Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 27. júnl 1974.
TÍMINN
17
STAÐAN
Staðan er nú þessi í 8-liða
úrslitunum:
A-riöill:
Holland-Argentina 4:0 (2:0)
Brasilia-A-Þýzkaland 1:0 (0:0)
Holland
Brasilia
A-Þýzkaland
Argentina
1 1 0 0 4:0 2
1 1 0 0 1:0 2
1 0 0 1 0:1 0
1 0 0 1 0:4 0
Markhæstu menn:
Rep.Hollandi 4
Cruyff, Hollandi 2
Houseman, Argentinu 2
Vazalde, Argentinu 2
Rivelino, Brasiliu 2
Neeshens, Hollandi 2
B-riðill:
V-Þýzkaland-Júgóslavia2:0 (1:0)
Pólland-Sviþjóð 1:0 (1:0)
V-Þýzkaland
Pólland
Sviþjóð
Júgóslavia
1 1 0 0 2:0 2
1 1 0 0 1:0 2
1 0 0 1 0:1 0
1 0 0 1 0:2 0
Markhæstu menn:
Szarmach, Póllandi 5
Lato, Póllandi 5
Bajevic, Júgóslaviu 3
Deyna, Póllandi 2
Muller, V-Þýzkalandi 2
Breitner, V-Þýzkalandi 2
Edström, Sviþjóð 2
Maric réð ekki við
þrumuskot Breitners
— sem skoraði af 25 metra færi, þegar V-Þjóðverjar sigruðu Júgóslavi í gær 2:0
ENVER AAARIC...hinn
snjalli markvörður Júgó-
slavíu, fékk að finna fyrir
þrumuskotunum hans Paul
Breitner í gær, þegar V-
Þjóðverjar unnu sigur yfir
Júgóslövum 2:0 á Rhein-
stedion í Dusseldorf.
Breitner, sem skoraði
fyrsta mark HAA, með
þrumuskoti af 30 m færi —
sannkallað draumamark,
endurtók afrekið í gær,
fyrir 67 þús. áhorfendur.
Breitner skoraði stórglæsi-
legt mark á 39 mín. þegar
hann sveif laði hægri fætin-
um — þrumuskot frá hon-
um af 25 m færi, söng upp í
samskeitunum, algjörlega
óverjandi fyrir AAarie.
„Der bomer'' Gerd AAuller
innsiglaði svo sigur Þjóð-
verja á 77 mín. við geysi-
legan fögnuð áhorfenda,
sem fylltu Rheinstedion.
Þýzki landsliðseinvaldurinn
Helmut Schön kom með nýtt lið
inn á gegn Júgóslövum. Fjórir
nýir leikmenn léku með v-þýzka
liðinu, þeir Rauner Bonhof, Her-
bert Wimmer, Dieter Herz og
Bernd Holzenbein. Þeir Bonhoi og
Wimmer léku mjög vel og áttu
þeir mikinn þátt i þessum sæta
sigri Þjóðverja. Júgósiavar léku
mjög harða knattspyrnu, þeir
voru greinilega ekki á þeim bux-
unum að gefa eftir gegn hinum
snjöllu Þjóðverjum. Dómarinn
Armando Magques frá Brasiliu
þurfti fjórum sinnum að bóka
leikmenn, þá Buljan og Hadzaibic
frá Júgóslaviu og Overath og
Vogts i þýzka liðinu.
Gerd Muller sýndi það i leikn-
um, að hann getur skorað mörk i
öllum stellingum. Þegar hann
skoraði, þá lá hann inn i vita-
teignum, eftir að hafa lent i sam-
stuði við miðvörðinn Josip Kata-
kinski.
Yfirburðir V-Þjóðverja voru
miklir i leiknum, sérstaklega i
siðari hálfleik. Sepp Maier mark-
vörður v-þýzka liðsins hafði litið
að gera i leiknum — hann fékk þó
nokkur langskot á sig, skot sem
hann átti auðvelt með að verja.
Það er greinilegt, að það verður
erfitt að stöðva V-Þjóðverja i úr-
slitakeppninni.
— SOS.
Tomaszewski
varði víti
er Svíar fengu tækifæri til að jafna gegn Pólverjum
Kórónan á stórkostlegan
leik pólska markvarðarins
Jan Tomaszewski, var
þegar hann varði snilldar-
lega vitaspyrnu frá Staff-
an Tapper — hann stökk
eins og tígrisdýr á bráð og
varði spyrnu Tapper, stór-
kostlega. Svíar höfðu
þarna gullið tækifæri til að
jafna 1:1, en Pólverjar
skoruðu sitt mark á 43 mín.
og var það fyrsta markið
sem Ronnie Hellström fær
WORLD
á sig í HAA. Það var enginn
annar en markaskorarinn
Grzegorz Lato, sem skor-
aði þetta mark, aðeins
tveimur mín. fyrir leiks-
hlé. AAeð þessum sigri
halda Pólverjar sigur-
göngu sinni í HAA, en þeir
eru þeir einu, sem ekki
hafa tapað leik.
Sigur Pólverja var ekki sann-
gjarn, þvi að Sviar áttu mörg
stórgóð marktækifæri, sem þeir
misnotuðu og geta sóknarleik-
menn þeirra nú nagað sig i hand-
arbökin. Sanngjörn úrslit i þess-
um leik,sem var skemmtilegur
og vel leikinn, var jafntefli.
