Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 27. júnf 1974.
TÍMINN
15
„Viðreisnin" flæmdi
mig að norðan
— segir Birgir Aspar í viðtali við Tímann
BIRGIRASPAR er 31 árs gamall
húsasmiðameistari og er búsettur
i Ytri Njarðvíkum. Birgir hefur
tekið þátt i stjórnmálum i heima-
bæ sinum og var á framboðslista
Framsóknarmanna í siðustu
hreppsnefndarkosningum. Birgir
er Akureyringur að ætt og
uppruna, en fluttist að norðan
fyrir 6 árum.
— Hvað olli þvi, að þú tókst þig
upp, Birgir og fluttist hingað
suður á bóginn.
— Það var „Viðreisnin”, sem
þar var að verki, en
,,Viðreisnar”-timarnir eru ár,
sem ég er ekki búinn að gleyma,
og kem vonandi aldrei til með
að gleyma. . Þetta var
sumarið 1967, sem ég lagði land
undir fót, þá var „Viðreisn” i al-
gleymingi, Breiðholtið að hlaupa
af stokkunum og i heilt ár fór ekki
eyrir i byggingu húsnæðis úti á
landi þess vegna. Þá flosnuðu
tugir iðnaðarmanna á Akureyri
upp og fluttust á brott, hvert sem
var, þangað, sem atvinnu var að
fá. Ég hafði fram til þessa aldrei
verið atvinnulaus, en okkur var
skömmtuð vinnan úr hnefa, og
það var illlifandi af þessu fyrir
ungan mann, sem vildi ná sér á
strik. Ég var orðinn fjölskyldu-
maður með 3 börn.
— Hvaða úrræði tókst þú?
— Ég fór að vinna við Búrfell,
en fjölskyldan varð náttúrulega
eftir fyrir norðan. Það var nóg að
gera, meðan það stóð, en svo
stoppaði það lika. Það voru alltaf
að koma menn af atvinnuleysis-
stöðunum. Ég gleymi aldrei Sigl-
firðingunum, sem komu siðari
hluta vetrar, og var sagt upp eftir
mánuð,reknir heim aftur i
atvinnuleysið. Það þótti mér
alveg rosalegt!
— Hvað tók við eftir Búrfell?
— Þá kom ég hingað suður til
Njarðvikur réðst i að kaupa ibúð
og fékk fjölskylduna til min
suður, enda fékk ég strax vinnu
hjá verktökunum.
— Svo að þú hefur kynnzt
vinnutilhöguninni á Vellinum?
— Ojá, ég var þar i fjögur ár.
Ekki gekk það nú alveg brösu-
laust fyrir sig. Við stóðum alltaf i
stappi við atvinnurekendurna á
Vellinum að láta Suðurnesja-
menn sitja fyrir vinnu. Þeir vildu
alltaf taka fólk innan að fram
yfir, sérstaklega úr Reykjavik.
En við vorum harðir fyrir. Svo
einusinni er öllum Suðurnesja-
mönnunum sagt upp, en Reyk-
vikingarnir voru eftir — það var
fljótlega eftir að ég byrjaði, en
seztur að i Njarðvikunum. Við
vildum ekki láta okkur, ég
man það, að þá voru allir Reyk-
vikingarnir skráðir til heimilis
hjá honum Birni Finnbogasyni i
Garðinum! En það leiðzt þeim
náttúrulega ekki til lengdar.
Þetta er bara eitt dæmi um,
hvernig reynt var að ganga á
mönnum hér syðra á þeim árum.
— En það er breyting á orðin i
tið núverandi stjórnar?
— Ég held, að hún fari ekki
framhjá neinum manni, sem vill
á annað borð skoða málin. Hérna
á Suðurnesjum hefur geysimargt
áunnizt á ekki lengri tima. — ég
refnibara veginn til Grindavikur
og Sandgerðis og hafnarfram-
kværndirnar i Grindavik. En
þetta kemur fram i svo margvis-
legum myndum. íhaldið er alltaf
með þennan áróður um sjóðþurrð
hjá rikisstjórninni. Þeir vilja ekki
sjá, að féð hefur verið notað til
þess að bæta lifsafkomu
þjóðarinnar almennt. Það er
enginn vafi á þvi, að nái ihaldið
völdum, þá stækka þessir sjóðir
aftur, en það verður bara á kostn-
að almennings. Við hljótum lika
að gera okkur ljóst, að byggða-
stefna rikisstjórnarinnar hefur
bjargað landsbyggðinni, og eiga
skuttogararnir sinn stóra þátt i
þvi.
— Er afkoma manna hér i
Njarðvikunum góð?
— Hún er eins og afkoma
manna alls staðar annars staðar
á landinu i tið núverandi rikis-
stjórnar ágæt, og hefur aldrei
verið betri en nú. Fólk hefur
meira fé handa á milli en nokkru
sinni fyrr,, Það er nóg vinna, og
engin kreppa.
— Heldur þú, að Suðurnesja-
menn séu nokkuð áfjáðir i að
skipta um rikisstjórn og kalla
eitthvað annað yfir sig. eins og til
dæmis „Viðreisn”?
— Ég trúi ekki öðru en rikis-
stjórn Ölafs Jóhannessonar haldi
velli — þvi að annars dynur
kreppan á okkur aftur, Sama
kreppan, sem ég fékk að kenna á
á sinum tima, og ég óska engum
þess, allra sizt ungu fólki sem er
að byrja búskap.
Forðizt
voðann
— varizt
• x • rr
,,viðreisn
x B
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Íjífc
íSI
v.i».
■ V*; •
f
$
».• V\
Fræðsluskrifstofa
Reykjavíkur
óskar eftir að ráða eftirtalda starfs-
- menn að væntanlegu MEÐFERÐAR- og
SKÓLAHEIMILI i Reykjavik:
1. Forstöðumann (æskilegt er að
umsækjandi hafi menntun i sálfræði,
félagsráðgjöf, sérkennslu eða á
hliðstæðu sviði ásamt starfsreynslu)
2. 1-2 sérkennara
3. 2 fóstrur.
4. Aðstoðarfólk (hentugt fyrir nema i
uppeldisfræði / sálfræði, félagsráðgjöf
eða skyldum greinum).
I;
j'S
k
§
i
i'.'A
Ts
’.P:
fj
i :i
t.y ( •
. ' V-
V
Nánari upplýsingar gefur forstöðu-
maður Sálfræðideildar skóla i sima
21430.
Umsóknir sendist til Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur fyrir 20. júli n.k.
A'V
• V'
w ■ . *
Fræðslustjórinn i Reykjavik. ýf
s
í Kaupfélaginu