Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Fimmtudagur 27. júni 1974.
Þóra Einarsdóttir:
EFLUAA TRÚ Á
MANNINN, GETU
HANS OG HÆFNI
,,Tii þessara verkefna vil ég styðja
Framsóknarflokkinn og treysti
forustu hans til að sameina
fólk til sjóvar og sveita"
Svo langt aftur sem ég
man, hafa stjórnmál og
félagsmál verið mér
hugleikin, enda á ég til
þeirra að telja, sem hrif-
ust af hugsjón alda-
mótamanna, og trúðu á
ræktun lands og lýðs.
Þaö var þvi i sjálfu sér næsta
eölilegt, að ég hlyti menntun og
mótun hjá þeim manninum, er
setti mestan svip á stjórnmál og
félagsmál á þeim árum, er ég var
að vaxa úr grasi, Jónasi Jónssyni.
Það var styrkur Jónasar Jóns-
sonar og sérstakur hæfileiki að
vekja nemendur sina, og gera þá
aö hugsandi fólki og sjálfstæðum
einstaklingum.
Auðvitað vorum við unga fólkið
engan veginn sammála Jónasi
Jónssyni i öllum atriðum, en hitt
var okkur öllum augljóst, að þar
fór mikilhæfur foringi og stór-
brotinn persónuleiki. Það var
meginstefna Jónasar Jónssonar
að sameina vinnandi fólk til sjáv-
ar og sveita. Hann hugðist gera
þennan sérstæða, en að mörgu
leyti sundraða aðila, að sterku og
áhrifariku afli i stjórnmálabar-
áttu og sókn til betra lifs. Það er
öllum kunnugt, aö Jónas Jónsson
átti þann draum, að tveir stjórn-
málaflokkar ynnu saman, hvor á
sinu sviði, Framsóknarflokkurinn
I sveitum og dreifbýli, Alþýðu-
flokkurinn i þorpum og bæjum.
Þegar ég var I Samvinnuskól-
anum höfðu allir andstæðingar
afturhalds og ihaldssemi eitt
sameiginlegt heiti: rauðliðar.
Það táknaði engan veginn sér-
staka samúð með kommúnisma
eða þjóðnýtingu, heldur hitt, að
þjóðinni sjálfri, alþýðunni I land-
inu, væri ætlaður mikill hlutur og
vaxandi.
Hvort menn á þeim árum skip-
uðu sér i raðir Framsóknar-
flokksins eða Alþýðuflokksins gat
verið tilviljun háð. Pálmi Hann-
esson rektor, sem á þessum árum
var að mótast, skrifaði eitt sitt
grein i tilefni afmælishátiðar Al-
þýðuflokksins. Honum fórust orð
á þá leið, að það eitt hefði skipað
honum i raðir Framsóknarflokks-
ins að hann var bóndaborinn.
Heföi hann verið bæjarbarn, taldi
hann liklegt, að leið sin hefði legið
til Alþýðuflokksins.
Þegar ég horfi aftur, er mér
næsta ljóst, að það voru einmitt
tengsl min við sjávarsiðuna, sem
gerðu það eðlilegt, að leið min
lægi til verkalýðshreyfingarinn-
ar, sem þá var skipulögð i beinum
tengslum við Alþýðuflokkinn.
, Ég man þau ár, er ég, allt of
ung aö árum og reynslulaus — en
i hrifningu æskunnar — tók að
starfa I verkalýðssamtökunum á
Akranesi. Það starf hefur raunar
mótaö lif mitt og viðhorf, allt
fram á þennan dag.
Með veganesti frá Samvinnu-
skólanum og Jónasi Jónssyni,
fannst mér ekkert augljósara, en
að samvinnustefnan og verka-
lýðshreyfingin væru tvær greinar
á sama stofni. Ég tel, að þessi
stutta frásögn, um uppruna minn
og mótun geri ljóst, að ég hef allt-
af trúað á fólkið — mátt samtak-
anna — og styrk samvinnunnar.
