Tíminn - 26.06.1974, Side 9
Miðvikudagur 26. júni 1974.
TÍMINN
9
Otgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas
Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523.
Blaðaprent h.f.
*-■ >
Hægra bros Magnúsar
Fátt mun hafa vakið meiri athygli i sjón-
varpsþættinum, þegar fulltrúar flokkanna sátu
fyrir svörum, en sú yfirlýsing Magnúsar
Kjartanssonar, að hann útilokaði alls ekki
stjórnarsamstarf milli Alþýðubandalagsins og
Sjálfstæðisflokksins. Það getur þvi verið
skemmra undan en marga grunar, að sjálf-
stæðismenn og kommúnistar endurnýi
stjórnarsamvinnu sina frá árunum 1944-’46.
Þegar gengið var til þingkosninga 1942, mun
engan hafa órað fyrir þvi, að hafið væri
stjórnarsamstarf milli Sjálfstæðisflokksins og
kommúnista innan tveggja ára. Svo kröftug-
lega afneituðu þá foringjar Sjálfstæðisflokks-
ins öllum mökum við kommúnista, og þó voru
afneitanir kommúnista enn kröftugri. Samt
voru þessir flokkar teknir saman eftir tvö ár.
Foringjar kommúnista voru þó ólikt róttækari
þá en nú. Þeir Magnús Kjartansson og Lúðvik
Jósefsson eru vissulega miklu liklegri til
ihaldssamvinnu en þeir Brynjólfur Bjarnason
og Einar Olgeirsson á sinni tið.
Meðal margra leiðtoga Alþýðubandalagsins
lifir enn endurminningin um hina gömlu góðu
daga frá nýsköpunarárunum. Eitt islenzkra
blaða minntist Þjóðviljinn 30 ára afmælis ný
sköpunarstjórnarinnar og gerði það á mjög
hátiðlegan hátt.
Og nú hefur Magnús Kjartansson áréttað það
i áheyrn alþjóðar, að samvinna við Sjálfstæðis-
flokkinn geti vel komið til greina. Að visu telur
hann hermálin til trafala, en það hefur oft tekið
leiðtoga Alþýðubandalagsins litinn tima að
sætta sig við þátttökuna i Nato og varnarliðið,
þegar ráðherrastólar eru annars vegar.
Örugg forusta
Á viðsjártimum er þjóðunum ekkert mikil-
vægara en að hafa trausta forustumenn. Ólafur
Jóhannesson hefur sannað það ótvirætt, að
hann er nú traustasti stjórnmálaleiðtogi
þjóðarinnar. Hann sýndi það i landhelgismál-
inu. Hann stóð fastur fyrir i Everton-málinu,
þegar Geir Hallgrimsson og Gylfi Þ. Gislason
brugðust islenzkum málstað. Hann sýndi það
ekki siður, þegar hann beygði Alþýðubanda-
lagsmenn til að fallast á bráðabirgðasamning-
ana við Breta. Einbeitni sina sýndi hann þó
gleggst i vor, þegar hann lagði ákveðnar tillög-
ur fyrir þingið til lausnar verðbólguvandanum
og sendi þingið heim, þegar það vildi ekki tak-
ast á við vandann. Forustumenn Sjálfstæðis-
flokksins reyndust þá bæði ráðvilltir og stefnu-
litlir. A.m.k. þorðu þeir ekki að sýna neinn lit
fyrir kosningarnar. Ef þjóðin vill velja sér
trausta forustu, þá á hún að skipa sér um
Framsóknarflokkinn og tryggja þannig forustu
Ólafs Jóhannessonar áfram.
Smáflokkarnir
Margir smáflokkar hafa jafnan reynzt til
óþurftar. Oftast eru þeir lika stofnaðir af
félagslega óþroskuðum mönnum, sem ekki
hafa getað unnið i stærri heildum. Slikir flokk-
ar sundrast lika fljótlega, og á þeim er þvi ekki
neitt að byggja. Óáran sú, sem hlýzt af slikum
flokkum, hefur nú um skéið valdið hálfgerðu
stjórnleysi i Danmörku. Þeir kjósendur, sem
vilja stuðla að umbótum og framförum, mega
ekki láta blekkjast af slikum flokkum. Þeir
eiga að efla sterkan umbótaflokk eins og
Framsóknarflokkinn, en forðast litlu klofn-
ingsflokkana, sem eingöngu eru vatn á myllu
ihaldsins. Þ.Þ.
