Tíminn - 26.06.1974, Side 17
Mi&vikudagur 26. júni 1974.
TÍMINN
17
Varnarleikur færði
KR-ingum eitt stig
— þeir gerðu jafntefli gegn Fram 0:0
tióm
ferð
til
Luled
FRÍ efnir til
hagkvæmrar
skemmtiferðar
í sambandi við
Kalottkeppnina
í Svíþjóð
Frjálsíþróttasamband
íslands hefur ákveöið að
efna til hópferðar til Lulea
í Norður-Svíþjóð/ þar sem
Kalottkeppnin i frjálsum
íþróttum fer fram dagana
27. og 28. júli n.k. I sam-
bandi við keppnina hefur
FRÍ gert samning við
Ferðaskrifstofuna Sunnu
um leiguflug til Lulea, en
ætlunin er að fara með um
140 manna hóp þangað í til-
efni keppninnar og verður
f logið beint til Lulea á föst-
dagsmorgni og komið
aftur á sunnudagskvöldi.
Þessi ferð verður mjög ódýr,
þvi að ferðirnar kosta aðeins
10 þúsund krónur og auk þess
er uppihald á mjög hagstæðu
verði. Luleá er að verða mjög
vinsæll ferðamannastaður. Þeim,
sem hafa áhuga að fara þessa
ódýru ferð, þar sem hægt er að
fylgjast með spennandi frjáls-
iþróttakeppni, — samhliða þvi að
skemmta sér i Luleá, — er bent á,
að hafa samband við ferðaskrif-
stofuna Sunnu, sem gefur nánari
upplýsingar um ferðina.
PUMA
GADDASKÓR
Einnig sérskór fyrir t.d.
langstökk, kringlukast,
kúluvarp, hástökk, þrí-
stökk o. fl.
Verð frá 1.940.- — 5.600.-
Póstsendum
Sportvöruverzlun
Ingólfs Óskarssonar
KlapparsUg 44 — 8iml 11783 — Rcykjavik
Varnarleikur færði KR-
ingum jafntefli gegn Fram
í 1. dei Idarkeppninni.
Leikurinn fór fram á
Laugardalsvellinum á
mánudagskvöldið — hann
var mjög lítið spennandi og
var Framliðið áberandi
betra liðið á vellinum, en
leikurinn fór að mestu
fram á miðjunni og á
vallarhelming KR-liðsins,
sem lék varnarleikað-
ferðina 4-4-2. Framarar
fengu gullið tækifæri til að
gera út um leikinn, þegar
aðeins 30 sek. voru til leiks-
loka, en þá fór Atli Jósa-
fatsson illa að ráði sínu —
hann reyndi markspyrnu
úr erfiðri aðstöðu í staðinn
fyrir að renna knettinum
út til Marteins Geirssonar
og Jóns Péturssonar, sem
voru í mjög góðu færi. Atli
reyndi að spyrna knett-
inum aftur fyrir sig — með
hjólhestaspyrnu — knött-
urinn fór rétt fram hjá
stöng.
