Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. júni 1974.
TÍMINN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas
Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasinii 19523.
Blaðaprent h.f.
Þögn, sem ekki
boðar gott
Ef nefna ætti eitthvert eitt, sem hefur einkennt
kosningabaráttuna öðru fremur, er það hin algera
þögn forustumanna og frambjóðanda Sjálfstæðis-
flokksins um það, sem flokkurinn vill gera i efna-
hagsmálum að kosningunum loknum. Flokkurinn
hefur verið jafn þögull um þetta eins og steinninn.
Vissulega má telja það með einsdæmum, að
stærsti flokkur landsins hafi enga stefnu i
höfuðmáli eða haldi henni leyndri fyrir kjósendum
fyrir kosningar.
Vitanlega er ekki til á þessu nema ein skýring.
Hún er sú, að flokkurinn veit, að þær aðgerðir sem
hann ætlar að gripa til eftir kosningarnar, munu
mælast illa fyrir og valda fylgistapi. Þvi er gripið
til þess ráðs að þegja.
En þessi þögn Sjálfstæðisflokksins ætti ekki að
blekkja neinn. Það eru ekki nema þrjú ár siðan
flokkurinn hafði forustu i rikisstjórn. Menn þekkja
þvi úrræði hans. Þau eru gengisfelling, kjara-
skerðing og atvinnuleysi. Það er þetta, sem myndi
að nýju koma til sögu aftur, ef Sjálfstæðis-
flokkurinn fengi völd. Það er þetta, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn vill þegja um fyrir kosningar.
Þögn hans boðar þvi ekki gott.
Kjósendur ættu þvi ekki að láta blekkjast af
þögn Sjálfstæðisflokksins um stefnu hans i efna-
hagsmálum. Kjósendur geta dæmt hann af verk-
unum. Ef menn vilja stefna að efnahagsaðgerðum,
sem útiloka atvinnuleysi og landflótta og miða að
þvi, að tryggja sæmileg lifskjör fyrir alla, þá
verða menn að hafna Sjálfstæðisflokknum og
fylkja sér um eina andstæðing hans, sem er fær
um örugga og ábyrga stjórnarforustu, Fram-
sóknarflokkinn. Það er leiðin til að tryggja at-
vinnuöryggi og afkomuöryggi fólksins i landinu.
Örugg torusta
skiptir mestu
Mörg stórmál biða þjóðarinnar á komandi
kjörtimabili. Það þarf að halda áfram sókninni i
landhelgismálinu. Þar verður Sjálfstæðisflokkn-
um ekki treyst, þótt hann gali nú hátt um 200
milurnar, þar sem hann lýsir á sama tima yfir þvi,
að hann vilji hlita úrskurði Haagdómstólsins, þótt
hann ógildi 50 milurnar, og yrði þá orðið litið eftir
af 200 milunum. Þá verður að efla viðnámið gegn
verðbólgunni. I þeim efnum brugðust allir flokkar
á nýloknu þingi, nema Framsóknarflokkurinn.
Bæði i landhelgismálinu og efnahagsmálunum
veltur mest á þvi, að forustan sé traust. Ólafur
Jóhannesson hefur sýnt það sem forsætisráðherra
á undanförnum þremur árum, að hann er leiðtogi,
sem þjóðin getur treyst. Hann sýndi það i Everton-
málinu, þegar Geir Hallgrimsson og Gylfi Þ.
Gislason brugðust, og hann sýndi það i samning-
unum við Heath forsætisráðherra Breta. Ólafur
Jóhannesson sýndi þó gleggst forustuhæfileika
sina á nýloknu þingi, þegar hann sendi þingið
heim, og efndi til nýrra kosninga, eftir að stjórnar-
andstaðan hafði notað stöðvunarvald sitt til að
hindra allar aðgerðir i efnahagsmálum. Einn is-
lenzkra forsætisráðherra hefur hann rétt fyrir
kosningar lagt fram á Alþingi róttækar tillögur i
efnahagsmálum og sýnt þannig, að hann vill ekki
leyna kjósendur neinu, eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn keppist nú við. Með þvi að efla
Framsóknarflokkinn treystir þjóðin leiðsögu þess
manns, sem er nú traustasti forustumaður
þjóðarinnar.
