Tíminn - 26.06.1974, Side 7

Tíminn - 26.06.1974, Side 7
Miövikudagur 26. júni 1974. TÍMINN 7 Leikári Þjóðleikhússins lokið: A SYNINGAR ALDREI FLEIRI — gestir um eitt hundrað þúsund Gsal-Reykjavik — Leikári Þjóö- leikhússins lauk I gærkvöidi meö sýningu á óperunni Þrymskviöu eftir Jón Asgeirsson. Slegizt var um miöa I gærdag og húsiö var þéttsetiö á sýningunni. Nú hefur veriö ákveöiö aö hafa sýningar á óperunni i haust, en hún hefur þegar hlotið mjög miklar vin- sældir og óvenjulega góöa aö- sókn. Sýningin i gærkvöldi var 309. sýningin i vetur, og hafa sýningar leikhússins aldrei verið fleiri á einu leikári. Tala sýningargesta er einnig óvenjuhá, ef með er tal- in sýningin á Jóni Arasyni á Hól- um siöast liðinn sunnudag. Mun tala sýningargesta vera um hundrað þúsund, og hefur aðeins 2-3 sinnum áður verið meiri að- sókn i sögu leikhússins. Það sem fyrst og fremst hefur aukið tölu sýninga er sú nýja stefna leikhússins að leita út fyrir sjálfa leikhúsbygginguna með fá- mennar sýningar, og eins tilkoma litla sviðsins i kjallaranum, en þar voru sýnd fjögur verk i vetur. Aðsókn var yfirleitt mikil, mest á Leðurblökuna, en á henni voru fimmtfu sýningar fyrir 26290 leik- húsgesti. Aðsókn að öðrum verk- um var og það mikil, að teknar veröa upp sýningar á þeim i haust. Þetta á t.d. við um Klukku- strengi Jökuls Jakobssonar og Ég vil auðga mitt land eftir Þórð Breiðfjörð. I sumar opnar Þjóðleikhúsið i tilefni þjóðhátiðarinnar, og verða alls niu sýningar á timabilinu 25. júli-8. ágúst. Leikverkin, sem þá verða sýnd eru Jón Arason, Ég vil auðga mitt land og Litla flugan. Alls voru 20 verkefni á dagskrá Þjóðleikhússins á siðasta leikári. Um 30 leikárar voru fastráðnir hjá leikhúsinu á starfsárinu, en auk þess komu fram þar I hlut- verkum 30 aðrir leikarar og 10 óperusöngvarar. í september er ráðgert að fara leikför með Brúðuheimilið til Norrænt mót heyrn- ardaufra hérlendis , ÆSKULÝÐSMÓT heyrnardaufra á Noröurlöndum veröur haldið dagana 7.-13. júli n.k. i Finnlandi. Nokkrir þátttakendur frá tslandi Tíu „öndvegis- súlur" Gsal-Rvik — Fundizt hafa tiu landnámssúlur á Loftsstaða- og Lækjarbakkafjörum i Gaul- ver jarbæjarhreppi, að sögn Stefáns Jasonarsonar i Vorsabæ. Fyrsta súlan fannst i fjörunni um miðjan mánuðinn, en fyrir nokkrum dögum fundust þar niu súlur! Höfðu þær auðsjáanlega haldið hópinn á ferð sinni um haf- ið. rækja þetta mót. Samnorrænu mót þessi eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum annað hvert ár. t ráöi er aö næsta mót veröi haldið á tslandi, en slik mót hafa ekki verið haldin hér áöur. Eins og getið hefur verið i fréttum, hélt Norðurlandaráð heyrnarlausra stjórnarfund sinn i Reykjavik nú fyrir skömmu. Islendingar hafa til þessa litinn þátt tekið i samstarfi Norður- landa á þessu sviði, en vonir standa til að á þessu sé að verða breyting. Islenzkum heyrn- leysingjum er mikill styrkur að þessu samstarfi, þvihvergimun málum þessa fólks betur komið en einmitt á Norðurlöndum. Formaður Félag heyrnar- lausra en Hervör Guðjónsdóttir. Níðingsverk Gsal-Rvik — Köttur nokkur á Sel- tjarnarnesi varö fyrir sviviröileg- um niöingsskap i fyrrakvöld, en þá hafa einhverjir gert sér þaö að „leik” að skjóta á köttin. Lenti eitt skot fyrir aftan annan fram- fót kattarins. Að sögn lögreglunnar var þessi árás kærð til hennar i fyrrakvöld, og er málið