Tíminn - 26.06.1974, Page 8
8
TÍMINN
Miövikudagur 26. júni 1974.
Gísli Guðmundsson:
Hvers vegna fást lífeyrisréttindi
lögreglumanna ekki yfirfærð til
lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna?
Opinber afskipti min af stjórn-
málum hafa nánast engin veriB
fyrr en nú, önnur en neyta kosn-
ingaréttarins, litilsháttar hef ég
þé aöstoðað við kosningar. Sjálfur
hef ég talið mig vera litið pólitlsk-
an, en ég verð að viðurkenna, að
ég hef haft nokkurn áhuga á að
fylgjast með þjóðmálum. Sér-
staklega hefur áhuginn farið vax-
andi í tið núverandi rikisstjórnar.
Kannski er ástæðan ekki siður sú,
að fyrrverandi stjórnarherrar
voru greinilega orðnir lang-
þreyttir og ef til vill mest þreyttir
hver á öðrum, þannig að algjör
deyfð og lognmolla var umhverfis
þá.
Rikisstjórn Ólafs Jóhannesson-
ar hefur ekki setið auðum hönd-
um, þvert á móti hefur hressandi
vorblær leikið um hana. Tekizt
hefur verið á, við hin margvislegu
málefni, oft mjög vandasöm og
ber þar auðvitað langhæst, land-
helgismálið, þar tel ég að þjóðin
öll hljóti aö standa i þakkarskuld
við þá menn, sem höfðu forust-
una. Ég ætla hér ekki að þakka
neinum einum ráðherra
sérstaklega, þvi ég lit svo á að
þeir hafi staðið þar saman, að
beita má i flestum ef ekki öllum
þeim atriðum sem máli skiptu og
fyrst og fremst fyrir það, náð
þeim árangri sem raun varð á. Aö
sjálfsögðu gleymist ekki, hver
það var, sem stýrði bardagaliðinu
og lét aldrei bilbug á sér finna,
hvað sem á móti blés. Það er á
slikum stundum, sem stjórnar-
hæfileikar njóta sin og hinir raun-
verulegu eiginleikar koma fram.
Eitt af þeim málum, sem litið
hefur verið minnzt á og kom i hlut
núverandi rikisstjórnar að leysa,
var að koma i framkvæmd þeim
lögum, að létta af sveitarfélögum
öllum löggæzlukostnaði. En þetta
hafði verið mikið áhugamál,
sveitarstjórna um langt árabil.
Þarna fékk stjórnin og þá fyrst og
fremst, Ólafur Jóhannesson, for-
sætis- og dómsmálaráðherra, svo
og Halldór E. Sigurðsson, fjár-
málaráðherra, mjög erfitt vanda-
mál við að glima. Lögreglumenn
hvarvetna á landinu, litu þessi
mál mjög alvarlegum augum og
óttuðust nú margir, að einhver
þau réttindi og kjör, sem þeir
höföu áunnið sér, margir með
löngum starfsaldri, mundi nú ef
til vill tapast.
I stuttri blaðagrein er ekki rúm
til að rekja þetta mál til hlitar, en
það kom að sjálfsögðu i hlut,
Landssambands lögreglumanna,
undir forustu formannsins,
Jónasar Jónassonar, lögreglu-
varðstjóra, að halda á málum
fyrir meðlimi sina. Ég vona að ég
halli ekki á neinn, þó ég segi það
hér, að það var fyrst og fremst
fyrir hans dugnað og raunar ann-
arra góðra manna, sem með hon-
um störfuðu annars vegar og fyr-
ir góðan skilning fyrrgreindra
ráðherra, að málin leystust eitt af
öðru, þannig að lögreglumenn
töldu viðunandi.
Ekki má skilja orð min svo, að
málin hafi nú öll verið leyst og
ekki verður heldur sagt að allir
séu ánægðir. Það er heldur ekkert
launungarmál, að þegar við ber-
um okkur saman við aðra starfs-
hópa, se'm‘gert hafa sina samn-
inga á eftir okkur, þá þykir okkur
sem hlutur lögreglumanna hafi
heldur rýrnað.
Gfsli Guðmundsson.
Ekki er hægt að minnast á þessi
mál, án þess að skoða um leið hlut
Reykjavíkurborgar. Þvi er haldið
fram i málgögnum Sjálfstæðis-
manna, að þeir einir hafi vit á
fjármálum og séu raunverulega
sjálfkjörnir til að fara með slik
mál fyrir allan landslýð. Ekki vil
ég gera litið úr þvi, að borgar-
stjórn Reykjavikur sýndi Lög-
reglufélagi Reykjavikur þann
rausnarskap, að gefa 1 millj.
króna i orlofsheimilissjóð, þegar
ljóst var orðið að borgarsjóðurinn
slyppi við frekari kostnað af lög-
gæzlunni.
Hitt er svo það, að sömu
borgaryfirvöld hafa ennþá staðið
á móti þvi, að lögreglumenn á
eftirlaunum, svo og ekkjur lát-
inna lögreglumanna, fengju leið-
réttingu á launum sinum i sam-
ræmi við samning, sem gerður
var á milli rfkisins og Landssam-
bands lögreglumanna um s.l.
