Tíminn - 26.06.1974, Side 20
GKÐI
fyrir góéan mai
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
LANDFLÓTTINN SÍÐASTA „VIÐREISNAR '-ÁRIÐ:
Eins og Vestur-ísa-
fjarðarsýsla hefði
verið lögð í auðn
eða íbúar Háaleitisbrautar afskrifaðir
JH-Reykjavik. —
„Viöreisnar”-flokkarnir sátu
aO völdum á annan tug ára
óslitið, og þeim gafst þar af
leiðandi meira en nóg svigrúm
til þess að framkvæma þá
stjórnarstefnu, er þeim var
hugleikin. Árangurinn af „við-
reisnar”-stefnunni speglast
aftur í þvi, að slðasta árið,
sem ,,viðreisnar”-stjórnin sat
að völdum til enda, árið 1970,
hrökkluðust 1728 islendingar
úr landi, og hefur ekki nein
rikisstjórn á landi hér lagt til
ömurlegri minnisvarða á gröf
sina. í
Eins 'og öllum er kunnugt
höfðu þó þúsundir manna áður
flúið land undan hinu „hóflega
atvinnuleysi” þessarar giftu-
snauðu samstjórnar Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins. Hversu hrikaleg
blóðtaka hlauzt af bágborinni
frammistöðu hennar, kemur
kannski bezt fram, ef þess er
gætt, að landflóttinn þetta sið-
asta valdaár hennar jafngildir
þvl, að staöir eins og Grinda-
vlk og Vogar, eða þá Sauðár-
krókur, hefðu verið strikaðir
út af landabréfinu, Vest-
ur-tsafjarðarsýsla lögð I auðn
eða burtu sópað öllu fólki úr
hverju einasta húsi við fjöl-
menna götu I Reykjavik, eins
og til dæmis Háaleitisbraut.
Samtsemáðurflutti ólafur
Jóhannesson, núverandi for-
sætisráðherra, og margir
Framsóknarmenn aðrir, hvað
eftir annað frumvörp á þingi
um stuðning við útgerð
sveitarfélaga og kaup á skut-
togurum til atvinnujöfnunar,
sem og öðrum fiskiskipum,
sem smlðuð yrðu innan lands
eftir þvl sem við yrði komið,
svo að atvinnuleysi skipa-
smiða ræki færri á náðir
Kockums. Með þessu var jafnt
stefnt að bættri nýtingu fiski-
miðanna, hagnýtingu vinnslu-
stöðva I byggðarlögum, þar
sem fólk gekk atvinnulaust, og
öflun aukinna gjaldeyris-
tekna. En við slíkum hug-
myndum gátu
„viðreisnar”-flokkarnir eKKi
litið. Samtals nam landflótt-
inn á dögum „viðreisn-
ar”-stjórnarinnar þvl, að Ibú-
um hálfra landshluta væri
fórnað á altari þeirrar ófrem-
darstefnu, sem hún rak.
Þetta eru staðreyndir, sem
tala ótviræðu máli. Það eru
lika staðreyndir, sem tala slnu
máli, að jafnskjótt og
„viðreisnar”-stjórnin var fall-
in og vinstristjórnin tók við,
fór þetta fólk. sem hrakizt
hafði úr landi, að snúa heim
aftur. Það skildi, að hin nýju
stjórnvöld höfðu vilja til þess
að efla atvinnulifið, eins og
þau gerðu, og rétta hag stétta
og byggðarlaga, sem nlðzt
hafði verið á. Jafnskjótt og
„viðreisnar”-stjórnin féll, tók
á ný að glæðast trúin á landið,
gagn þess og gæði, og sú trú
hefur eflzt siðan fram á þenn-
an dag með þeim árangri af
samstarfi stjórnarvalda og
landsmanna til hagsbóta og
framfara, sem sjá má um land
allt.
SUDUREYRI
faSæUl -r
jall,
[rapjrr ^
M vr
PlNCEYRI.
'vTuamnr
r'eluplaivLTÍia!
f vv', . -
A aðeins einu ári, slðasta árinu, sem „viðreisnar”-stjórnin sat
við völd til enda, hraktist fleira fólk úr landi en nam allri Ibúa-
tölu Vestur-ísafjarðarsýslu.
Háaleitisbraut er ein af fjölmennustu götum Reykjavlkur. En þar hefðu samt öll hús orðið mannlaus, ef
alllr, sem leituðu I önnur lönd árið 1970, þegar „viðreisnar”-stjórnin var I dauðateygjunum, hefðu átt
þar heima. Samt kom aðeins nokkur hluti landflóttans á árið 1970, þvl að þúsundir manna höfðu flúið
undan „hóflegu atvinnuleysi” „viðreisnar”. —Tlmamynd: Gunnar.
Þjóðhátlð Skagfirðinga fór fram að Hólum I mikilli veðurbllðu á sunnu-
daginn og tókst að öllu leyti með ágætum. Þar sýndi leikfiokkur úr
Þjóðleikhúsinu Jón Arason eftir Matthias Jochumsson undir berum
himni, og er þessi mynd af þvi, er Jón biskup Arason kemur út úr Hóla-
dómkirkju. Heldur hann á páfabréfi, en synir hans, Ari og Björn,
standa sinn hvoru megin dyra. — Ljósmynd: Einar Halldórsson.
íslenzk stúlka myrt
í Bandaríkjunum
Gsal-Rvik — Fyrir örfáum dögum
myrti Bandarikjamaður unga is-
lenzka eiginkonu slna. Þetta
gerðist I North-Carolina I Banda-
rikjunum. Eftir morðið á konu
sinni framdi hann sjálfsmorð.
Mjög takmarkaðar upplýsingar
hafa borizt hingað til lands um
þennan atburð, og þvi er enn með
öllu óljóst, með hvaða hætti
morðið bar að höndum.
Stúlkan, sem myrt var, var frá
Keflavik. Maður hennar starfaði I
bandariska flughernum, og flutt-
ust þau vestur til Bandarikjanna,
þegar herþjónustu hans lauk.
Slðastliðinn sunnudag var lik
stúlkunnar flutt til Keflavikur
fyrir milligöngu Islenzka sendi-
ráðsins, og var stúlkan jörðuð á
mánudaginn.
Hjá utanríkisráðuneytinu feng-
um við þær upplýsingar, að
skýrslu um þetta mál væri að
vænta eftir nokkra daga, þegar
lögregluyfirvöld vestra hefðu lok-
ið rannsókn sinni.
AAikilsverour vid-
skiptasamningur
við sovézka samvinnusambandið um
sölu á prjónavarnm{
SÍÐASTLIÐINN föstudag undir-
ritaði Samband islenzkra sam-
vinnufélaga samning um sölu á
60 þúsund ullarpeysum til Sovét-
rikjanna. Framleiðsluverðmæti
samningsins er rúmlega 61
milljón króna.
Sambandið geröi þennan samn-
ing fyrir hönd hinna smærri
prjónastofa I landinu. Hér er um
að ræða 40 þúsund barnajakka og
20 þúsund karlmannapeysur, sem
eru unnar úr prjónavoð úr is-
lenzkri ull, og verða þær seldar i
verzlunum samvinnuhreyfingar-
innar I Rússlandi.
Harry Frederiksen, fram-
kvæmdastjóri iðnaðardeildar,
I
undirritaði samninginn fyrir hönd
Sambandsins. í viðtali við Tim-
ann sagði hann:
— Þær prjónastofur, sem hér
eiga hlut að máli, eru Katla I Vik,
Dyngja á Egilsstöðum og Pólar-
prjón á Blönduósi, sem aftur fer
með umboð allra hinna minni
prjóna- og saumastofa á Norður-
landi. Varningur sá, sem þarna
var samið um, verður seldur i
verzlunum sovézka samvinnu-
sambandsins, sem eru hvorki
meira né minna en 3400 að tölu, og
þótt vefnaðarvara sé ekki seld i
þeim nærri öllum, hafa með þessu
náðst viðskiptasambönd, sem
teygja sig vitt um Sovétríkin.