Tíminn - 26.06.1974, Side 4

Tíminn - 26.06.1974, Side 4
4 TÍMINN Miövikudagur 26. júni 1974. Dýrleg Gloría Glorla Swanson ein af vinsæl- ustu leikkonum i Hollywood á þriöja tugi þessarar aldar var 75 ára nú fyrir skömmu. Reyndar gat enginn reiknað út aldur leik- konunnar af kertunum á afmælistertunni, þvi þau voru aöeins sjö. Glorla er ekki siður glæsileg 75 ára gömul heldur en hún var fyrir fimm eða sex ára- tugum, eins og sjá má á mynd- inni, en hún hefur ekki komiö fram I kvikmyndum siðustu tuttugu og fimm árin. Ólöglega yfir „litla múrinn" Fyrir einum fimm árum var gaddavlrsgirðing tekin og þessi 40 sm hái múr settur I staðinn, en hann er landamæragirðing milli Þýzkalands og Hollands. íbúunum I bæjunum Herzogen- rath og Kerkrade finnst stund- um nóg um þennan múr, þótt hann jafnist til dæmis ekki á við Berllnarmúrinn. Fólkið fer ólöglega yfir hann á stundum, og þá koma kannski landa- mæraverðir og heimta sektir. Fólkinu finnst verðirnir varla hafa rétt á að heima slikt, þvl sennilega finnst þvi það ekki vera sitt I hvoru landinu, þótt löglega sé það það. Bæjarbúar hafa meira að segja farið fram á það, að litli múrinn verði brot- inn niður. Hafa bænaskrár þar að lútandi verið sendar bæði til Bonn og Haag, en án árangurs. 1 Kerkrade verður haldin tónlistarhátið i sumar, og þá er ætlunin að allar hljómsveitir, sem þátt taka I henni, fari I göngu til Herzogenrath og aftur til baka, og er þetta mótmæla- ganga vegna aðskilnaðar þorp- anna. Kannski þessi ganga verði til þess að múrinn verði brotinn niður. _ u kvöld Það er állka erfitt að fá viðtal við kvikmyndaleikarann Dean Martin og ná tali af páfanum sjálfum. Það tók sænskan blaðamann heilt ár að ná tali af leikaranum, og þegar stundin loks rann upp, fór viðtalið fram á Grand Hotel I Las Vegas, þar sem Dean skemmtir annað slagið. Dean Martin er nú 54 ára gamall, og hann hefur safnað miklum auði bæði i fasteignum og peningum. Hann á til dæmis þrjá búgarða, eigin þyrlu, tvær fyrrverandieiginkonur,þótt þær teljist vart til eigna, en útgjöld- um valda þær, þvi önnur þeirra fær til dæmis á þriðja hundrað þúsund krónur mánaðarlega frá fyrrverandi eiginmanni slnum. Fyrir sex árum undirritaði De- an samninga upp á hátt I þrjá milljarða króna, en samning- arnir voru gerðir við NBC-sjón- varpsstöðina, og allar hljóm- plötur, sem Dean Martin hefur sungiö inn á, renna út eins og heitar lummur. Hann leikur að- eins í einni kvikmynd- á ári, og fyrir það fær hann tvær milljón- ir dollara. Dean er kominn á það stig I llfinu, að ekkert skiptir máli fyrir hann annað en að fá að vera I friði og þurfa ekki að hugsa um leiðinlega hluti. Hann eyðir dögunum I að horfa á sjónvarpið og helzt horfir hann á skemmtiþætti, og vill til dæm- is alls ekki horfa á alvarlega fræðsluþætti eða stjórnmála- þætti. Annars hefur hann ekki eins gaman af neinu og að sjá sjálfan sig I gömlum kvikmynd- um. Lengi vel hafði Dean mjög gaman af að leika golf. Nú þjá- ist hann af gigt, og hefur ekki eins mikla ánægju af þessari Iþrótt og áður. Hversu mikið drekkur Dean spyrja kannski einhverjir? — Ég drekk alls ekki mikið segir hann. Hann fullyrðir að hann geti stundum drukkið mikið og stundum lítið, en hann sé sem sagt alls ekki háður áfenginu, eins og margir vilji vera láta. Hann segist hafa fengið drykkjuskaparorðið á sig, þegar hann var sem mest með Jerry Lewis, enda hafi hann þá drukkið mun meira en hann gerir núna. — Þá var ég óhamingjusamur og leið illa. Dean Martin er af itölskum ætt- um, og mjög trúaður. Hann seg- ist til dæmis fara með kvöldbæn á hverju einasta kvöldi. Ekki segist hann krjúpa á kné á með- an hann biður, heldur gerir hann það á einfaldari hátt, enda er aðalatriðið að hugsa um guð og tala við hann, segir þessi margumtalaði leikari. Dean Martin kemur fram I að minnsta kosti þrjátiu sjónvarpsþáttum á ári, og fyrir það fær hann mikla peninga. Hér er hann að skemmta I næturklúbbnum I Las Vegas. DENNI DÆMALAUSI Þetta eru ekki hár af hundinum heidur af pabba. Ætlarðu aö banna honum lika aö sitja I stól- unum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.