Tíminn - 26.06.1974, Side 1
MINNA LENGRA
Tékkneska bifreiða-
umboðið á' islandi
Auðbrekku 44-46
Kópavogk'Sími 42606
r
Samnorræn iðnfyrirtæki samvinnumanna á Islandi:
Tillögur um niðursuðuverk-
smiðju, nýfingu gosefna.sjó■
efnavinnslu og orkunýtingu
' Prestastefnan var sett I Hallgrlmskirkju I gær, að aflokinni árdegisguðsþjónustu i dómkirkjunni, og var
myndin tekin við þá athöfn. —Tfmamynd: Gunnar
AÐALFUNDUR Samvinnusam-
bands Norðurlanda, NAF, var
haldinn I Stokkhólmi 17. júni sið-
astliðinn. Af hálfu Sambands isl-
ienzkra samvinnufélaga sóttu
hann Erlendur Einarsson for-
stjóri, og Hjalti Pálsson fram-
kvæmdastjóri. Á fundinum var
tekin ákvörðun um að stofna
skyldi eignaraðildarfélag NAF
INDUSTRI, sem hafi aðsetur i
Kaupmannahöfn og gegni þvi
hlutverki að efla norrænan sam-
vinnuiðnað og gerast aðili að
ýmsum iðnfyrirtækjum sam-
vinnuhreyfingarinnar. Meö stofn-
un fyrirtækisins er stefnt að stór-
aukinni samstöðu um iðnrekstur
samvinnumanna á Norðurlönd-
um til að auka framleiðsluna og
standast betur samkeppni við al-
þjóðleg einkafyrirtæki. Rætt var
um, að fyrsta skrefið yrði að sam-
eina verksmiðjur á sviði efnaiðn-
aðar undir heitinu Nordkemi.
A stjórnarfundi I NAF, sem
haldinn var I Kaupmannahöfn i
desember 1973, var skipuð
þriggja manna nefnd til þess að
gera tillögur um norrænan sam-
vinnuiðnað. Formaður nefndar-
innar er Lars Lundin, fram-
kvæmdastjóri NAF, en auk hans
eru i nefndinni Gunnar Christen-
sen frá FDB I Danmörku og Nils
Rylander frá KF i Svlþjóð. Þá
voru tilnefndir samstarfsaðilar af
hálfu þeirra samvinnusambanda,
sem ekki eiga fulltrúa i sjálfri
nefndinni. Gegnir Sigurður Mark-
ússon, framkvæmdastjóri skipu-
lags- og fræðsludeildar, þvl hlut-
verki af hálfu Sambandsins. Til-
lögum Sambandsins ásamt grein-
argerð var skilað til nefndarinnar
I byrjun marz 1974. Þar var m.a.
rætt um möguleika á samnor-
rænni niðursuðuverksmiðju á Is-
landi, nýtingu gosefna hér, að-
stöðu á Reykjanesi til salt- og sjó-
efnavinnslu, orkuforða Islands I
fallvötnum, jarðhita og fleira.
Stjórn NAF INDUSTRI, og aðal-
fundurinn var samþykkur þeirri
ákvörðun.
Umsetning NAF á árinu 1973
varð 783,4 milljónir danskra
króna og haföi aukizt frá fyrra ári
um 80.8 milljónir. Tekjuafgangur
varð 1.3 milljónir danskra króna
á móti 0.6 milljónum áriö 1972.
Aðalfundur útflutningssam-
bandsins, NAE, var einnig hald-
inn á sama stað og tima. Umsetn-
ing NAE á árinu 1973 varð 68.1
milljón danskra króna á móti 69.1
milljón árið 1972. Tekjuafgangur
varð 290.560 danskra króna.
Erlendur Einarsson forstjóri, á
sæti i stjórn NAF og NAE af hálfu
Sambands isl. samvinnufélaga.
Næsti fundur samtakanna verður
haldinn á tslandi.
Enn stórátak í orkumálum: — undirbúningur hafinn
55 MW jarðgufu-
virkjun við Mývatn
HHJ-Rvik —■ Næg orka er undir-
staða þess, að fram verði haldið
-þelllT atvinnuþróun, sem átt
hefur sér stað I tið núverandi
stjórnar. Orkumálin voru I flokki
þeirra mála, sem voru fyrir borð
borin i tið ,,viðreisnar”-stjórnar-
innar, stjórnar Sjálfstæðisilokks-
ins og Alþýðuflokksins. En þessir
flokkar gengu þó enn lengra, þvi
að þeir seldu heiming allrar raf-
orku tslendinga til álverksmiðj-
unnar á tiunda hluta venjulegs
verðs, og sá samningur „við-
reisnar”-herranna gildir tii 1997.
