Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Fimmtudagur 27. júnl 1974.
O Heilbrigðis...
raunverulegu heilsugæzlu-
stöðvarnar komast i gagnið á
þessu ári i Borgarnesi og á
Egilsstöðum, þótt viðar séu
komnir góðir visar að þeirri
starfsemi sem ráð er fyrir
gert i slikum stöðvum, svo
sem á Húsavik, Sauðárkróki,
Blönduósi og i Vestmanna-
eyjum. bá er lokið undir-
búningi að smiði heilsugæzlu-
stöðva á Höfn i Hornafirði,
Daívik og hafin á Isafirði eru
framkvæmdir hefjast innan
tiðar ef fjármagn fæst. bvi
mun varla ofmælt, þótt sagt
sé, að þessum málum hafi
fleygt fram að undanförnu.
Stjórnvöld hafa sýnt góðan
skilning á þessum málum,
enda er góð heilbrigðis-
þjónusta ein meginstoðin
undir byggð i landinu. 1 hinni
nýju heilbrigðislöggjöf, sem
gekk i gildi 1. janúar s.l., er
svo á kveðið, að áherzla skuli
lögð á smiði heilsugæzlu-
stöðvanna.
Tillaga um smiði þeirra var
að visu fram komin fyrir 1970,
en 1. jan ’71 var sú breyting
gerð á lögum um þetta efni,
að rikissjóður greiði 85%
stofnkostnaðar og tækja-
búnaðar i stað 60% áður. bessi
breyting hefur að sjálfsögðu
létt mjög undir með sveitar-
félögunum við smiði heilsu-
gæzlustöðva, og þess vegna
má vænta þess, að fleiri
stöðvar risi á næstu árum.
bá er þess og að gæta, þegar
rætt er um bætta heilbrigðis-
þjónustu úti á landi, sagði
landlæknir, að héraðs-
hjúkrunarkonum hefur fjölgað
mjög. Aður var.svo kveðið á
i lögum, að þær skyldu aðeins
vera sex, en þetta ákvæði var
numið úr gildi 1972 og þeim
fjölgað mjög, þannig aö nú eru
héraðshjúkrunarkonurnar 30,
en þær eru nú rikisstarfs-
menn. Hér er um mikilvæga
umbót að ræða, þvi að
héraðshjúkrunarkonur létta
mjög undir með læknunum.
Aukin samvinna hefur tekizt
með heilbrigðisstéttum, þ.e.
læknum, hjúkrunarkonum og
læknariturum, með tilkomu
heilsugæzlustöðvanna, en
mjög er mikilvægt að sam-
vinna þessara stétta sé sem
greiðust, en til þess að svo
megi verða, er nauðsynlegt að
aðbúnaður og starfsaöstaða sé
góð.
Allt þetta veldur þvi, að nú
er hægara að fá unga lækna til
starfa i héruöunum en áður
gerðist, en hér kemur liklega
fleira til. Sjálfsagt hefur bætt
efnahagsafkoma nokkuð að
segja. En ég hygg, að hér sé
einnig sumpart aö verki sú
hugarfarsbreyting, sem nú
gætir viða um hinn vestræna
heim og kölluð hefur verið
„græna bylgjan”,
bannig fléttast hér saman
ýmsir þættir, og sumir tor-
skýrðir. bó vil ég að lokum
nefna, að ég tel, að hér eigi
áróður heilbrigðisyfirvalda
einnig, nokkurm hlut að máli.
Af hálfu heilbrigðisyfir-
valdanna hefur að undanförnu
ýmislegt verið gert til þess að
fá lækna til starfa i héruðum,
umfram það sem ég hef þegar
nefnt. Má t.d. nefna, að 1972
var ákveðið að gefa árlega tiu
læknum kost á 200 þús, króna
styrk á mann, sem skyldi
óendurkræfur, ef þeir störfuðu
eitt ár i héraði.
Allt hefur það, sem hér er
frá greint, orðiö til þess, að
bæta mjög heilbrigðisþjónustu
úti á landi, sagði Ólafur Ólafs-
son landlæknir að lokum.
Framboðslisti Framsóknarflokksins
í Norðurlandskjördæmi eystra
Ingvar Gíslason,
Akureyri.
Stefán Valgeirsson,
Auðbrckku.
