Tíminn - 26.06.1974, Side 11
Miðvikudagur 26. júni 1974
TÍMINN
11
Sænsk
stúlka
fra
Þýzkalandi
kennir
Dönum
að ríða
íslenzkum
hestum
Philip getur ekki kom-
ið Blossa á tölt. Philip er
danskur, Blossi íslenzk-
ur og tölt er ganglag
sem islenzkir hestar
hafa. Þannig er upphaf-
' 'T' s'a ' , ' , ' '
o' ' . . ■■■ ,
; ',. "' , '.J; ' '/.
: ■ . ■ f «
; :
.
fmmmzémmm
wmá
Wmm
ills
.. ■
lil
.
Maren Schneider hefur gott vald á Islenzkum hestum
Þolnir og sjálfstæðir
ið i grein í Politiken fyrir
skömmu um sænska
stúlku, sem kennir Dön-
um að ríða íslenzkum
hestum. í greininni segir
að stúlkan heiti Maren
búi i Þýzkalandi og hafi
vit á seigum, einþykkum
smáhestum, sem menn
þurfi að þekkja.eigi þeir
að hafa gaman af þeim.
Maren Schneider á 22 islenzka
hesta og rekur reiðskóla þar sem
hún kennir reiðmennsku og um-
hirðu hesta.
Fyrir skömmu var hún e.k. far-
reiðkennari i Danmörku og fór á
milli þeirra mörgu staða þar sem
eru islenzkir hestar.
Samtök eigenda islenzkra hesta
i Danmörku (Dansk Islandsheste
Forening) fékk Marenu til lands-
ins.
Maren fæddist i Þýzkalandi, en
fluttist með fjölskyldu sinni til
Stokkhólms, þegar hún var litil og
byrjaði fimm ára gömul i reið-
skóla. Á þeim tima voru islenzkir
hestar sjaldgæfir i Evrópu.
Hjá islenzka hestinum kynntist
hún eðliseiginleikum, sem hafa
tekið huga hennar fanginn siðan.
Það var ekki hægt að beita venju-
legum aðferðum til að tjónka við
þá.
Maren lagði stund á dýralækn-
ingar er hætti námi og fluttist aft-
ur til Þýskalands 1960.
Eitthvað fyrir alla
1 Þýzkalandi vann hún með
brokk og stökkhesta, tók áhuga-
tamningamannspróf og féll siðan
fyrir æskuástriðu sinni, islenzku
hestunum — en hinar fimm gang-
tegundir þeirra hafa alla tið veriö
hestamönnum ljúft verkefni.
En hún hefur ekki aðeins áhuga
á hestunum, heldur einnig um-
hverfi þeirra i Danmörku,
Noregi, Sviþjóð og ekki sizt i
Þýzkalandi, en i þessum löndum
fer áhugi á islenzkum hestum og
islenzkri reiðmennsku ört vax-
andi. •
í Danmörku var islenzki hest-
urinn kynntur sem hestur fjöl-
skyldunnar. Hann er nægjusam-
ur, sterkur og skemmtilegur og
öllum til ánægju hvort sem eru
börn eða fullorðnir, áhugafólk eða
veðreiðaknapar, segir i Politiken.
Hæfileikar hestsins eru margvjs-
legir og verðið getur verið hátt
eða lágt. Allir geta fengið hest viö
sitt hæfi, en aöeins ef þeir hafa
skilning á Islenzka hestinum — á
það atriði leggur Maren
Schneider mikla áherzlu.
Hún segir m.a. við nemendur
sina:
— Hesturinn þinn er of feitur.
Festir islenzkir hestar i Dan-
mörku eru of feitir. Það er synd.
Þið verðið að muna að islenzki
hesturinn er „náttúrubarn”.
Hann er vanur að rása i hagan-
um.
— Allt i lagi. Haldið með fitandi
grasfóðri, en munið þá að gefa
hestinum eitthvað gróft fyrir
tennurnar. Og minnist þess að
hesturinn gefst aldrei ykkur full-
komlega á vald. Þið megið alltaf
búast við að þurfa að takast á við
hann — en ekki hafa hann sem
gæludýr. Hann á að vera hlýðinn
og traustur hestur — sem ekki er
hræddur við umferðina og svo
margt annað, sem hann er ekki
vanur heima á tslandi.
Þið skuluð vita að þótt hann sé
sterklegur er auðvelt aö skemma
hann. E.t.v. hafið þið heyrt eða
lesið að hann þoli hvað sem er.
Það er auðvitað lygi. Engin lif-
andi vera þolir hvaða meðferð
sem er.
Hesturinn þinn er mjög stifur.
Sjáðu hvernig hann forðast að
beygja! Þú hefur haldið of fast
við hann. Nei, það er rétt, þú viss-
ir það ekki og þessvegna varð
hann öðruvisi en hann hefði getað
orðið.
Þannig fórust Marenu orð þeg-
ar hún gekk manna og hesta á
milli i reiðskóla, Ellekærgard i
nágrenni Hróarskeldu, þar sem
34 manns voru á viku móti.
Gætið að samkeppninni
Maren gengur til næsta manns.
Það er mörgu að sinna. Nú talar
hún um mál, sem henni er hug-
leikið, keppnisandann.
Sjálf er ég fyrir keppni og veð-
reiðar og ég hlýt að hafa áhuga á
sliku, þvi þaö er mikilvægt fyrir
mig sem knapa og kennara að
geta sýnt góða velþjálfaöa hesta.
En menn skulu varast að gera
keppniaðaðalatriði. í Þýzkalandi
kemur fyrir að auðmenn biðja
mig að temja hest þannig að son-
ur hans eða dóttir geti riðið hon-
um á mótum.
Sliku neita ég. Það er tilgangs-
laust og óþægilegt. Ég kýs alltaf
fremur að kenna barni að skilja
hestinn sinn, aö vinna og þroskast
með honum þannig að báöir aðil-
ar hafi gleði af. Hvers virði er að
vinna samkeppni samanborðið
við að þykja vænt um hest.
Þvilíkur tepruskapur
Ég get ekki þolað þá tizku sem
komizt hefur á i Þýzkalandi eink-
um að á námskeiðum eða hesta-
mótum skuli fólk vera klætt eftir
öllum kúnstarinnar reglum, i
hvitum reiöbuxum og stuttjökk-
um. Þvilikur tepruskapur! Slikt
er andstætt islenzkri hesta-
mennsku en henni er einmitt ætl-
að að vera iþrótt hinna mörgu.
Ég kann bezt við mót eins og
þetta hér i Ellekærgard, þar sem
fólk slakar á og ræðir málin,
reynir að læra grundvallarregl-
urnar i að umgangast hesta.
Danir eiga sithhvað ólært i
þessu efni, segir Maren að lokum,
— en ég hef litlar áhyggjur al þvi
þeir eru námfúsir. Þessvegna
held ég lika að islenzkum hestum
fjölgi i Danmörku.
Þarna getið þið séð Philip og
Blossa. Þeir eru að læra. Sitjið
fast. Notið fæturna. Fylgið hreyf-
ingum hestsins. Upp með makk-
ann. Rétt, þið lærið þetta fljót-
lega.
•----------------------------•