.900 Jeppahjólbarðar: STÆRÐ: 750/16 KR. 4.450 EINKAUMBOÐ: TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI Auðbrekku 44—46 — Kópavogi Við sendum hjólbarðana út á land SAAADÆGURS — Pöntunarsími 4-26-06 Nýskipaður sendiherra Brasiilu José Oswaldo De Meira Penna, afhenti I dag forseta lslands trúnaöar bréf sitt aö viöstöddum utanrlkisráöherra Einari Agústssyni. Slödegis þiggur sendiherrann boö forsetahjónanna aö Bessastööum ásamt nokkrum fleiri gestum. AUGLÝSING FRÁ BÆJARSÍMANUM. Götu- og númeraskrá fyrir Reykjavik, Seltjarnarnes, Kópavog, Hafnarfjörð og Bessastaða- og Garða- hrepp, simnotendum raðað eftir götunöfn- um og i númeraröð, er til sölu hjá Inn- heimtu Landssimans i Reykjavik, af- greiðslu Pósts og sima i Kópavogi og Hafnarfirði. Upplag er takmarkað. Verð götu- og númeraskrárinnar er kr. 1.000.- fyrir utan söluskatt. Bæjarsíminn i Reykjavik Kýr til sölu 14 kýr til sölu. — Upplýsingar gefur ólafur ólafsson, kaupfélagsstjóri Hvolsvelli simi 99-5121.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.