Með þessum sigri hafa Pólverj-
ar mikla möguleika á, að komast
i úrslitin, þeir eiga ekki að vera i
vandræðum gegn Júgóslövum á
sunnudaginn kemur. Þröskuldur-
inn að úrslitunum eru V-Þjóð-
verjar, en Pólverjar mæta þeim i
úrslitaleik B-riðilsins á miðviku-
daginn kemur.
— sos.
JAN TOMASZEWSKI...átti góöan
leik I pólska markinu.
Rivelinos
skoraði úr
aukaspyrnu
— hann færði Brasilíumönnum þar með
fyrsta sigurinn í HM
Heimsmeistararnir frá Brasiliu inn i netinu
unnu sinn fyrsta leik I HM-keppn- flaugarskot.
inni I gærkvöldi, þegar þeir léku mikið ófall
gegn A-Þjóðverjum i Hannover. sem unnu svo
Það var knattspyrnukappinn Þjóðverjum
Rivelinos, sem færði Brasiliu- Brasiliumen
mönnunt þennan fyrsta sigur — göngu þeirra,
frábær aukaspyrna frá honum vorubúnirað
fann leið i gegnum varnarvegg A- röð án taps,
Þjóðverja og siðan small knöttur- leik.
— sannkailað eld-
Þessi leikur var
fyrir A-Þjóðverja,
sætan sigur gegn V-
ó laugardaginn —
n stöðvuðu sigur-
þvi að A-Þjóðverjar
leika 16. landsleiki i
fyrir þennan lands-
— sos.
Barcelóna í
úrslit
BARCELÓNA tryggði sér
rétt til að leika gegn Real
Madrid i úrslitaleik spænsku
bikarkeppninnar á mánudag-
inn, þegar liðið sigraði
Atletico Madrid 2:1. Stór-
stjarnan Johan Cruyff lék ekki
með liði sinu, þvi að hann leik-
ur i HM með Hollandi. Þjáifari
Barcelóna og hollenzka lands-
iiðsins, Rinus Michels, fór til
Spánar til að stjórna liði sinu i
- liðið leikur ón
Cruyff gegn
Real Madrid
þessum erfiða undanúrslita-
leik, sem þurfti að framlengja
til þess að fá úr þvi skorið,
hvort liðið kæmist i úrslitin,
Ilann stóð ekki lengi við á
Spáni, þvi að hann var kominn
til V-Þýzkalands morguninn
eftir. Barcelóna leikur gegn
Real Madrid á laugardaginn i
úrslitum spænsku bikar-
keppninnar.
— SOS
„Ég skamm-
ast mín"
— sagði Uruguay-leikmaðurinn
frægi, Cubilla
,,ÉG SKAMMAST min”, var það eina sem hinn snjalli leikmaður
Uruguay, Luis Cubilla sagði, þegar hann kom til Montevideo I gær.
Það var ekki tekið vel á móti landsliðinu, þegar það kom til
Uruguay, aðeins örfáir áhangendur þess voru mættir á flugvellinum
I Montevideo, ásamt blaðamönnum.
Þjálfarinn, Roberto Porte, sem hefur verið rekinn frá starfi, vildi
ekkert tala við blaðamenn, en aftur á móti voru leikmenn Uruguay
á einu máli um, að það þyrfti að byggja upp nýtt landslið alveg frá
grunni. Fyrirliöinn Masnik sagði, að HM-keppnin hefði verið mikið
áfall fyrir Uruguay, en hann bætti þvi við, að knattspyrnuunnendur
i Uruguay, yrðu að fyrirgefa leikmönnum Uruguay-liösins.
_______________________________— SOS
Cruyff er komin
á spariskóna...
— hann skoraði 2 mörk þegar Hollendingar fóru
létt með Argentínumenn 4:0
Hollendingar meö knatt-
spyrnusnillinginn Johan
Cruytf í fararbroddi, áttu
ekki í erfiðleikum með
Argentínumenn í gær-
kvöldi, þegar liðin mættust
í Gelsenkirchen. Hollend-
ingar tóku leikinn strax í
sínar hendur, enda var
mikill árásarhugur í leik-
mönnum, lokatölurnar
urðu 4:0 og máttu Argen-
tínumenn vera heppnir, að
þurfa ekki að ná i knöttinn
oftar í netið. Johan Cruyff
opnaði markareikning sinn
strax á 11. min. við geysi-
legan fögnuð hinna 30 þús.
Hollendinga sem sáu leik-
inn, en 55 þús, áhorfendur
horfðu á hann. Hollending-
ar létu ekki þar við sitja,
því að þeir bættu öðru
marki við á 25. mín. en það
var Krol, sem skoraði það.
Já, Hollendingar voru i miklum
vigahug og þeir gáfu Argentinu-
mönnum engan frið, enda voru
Argentínumenn i varnaraðstöðu
allan leikinn — þeir áttu ekki eitt
einasta marktækifæri. Hollend-
ingar héldu áfram að sækja i sið-
ari hálfleik og þá bættu þeir við
tveimur mörkum. Fyrst Rep á 73
min. en siðan innsiglaði knatt-
spyrnusnillingurinn Cruyff stór-
sigur Hollendinga, þegar hann
skoraði rétt fyrir leikslok.
Það er greinilegt að Cruyff er
búinn að taka upp spariskóna,
hann átti stórkostlegan leik og nú
er það komið fram, sem menn
sögðu i undanúrslitunum. En þá
var sagt að Cruyff væri að spara
kraftana þar til i úrslitakeppn-
inni, en þá myndi hann láta til
skarar skriða og sýna hver væri
bezti knattspyrnumaöur, sem
hefur verið uppi i heiminum fyrr
og siðar.
— SOS.