Nú þegar ég hef misst trú á getu
Alþýöuflokksins til að móta fram-
tiðarstefnu samvinnu og samein-
ingar, var ekkert eðlilegra en að
ég hyrfi I raðir Framsóknar-
manna, sem i vitund minni voru
raunar aldrei annað en skipuleg
samtök, sem unnu að sömu verk-
efnum og Alþýðuflokkurinn, — að
sameina fókið i landinu til félags-
legs átaks og menningarlegrar
verkefna.
Samvinnuhreyfingin og verka-
lýöshreyfingin, eru náskyldar,
bæöi hér, og þó alveg sérstaklega
erlendis, studdar af sama fólki,
og vinna hvor á sinn hátt að bætt-
um hag þess.
Enginn má skilja orð min svo,
að ég hafi misst trú á stefnu og
baráttu Alþýðuflokksins. Hitt hef-
ur ekki verið mér sársaukalaust,
að sjá hversu baráttumálin og
hugsjónir hafa orðið að þoka fyrir
valdabaráttu einstakra aðila og
meginkjarni stefnu flokksins hef-
ur orðið útundan I einskisvirðu
dægurþrasi.
Þannig er að minu mati málum
komið, að mér finnst naumast
nokkur orka eftir til að sinna
hinni raunverulegu félagsmála-
baráttu, sem flokkurinn var upp-
haflega stofnaður til að sinna og
sanna.
Það er með öllu óþarft að leyna
þvi, að einn málaflokkur félags-
málabaráttunnar hefur staðið
hjarta minu næst. Sá málaflokkur
er tengdur heilbrigðismálum, en
felst að öðru leyti i þvi að hjálpa
olnbogabörnum samfélagsins,
þeim sem einhverra orsaka
vegna hafa misst fótfestu i lifinu
og eiga fárra kosta völ til að
hverfa til eðlilegs lífs eða harðrar
lifsbaráttu.
Það hefur verið gæfa lifs mins
að fá tækifæri til að rétta þessu
fólki, sem hér um ræðir, hjálpar-
hönd.
Nú er það ætlun min, undir
merki samvinnustefnunnar, að
halda þessu starfi áfram og
freista þess að tryggja framgang
þessa þáttar félagsmálabarátt-
unnar — ekki aðeins i höfuðborg
landsins, heldur einnig úti á
landsbyggðinni, þannig að engum
verði gleymt, — heldur verði
einnig á þessu sviði um að ræða
jafnvægi i byggðum landsins. Ég
hef orðið þess áþreifanlega vör,
að þar biða verkefni mörg og stór.
„Aðgát skal höfð i nær-
veru sálar”
Þaö er að sjálfsögðu ljósasti
vottur um félagslegan þroska
hverrar þjóðar, hversu búið er að
þvi fólki, sem einhverra orsaka
vegna getur ekki notið hæfni sinn-
ar, sumpart vegna þess að það
hefur lent á villigötum, en sum-
part vegna þess að það hefur
skerta starfsorku, hvort heldur
þar er um meðfæddar veilur að
ræöa, eða barátta lifsins veldur
böli þess. Þegar horft er til þessa
hjá þjóö okkar, hlýtur dómur um
félagslegan þroska, sem á slikum
forsendum er reistur, að verða að
mörgu leyti mjög hagstæður, þótt
hittdyljist ekki, að nokkur munur
er á framlagi til hinna mismun
andi aðila, og virðist sem nokkur
tilviljun ráði á stundum. Við vilj-
um öll, að vel sé búið að öryrkj-
um, og mikil aðstoð og hjálp er
þeim látin i té, sem eiga við van-
heilsu og böl að striða. Þetta ber
að meta og þakka, og er engum
greiði gerður með þvi að sjá ekki
skóginn vegna einstakra visinna
trjáa. Þvi vik ég að þessu efni, að
mér er það mikið hjartans mál að
geta fengið tækifæri til þess að
vekja athygli á nokkrum verkefn-
um, sem biða óleyst, en stór
stjórnmálasamtök með hugsjón
samvinnuhreyfingarinnar að
leiðarljósi, ættu að geta stuðlað
að úrbótum og lausn á.