áramót. Væri fróðlegt að fá svar
við þvi, hvers þetta fólk á að
gjalda.
Þá væri ekki úr vegi, að sömu
aðilar gerðu örlitla grein fyrir
þvi, hver væri staða lifeyrissjóðs
Reykjavikurborgar og hvers
vegna lífeyrisréttindi lögreglu-
manna hafa ekki ennþá fengizt
færð yfir til lifeyrissjóðs starfs-
manna rikisins.
Það er kannski til of mikils ætl-
azt, eftir hin sigurstranglegu úr-
slit Sjálfstæðismanna i siðustu
borgarstjórnarkosningum, að
þeir leggi sig niður við að svara
slikum smámunum og hér er
drepiö á. Varla þarf að minna
menn á það, að Sjálfstæðismenn
vitna gjarnan til hinnar ágætu
fjármálastjórnar Reykjavikur,
þegar slik mál ber á góma og á
meðan að ekki koma eðlilegar
skýringar á þessum atriðum, þá
læðist ef til vili sá grunur að
óbreyttum borgara, að ékki sé
allt ems hreint i pokahorninu og
látið er i veðri vaka.
Kurt Juuranto, aðalræðismaður tslands I Finnlandi efndi til móttöku i Helsinki á 30 ára afmæli lýðveld-
isins hinn 17. júni s.l. Þangað var boðið 300gestum og voru þar á meðal frammámenn i finnskum menn-
ingar-og efnahagsmálum og fulltrúar eriendra rikja. Á myndinni má sjá aðalræðismannshjónin, Leena
og Kurt Juuranto bjóða fulltrúa Rússa, V.A. Androushkevitch, veikominn til veizlunnar.
Ofurlítið
Andrés minn Kristjánsson!
Þér kemur það vafalaust
einkennilega fyrir sjónir, að fá
þannig ávarp frá bláókunnugum
manni. En þú varst nú búinn að
veita mér og fjöldamörgum
lsendum Timans, sem þú þekktir
ekki, og vissir ekki einu sinni að
voru til, ánægjustundir við lestur
ritmáls, sem streymdi frá penna
þinum. Við þóttumst þekkja þig
og hugsjónir þinar af máli þinu,
litriku, hiklausu og skáldlegu. Þú
áttir þvi ýmsa kunningja, þótt þú
vissir ekki tilvist þeirra. Þar á
meðal mig.
Löngum hefur þú dáð það skeið
i stjórnmálasögu okkar, erEram-
sókn og Alþýðuflokkur fóru
saman með völd i landi^u. Þá
aðdáun lætur þú enn i jljósi i
grein, sem þú ritar i blaq, sem
kallað er „Þjóðmál” og kom út 7.
júni.
Vissulega voru þessi ár, þrátt
fyrirkreppu og fátækt, á margan
hátt gullöld i islenzkri þjóðmála-
baráttu. Þá voru dregnir margir
þeir drættir, sem enn i dag setja
traust og fagurt svipmót á
þjóðfélagsbygginguna. Þess
vegna hljótum við Framsóknar-
menn að óska af alhug afturkomu
varanlegs valdameirihluta, sem
nærist i störfum á hugsjónum
samvinnu og jafnaðar. Slikur
meirihluti kom fram við siðustu
kosningar, en reyndist eigi svo
traustur sem skyldi. Við viljum
þvi traustari og varanlegri meiri-
bréf til Andrésar fræðslustjóra
hluta samvinnu- og jafnaðar-
manna, sem setji nú nýtt og
varanlegt svipmót á þjóðfélag
nútimans.
Eftir úrslit sveitarstjo'rnar-
kosninganna 26. mai var slikt
þjóðmálaafl innan seilingar fjar-
lægðar og átti að verða þjóðinni
veruleiki i alþingiskosningunum
30. júni. Af kosningatölum mátti
ráða, að aðeins 3 flokkar störfuðu
á Alþingi eftir 30. júni á
þjóðhátiðarári. Stór hægri
flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, og
tveir vinstri flokkar,
Framsóknarflokkur og Alþýðu-
bandalag, sem hefðu meirihluta á
Alþingi og völd i landinu.
Breytingin frá gullaldarár-
unum yrði sú, að i stað Alþýðu-
flokksins kæmi Alþýðubandalag,
róttækur sósialiskur flokkur sem
aö visu á sina „rauðliða” rétt eins
og Alþýðuflokkurinn gamli og
Framsóknarflokkurinn sem þá,
öflugur forystuflokkur með hug-
sjónir samvinnu og frjálsrar
félagshyggju að leiða-1 jósi.
Alþýðuflokkurinn genginn til
feöra sinna. Hann tók inn sitt
pólitiska arsenik i smá-
skömmtum i 15 ára ihaldþjónk-
un, bæði i samstjórn og sam-
stjórnarandstöðu.
Samtökin höfðu þegar klofnað
niður i sinar frumeindir sem viö
var að búast. Sú samkunda var I
upphafi af svo ólikum efnum
gjörð, að þar gat aldrei orðið af
einn massi.
