Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. júni 1974 TÍMINN 9 s V (Jtgefandi Framsóknarflukkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Gdduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaöaprent h.f. / Tvö kjörtímabil Það er augljóst mál, að um það verður að velja eftir kosningarnar 30. júni, hvort Framsóknar- flokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn hafa forustu i rikisstjórn. Aðrir flokkar koma þar ekki til greina. Kosningarnar snúast þvi raunverulega um það, hvor þessara tveggja flokka á að ráða mestu og móta stjórnarfarið á komandi kjör- timabili. í kosningaávarpi framkvæmdastjórnar Fram- sóknarflokksins er réttilega bent á, að hér eigi kjósendur fyrst og fremst að byggja dóm sinn á verkunum. Þetta er auðvelt með þvi að bera saman það kjörtimabil, sem nú er að liða, þegar Framsóknarflokkurinn hefur haft stjórnarfor- ustuna, og kjörtimabilið 1967-’71, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fór með stjórnarforustuna. Sá samanburður litur i stuttu máli þannig út: 1. Á kjörtimabilinu 1967-’71 var ekkert gert i landhelgismálinu, þótt erlendir togarar ykju stórlega veiðar sinar á Islandsmiðum. Þvert á móti felldu viðreisnarflokkarnir að taka nokkra ákvörðun um útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Á núverandi kjörtimabili hefur fiskveiðilandhelgin verið færð út i 50 milur og hafin öflug sókn fyrir 200 milna efnahagslögsögu á alþjóðlegum vett- vangi. 2. Á kjörtimabilinu 1967-’71 var litið aðhafzt i byggðamálum og fólksflóttinn hélt áfram úr dreifbýlinu. Á núverandi kjörtimabili hefur orðið alger bylting i þessum efnum, allar framkvæmd- ir i byggðamálum verið stórauknar og fólks- flutningar þvi i fyrsta sinn snúizt þannig við, að nú vilja fleiri flytja út á land en geta komizt þangað. Af byggðaframkvæmdum ber hæst hin miklu skuttogarakaup og endurnýjun hraðfrysti- húsanna. 3. Á kjörtimabilinu 1967-1971 var hér stórfellt atvinnuleysi, mikið af verkföllum, og vald- hafarnir gerðu litið úr getu islenzkra atvinnuvega og islenzkra atvinnurekenda, en boðuðu trú á er- lenda stóriðju. Þetta ýtti undir mikla fólks- flutninga úr landi. Æskan var að missa trú á þjóð og land. Á núverandi kjörtimabili hefur ver- ið næg atvinna, góður vinnufriður og þeir, sem fóru úr landi á árunum 1967-’71, hafa flestir snúið heim aftur. Þannig má halda áfram að rekja hinn mikla mun á þessum tveimur kjörtimabilum. Báðar stjórnirnar áttu það hins vegar sameiginlegt, að þeim tókst ekki að hafa hemil á verðbólgunni. Framfærslukostnaðurinn jókst yfir 60% á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins 1967-’71, eða álika mikið og á þremur valdaárum núv. stjórnar. Sá er hins vegar munurinn, að miklar verðhækkanir hafa orðið á aðfluttum vörum i tið núverandi rikisstjórnar, en slikar verðhækkanir urðu nær engar á árunum 1967 - 1971. Þá hefur Heima- eyjargosið ýtt undir verðbólguna nú. Aðalmunur- inn er þó fólginn i þvi, að nú hafa launastéttirnar fengið alla dýrtiðaraukninguna bætta og meira til, þar sem kaupmáttur launa hefur óumdeilan- lega aukizt á þessu kjörtimabili, en hann minnkaði á kjörtimabilinu 1967-1971. Mest hefur þó kaupmáttaraukningin orðið hjá ellilifeyris- þegum, en ellilifeyrir þeirra, sem engar aðrar tekjur hafa hefur aukizt um 285% i tið núverandi rikisstjórnar. Þeir kjósendur, sem draga réttar ályktanir af framangreindum samanburði fylkja sér um Framsóknarflokkinn og tryggja honum stjórnar- forustuna áfram. £>.