Fyrsta málið, — og að minu
mati stærst og brýnast, — er að
jafna aðstöðu allra þeirra, sem
sjúkir eru, vanheilir og van-
þroska, hvort sem um likamlegar
eða andlegar orsakir er að ræða,
og hvar á landinu sem hlutaðeig-
andi býr, eða á sér samastað. Við
vitum öll, að mikið skortir á að
þessi aðstaða sé jöfn, en misréttið
byggist I mörgum tilfellum á ger-
óliku mati á sjúkleika manna, og
hallar mjög á þá, sem við andlega
vanheilsu eiga að striða.
Þá er einnig auðsætt, að á-
kveðnir landshlutar eru mjög af-
skiptir, og verða að þessu leyti að
treysta á þá aðstöðu eða sérstöðu,
sem höfuðborgarsvæðið hefur.
Hér þarf að verða breyting á.
Skipuleggja þarf félagsl. aðstoð
og hjálp frá rótum, og gera áætl-
un fyrir landið allt, þar sem eng-
um verði gleymt, hvorki vegna
eðlis sjúkdóms þeirra eða búsetu.
Annað stórmál, sem krefst
skjótrar úrlausnar, eru fangamál
og fangahjálp. Sem betur fer hef-
ur nýlega verið sett löggjöf, sem
auðveldar að miklum mun fram-
kvæmd i þessum efnum, en hitt
vita allir, að lög út af fyrir sig
leysa ekki allan vanda, enda þótt
með lögum fáist viðurkenning á
þvi, að um verkefni og úrlausnar-
efni samfélagsins sé að ræða. Til
þess að lög nái tilgangi sinum,
þarf tvennt til að koma: skipu-
lagning og fjárframlög. Það er
einmitt varðandi þessi atriði, sem
Framhald á bls. 13
HÆTTURNAR, SEM STEÐJA AÐ ÍSLENZKU LÝÐRÆÐI
Islenzkt lýðræði er ekki gam-
alt að árum, varla eldra en öld-
in, sem við lifum á. 1 grann-
löndunum horfum við upp á,
hvernig margvislegir erfiðleik-
ar geta gert lýðræöið máttvana
— svo lamað, að ólýðræðisleg-
um öflum gefst færi á að hrifsa
völdin. Þvi miður blasir upp-
lausn I stjórnmálum lýðræðis-
landa Evrópu við alltof viða:
ýmist er það flokkafjölgun eða
slik efling flokka lengst til hægri
og vinstri, sem stefnir málum i
óefni. A Italiu hefur kommún-
istaflokkurinn eflztsvo mjög, að
i landinu rikir nánast stjórn-
leysi. Og viða annars staðar má
augum lita glundroða og efna-
hagslegt hrun, sem honum er
samfara.
Hér á landi veldur þróunin
sönnum lýðræöissinnum einnig
áhyggjum. Bæði sjálfstæðis-
menn og kommúnistar reyna að
blása upp þau mál, sem hvað
mestri sundrung valda með
þjóðinni. Þannig gera þeir sér
vonir um að þrýsta almennings-
álitinu til tveggja skauta, sem i
kosningum hlýtur að verða vatn
á þeirra myllu. Þegar málum er
svo komið, er sú stefna ein sjálf-
stæðisstefna þjóöarinnar, sem
kann að rata meðalhófið á milli
öfga.
