Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 27. júni 1974. A. Conan Doyle: (3) Eimlestin, sem hvarf ________________________________________J vakti því hiö dularfulla hvarf eimlestarinnar minni at- hygli og færri blaðafregnir en annars mundi hafa orðið. Þetta undarlega hvarf var einnig þess eðlis, að blöðin festu varla trúnað á fregnir um jafn fráleitan atburð. Mörg Lundúnablaðanna álitu fregnina nokkuð sniðuga tilraun til að gabba fólkið. En þegar líkskoðarinn hafði gefið opinbera skýrslu um dauða Johns Slaters, sann- færðust menn um að hér væri ekki um skröksögu að ræða. Herra Bland fór niður til Kenyon Junction brautar- stöðvar ásamt hr. Collins, yfirlögregluþjóni, sem var í þjónustu járnbrautarfélagsins. Fóru þeir þegar um kvöldið, og stóð rannsókn þeirra yf ir allan næsta daginn. En árangurinn varð enginn. Ekki fannst nokkur vottur um hina týndu eimlest, og alls ekkert spor, er skýrt gæti hiðstórfurðulega hvarf hennar. Hin opinbera skýrsla hr. Collins, sem liggur hér f yrir f raman mig er ég rita þetta, bendir þó á ýmsa möguleika, sem ekki hafði áður verið gaumur gefinn. ,,Ásvæðinu milli þessara tveggja staða", skrifar Coll- ins „er mesti sægur af járn- og kolanámum. í sumum þessum námum er unnið ennþá, en sumar þeirra hafa verið yfirgefnar. Að minnsta kosti tólf slikar námur hafa línur með mjórri sporvídd, og eftir þeim línum f luttu sporvagnar járn og kol til aðalbrautarinnar. Auð- vitað þarf ekki að taka nokkurt tillit til þessara mjóu hliðarbrauta. Auk þessa eru sjö námur aðrar, sem höfðu venjulegar brautarlínur frá sjálfri námunni út að aðal- brautinni. Hvergi eru þessar hliðarlinur lengri en nokkrir kíló- metrar. Fjórar af þessum sjö námum eru útnýttar og yfirgefnar. Þessar námur eru: Redgantled, Hero, Slough of Despond og Heartsease námurnar. Var hin síðastnefnda ein stærsta náma í Lincolnshire, en vinnu þar hætt fyrir tíu árum. Þessar f jórar hliðarlínur geta ekki heldur komið til greina vegna þess, að teinar þeirra hefðu verið teknir upp á nokkrum kafla næst aðalbraut- inni, og sambandið þannig slitið milli hennar og nám- anna. Eru þá aðeins ótaldar þrjár hliðarlínur, en þær eru þessar: 1. Járnnámurnar við Carnstock. 2. Big-Ben kolanámurnar. 3. Perseverance kolanámurnar. — Línan til Big-Ben er örstutt, og við endann nær nám- unni er fjallhár steinkolahlaði, em bíður flutnings út á aðalbrautina. Engir menn þar höfðu orðið varir lestar- innar. Línan til Carnstock járnnámanna var ófær, þar sem sextán f lutningsvögnum var raðað á þann enda hennar, sem að námunum snéri og vagnarnir f ullir af járngrýti. Þetta er einföld lína, og hinn 3. júní var hún lokuð á þann hátt, er nú var skýrt frá. Að því er snertir línuna til Perseverance-námanna má geta þess, að hún er tvöföld, því náman er mjög auðug af kolum, og hundruð manna vinna þar dag hvern. Hinn 3. júní var unnið þar að vanda allan daginn. Hundruð manna voru þar allan daginn, og fjöldi manns á ferð fram og aftur með línunni, sem er aðeins 2 1/2 km löng. Er því óhugsandi að eimlest hefði getað farið óséð um þessa línu. Þess má geta, að þessi lína er nær St. Helens en staðurinn, þar sem lík Johns Slater fannst. Verður því aðtelja víst, að lestin hafi verið komin framhjá þessum brautarmótum, þegar slysið vildi til. Að því er varðar dauða Johns Slaters, gáfu lemstranir hans og útlit engar aðrar upplýsingar en þær, að hann hefði fallið af eimreiðinni. Hitt var jafn- óræð gáta og áður, hvers vegna hann féll af vagninum og hvað varð af lestinni sjálf ri. — Að lokum skýrslu sinnar hafði hr Collins á orði að segja af sér embætti sínu, og færði sem ástæðu ámæli fyrir skort á hæfileikum, sem hann hafði orðið fyrir í Lundúnablöðunum. Nú leið einn mánuður, og allan þann tíma hélt lögregl- an og járnbrautarfélagið áfram fyrirspurnum og rannsóknum um málið, en án alls árangurs. Heitið var verðlaunum hverjum,þeim, er upplýst gæti málið, og heitið linkind, ef um