Tíminn - 26.06.1974, Side 2
TÍMÍNN
Miðvikudagur 26. júni 1974.
Miðvikudagur 26. júní 1974
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febn)
Þetta er enginn annadagur, og alls ekki heppi-
legur til neinna stórræöa. Hann kemur langbezt
út fyrir þig, ef þú hefur ekki mikiö um þig, og þú
mátt alls ekki fara að ergja þig á þvi aö gera þér
vonir um stórvirki.
Fiskarnir: (19. febr-20. marz)
Þú skalt fara fyrr á fætur i dag en þú ert vanur,
þvi aö þaö er ekki óliklegt, að þú verðir gripinn
einhverju letisleni, svo að verk dagsins vaxa þér
siöur i augum. En þú stendur þig, þegar þú ert
byrjaður á annað borð.
Hrúturinn. (21. marz-19. april)
Þetta er einn af þessum dögum, þegar þér er
ráðlegast að reyna eftir fremsta megni að hafa
hemil á skapsmunum þinum. Það er hætt við
þvi, að ef þú sleppir fram af þér beizlinu, gerir
þú eitthvað, sem þú sérð eftir.
Nautið: (20. april-20. mai)
Þú færð góðar fréttir fyrir hádegið. Þú kemst við
það i gott skap, sem varir i allan dag. Þetta
verður þess vegna ánægjulegur dagur, og ef
veðrið verður á þann veg, sem búast má við,
skaltu leita útilifsins.
Tviburamerkið: (21. mai-20. júni)
Það er eitthvað, sem þú hefur blandað þér inn i
fyrir löngu siöan, sem gæti komið þér i koll i dag.
Þú skalt fara að öllu með mestu gát I dag og ekki
hika við að leita aðstoðar vina þinna og kunn-
ingja.
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
Það gerist eitthvað það á vinnustaðnum I dag,
sem skiptir verulegu máli. Þú skalt þess vegna
hafa augun opin og fylgjast vandlega með öllu,
sem fram fer og gripa tækifærið, sem verður þér
að mestu liði.
Ljónið: (23. júli-23. ágúst)
Staldraöu við og hugsaðu máliö. Þér liggur ekk-
ert á, og ef þú gerir einhverja vitleysu I þessu,
fer illa. Siðan skaltu taka ákvöröun I samræmi
við sannfæringu þina, og framfylgja henni, hvað
sem hver segir.
Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept)
Það bendir ýmislegt til þess, aö eitthvert leynd-
armál, sem hefur verið varðveitt mjög lengi,
veröi komið á allra varir áður en langt um llöur.
í sambandi við þetta getur vel farið svo, að þú
farir i heimsókn I kvöld.
Vogin: (23. sept-22. oktj
Þetta, sem þú hefur verið aö biöa eftir undanfar-
ið, gerist að öllum likindum I dag. I kvöld skaltu
sinna áhugamálunum, og skemmtanir eöa fjöl-
menni bjóða upp á ýmsa möguleika og nýjungar
og fjölbreytni.
Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.)
Það eru kunningjarnir, sem máli skipta i dag, og
það er alls ekkert óliklegt, að þið hittist á nýjum
stað. Þetta getur orðið hiö mesta fjör, en þú
verður samt að halda vel á spööunum til þess að
gamanið verði ekki endasleppt.
Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.)
Þetta er svolitiö einkennilegur dagur, sem ekki
er gott að segja til um, hvernig verður. Það er
verulega undir sjálfum þér komið. Þó skaltu
gera þér grein fyrir þvi, að ýmislegt getur ennþá
komiö þér á óvart.
Steingeitin: (22. des.-19. jan).
Þaö er alveg merkilegt með þig, hvað þér hættir
til aö hvarfla frá þvi, sem þú ert að gera. Þú
verður aö gera þér ljóst, sérstaklega I ákveönu
máli, að þú kemur þvi ekki fram nema þú sért
sterkur og fastur fyrir.
AUSTUR
FERÐIR
Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi —
1 Gullfoss
Um Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa —
Gullfoss.
Um Selfoss — Skálhoit — Gullfoss — Geysi.
Dagiega frá BSl — Simi 2-23-00 — Ólafur
Ketiisson.
ISi.illlJf..:
is.i..
„Við Sjólfstæðismenn"
Oft eru Islenzkir kjósendur
búnir aö heyra þessi sjálfumglöðu
orð, ,,viö Sjálfstæðismenn”, siðan
thaldsf lokkur meirihluta
embættismanna og kaupmanna
fann upp það snjallræði að skira
hann „sjálfstæðisflokk”. Það var
svo lokkandi nafn fyrir hégóma-
gjarna kjósendur. Nú siðustu
daga hafa þessi orð glumið svo oft
ieyrum kjósenda, að með ólikind-
um er.
Ekki reyndi verulega á
raungildi þessa fallega nafns,
fyrr en Sjálfstæðismenn sömdu af
íslendingum réttinn til útfærslu
fiskveiðilögsögunnar i samning-
OPID
Virka daga
Laugardaga
Kl. 6-10 e.h.
kl. 10-4 e.h.