nú i athugun. Lögreg- an vill beina þeim tilmælum til fólks að vera vel á verði gagnvart slikum niðingum og láta lögregl- una strax vita, ef til þeirra sést. Jóhanna Jóhannsdóttir sést hér meö köttinn sinn, eftir aö á hann haföi verið gerö árás af grófasta tagi. Kötturinn liföi árásina af og viröist ekki kenna sér neins meins, og þykir þaö heppni meö óllkind- um Timamynd: Gunnar Vestfjarða og Austfjarða. Ellefta september hefst nýtt leikár hjá Þjóðleikhúsinu, og verður þá tekið fyrst til sýninga gamanleikurinn Amelia eftir hinn kunna leikritahöfund Feydeau, en hann samdi sem kunnugt er gamanleikinn Fló á skinni, sem hefur hlotiö metaðsókn og gifur- legar vinsældir. Leikrit Feydeau, Amelia, er eitt af þekktari verk- um hans, og verður Kristian Lund, sem er þekktur sænskur leikstjóri, fenginn til að stýra þessum gamanleik á sviði Þjóð- leikhússins. Kristian Lund hefur áður leikstýrt á Islandi og setti upp leikritið Þjófar, lik og falar konur hérna um árið. O Jarðgufa rlkisstjórnar. t gangi eru stór- felldar framkvæmdir I orkumál- um, og geröar hafa veriö um- fangsmiklar rannsóknir á virkj- unarmöguleikum I framtiðinni. Þar hefur meöal annars veröi undirbúin nýting jarögufu I stór- um stil. Þannig hefur nú veriö skipuð nefnd til þess aö undirbúa jarögufuvirkjun á jaröhitasvæö- inu i nágrenni Mývatns, sem tengd yröi aðalorkuflutningskerfi Norðurlands og orkukerfunum á Suövestur- og Austurlandi. I fréttatilkynningu, sem iðn- aðarráðuneytið hefur gefið út um þetta mál, segir svo: I lögum nr. 21 10 april 1974 um jarögufuvirkjun við Kröflu eða Námafjall i Suður-Þingeyjar- sýslu segir svo: „Rikisstjorninni er heimilt áð fela væntanlegri Norðurlands- virkjun eða öðrum aðila að reisa og reka jarðgufuaflsstöð við Kröflu eða austanvert Námafjall með allt að 55 MW afli”. Nú hefur um alllangt skeið verið unnið að undirbúningi að stofnun Norðurlandsvirkjunar. Enda þótt sá undirbúningur sé vel á veg kominn, þótti ekki ráðlegt að biða með ákvörðunartöku um jarðgufuvirkjun á Mývatnssvæð- inu þangað til að gengið væri endanlega frá stofnun Norður- landsvirkjunar, þar sem ráðu- neytið telur nauðsyn til bera að öllum framkvæmdum sé hraðað svo sem kostur er. Þess vegna hefur ráðuneytið ákveðið að skipa nefnd til að undirbúa nefnda jarðgufuvirkjun. Nefndina skipa: Páll Lúðviksson verkfræðingur, sem er formaður nefndarinnar, Jón G. Sólnes bankastjóri, Akureyri, Ingvar Gislason alþingismaður, Akur- eyri, Ragnar Arnalds alþingis- maður, Reykjavik, Bragi Þor- steinsson verkfræðingur, Reykja- vik. 1 skipunarbréfi til nefndarinnar segir svo: „Verkefni nefndarinnar er nán- ar tiltekið sem hér segir: 1. Að láta hanna jarðgufuafls- stöðinaásamt nauðsynlegum bún- aði, þar með talin spennistöð með 132 kV eftirspennu. Hönnun há- spennulina frá stöðinni er um sinn falin öðrum aðilum. 2. Að láta gera fullnaðaráætlun, byggða á þeirri hönnun, sem um getur I 1. lið, um stofnkostnað, rekstrarkostnað og orkuvinnslu- getu stöðvarinnar. Við áætlun orkuvinnslugetu skal reiknað með að stöðin verði, auk aðal- orkuflutningskerfis Norðurlands, einnig tengd orkukerfunum á Suðvesturlandi og \usturlandi. 3. Að annast útboð, i'ar með tal- in gerð útboðslýsinga, á þeim mannvirkjum, vélum og búnáði, sem til stöðvarinnar þarf. 4. Að rannsaka tilboð sem ber- ast og gera tillögur til iðnaðar- ráðuneytisins um hverju þeirra skuli tekið. 