Robert R. Bowie, The Christian Science Monitor:
Pólland hefur sérstöðu
meðal kommúnistaríkja
Pólverjar dhugasamir um bætta sambúð stórveldanna
EKKI þarf nema skyndi-
heimsókn til Póllands til þess
aö koma auga á sumt af þeim
vanda, sem Pólverjum er á
höndum sem miðlungsfjöl-
mennri nágrannaþjóð Sovét-
manna, og eins helztu áhuga-
mál leiðtoganna bæði i innan-
lands- og utanrikismálum.
Pólland hefir um margt
nokkra sérstöðu sem
kommúnistariki. Samyrkju
hefir ekki verið komið á i land-
búnaði. 3,5 milljónir manna
yrkja fjóra fimmtu ræktar-
landsins á eigin reikning.
Margir þeirra vinna einnig
part úr degi i verksmiðjum i
nágrenninu. Þegar ekið er um
landbúnaðarhéruðin, sést
ótölulegur grúi aldingarða og
ræktarlanda, sem ekki eru
nema fáar ekrur að stærð. Oft
er jarðyrkjan stunduð með
handverkfærum aðeins eða
einum hesti, en allt er i ágætri
rækt. Smáfelldur einkarekstur
er einnig leyfður i mörgum
öðrum greinum, en öll stór-
fyrirtæki eru i rikiseigu og
rikisrekin. Kaþólska kirkjan
er snar þáttur i lifi Pólverja og
þrir af hverjum fimm lands-
manna eru trúir áhangendur
hennar.
KRÖFUR almennings i Pól-
landi hafa stundum reynzt
óvenjulega árangursrikar eft-
ir þvi, sem gerist i
kommúnistarikjunum. Ed-
ward Gierek núverandi leið-
togi komst allt i einu til valda i
desember 1970, þegar Wlady-
slaw Gomulka var steypt af
stóli með uppþoti verkamanna
og verkföllum, sem gerð voru
til þess að andmæla kyrrstöðu
I launum og skorti á vörum og
atvinnu samhliða hækkandi
verölagi.
Rikisstjórn Giereks dró af
þessu mikilvæga lærdóma.
Hún lagði höfuðáherzlu á að
bæta lifskjör landsmanna eins
hratt og framast var auðið.
Fimm ára áætlunin 1971-1975
var við það miðuð, að koma
efnahagslifi Pólverja i nú-
timahorf. Mikil áherzla var
lögðá framleiðslu neyzluvara.
Takmark áætlunarinnar var
aö hafa náð þvi marki árið
1975 að auka tekjur einstak-
linga um 18 af hundraði, verga
þjóðarframleiðslu um 38 af
hundraði, fjölga störfum um
1,8 milljónir og auka fimmaf
hundraði við ibúðarhúsnæðið
ár hvert. Þá áttu allir ungling-
ar að eiga kost á framhalds-
menntun og reisa skyldi 500
heilsugæzlustöðvar i land-
búnaðarhéruðum landsins.
ÞRJtJ ár eru liðin af
áætlunartimanum og fram-
farirnar hafa viðast orðið
meiri en áætlunin gerði ráð
fyrir. Árangurinn er yfirleitt
mjög góður.
Framleiðsla búvara hefir
aukizt um 6 af hundraði á ári,
einkum vegna hækkaðs verðs
og annarra umbóta. Iðnaðar-
framleiðslan hefir aukizt um
II af hundraði ár hvert, verg
þjóðarframleiðsla um 9 af
hundraði og tekjur einstak-
linga um 7-8 af hundraði.
Aukin framleiðni réði hér
miklu um. Margt kom þar til.
Reynt var að bæta úr hæga-
gangi, ungir verkamenn voru
betur menntaðir en áður og
launagreiðslum var hagað
meö þeim hætti, að afköst ykj-
ust.
Bætt viðskiptakjör koma
einnig við sögu, einkum i út-
flutningi hráefna svo sem
kola, brennisteins og eirs.
Framkvæmdastjórar fengu
frjálsari hendur en áður um
ákvarðanir á daglegum
rekstri og um laun starfs-
manna, en miðstjórn hins
opinbera sneri sér einkum að
Edward Gierek
þvi að ákveða framtiðarstefnu
og markmið.
PÓLVERJAR gera sér að
sjálfsögðu vonir um að halda
umbótunum áfram næsta ára-
tug, enda þótt heldur kunni að
draga úr hraðanum. óvist er
þó, að þeim lánist þetta. Það
veltur að sjálfsögðu að veru-
legu leyti á ytri aðstæðum,
einkum þó á Vesturlöndum, en
skiptin við þau eru um hel-
mingur allra utanrikisvið-
skipta Pólverja.
Tvennt veldur Pólverjum
einna mestum áhyggjum. Þeir
óttast erfiðleika á efnahags-
sviðinu vegna hægagangs á
vesturlöndum, en þar herjar
verðbólga og viðskiptajöfnuð-
ur versnar vegna hækkunar
oliuverðs. Hitt kviðaefnið
snertir stjórnmálin, en bætt
sambúð rikja er að áliti Pól-
verja höfuðskilyrði aukins að-
gangs að markaði, tækni og
greiðslufresti á Vesturlönd-
um.
Pólverjum er þvi sérstakt
keppikefli i utanrikismálum
að sambúð þjóða haldi áfram
að batna og unnt reynist að
njóta ávaxta hennar. En bætt
sambúð þjóða er þeim einnig
áhugaefni af öðrum ástæðum.
Minningarnar um heims-
styrjöldina siðari og söguna á
liðnum tima valda þvi, að þeir
eru þakklátir fyrir nálega
þrjátiu ára frið og vilja um-
fram allt varðveita hann og
treysta. Staðfesting landa-
mæranna við fljótin
Oder/Neisse i samningum við
Vestur-Þjóðverja glæðir vonir
þeirra, en þó gætir enn nokk-
urrar tortryggni i garð Þjóð-
verja.
BÆTT sambúð þjóöa léttir
einnig samskiptin við Sovét-
rikin. Pólverjar ganga út frá
bandalaginu við Sovétmenn
sem óhjákvæmilegri nauðsyn
og sætta sig við hömlurnar,
sem það leggur á athafnafrelsi
þeirra. En Pólverjar eru stolt-
ir, meta þjóðerni sitt og sjálf-
stæði mikils og vilja gegna
nokkru hlutverki i utanríkis-
málum á sinn hljóðláta hátt.
Bætt sambúð eykur á mögu-
leikana bæði innanlands og ut-
an, en aukin spenna dregur úr
þeim og þyngir áhrif Sovét-
manna og kröfur um sam-
ræmingu.
Af þessum sökum ástunda
Pólverjar með öllum tiltækum
ráðum að reyna að gera sam-
búðarbatann varanlegan. Þeir
stuðla að bættri sambúð
Sovétmanna og Bandarikja-
manna, úrdrætti vigbúnaðar
og gagnkvæmri fækkun i
fastaherjum. Þeir reyna að
vinna að árangri á ráðstefn-
unni um öryggi og samvinnu
Evrópurikja og efla alla þætti
samvinnu þjóða i milli, bæði i
efnahags- og menningarmál-
um.
PÓLVERJUM er mikið
áhugamál að ekki hægi á sam-
búöarbatanum og hrýs hugur
við, ef horfið verður til úlfúðar
á ný. Þeir gagnrýna tillögu
Jacksons út af samningunum
við Sovétmenn, enda þótt þeir
njóti sjálfir beztu-kjara i við-
skiptum við Bandarikin. A
öryggis- og samvinnuráð-
stefnu Evrópurikja andmæla
Pólverjar kröfum fulltrúa
Vesturveldanna um aukið
frelsi i flutningi fólks og skoð-
ana, ekki vegna þess, að þeir
óttist áhrifin sjálfir, heldur af
hinu, að þeir óttast, að
deilurnar hamli gegn sam-
búðarbatanum. Þá grunar
Pólverja einnig, að atgangur-
inn út af Votugáttarmálinu
kunni að einhverju leyti að
vera eins konar samsæri and-
stæðinga bættrar sambúðar i
þvi skyni að reyna að knýja
Nixon forseta til þess að láta
af völdum, svo að unnt verði
að breyta um stefnu.
Höfuðáhugamál Pólverja
endurspegla efalaust sögu
þeirra sjálfra, áhrifin frá legu
landsins og fornum hefðum.
En viðhorf þeirra endurspegla
jafnframt afstöðu fjölmargra
miðlungs fjölmennra þjóða i
heiminum eins og hann er úr
garöi gerður um þessar mund-
ir. Þar ber mest á ákafri sókn
til bættra lifskjara, einlægum
óskum um aukið vald á eigin
örlögum, gagnkvæmum áhrif-
um, sem hamla gegn uppfyll-
ingu þessara óska, og sam-
slætti innanrikis- og utanrikis-
mála.