Framarar áttu svo sannarlega
skilið að bera sigur úr býtum, þvi
að þeir voru betri aðilinn i
leiknum. KR-ingar áttu ekki
skilið að fá stig, þvi að það var
„knattspyrna á núllpunkti”, sem
þeir léku — sparkað og hlaupið
EINS OG margir vita varð
Feijenoord EUFA meistari eftir
að hafa sigrað enska liðið Totten-
ham 4-2 á markatölu. Fyrri
leikurinn fór fram i London, og
lyktaði með jafntefli 2-2, en si&ari
leikinn I Rotterdam vann holl-
enzka liðið 2-0. 1 þeim leik kom til
slagsmála milli áhorfenda
liðanna og gekk illa að stilla til
friðar. Forystumenn liðanna
reyndu að tala til fólksins I há-
tölurum, cn án árangurs, og eftir
leikinn héldu slagsmálin áfram á
sjálfum leikvellinum og á götum
Rotterdamsborgar. Knattspyrnu-
ráð Evrópu hefur nú ákveðið að
leyfa Tottenham ekki að keppa
næstu tvo heimaleiki sína í
EUFA-keppni á White Hart Lane,
heimavelli sinum, heldur verða
leikirnir að fara fram í að
minnsta kosti 300 mllna fjarlægö
1. DEILD
Staðan i 1. deild að loknum i
sex umferðum I deildinni:
Fram-KR 0:0
Akranes 6 4 2 0 11:3 10
IBV 6 2 3 1 7:4 7
KR 6 2 3 I 5:4 7
Keflavik 6 2 2 2 6:5 6
Víkingur 6 2 2 2 6:5 6
Valur 6 0 5 1 7:8 5
Fram 6 0 4 2 6:8 4
Akureyri 6 1 1 4 4:15 3
allan leikinn. Þegar hinir átta
varnarleikmenn KR fá
knöttinn, þá er spyrnt langspyrn-
um fram, þar sem hinn fljóti Atli
Þ. Héðinsson og „jarðýtan”
Jóhann Torfason eru, en þeir
skapa oft usla i vörn með hraða
sinum og hörku. Framliðið lék 4-
3-3 gegn varnarleik KR-liðsins.
Dómari leiksins var Valur
Benediktsson — hann leyfði mikla
hörku i leiknum, notaði flautuna
litið Agúst Guðmundsson, Fram
var bókaður.
frá London. Feyenoord fékk
mikla fésekt fyrir að geta ekki
haldið áhorfendum i skefjum
meðan á leiknum stóð. Það má
taka það fram, að Tottenham
hefur ekki áunnið sér rétt til að
taka þátt i næstu EUFA keppni,
svo að ákvæði þetta kemur til
framkvæmda, ef þeir ávinna sér
einhvern tima rétt til þess.
Ó.O
Þjóðlega
reisn ó
þjóðhátíðarári
x B
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
TONY KNAPP...þjálfari KR.
(Timamynd Jim)
Knapp með
nýjan að-
stoðarmann
— Björn Arnason var lótinn hætta
Það vakti nokkra athygli i leik Fram og KR, að Tony Knapp, þjálf-
ari KR-liðsins er nú búinn að fá sér nýjan a&stoöarmann, en það er
hinn gamalkunni markvörður Guðmundur Pétursson. Björn Arna-
son, sem hefur verið aðstoðarmaður Knapps fram að þessu, var
rekinn úr þvi starfi. Astæ&an fyrir þvi er sú, að þegar Knapp var á
þjálfaranámskeiði út i Englandi, þá lék KR-liðið gegn Val i 1. deild-
inni og lauk þeim leik með jafntefli 2:2.
íþróttasiðan hefur frétt, að þegar Knapp kom aftur frá Englandi
og frétti úrslit leiksins, þá hefði hann orðið fokreiður og það fyrsta
sem hann gerði, var að reka Björn Árnason, úr starfi, en hann
stjórnaði KR-liðinu gegn Val.
— SOS.
Sóknarleikur á
undanhaldi
Sóknarleikurinn er
greinilega á undan-
haldi i islenzkri knatt-
spyrnu — nú þegar 6
umferðir eru búnar i
1. deildarkeppninni,
þá hafa aðeins 53
mörk verið skoruð i
deildinni. Það eru 23
mörkum færri en voru
skoruð á sama tima
sl. keppnistimabil, en
þá voru skoruð 76
mörk. Nú hafa verið
gerð 11 jafntefli — á
sama tima i fyrra, var
aðeins búið að gera 3
jafntefli, — af þessum
þremur endaði einn
leikurinn 0:0, en núna
hafa 5 leikir endað
0:0.
— SOS.
-sos
Tottenham
fær heima-
leikjabann
í UEFA...
— liðið fær ekki að leika næstu tvo
leiki í UEFA-keppninni, d heimavelli