Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. júni 1974 TÍMINN 11 flf : ■ i ■ f \ J|f;' vL/t, Hn W < ' oflr mW ^rWSt slGm í f if.'ápB I .iiá IV ABj ism . fi lai Séö yfir fundarsalinn i Samvinnuskólanum á Bifröst i Borgarfirði, þar sem aðalfundurinn fór fram. Myndina tók Mikhael Fransson. Finnur Kristjánsson Húsavik — Kaupfélag Þingeyinga rekur samtals 10 verzlanir, þar af útibú i Reykjavik, á Laugum og við Laxárvirkjun, eitt á hverjum stað. Siðasta ár var mjög erfitt verzlunarár, og þrátt fyrir mjög aukna söluaukningu á árinu, gerði reksturinn ekki betur en að sleppa — enginn tekjuafgangur varð, en rekstrartap varð ekki. Við erum nokkuð vel settir að þvi leyti, að við erum búnir með mest alla uppbyggingu verzlunarhusnæðis. Ennfremur er i meginatriðum lokið uppbyggingu mjólkursamlagsins, og lokið er nýrri byggingu slátur- húss. Hjá þetta stóru fyrirtæki verður ekki komizt hjá einhverri Finnur Kristjánsson Húsavik fjárfestingu af og til, en ekkert mjög stort er framundan i þeim efnum. Á föstum launum hjá Kaupfelagi Þingeyinga voru siðast liðið ár 120 manns, en lausráðnir starfsmenn voru margir á árinu. Samtals greiddi félagið i laun og vinnu um 80 milljónir króna. Auk þessara verzlana á kaup - félagið eignaraðild að Fiskiðju- samlagi Húsavikur. Horfurnar i verzlunarmálum eru ekki sem beztar, vegna þess hve innfluttar vörur hafa hækkað mikið á sama tima og bankarnir draga saman útlán sin. Siðasta ár var geysimikið framleiðsluár, veltan var gifurleg, en verzlunin er frekar illa stæð. Hermann Hansson fulltrúi, Höfn. — Rekstur Kaupfélags A-Skaft- fellinga stendur traustum fótum, en siðasta ár var að ýmsu leyti nokkuð erfitt. Fiskurinn gaf af sér tiltölulega minna en verið hefur, og mikið hefur verið fjárfest i hinu nýja frystihúsi á Höfn, sem enn er ekki komið i gagnið. Sláturhúsið verður endurbyggt i gamla frystihúsinu, þegar hið nýja verður tekið i notkun, sem vonandi verður á næstu vertið. Eftir erað fullgera fiskmóttöku, koma fyrir vélum o. fl., en að- staðan verður fullkomin og möguleikarnir aukast verulega. Einnig er á vegum kaupfélagsins saltfisk- og skreiðarverkun. Auk verzlunar á Höfn er útibú á Fagurhólsmýri, en nú er verið að byggja þjónustumiðstöð við þjóðgarðinn i Skaftafelli i sam- vinnu við náttúruverndarráð. Hermann Ilansson Höfn Verður þar verzlun og veitinga- salaá smáréttum. Framkvæmdir hafa dregizt nókkuð vegna óvenju erfiðs vetrar, en vonir standa til, að hægt verði að opna þessa þjón- ustumiðstöð einhvern tima i júli. Mikið af starfsemi kaupfél- agsins er i tengslum við sjáv- arútveginn, en um þriðjungur veltunnar kemur frá sölu sjávarafurða — hitt er verzlun og sala landbúnaðarvara. Á sumrin hefur talsvert verið byggt á humarvinnslu, en veiðin hefur farið minnkandi undanfarin ár. Fyrstu dagar þeirrar vertiðar, sem nú fer i hönd, gefa þó tilefni til aö ætla, að humarvertiðin geti orðið eitthvað betri, en verið hef- u r. Talsverður landbúnaður er i héraðinu, og á siðasta ári var tekið i notkun nýtt mjólkur- samlag. Ennfremur hefur tankvæðing verið tekin upp, og er hún til mikilla bóta. Mikil aukning hefur verið i framleiðslu mjólkur og mjólkurafurða, eink- um osts. Er osturinn m a.fluttur út til Sviþjóðar og Banda- rikjanna. Við erum bjartsýnir, en þurfum að tryggja jafnara hráefni til vinnslu i hinu nýja hraðfrystihúsi. Nú er i athugun að kaupa skut- togara i þvi augnamiði, og verið er að bæta aila aðstöðu i höfninni sjálfri, m.a. með viðleguplássi við nýja frystihúsið. Árni Jóhannsson, Blönduósi — Afkoma Kaupfélags Hún- vetninga var á siðasta ári heldur betri en árið 1972. Félagið rekur 5 verzlanir, tvær á Skagaströnd og þrjár á Blönduósi, ennfremur söiuskála á Blönduósi. Rekstur hans hefur gengið ágætlega, þvi að ferðamannastraumurinn hefur aukizt ár frá ári, og ég reikna ekki með neinum verulegum samdrætti við opnun syðri leiðarinnar umhverfis landið. Eitthvað verður að nota allan þann fjölda af bifreiðum, sem fluttur hefur verið inn, og löngu sumarfriin. Þess má geta, að við erum að byggja nýtt verzlunar- húsnæði á Skagaströnd, sem er um 260 fermetrar. Sölufélag A-Húnvetninga er aðskilið frá kaupfélaginu, en hef- ur þó sama framkvæmdastjóra, svo nokkur tengsl eru að sjálf- sögðu þar á milli. Sölufélagið sér um rekstur mjólkursamlags, sláturhúss o. fl. Stjórnirnar eru tvær, og hefur þetta fyrirkomu- lag gefið góða raun. Eingöngu framleiðendur eru félagar i Sölu- félaginu, þ.e. bændurnir, og er þvi engin hætta á þvi, að þeir missi völdin i sinu félagi. Sölufélagið er búið að byggja upp sláturhúsið, og byggingu kjötfrysihúss er að verða lokið. Ennfremur er búið að fjárfesta i tankvæðingu við mjólkur- flutninga, þannig að við stönd- um vel að vigi. Ákaflega erfitt er að segja Arni Jöhannsson Blönduósi nokkuð um framtiðarhorfurnar. Frá sjónarmiði verzlunarinnar er útlitið ekki gott, t.d. er mjög erfitt með allt rekstrarfé og litill hagnaður á þeim vettvangi. Flest minni félögin eru fremur illa sett en burtséð frá verzluninni held ég að útlitið sé nokkuð gott hjá okk- ur, þvi mikil uppbygging hefur átt sér stað. eins og ég gat um áðan. landsbyggðinni á 72. aðalfundi SIS, 1974

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.