Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 27. júni 1974. 4 4 Barnamúsíkskóli í nómuborg Fyrir nokkru var settur á fót tónlistarskóli fyrir fimm hundruö börn i námaborginni Mezhdurechensk i Vestur- Siberiu. Þarna læra börnin að leika á pianó, fiðlu, celló, og alls konar blásturshljóðfæri. Það er námafyrirtækið i bænum, sem á og rekur skólann, og er ætlunin, aö börn námamannanna, sem þarna vinna, fái ein aðgang að skólanum. Kostnaðurinn við kennslu hvers barns kostar um 10 rúblur á mánuði, en for- eldrarnir þurfa að borga frá einni og hálfri upp i fimm rúblur fyrir barnið, nokkuð eftir þvi hverjar tekjur foreldranna sjálfra eru. Hornasveit er i skólanum og einnig er þar hljómsveit, sem aðallega leggur stund á rússneska þjóðsöngva. Á annarri myndinni sjáið þið nokkur börn vera að æfa sig á blásturshljóðfæri, en á hinni standa börnin frammi á skóla- ganginum og biða þess að kennslan hefjist. 4 Bezta vörnin í bílnum Hér á myndinni má sjá tvær tegundir af barnabilstólum, sem hafin er framleiðsla á i Vest- ur-Þýzkalandi. Sagt er, að báðir þessir bilstólar uppfylíi öll þau skilyrði, em sett eru um barna- bilstóla i Bandarikjunum, og eiga þeir að vera mjög öruggir. Stóllinn, sem stærra barnið sit- ur i, er með böndum, sem mynda Ypsilon, það er bandið liggur milli fóta barnsins, og yfir axlirnar. Stóra barnið horf- ir fram, en minna barnið snýr bakinu I akstursátt bflsins. Belt- ið, sem heldur þvi, er svokallað fimmpunktaband, og styður það ekki siður vel við en bandið hjá stærra barninu. Stólarnir eru úr plasti og falla mjög vel að likamanum og eru þægilegir um leið. stólarnir munu einnig vera mjög vel festir i bilinn sjálfan, og er það ekki siður mikilvægt heldur en hitt hvernig barnið er fest I stólinn. Tímarlt á microfilmum Nýlega var hafizt handa um út- gáfu á mánaðarriti i Frakk- landi, sem ekki verður prentað á pappir, heldur kemur það til kaupandanna á rnicrofilmum. Timaritið kemur á korti, sem er 10x10 cm að stærð, og á þvi eru 100 smáfilmur,sem hver er af einni blaðsiðu i blaðinu. Þannig getur eitt eintak af blaðinu, sem nefnist Informatique et Gestion (Töflur og stjórnun), rúmast á einni einustu filmu. Þetta er að sjálf- sögðu mjög hentugt, þvi á þennan hátt er hægt að koma miklu magni af upplýsingum fyrir á einum stað, og honum ekki stórum. Er þvi gott fyrir kaupendur að geyma blaðið, og fletta upp i þvi siðar, ef upp- lýsinga er vant. Ókostur við þessa blaðaútgáfu er sá, að allir, sem vilja lesa blaðið verða að eiga sérstakar vélar, sem filmurnar eru settar i. I blaðinu er fjallað um allar helztu nýjungar á sviði skrifstofutækja og skrifstofutækni almennt, þar á meðal notkun microfilma- DENNI DÆAAALAUSI Einhvern tima verður þú orðinn of stór til að sitja I fanginu á mér. úhúhúhúuu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.