£>. Nixon ræðir um utanríkismdl: Leiðin frá árekstrum til bættrar sambúðar Hún samrýmist ekki íhlutun um innanríkismál Hér fer á eftir út- dráttur úr ræðunni, sem Nixon forseti flutti við flotaháskóla Bandaríkjanna skömmu áður en hann lagði af stað til land- anna fyrir botni Mið- jarðarhafsins. UNDANGENGIN fimm ár höfum við unnið með Sovét- mönnum að lausn ákveðinna vandamála, sem hefðu getað leitt til hernaðarárekstra. A þessari samvinnu byggjum við margháttuð menningarleg og efnahagsleg samskipti, sem munu treysta tengsl okk- ar. Okkur hefir orðið meira ágengt i samkomulagi við Sovétmenn undangengin fimm ár en áður allt frá striðs- lokum og til þess tima. Banda- rikjamenn geta verið stoltir af þessum árangri. Við höfum verið að reyna aö fella utanrikisstefnu Banda- rikjanna að veruleika sam- timans og i þvi sambandi reynt að bæta sambúðina við Alþýöulýðveldið Kina, þar sem fjórðungur mannkyns býr. Aldarfjórðunginn, sem kalda striðið stóð, áttum við ekkert sameiginlegt með Kin- verjum annað en gagnkvæma tortryggni og árekstra. Þá hefir okkur einnig tekizt að binda endi á hernaöarþátt- töku okkar i Vietnam á þann hátt, sem gefur fórnum okkar gildi og treystir verulega frið og frelsi i Suðaustur-Asiu. 20 milljónir manna i Suður-Viet- nam eru nú frjálsar að þvi að stjórna sér sjálfar og geta varið sig. Sá árangur er þó jafnvel enn mikilvægari, að viö höfum sannað, að orð Bandarikjanna standa. HVERGI kemur einstætt og ómissandi framlag Banda- rikjamanna til friðarvarð- veizlu skýrar fram en i löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Hatur og tor- tryggni hafa löngum eitrað samskipti Araba og Israels- manna og leitt fjórum sinnum til styrjaldar á fjörutiu árum. Mannfall i þessum átökum var mjög mikið og þau ullu gifur- legum þjáningum. Viðvarandi spenna olli þvi, að löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins voru sú háskalega púðurtunna, sem þá og þá gat valdið hernaðar- átökum milli Sovétmanna og Bandarikjamanna. Þörfin á varanlegri lausn var þvi ákaf- lega brýn, bæði vegna heima- manna sjálfra og stórveld- anna. Október-styrjöldin i fyrra var hörmuleg, en þá gafst eigi að siður einstætt tækifæri, þar sem okkur Bandarikjamönn- um og hinum hófsamari leið- togum Arabarikjanna varð i fyrsta sinni ljóst, að jákvæð aðild Bandarikjanna var ómissandi ef takast átti að koma á varanlegum sáttum. Vegna þessa sendi ég Kiss ing- er utanrikisráðherra til land- anna fyrir botni Miðjarðar- hafsins til þess að bjóða aðstoð okkar við væntanlegar samningaviðræður. ARANGURINN lofar þegar góðu og sýnir betur en allt annað, að leiðtogar deiluaðila eru i senn viðsýnir og vitrir stjórnendur. Samningur um aðskilnað herja ísraelsmanna og Egypta hefir veriö gerður og honum framfylgt, og nú er verið að semja um aðskilnað Nixon herja tsraelsmanna og Sýr- lendinga. Viðræður fulltrúa Araba- rikjanna og tsraels eru að hefjast, en þeirhafa ekki áður æðzt við i heilan mannsaldur. Leiðin til réttláts og varanlegs friðar i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins blasir við, en hún verður auðvitað bæði löng og torsótt. Þegar er búið að ryðja úr vegi hindrunum, sem virtust óyfirstiganlegar, og við erum staöráðnir i að halda ótrauðir áfram þar til við höfum náð þvi marki okk- ar að koma á varanlegum friði i þessum heimshluta. Aðild Kissingers utanrikis- ráðherra að farsælli fram- vindu hefir bæði sýnt og sann- að snilíi hans og hæfni sem stjórnmálamanns og réttmæti þeirrar sannfæringar okkar, að mögulegt sé að koma á varanlegum friði og það sé brýn nauðsyn. ÞEGAR við litum yfir árangur okkar i utanrikismál- um er grátbroslegt að sjá, að yfir skuli vofa, að góð afrek komi niður á okkur sjálfum. Vart verður háskalegs skiln- ingsleysis á þvi, hverju bætt sambúð geti áorkað og hverju ekki. Viðleitnin til bættrar sam- búðar olli okkur Bandarikja- mönnum engum vandkvæðum til skamms tima. Við vorum svo önnum kafnir við að beina straumum alþjóðamála frá árekstrum að samningum, að almenningur var yfirleitt sammála um, að brýna nauð- syn bæri á að efla friðsamleg samskipti þjóða. Nú hefir svo mikið á unnizt, að sumir eru farnir að telja góðan árangur sjálfsagðan. Fluttar eru ræður af freyðandi mælsku og skorað á Bandarikjamenn að koma til leiðar með utanrikisstefnu sinni breytingu á aðförum annarra þjóða — einkum þó Sovétmanna — i innanrikis- málum eins og alþjóðamál- um. Þetta mál snertir ekki að- eins sambúð okkar við Sovét- menn, heldur og afstöðu okkar til fjölmargra annarra þjóða, sem búa við stjórnmálakerfi, sem okkur er jafn þvert um geð og þeim er okkar kerfi. UTANRtKISSTEFNA okkar verður að vera i samræmi við hugsjónir okkar og sýna til- gang okkar. Sem Bandarikja- menn getum við aldrei fallizt á skerðingu mannlegs frelsis. Við hljótum að leggja okkur fram um eflingu réttlætis og af þeim sökum hljótum við að halda fast við viss grund- vallaratriði, ekki aðeins á al- þjóða vettvangi, heldur og i skiptum okkar við stjórnir annarra rikja. Við hljótum jafnframt að viðurkenna, að við erum hug- sjónum okkar enn trúrri ef við metum árangurinn meira en allt annað, og við náum meiri árangri með stjórnmálasam- skiptum en nokkur hundruð ræðum, þó fluttar séu af freyð- andi mælsku. En árangri okk- ar eru takmörk sett og við hljótum að velta fyrir okkur nokkrum mjög mikilvægum spruningum, sem ég veit að áheyrendur minir hafa oft velt fyrir sér. Hvaða tök höfum við á að breyta innra skipulagi hjá öðrum þjóðum? Yrði það til að hraða eða hamla jákvæðri þróun félagskerfa annarra þjóða ef við hægðum á við- leitni okkar til bættrar sam- búðar eða hyrfum frá henni? Hve hátt gjald i auknum árekstrum erum við reiðubún- ir að greiöa til þess að knýja fram breytingar á mannleg- um málum? VIÐ hljótum fyrst og fremst að vinna að þvi með utanrikis- stefnu okkar, að hafa áhrif á framferði annarra þjóða i al- þjóðamálum, fremur þó vegna möguleika okkar en óska. Við myndum ekki fagna afskipt- um annarra þjóða af innan- landsmálum okkar og getum ekki vænzt góðra undirtekta ef við reyndum bein afskipti af innanlandsmálum þeirra. Við getum ekki miðað stefnu okk- ar i utanrikismálum við breytingar á öðrum samfélög- um. A kjarnorkuöld hljótum við að meta þá skyldu okkar meira en allt annað að reyna að koma i veg fyrir styrjöld, sem gæti eyðilagt öll sam- félög. Við megum aldrei gleyma þessum grundvallar- sannindum i alþjóöasamskipt- um nútimans. Friður milli þjóða, sem lúta óskyldum kerfum, er i sjálfu sér göfugt markmið. Þjóðaröryggi, samkennd og samningar við andstæðingana eru burðargrind þeirrar friðarbyggingar, sem rikis- stjórn Bandarikjanna leitast við að reisa. EIGI friður að vera varan- legur hlýtur hann að endur- spegla framlag þjóðanna og viðurkenna markmið þeirra. Hann hlýtur að byggjast á sameiginlegu markmiði frið- samlegrar sambúðar og sam- eiginlegri iðkun sáttfýsi og til- hliðrunar. Hann verður að gera sérhverri þjóð frjálst að keppa að sinu marki án striðs- ótta, og hann verður að stuðla að félagslegu réttlæti og auk- inni sjálfsvirðingu. Sú friðarbygging, sem ég á við, mun skapa þann vett- vang, þar sem sérhver þjóð getur lagt fram gáfur sinar og auð til lausnar vandanum, sem hrjáir allt mannkynið, orkuvandanum, sultinum, sjúkdómum og þjáningum, en sá vandi er jafn gamall mann- kyninu. Fyrirhuguð för min til land- anna fyrir botni Miðjarðar- hafsins mun veita tækifæri til að kanna með ieiðtogum þjóð- anna, sem ég heimsæki, á hvern hátt við getum haldið áfram að vinna að varanleg- um friði i þessum heimshluta. Siðar, eða 27. júni, fer ég til Moskvu til þess að hitta Brézjneff flokksforingja og ræða við hann leiðir að og horfur á varanlegum friði, ekki aðeins milli Sovétrikj- anna og Bandarikjanna, held- ur meðal allra þjóða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.