Ingi Tryggvason,
Kárhóli.
Kristján Ármannsson,
Kópaskeri.
Hilmar Daníclsson,
Dalvík.
Heimir Hannesson,
Reykjavík.
o Frystiiðnaður
um hlutaðeigandi frystihúsa.
Með framkvæmdum skv. hrað-
frystihúsaáætluninni er gert m jög
stórt átak í endurnýjun og upp-
byggingu frystiiðnaðarins. Miöað
við verðlag hvers árs, og þá slðari
þrjú árin á verðlagi fyrstu mán-
aða 1974, nemur áætlunin 5.085
millj. kr., en sé hún öll færð til
þessa verðlags á fyrri hluta 1974,
nemur hún 6.031 millj. kr. Leitazt
hefur veriö við að ná sem jöfnust-
um ársáföngum, en hæstir eru
þeir 1973 með 21.6% og 1974 með
22.2% af heild. Alls falla fram-
kvæmdir 96 frystihúsa undir áætl-
unina.
Gerð er nákvæm grein fyrir
skiptingu framkvæmda og fjár-
mögnunar eftir helztu viðhorfum,
r
Utvarpað fró
Akureyri
t kvöld, fimmtudag, mun verða
útvarpað almennum stjórnmála-
umræðum frá Akureyri. Útvarp-
að mun verða á miðbylgju um
Skjaldarvik, og hefst útsendingin
kiukkan átta.
5 Hagsæld í j
heimabyggð [
sem þýðingu hafa, svo sem eftir
landshlutum, tegundum fram-
kvæmda, tilefnum þeirra, helztu
fjármögnunaraðilum o.fl. Mestar
eru framkvæmdir I Reykjanes-
umdæmi, 26.6% af heild hjá 27
frystihúsum, en þar næst 17.8% á
Austurlandi hjá 14 frystihúsum.
Byggingar og umhverfisfram-
kvæmdir nema 68% fram-
kvæmda, en vélar og tæki 32%.
Talið er, að um 43% framkvæmda
séu vegna hollustuhátta, en 57%
vegna stækkunar, hagræðingar,
vélvæðingar o.fl.
Reiknað er með almennum
reglum eða venjum um lánveit-
ingar fiskveiöasjóðs og annarra
aöila. bannig kemur fram, að
fiskveiðasjóöur muni lána 2.031
millj. kr. eöa tæp 40% af áætlun-
arfjárhæöinni, en véla- og tækja-
lán verði 851 m. kr. eða 16.7%.
Aukaleg lánsfjárþörf, sem 1
hverju tilviki kemur til álita aö
leysa úr með lánum bygginga-
sjóös og atvinnuleysistrygginga-
sjóðs, er talin 487 m. kr. eða 9.6%
af heild. Eigin fjármögnun frysti-
húsa eða af óvissum uppruna
verður þá um þriðjungur, 1.716 m.
kr. eöa 33.7%. Endanlegar á-
kvarðanir um útlánafjárhæðir
stofnlánasjóðanna eru þó ekki
teknar fyrr en um hvert ár sér-
staklega og með hliðsjón af rikj-
andi ástandi I efnahagsmálum og
á fjármagnsmarkaði. Er ætlunin,
aö gerð verði árleg úttekt á þvl,
hvernig áætluninni miðar.
Loks inniheldur áætlunar-
skýrslan sundurliðaða greinar-
gerð um afla, aflahorfur og áætl-
aða afkastagetu frystihúsanna.
Sérstök greinargerð er um fram-
kvæmdir hvers frystihúss.”
Grímur Jónsson,
Ærlækjarseli.
Valgerður Sverrisdóttir,
Lómatjörn.
Björn Hólmsteinsson,
Raufarhöfn.
Jónas Jónsson,
Reykjavík.
horsteinn Björnsson,
Ólafsfirði.
Guðmundur Bjarnason,
Ilúsavík.
LOKAÐ A LAUGARDOGUAA
/
Samkvæmt síðustu kjarasamningum undirritaðra aðila verða verzlanir
lokaðar á laugardögum frá 22. júní
Verzlunamannafélag Kaupmannasamtök íslands Vinnumálasamband Samvinnufélaganna
Reykjavikur Vinnuveitendasamband íslands Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis