Tíminn - 26.06.1974, Side 14

Tíminn - 26.06.1974, Side 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 26. júni 1974. ----------------------------------------N A. Conan Doyle: (2) Eimlestin, sem hvarf _________________________________________J lestin hvergi staðnæmast fyrr en komið væri til Manchester. Eimlestirnar frá London og Liverpool voru vanar að mætast í Manchester og aukalest Caratals hefði átt að koma þar laust fyrir klukkan sex. Það vakti nokkra undrun meðal starfsmanna járnbrautarfélagsins í Liverpool, þegar símskeyti kom frá Manchester kl. 15 mínútur yf ir sex, og tilkynnti, að aukalestin væri ókomin þangað. Fyrirspurn var símuð til St. Helens, næstu stöðvar við Liverpool. Svarið var: ,,Til James Bland, yfirumsjónarmanns Central Lt. W.C. Liverpool. — Aukalest fór hér framhjá kl. 4.52 mín. Dowser St. Helens". Þetta skeyti kom til Liverpool kl. 6.40. Kl. 6.50 kom nýtt skeyti frá Manchester: „Aukalestin, sem þér lýsið eftir hef ur ekki farið hér um eða sézt hér". Tíu mínútum síðar kom þriðja skeytið, sem olli enn meiri truflun: „Gerum ráð f yrir mistökum með aukalestina. Eimlest, sem fór á eftir henni f rá St. Helens komin hingað, en varð hennar hvergi vör. Gerið svo vel að skipa fyrir, hvað gera skuli. Manchester". Málið var nú farið að líta ískyggilega út. Nokkuð virt- ist það bót í máli, að önnur lest hafði farið sömu leiðina án þess að verða þess vör, að nokkurt slys hefði komið fyrir á línunni. En, um hvað annað gat þá verið að ræða? Hvar gat aukalestin verið? Var það hugsanlegt, að henni hefði verið ekið út á hliðarspor, t.d. til þess að hleypa annarri lest fram hjá? Líka var hugsanlegt, að einhver bilun hefði komið fyrir, svo nauðsynlegt væri að aka lestinni út á hliðarspor. Símskeyti voru send til allra stöðva milli St. Helens og Manchester. Forstjórinn og umferðastjórinn biðu í ofvæni eftir einhverjum f regnum af hinni horfnu eimlest. Svörin fóru brátt að koma frá stöðvum þeim, er voru Londonarmegin við St. Helens. Frá Collins Green: „Aukalest fór hér hjá kl. 5." Frá Earles town: „Aukalest fór framhjá kl. 5.06." Frá Newton: „Aukalest fór hjá kl. 5.10." Frá Kenyon Junktion: „Aukalest fór hjá kl. 5.20". Frá Barton Moss: „Engin aukalest farið hér um". Embættismennirnir tveir litu hvor á annan, undrandi og skelkaðir. „Slík undur hafa aldrei fyrr borið við á mín- um þrjátíu ára starfsferli", sagði hr. Bland forstjóri. „Alveg einstættog óskiljanlegt, herra forstjóri",'sagði herra Potter Hood. „Eimlestin virðist hafa horfið milli Kenyon Junction og Barton Moss". „En þar á milli er engin hliðarlína út af aðalbrautinni. Eimreiðin hlýtur að hafa steypzt út af brautarteinunum". „En hvernig má það vera, að farþegalestin, sem fór af stað kl. 4.50 sömu leiðina, skyldi einskis verða vör?" „Hér erenginn millivegur til, hr. Hood. Eimlestin hlýt- ur að hafa farið út af sporinu. Kannske hefur farþega- lestin orðið einhvers vör, sem varpað geti birtu á málið. Við skulum sima til Manchester og biðja um upplýsingar, ef til eru, og sömuleiðis til Kenyon Junction með skipun um rannsókn á brautinni þaðan til Barton Moss". Svarið frá Manchester kom innan stundar: „Engin vitneskja um.horf nu lestina. Okumaður og vörður á lest- inni, er síðar fór, vissir um að ekkert járnbrautarslys hef ur orðið milli Kenyon Junction og Barton moss. Línan alveg hrein og í lagi, ekkert, sem bendir á neitt óvenju- legt. Manchester". „Þessi ökustjóri og vörður verða að hætta störfum", sagði hr. Bland harðneskjulega. „Það hefur orðið óhapp eða slys, þótt þeir yrðu einskis varir. Lestin hlýtur að hafa runnið eða oltið út af teinunum, án þess að brjóta þá, hvað sem því kann að hafa valdið. Við hljótum að fá skeyti bráðlega, sem staðfesta þennan grun minn". Vonir hr. James Bland áttu nú samt að bregðast. Hálf stund leið, áður en eftirfarandi skeyti kom frá stöðvar- stjóra Kenyon Junction-stöðvarinnar: „Engin merki sjá- anleg um lestina, sem hvarf. Alveg er víst, að lestin fór hér framhjá, og jafnvíst hitt, að hún kom aldrei til Bar- ton Moss. Við losuðum eimreið frá farangurslest, og ég fór með henni eftir allri járnbrautarlínunni. Línan er hrein og heil og engin merki um slys eru sýnileg"." Hr. Bland klóraði sér í höfði vandræðalegur. „Þetta líkist hreinni brjálsemi eða töfrum, Hood", hrópaði hann upp. „Getur heil eimlest á björtum degi horf ið með öllu hér i Englandi? Slíkur viðburður er óhugsandi. Eimreið með tveim vögnum og farangursklefa aftan í og f imm lifandi verum ætti að hverf a á f erð ef tir beinni járnbrautarlínu! Ef við fáum enga skýringu á næsta klukkutímanum, þá fæ ég. Collins umsjónarmann með mér og fer sjálfur að litast um". Rétt á eftir kom nýtt símskeyti frá Kenyon Junction, og var á þessa leið: „Hryggir oss að skýra frá því, að lík Johns Slaters, stjórnanda aukalestarinnar, hefur rétt áðan fundizt í skógarkjarri einu, 2 km frá stöðinni hér. Hefur fallið af eimreiðinni, og kastast út fyrir undir- byggingu brautarteinanna og út í kjarrið skammt frá. Brotin höfuðkúpa bendir til þess, að fallið hafi valdið bráðum bana. Umhverfið nákvæmlega rannsakað, en engin merki sýnileg um hina horfnu eimlest." — Á þessum tíma voru stjórnmálaflækjur miklar í Englandi og þó miklu meiri og ískyggilegri meðal franskra stjórnmálamanna í París. Var í almæli, að stórhneyksli hefðu gerzt meðal æðstu stjórnmálamanna Frakklands, og stjórnin þar væri í yfirvofandi hættu. Blöðin voru full af frásögnum af þessum atburðum, og Miðvikudagur 26. júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Með sfnu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Sfðdegissagan: Úr endurminningum Manner- heims-Sveinn Ásgeirsson les þýðingu sina. 15.00 Miðdegistónleikar: Erling Blöndal-Bengtsson og Sinfóniuhljómsveit út- varpsins í Baden-Baden leika Konsert fyrir selló og hljómsveit eftir Witold Lutoslawski, Herbert Blom- stedt stj. Michel Béroff píanóleikari og Sinfóniu- hljómsveit útvarpsins i Baden-Baden leika ,,Die vi- er Temperamente” eftir Paul Hindemith, Erich Schmid stj. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.15 Popphornið 17.10 Undir tólf, Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn undir tólf ára aldri. 17.40 Það er leikur að læra Anna Brynjúlfs'dóttir stjórnar þætti fyrir yngstu hlustendurna. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Landslag og leiðir.Jón I. Bjarnason ritstjóri talar um Fljótshllð. 20.00 Einsöngur f útvarpssal: Guðmundur Jónsson syngur lög eftir Hallgrim Helgason, Steingrim K. Hall, Emil Thoroddsen og Pál ísólfs- son. Ölafur Vignir Alberts- son leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Frá Skjöldólfsstöðum að Þing- múla með viðkomu í Kaup- mannahöfn. Sigurður Ó Pálsson skólastjóri flytur. b. Kvæði eftir Hallgrim Pétursson Hjörtur Pálsson les. c. Kórsöngur. Bænda- kórinn á Hvanneyri syngur. Söngstjóri: Ólafur Guðmundsson. 21.30 Útvarpssagan: „Gatsby hinn mikli” eftir Francis Scott Fitzgerald-Þýðandinn, Atli Magnússon les (8). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Stjórnmál- in: Hringborðsumræður er fram fóru i sjónvarpinu fyrr um kvöldið. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. júni 1974 20.00 Fréttir 20.35 Veður og auglýsingar 20.40 Frá Listahátið. Yfirlits- sýning á verkum Ninu Tryggvadóttur. Umsjónar- maður ólafur Kvaran, list- fræðingur. 21.00 Alþingiskosningarnar 30. júni. Hringborðsumræð- ur i sjónvarpssal. Formenn, eða aðrir talsmenn, þeirra fimm stjórnmálaflokka, sem bjóða fram i öllum kjördæmum landsins, taka þátt I þessum umræðum. Umræðum stýrir Eiður Guðnason. 22.35 Bandarikin. Breskur fræðslumyndaflokkur um Bandaríki Norður-Ameriku og sögu þeirra. 13. og siðasti þáttur. Eitthvað fyrir alla. Þýöandi og þulur óskar Ingimarsson. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.