En þegar þessi staða blasir við
— þinar gömlu hugsjónir að
rætast, samstarf og stjórnarráð
tveggja vinstri flokka á næsta
Íeiti — hleypur þú, Andrés.
Þau urðu örlög þin og þinna
félaga að skerast úr leik, þegar
mest á i ;ið. Það eru grimm örlög.
Þú manst vel, hvers vegna völd
Framsóknar og Alþýðuflokksins
glötuðust á sinum tima. Það var
vegna sundrungar og klofnings-
iðju kommúnista i Alþýðuflokkn-
um. Þeirra hugsjón gekk aldrei i
þá átt, að hér risi öflugt þjóðfélag
grundvallað á samvinnu, sam-
hjálp og félagsframtaki. Þeir
vissu, að i þannig þjóðfélagi yrði
litt á þá hlustaö. Þeir kusu þvi að
kljúfa og sundra, og efla þannig
„óskaandstæðing” Sjálfstæðis-
flokksins.
En nú hefur þú og þinir félagar
tekið viö sundrungar- og
klofningsiðju kommúnistanna
gömlu, sem leiddi af sér uppboðs-
timann, sem þú ræöir svo mikið
um. Þú .segist óska þess, að
uppboðstiminn hverfi, en með
þinum orðum og gjörðum reynir
þú að framlengja hann sem
merkisberi sundrungar og
klofnings. Ef iðja þin heitir ekki
að afhenda íhaldinu völdin, er hún
i öllu falli tilraun i þá átt. Þar er
ekki aðeins um aö ræða atkvæðin,
sem tapast, heldur eigi siður
sundrungarorðið og vantraust til
dugandi stjórnarathafna, sem
þið setjiö á vinstri flokkana, en á
þvi hagnast ihaldið mest. Ef
menn hugleiða þessi mál i róleg-
heitum er útilokað að telja mönn-
um trú um, að leiðin til vinstri-
stjórnar sé að sundra og kljúfa og
slást i för með pólitiskum hlaupa-
strákum og framagosum, sem nú
hringa sig utan um „Samtökin”,
sem löngu eru brunnin upp i eldi
innbyrðis illinda.
Stuðningur við slika sveit er i
raun bezti stuðningurinn við
ihaldið. Enda fer þar eftir, að
hópurinn mænir nú til Vest-
firðinga og biður þá að koma hon-
um Karvel á þing! Þessi stjórnar-
andstæðingur er eina von þeirra
um kjörinn þingmann. Þannig er
fólk beðið að „tryggja vinstri-
stjórn”.
Er þetta nú hægt, Andrés?
Nei, hver sem vilí i einlægni
vinstristjórn og lætur skynsemi
og rökhyggju ráða atkvæði sinu,
hlýtur þvi við kjörboröið að velja
Framsóknarflokk eða Alþýðu-
bandalag. Þingsæti geta oltið á
einu atkvæði, já atkvæðinu minu
og þinu og atkvæðinu hans Gisla I
Holti. Meirihluti á Alþingi getur
þvi oltið á einu þingsæti. Abyrgð-
in er þvi okkar og verður ekki frá
okkur tekin bann 30. júni.
Við Gisli i Eyhildarholti búum
báðir á Noröurlandi vestra. Þú
nefndir Gisla „fánabera” i grein
þinni i Þjóðmálum. Ykkar beggja
vegna held ég, að þú ættir að láta
af svona auglýsingastarfi. Það
eru ykkur Gisla báðum nógu þung
örlög að slást nú i hóp sundrung-
ar- og klofningsmanna og reyna i
kosningunum að vinna fyrri sam-
herjum ógagn og berjast nú gegn
þeim hugsjónum, sem þið hafiö
barizt fyrir áratugum saman,
þótt eigi sé vakin á þvi sérstök at-
hygli.
Hér i Norðurlandskjördæmi
vestra stendur nú barátttan um
þingsetu Eyjólfs Konráðs eða
húnvetnsku húsfreyjunnar,
Guðrúnar Benediktsdóttur. Jafn-
vel 5 ára börn bera skyn á, hvort
þeirra er verðugra vinstrafylgis.
1 þeirri hörðu baráttu, sem hér
veröur háð i kosningunum, getur
hæglega oltið á einu atkvæði,
hvort þeirra nær kjöri. Ef út-
koman yrði sú, að Guðrúnu
vantaði eitt atkvæði til að fella
Eyjólf ritstjóra, og það væri at-
kvæði hans Gisla i Holti, liti hann
örugglega ekki á sig sem fána-
bera. Það vel þekki ég Gisla.
Þetta bréf ræður nú engu um
afstöðu þina i komandi kosning-
um. Hjá þér sem öðrum hlýtur að
ráða þar eigið uppgjör. Hitt veit
ég, að það hlýtur að vekja þér ein-
hverja umhugsun um leið og þú
lest það.
Tek svo að lokum undir þinar
eigin óskir, að þú snúir sem fyrst
aftur til fyrri samherja.
Með vinstrikveðju
Gunnar Oddsson,
Flatatungu.