Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 16
16__________________________________TÍMINN Fimmtudagur 27. jiínl 1974. I. Guð' jón með Fram liðið GUÐJÓN JÓNSSON, fyrrum landsliðsmaður Fram I hand- knattleik, hefur nú verið ráð- inn þjálfari Framliðsins I handknattleik. Það er óþarfi að kynna Guðjón, sem var einn bezti leikmaður Fram og landsliðsins um margra ára skeið. Guðjón, sem tekur við af Sigurði Einarssyni, fær erf- itt verkefni að glima við, þvi að tveir af beztu leikmönnum Frarn sl. keppnistimabil, þeir Ingólfur Óskarsson og Axel Axelsson, eru hættir með Framliðinu. Guðjón verður þvi að finna stórskyttur i stað- inn fyrir þessa snjöllu leik- menn. Axel mun leika með þýzku liði næsta keppnistimabil, en Ingólfur er genginn yfir i KR, þar sem hann mun þjálfa og leika með 2. deildar liði fé- lagsins næsta keppnistimabil. Það er ekki að efa, að Guðjón á að geta náð góðum árangri með Framliðið, þó að Ingólfur og Axel leiki ekki með þvi. 1 liðinu eru margir ungir og efnilegir leikmenn, sem Guð- jón getur miðlað af kunnáttu sinni. — SOS. Við- brögð KR- þjálf- arans VEGNA greinarstúfs ó Iþrótta- siðunni i gær, þar sem sagt var frá viðbrögðum KR-þjálfarans Tony Knapp, vegna jafnteflisleiks við Val, skal það tekið fram, að heimildamaður Iþróttasiðunnar virðist ekki hafa gefið réttar upp- lýsingar. Annars er væntanleg athuga- semd frá Tony Knapp, sem birt- ast mun á iþróttasiðunni á morg- un. Sömuleiðis yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar KR. — SOS. Bremner bezti miðjuspilarinn — segir Tottenham-leikmaðurinn Mike England, sem valdi heimsliðið MIKE ENGLAND. hinn frægi Mike England, leikrnaður með Tottenham og Wales, hefur þann starfa á hendi í HM f knatt- spyrnu, að gefa sitt sér- fræðilega álit um leikina fyrir útvarpsstöðvar BBC í Englandi. Hann var beðinn um að velja þá menn, sem honum fannst, að hefðu staðið sig bezt í forkeppn- inni, í nokkurs konar heimslið. Hér á eftir fylgir það lið, sem honum finnst vera bezt. ... .. Athyghsvert er, að aðeins einn maður utan Evrópu er I liðinu, sem England stillir upp samkvæmt leikaðferð- inni 4-3-3. Markvörður: Maric (Júgóslavíu) Varamenn: Szymanowski (Póllandi) Breitner (V-Þýzkalandi) Beckenbauer (V-Þýzkalandi) Hadziabdic (Júgóslavla) Miðjumenn: Bremner (Skotlandi) Haan (Hollandi) Babington (Argentinu) Framverðir: Lato (Póllandi) Dzajic (Júgóslavíu) Cruyff (Hollandi) England tók það fram, eftir að hafa valið liðið, að sér þætti það mjög leiðinlegt, að Skotarnir hefðu ekki komizt áfram, þvi að þeir hefðu sýnt mun betri knatt- spyrnu en t.d. Brasilia, og Billy Bremner væri ugglaust bezti miðjuspilari, sem keppti i þessari keppni. Ó.O. Svíar ,,Ég verð að fara að gera hlutina sjálfur'' — segir Cruyff, sem er ekki ánægður með meðspilara sína Hollendingurinn stór- kostlegi, Johan Cruyff, er alls ekki ánægður með með- spilara sina. Hann segir, að i forkeppn- inni hafi margar sendingar hans verið illiiega misnotaðar, þegar jafnvel hafi verið auðveldara að skora mark. í úrslitakeppninni megi þetta alls ekki koma fyrir, þvi að þar verði keppnin miklu harðari, og samfélagar hans i hollenzka liðinu verði að gjöra svo vel að nýta tækifærin miklu betur. Ef þeir geri það ekki, sé alls engin ástæða fyrir hann að vera að mata þá á þessum finu sendingum, hann verði þá bara að gera hlutina sjálfur. verða fyrir áfalli — Ove Kindvall leikur ekki meira í HM LANDSLIÐ Svia á HM hefur orð- ið fyrir miklu áfalli. Ein þeirra styrkasta stoð, miðjumaðurinn Ove Kindvall, sem leikur sem at- vinnumaður I Hollandi, meiddist illa i leiknum á móti Uruguay. Hann tognaði illa á fæti, og lækn- ar telja að hann geti ekki keppt i knattspyrnu aftur fyrr en i fyrsta lagi eftir þrjár vikur. En þá verð- ur heimsmeistarakeppninni lok- ið, svo lið Svlþjóðar verður að leika án hans það sem eftir er af keppninni. Nætur- líf... — h|ó Argentínu- mönnum ÞJALFARA og fararstjórum Argentínuliðsins gengur mjög erfiðlega að hemja menn slna, þvi að þeir gegna engu, sem þeir eru beðnir um. Hafa þeir iðulega sézt á vi.nveitingastöðum seint á kvöldin, þegar þeir með réttu ættu að vera heima I æfingabúð- unum, að búa sig undir næsta leik. Þegar þeir eru spurðir um hvers vegna þeir vilja ekki hlýða þeim aga, sem þjálfarinn vill að sé viðhafður, þá svara þeir þvi til, að þeir séu komnir I úrslitakeppn- ina þrátt fyrir þennan lifnað, hvers vegna ættu þeir þá ekki að halda honum áfram. Ó.O. V-Þjóðverjar líklegastir — hjá veðmöngurum í Englandi ÞRATT fyrir að V-Þjóðverj- ar hafi staðið sig fremur slæ- lega I forkeppni HM, þá eru þeir ennþá taldir liklegastir til að vinna keppnina, sam- kvæmt nýjustu vinningslik- um, sem veðmangarar I Englandi hafa látið frá sér fara. Eru þeir rétt á undan Hollandi, en Brasilia fylgir svo fast á eftir I þriðja sæti. Annars eru líkurnar hjá liðunum átta þessar. 1. V-Þýzkaland 11-4 2. Holland 3. Brasilia 4. Pólland 5. Júgóslavía 6. Argentina 7. A-Þýzkaland 8. Sviþjóð 7-2 13-2 7-1 7-1 10-1 11-1 20-1 Þetta þýðir, að ef veðjað er til dæmis einu pundi á Sviþjóð, og þeir verða heimsmeistarar, þá er þetta eina pund borgað til baka og tuttugu að auki. ó.O. ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.