K. B. Andersen, fyrrv. utanríkisróðherra Dana:
Yfirlýsingin í Ottawa
veldur ekki straumhvörfum
mikilvægt, að hún verði til
Nixon og Kissinger — þeir eru upphafsmenn aö yfirlýsingunni, þótt
þcir fengu ekki allt fram, sem þeir vildu.
Þó er
„BANDARIKJAMENN
leggja til við félaga sina i At-
lantshafsbandalaginu, að búið
verði, þegar forsetinb fer til
Evrópu undir lok ársins, að
semja nýjan Atlantshafssátt-
mála, sem segir fyrir um
meðferð mála i framtiðinni”.
Þetta voru orð Henrys
Kissingers utanrikisráðherra
Bandarikjanna i april i fyrra,
þegar verið var að hefja
undirbúning að afmælisyfir-
lýsingu Atlantshafsbanda-
lagsins, en um hana náðist
ekki endanlegt samkomulag
fyrri en á fundinum i Ottawa
um daginn.
Ræða bandariska utanrikis-
ráðherrans i april i fyrra olli
miklu umtali. Leiðin hefir þó
reynzt afar krókótt og margs
konar misskilningur orðið til
trafala áður en yfirlýsingin i
Ottawa var undirrituð, en hún
er fyrsti áþreifanlegi árangur
ræðunnar.
FLJÓTT varð ljóst, að ekki
yrði unnt að ganga frá einni
yfirlýsingu, heldur yrðu þær
að vera tvær, annars vegar ný
yfirlýsing Atlantshafsbanda-
lagsins og hins vegar yfirlýs-
ing um samband Efnahags-
bandalagsins og Bandarikj-
anna.
t haust, sem leið, var hafinn
i alvöru undirbúningur beggja
yfirlýsinganna og miðaði vel,
enda þótt Jobert fyrrverandi
utanrikisráðherra gaullista i
Frakklandi gerði sér far um
að skerpa ágreining Efna-
hagsbandalagsins og Banda-
rikjanna og efna á þann hátt
til klofnings í Atlantshafs-
bandalaginu. Striðið i löndun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs-
ins olli einnig ágreiningi, en
hann kom ekki alvarlega að
sök.
Fram kominn ágreiningur
átti að nokkru rætur að rekja
til ófullnægjandi kunnugleika
Bandarikjamanna i vissum
málum. Bandarikjamönnum
og stjórnum Efnahagsbanda-
lagsrikjanna kom heldur ekki
saman um, hvenær, hvar og á
hvern hátt ætti að ræða og
semja við fulltrúa Arabarikj-
anna. Ennfremur olli misklið,
að rikisstjórnir Frakklands og
Englands héldu fram hæfni
sinni og möguleikum til að
koma á þeirri málamiðlun,
sem Kissinger kom á endan-
um i kring af frábærri elju og
lagni.
NIXON forseti Bandarikj-
anna fór ekki til Evrópu fyrir
áramót. Hann var ekki örugg-
ur um nægilega góðar viðtök-
ur vegna ástandsins i innan-
landsmálum i Bandarikjunum
eða öllu heldur þeirrar klipu,
sem hann hafði komið sér i
sjálfur.
Nú er svo að sjá sem sam-
eiginleg yfirlýsing Efnahags-
bandalagsrikjanna og Banda-
rikjanna hafi verið lögð á hill-
una i bili. 25 ára afmæli At-
lantshafsbandalagsins var
hins vegar notað til þess að
ganga frá nýrri yfirlýsingu
bandalagsins og undirbúa för
Nixons forseta til Bruxelles i
sambandi við undirritun henn-
ar. Þá gefst fulltrúum Atlants-
hafsbandalagsins einnig tæki-
færi til að ráða ráðum sinum
áður en Nixon forseti fer til
Moskvu.
HIN nýja yfirlýsing Atlants-
hafsbandalagsins veldur eng-
um straumhvörfum, en miklu
máli skiptir þó að hún varð til.