Öðru visi hefur verið á þessum
málum haldið I tið núverandi
Framhald á 7. siðu. ■
Ræða forsætis-
ráðherra
sérprentuð
RÆDA Sú, sem Ólafur
Jóhannesson forsætisráð-
herra flutti á alþingi 3. mai
siðast liðinn um úrræði tii
þess að tryggja áframhald-
andi velmegun þjóðarinnar
og framfarir I landinu, er nú
komin út sérprentuð.
Ritlingunum verður dreift
frá kosningaskrifstofum
flokksins um land allt.
Erlendur Einarsson, for-
stjóri S.I.S.
Mikil-
vægt
spor
— segir
forstjóri 5IS
— Ég tel þaö afarmikil-
vægt, að þetta samstarf
morrænna samvinnumanna
skuli hafa komizt á, sagði
Eriendur Einarsson, for-
stjóri S.I.S., við Timann I
gær. Ég geri mér vonir um,
að röðin komi fijótlega að
okkur, og samtök islenzkra
samvinnumanna verði i si-
vaxandi mæli og með batn-
andi samkeppnisaðstöðu
þáttakendur i uppbyggingu
iðnaðar hér á landi.
Mér þætti mjög þýðingar-
mikið, ef hér yrði komið upp
samnorrænum iðnaði, sem
opnaði okkur alveg nýja
möguleika til þess að koma á
fót umfangsmiklum fyrir-
tækjum með meiri markaös-
möguleikum en áður.
Ég vil lika vekja athygli á
þvi, að þessi fundur vakti
mikla athygli á Norðurlönd-
um og var þar rækilega frá
honum sagt i fjölmiðlum.
Enn vitnar Morgunblaðið
um kyrrstöðuna á ,,viðreisnarn-árunum og umskiptin undir vinstri stjórn
JH—Reykjavik — Nú liður
ekki svo dagur, að menn utan
af landi vitni ekki i Morgun-
blaðinu um eymd „við-
reisnar”-stjórnarinnar og
hinn mikla fjörkipp, sem ailt
hefur tekið með gerbreyttum
viðhorfum og stórauknum
skilningi stjórnvalda á þörfum
landsbyggðarinnar undir
vinstri stjórn.
I gær var það Pétur Blöndal
á Seyðisfirði, sem skýrir frá
þvi i viðtali i Morgunblaðinu,
að svo illa hafi verið að Aust-
fjörðum búið i tið
,,viðreisnar”-stjórnarinnar,
og blómgunin orðið mikil og
snögg siðust árin, að ekki
nægi minna en að byggja nær
fimm hundruð ibúðir i þeim
landsfjórðungi næstu þrjú til
fjögur árin, ef húsnæðis-
skortur á ekki að verða drag-
bitur á vöxt og framfarir þar
eystra.
Þetta er það, sem við hér i
Timanum köllum hagsæld i
heimabyggð, og má raunar
kraftaverk heita á svo
skömmum tima, sem vinstri
stjórnin hefur haft til þess^
að framkvæma stefnu sina i
byggðamálum, eftir langvinnt
dáðleysi ,,viðreisnar”-stjórn-
arinnar, vantrú hennar á
gögn og gæði landsins og
skipulagningu á „hæfilegu at-
vinnulaysi”.
1 sama tölublaði Morgun-
blaðsins kemst annar við-
mælanda þess, Hjörtur
Stefánsson i Neskaupstað ekki
hjá að játa:
„Málefni Austfirðinga hafa
gengið rétt sæmilega, svo
langt sem þau ná, undir
vinstristjórn".
Sá vitnisburður talar einnig
sinu máli, þvi að varla velja
Morgunblaðsmenn sér við-
mælendur, sem gefa vinstri
stjórninni betri vitnisburð en
hún á skilið.
18
MORGUNBI-AÐIÍ). ÞRIÐJUDAGUR 25. JtWt 3074
Húsnæðisskorturinn aðal byggða
vandamálið á Austurlandi
500 íbúðir þarf að byggja næstu briú árin ugræ^orgurt