5. Að annast eftir nánari fyrir- mælum ráðuneytisins samninga við verktaka. 6. Að hafa, eftir nánari fyrir- mælum ráðuneytisins og i umboði þess, yfirumsjón með framkvæmd við jarðgufuvirkjun- ina. Ráðuneytið hefir falið Orku- stofnun að annast undirbúning allra þeirra mannvirkja, sem nauðsynleg eru til vinnslu jarð- gufu á þessu svæði og afhendingu hennar til aflsstöðvarinnar á sin- um tima. Bruni í Tálknafirði: SÖGUFRÆGT HÚS BRENNUR BH—Reykjavik. — Föstudag- inn 21. júni sl. kom upp eldur I ibúðarhúsinu að Suðureyri við Tálknafjörð. 1 húsinu, sem venjulega stendur autt, var þá stödd kona úr Reykjavik, Guð- rún Jónsdóttir. Er hún gerði sér ljóst, aö hún fékk ekki við eldinn ráöið, hélt hún 5 kiló- 1 metra leið til næsta bæjar, og i var þaðan hringt á slökkviliö, / en er það kom á vettvang var 1 ibúðarhúsið að mestu brunnið. Ibúðarhúsið að Suðureyri átti sér fróðlega sögu, og hafði komið til tals að varðveita það, sem nú er um seinan. Seinasti ábúandi jarðarinnar var Þórður Jónsson, útgerðar- maður á Blldudal, sem hætti þar búskap fyrir nokkrum ár- um. Hafði Ibúðarhúsinu verið haldið vel við og systkin Þórö- ar, ma.a. Guðrún, sem nú er búsett i Reykjavik, iðulega dvalizt þar i sumarleyfum. Kosningaskemmtun í Valaskjálf A föstudagskvöldið kl. 21. verður kosningaskemmtun Fram- sóknarmanna i Valaskjálf á Egilsstöðum. Avörp flytja Halldór Asgrimsson og Eysteinn Jónsson. Karl Einarsson flytur skemmtiþátt. Hljómsveitin Æsir leikur fyrir dansi. Fjölmennið á þessa kosningaskemmtun B-listans á Austurlandi. Framsóknarmenn i Keflavik og á Suðurnesjum Opið hús á fimmtudagskvöld og föstudagskvöld frá kl. 8.301 Framsóknar- húsinu i Keflavik. Rætt um kosningaundirbúninginn. Framsókn- armenn, fjölmennið. J r Viðtalstímar Patreksfirði « -----------* *v-oujaiuaRjuiUÆmi veroa til viðtals á kosningaskrifstofu flokksins Aðalstræti 15 Patreksfirði kl. 21 til 23 sem hér segir: 26. júni Steingrimur Hermannsson og Bogi Þórðarson 27. júni Steingrimur Hermannsson og Ólafur Þórðarson 28. júni ólafur Þórðarson og Bogi Þórðarson J Prestastefna íslands 1974 Dagskrá Miðvikudaginn 26. júni Kl. 9.30 Morgunbæn. Hugleiðing: Sr. Jóhann Hannesson, prófessor. Kl. 10.00 Dr. theol. Tord Godal, biskup i Niðarósi, flytur erindi: Kulturens fundamenter sett ut fra kristen tro. Siðan starfa umræðuhópar. Kl. 15.30 Prestskonur boðnar i biskupsgarð að loknum aðalfundi Prestskvenna- félagsins i Norræna húsinu. Kl. 18.00 Hallgrimsminning i Hallgrimskirkju. Texti eftir dr. Jakob Jónsson. Tónlist i umsjón Þorkels Sigurbjörnssonar. Flytjendur tónlistar eru fólk úr kirkjukórum Reykjavikur og Sinfóniu- hljómsveit Islands. Kl. 20.30 Fundur með próföstum. Fimmtudaginn 27. júni: Kl. 9.30 Morgunbæn. Hugleiðing: Sr. Jón Kr. Isfeld, prófastur. Kl. 10 Dr. theol, Tord Godal, biskup, flytur erindi: Om meditasjon. Umræðuhópar starfa. Kl. 14.00 Alitsgerð. Umræður. önnur mál. Kl. 16.15 Farið til Bessastaða. Prestastefnunni slitið i Bessastaöakirkju. Sam- vera á forsetasetrinu i boði forsetahjónanna. Ki. 9.00 Heima hjá biskupi. Tvö erindi verða flutt I útvarp á vegum prestastefnunnar: Sr. Jón Einarsson, Saurbæ: Sr. Hallgrímur Pétursson. Þriggja alda minning. Sr. Sigurður Guðmundsson, prófastur á Grenjaðastað: Kirkjan I dag.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.