Ekki verður i fljótu bragði séð,
hvað komið gæti i stað At-
lantshafsbandalagsins. Samn-
ingaviðræður standa yfir i
Genf um öryggi og samvinnu
Evrópurikja og einnig er verið
YFIRLÝSINGIN fjallar
nokkuð um afstöðu Efnahags-
bandalagsins til Atlantshafs-
bandalagsins og er ekki nema
eðlilegt ef ekki óhjákvæmi-
legt. Lýst er yfir, að viðleitni
til að nálgast þá einingu, sem
aðildarriki Efnahagsbanda-
lagsins hafi ákveðið að koma
á, „eigi á sinum tima að stuðla
að auknu framlagi Efnahags-
bandalagsins tii sameigin-
legra varna Atlantshafs-
bandalagsins”.
Þetta er ljóst og afdráttar-
laust, og sérstakur her Efna-
hagsbandalagsins er ekki
framar nefndur á nafn eða
neitt i þá áttina. Hitt er óhagg-
að, að framfarir innan Efna-
hagsbandalagsins geti eflt
samvinnuna innan Atlants-
hafsbandalagsins. Þetta má
þó ekki verða með þeim hætti,
að það valdi mismunun þeirra
aðildarrikja Atlantshafs-
bandalagsins, sem standa ut-
an Efnahagsbandalagsins.
Danir hljóta að fagna þessu og
vilja fylgja þvi fram.
ÓGEÐFELLT er að sætta
sig við undirskrift fulltrúa
ógnarstjórnarinnar i Grikk-
landi undir yfirlýsingu banda-
lagsrikjanna um hollustu við
lýðræðishugsjónina, en sagt
er, að fulltrúi dönsku rikis-
stjórnarinnar hafi látið undir
höfuð leggjast að andmæla
þessu.
Rætt er i yfirlýsingunni um
að „auka og dýpka” hollustu
bandalagsins við lýðræðishug-
sjónina, og kemur þetta orða-
lag sennilega i veg fyrir að
skjalið roðni. Þetta er að
minnsta kosti eini möguleiki
Grikkja og einasta von. Sú von
rætist þó ekki nema að steypt
verði af stóli þeirri stjórn, sem
nú situr þar að völdum.
að reyna i Vin að komast að
samkomulagi um fækkun i
fastaherjum. Þegar þannig
stendur á hefði verulegur og
áberandi ágreiningur eða
jafnvel klofningur innan At-
lantshafsbandalagsins getað
truflað eða jafnvel hindrað
viðleitnina til að draga úr
spennu og bæta sambúðina.
Ottawa-yfirlýsingin leggur
áherzlu á mikilvægi viðleitn-
innar til almennrar, gagn-
kvæmrar afvopnunar undir
eftirliti og löngunina til að
iétta á gjaldabyrði tii vig-
búnaðar. Þar er eigi að siður
bent á hættuna, sem er þvi
samfara að draga úr herstyrk
og öryggi áður en bætt ástand
almennt gerir afvopnun
mögulega. Ljóst sýnist vera.
að einhiiða afvopnun Vestur-
veldanna verði til trafala i við-
leitninni tii að draga úr spenn-
unni, en auðveldi hana ekki.
YFIRLÝSINGIN' sýnir einn-
ig svart á hvitu, að áhrifasvið
Atlantshafssáttmálans er
óbreytt og gagnkvæmar
skuldbindingar taka til ná-
kvæmlega sama svæðis og áð-
ur. Á þetta hefir verið lögð
mikil áherzla, ekki sizt af
hálfu okkar Dana. Einnig má
taka til álita i stjórnmálavið-
ræðum úrlausnarefni utan
þess svæðis, sem Atlantshafs-
sáttmálinn tekur beinlinis til,
svo fremi að þau teljist skipta
máli fyrir viðgang bandaiags-
ins.
Fyrirhugaðar aðferöir við
gagnkvæma upplýsingagjöf
og viðræður eru öllu fremur i
samræmi við hugmyndir
Frakka en Bandarikjamanna.
Stjórnmálasamráð eiga að
aukast til muna, hvað sem
öðru liður. Það er ekki nema
eðlilegt og gott.
Þ.Þ.