1
•• .-qK' BÍLLINN BÍLASAL4
I V*-) HVERFISGÖTU 18-simi 14411
Ford Bronco — VW-sendibílar
Land-Rover — VW-fólksbílar
BÍLALEIGAN
EKILL
BRAUTARHOLTI 4, SlMAR: 28340-37199
j£Sbílaleigan
^IEYSIR
CARRENTAL
«24460
í HVERJUM BÍL
PIOIVIEER
ÚTVARP OG STEREO
CASETTUTÆKI
Eingöngu:
VÖRUBÍLAR
VINNUVÉLAR
um við Breta og Vestur-Þjóðverja
1961. Þegar svo þjóðin hafði veitt
vinstri stjórninni umboð til
fimmtiu milna útfærslu 1971,
kölluðu þeir það siðlausa
ævintýramennsku. En er þeir
sáu, að þjóöin var einhuga að
kalla um hina nýju útfærslu, sem
þeir sjálfir höfðu aldrei svo mikið
sem ymprað á I tiu ár, mönnuðu
þeir sig upp og tóku að hrópa:
„Við Sjálfstæðismenn heimtum
tvö hundruð milur”. Þarna átti
fólkið að sjá, þótt seint væri, að til
voru Sjálfstæðismenn.
Áðurnefndur samningur Sjálf-
stæðismanna er þegar orðinn is-
lenzku þjóðinni dýr, og hann hef-
ur jafnvel kostað mannslif.
Með þvi að veita innflytjendum
nokkur friðindi á viðreisnarárun-
um, varð innflutningur á
ónauðsynlegum varningi veru-
legur og eyðsla fór vaxandi.
Þegar svo framleiðsla lands-
manna vóg ekki á móti eyðslunni,
felldu Sjálfstæðismennirnir bara
Islenzku krónuna um meira en
helming. Þarna átti þjóðin að sjá,
að til voru Sjálfstæðismenn.
Siðastliðinn vetur sendi svo
„Sjálfstæðið” nokkra erindreka
út um land til þess að fá fólk til
þess að skrifa undir herverndar-
beiðni til Bandarikjanna.
Rússarnir — þeir djöflar i manns-
mynd — sætu um Island. Þeir,
sem trúa á alvizku Sjálfstæðis-
flokksins, hafa sennilega skrifað
undir, en auk þeirra eitthvað af
hrekklausu fólki, sem
erindrekarnir blekktu. Þessir
sendimenn munu hafa verið
valdir eftir þvi, hvar þeir voru
kunnugir. Sumir þessara sendi-
manna gripu jafnvel til þess ráðs
að segjast vera að safna nöfnum
fyrir vinstristjórnina! Annars
er það argasta háðsyrði, þegar
talað er um hervernd I sambandi
við hersetu Bandarikjamanna.
Þeir eru ekki hér til þess að
vernda þessar fáu mannverur,
sem kallast ennþá Islendingar.
Sjálfstæði þjóðarinnar væri þó
sýnd minni litilsvirðing með þvi
að leigja Bandarikjamönnum af-
skekkt svæði fyrir eftirlitsstöð til
ákveðins tima, ef þeim þykir
þessi eyja svo miklvæg fyrir
hernaðarófreskju sina . En slikt
er ekki eftirsóknarvert fyrir
okkur.
Og hvað segja svo „við Sjálf-
stæðismenn”? Þeir segja: „Nú
veltur sjálfstæði islenzku þjóðar-
innar á þvi, að þið, kjósendur
góðir, felið ykkur forsjá ykkar
næsta kjörtimabil og helzt um
alla framtið. En athugið, hvaðan
þetta hróp kemur. Það kemur
undan pilsfaldi mestu
hernaðarófreskju heimsins.
Óviðfelldið sjálfstæðishróp það!
Nú nýlega ráku máttarstoðir
Sjálfstæðisflokksins i hópi heild-
sala upp ramakvein vegna
skertra gróðamöguleika þeirra.
Þeir eru þvi samir við sig, hægri-
menn, hvar i heimi sem er, að
gróðahagsmunir einstaklinganna
eiga ætið að sitja i fyrirrúmi.
Og svo er það enn „Varið land”
með bandariskan her. Gæti -ekki
svo farið, að með timanum þættu
Islendingar ekki ofgóðir til þess
að leggja mannafla i þann her.
A hvitasunnu 1974.
Friðrik Hallgrimsson,
Sunnuhvoli, Skagafirði.
Frá Sjúkrasamlagi Reykjavikur
Magnús Sigurðsson
læknir
hættir störfum sem heimilislæknir hinn 1.
ágúst 1974. Samlagsmenn sem hafa hann
sem heimilislækni, snúi sér til afgreiðslu
samlagsins, hafi með sér samlagsskirteini
sin og velja sér lækni i hans stað.
Sjúkrasamlag Reykjavikur.
'ðs/oð
SlMAR 81518 - 85162
SIGTÚNI 7 - REYKJAVÍK I
.SIG. S. GUNNARSSON
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
I ÚTILEGUNA
★ íslenzk tjöld
★ Frönsk tjöld
★ Vindsængur
★ Islenzkir
svefnpokar
★ Belgískir
svefnpokar
★ Franskir
dúnsvef npokar
★ Golfsett og
golfkúlur
*
HVERGI AAEIRA ÚRVAL
Lótið okkur aðstoða yður
Hvergi betra verð
S Sport&al
! TIEEMMTORGí