glæpaverk væri að ræða. Hvorugt þessara tilboða bar nokkurn árangur. Hvern einasta morgun orpnuðu menn blöðin með öruggri vissu um að svona furðulegt mál hlyti að verða upplýst eftir fáa daga. En hver vikan leið eftir aðra, og úrlausn gátunnar virt- ist stöðugt f jarri. Mönnum veitti erfitt að sætta sig við þá hugsun, að járnbrautarlest ásamt farþegum henn- ar gæti horfið einn júnídag i fullri dagsbirtu í einu þétt- byggðasta héraði Englands — horfið eins og hún hefði gufað upp í loftið. Þess varð jafnvel vart, að einstöku menn gátu þess tii, að hér væri um yf irnáttúrul. hluti að ræða, og þessi vanskapaði Caratal hefði bara verið illur andi. Aðrir gátu þess til, að hinn skuggalegi félagi hans væri valdur að þessum ósköpum, sem enginn skildi. En enginn gat þó bent á neitt til sönnunar því, hvernig þessir menn, annar eða báðir, gætu hafa valdið slysi eða glæp. Ein af hinum mörgu tilgátum, er f ram komu í blöðun- um, var ekki með ólíkindum og vakti nokkra athygii þeirra, er blöðin lásu. Hún birtist í Times og var rituð af þekktum gagnrýni á vísindalegan hátt. Hér á eftir fer stuttur útdráttur úr greininni um atburðinn, er gerðist 3. júní: „Ein undirstöðuregla skynsamlegrar ályktunar er sú, Tamos... hversGet ekki úfskýrt vegna varstu1 Þaö~ dálitið , i O ' enm |Dreki.. hann mun heyra i segia gömlu frumskóea i------------mennirnir___r Fimmtudagur 27. júni 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.30, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morg- unstund barnanna kl. 8.45: Sverrir Hólmarsson heldur áfram lestri á sögunni „Krummunum” eftir Thög- er Birkeland (9). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sérum þáttinn.Morgunpopp kl. 10.40 Hljómplötusafniö kl. 11.00 (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 A frivaktinnL Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.30 Siðdegissagan: tlr endurminningum Manner- heims- Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur les þýðingu sina (5). 15.00 Miðdegistónleikar-Peter Pongracz, Lajos Toth og Mihaly Eisenbacher leika Trió i C-dúr fyrir tvö óbó og enskt horn op. 87 eftir Lud- wig van Beethoven. Fil- harmóniusveitin i London leikur Serenötu i e-moll fyr- ir strengjasveit..eftir Ed- ward Elgar, Sir Adrian Boult stj. Nedda Casei og Sinfóniuhljómsveitin i Prag flytja „Poéme de l’amour et de le Mer” eftir Ernest Chausson, Martin Turn- ovský stj. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 í Norður-Ameriku aust- anverðri.Ferðaþættir eftir Þórodd Guðmundsson skáld. Baldur Pálmason flytur (9). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál- Helgi J. Halldórsson cand mag. flyt- ur þáttinn. 19.40 Hallgrímur Pétursson — 300 ára minning.Séra Jón Einarsson I Saurbæ flytur synoduserindi. 20.10 Frá iistahátið. Finnski bassasöngvarinn Martti Talvela syngur. Vladimir Asjkenazý leikur á pianó. Siðari hluti tónleika i Há- skólabiói 15. þ.m. a. Fimm lög eftir Yrjö Kilpinen. b. Fimm lög eftir Sergej Rak- hmaninoff. c. Söngurinn um flóna eftir Módest Muss- orgský (aukalag). 20.45 Leikrit „Einvigið eftir Finn Havrevold. Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leik- stjóri: Þórhallur Sigurðs- son. Persónur og leikendur: Eirikur, ungur piltur, Hjalti Rögnvaldsson, Gunnar, fað- ir hans Helgi Skúlason, Maria, móðir hans Krist- björg Kjeld, Hlif, vinkona hans Hplga Jónsdóttir 21.30 Samleikur i útvarpssal Karsten Andersen, Jón Sen, Graham Tagg, Giesla Dep- katog Einar B. Waage leika Strengjakvartett i G-dúr op. 77 eftir Antonin Dvorák. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur. Gísli Kristjánsson ritstjóri talar við Guðmund Þorsteinsson bónda á Skálpastöðum um barátt- una við júgurbólgu. 22.40 Manstu eftir þessu? Guðmundur Jónsson pianó- leikari sér um tónlistarþátt. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Timínner peningar { Auglýsícf | í Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.