Stefna Einars Agústssonar i
varnarmálum þjóðarinnar er
einkar lærdómsrik I saman-
buröi við stefnur Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðubandalags-
ins. Framsóknarflokkurinn
leggur þannig áherzlu á, að viö
veröum áfram I Atlantshafs-
bandalaginu. Með þvi er tryggt,
aö árás á ísland þýðir árás á öll
hin bandalagsrikin. Fram-
sóknarflokkurinn leggur hins
vegar einnig áherzlu á, að þjóð-
inni er lifsnauðsyn að binda
hægt og sigandi, eftir þvi sem
ástand alþjóðamála leyfir, enda
á dvöl erlendra manna á is-
lenzkri grund. Framsóknar-
flokkurinn leggur þvi áherzlu á
endurskoðun varnarsamnings-
ins. 1 varnarsamninginn, sem
Bjarni Benediktsson gerði á sin-
um tima, slæddust ýmis ákvæöi,
sem eru þjóðinni stórvarasöm,
eins og t.d. aö tslendingar sjálf-
ir skuli bera tjón, sem verða
kann á mannvirkjum hér á
landi, ef hernaðarátök yröu.
Sú aðstaða, sem Bandarikja-
menn og aðrir bandamenn okk-
ar þurfa hér á landi, er aðstaða
til eftirlits á hafinu, t.d. með
rússneskum kafbátum. Banda-
riska varnarliðið er nú þegar
aðeins eftirlitsliö, en ekki
varnarlið. Til raunverulegra
varna hér á landi með vigvélum
hefur það hvorki styrk né her-
gögn. Sú vernd, sem tslendingar
njóta i öryggismálum, er þvi
óbein. Varnarliðið eflir varnar-
mátt Atlantshafsbandalagsins
og Bandarikjanna, og við njót-
um þannig aukins öryggis.
Nafngiftin „varnarlið” hefur
þvi alla tiö veriö villandi. 1 ljósi
þessa er skynsamlegasta stefn-
an, að Islendingar leggi fram
skerf sinn I Atlantshafsbanda-
laginu með þvi að gefa banda-
lagsþjóðunum nægilega aðstöðu
til eftirlitsins, eins og gert er ráð
fyrir i tillögum Einars Agústs-
sonar, en að hér verði ekki her-
liö að óþörfu.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er
óþjóöholl og nánast kjánaleg
undirlægjustefna. Hún gerir
ekki ráð fyrir neinni endurskoð-
un á varnarsamningnum, held-
ur beinlinis, ef alvarlega væri
tekin, að komið væri upp her-
stöðvum i öllum sýslum lands-
ins. Engin ástæða er þó til að
ætla, að Sjálfstæðismenn hafi
slikt i hyggju i alvöru. En þjóðin
hlýtur að biða tjón af þvi, ef
bandariskir rikisborgarar
verða fastur þáttur i islenzku
þjóðllfi, eins og þeir hafa fengið
að koma sér fyrir á árum við-
reisnarinnar. Þannig er fjöldi
bandariskra rikisborgara bú-
settur á við og dreif um Reykja-
nes, i Keflavik og i Hafnarfirði.
Þessir menn njóta allrar þjón-
ustu, sem þessi bæjarfélög inna
af hendi, en þeir greiða samt
engin opinber gjöld eins og Is-
lendingar til að halda bæjar-
félögum þessum uppi. Allir heil-
skyggnir menn sjá, hversu
háskaleg slik framvinda er. Og
fái Sjálfstæðisflokkurinn að
ráöa þessum málum, mun hann
koma endurskoðun Fram-
sóknarflokksins fyrir kattarnef.
Þá mun bandarikjamönnunum
utan Keflavikurflugvallar
fjölga smátt og smátt. Þarf ekki
að leiða getum að þvi, hvert
stefnir með slikum sofandahætti
Islendinga um þjóðerni sitt Og
sjálfsvirðingu. Þetta vilja
Framsóknarmenn lagfæra með
endurskoðun varnarsamnings-
ins. Og slika endurskoðunar-
stefnu skilja bandamenn okkar i
Atlantshafsbandalaginu.
Stefna Alþýðubandalagsins er
ekki siður en stefna Sjálfstæðis-
flokksins óþjóðholl og háska-
samleg Islenzku fullveldi. Hún
stefnir að þvi að rýja okkur vin-
áttu og trausti bandamanna
okkar og grannþjóða. Þessar
þjóðir eru helztu viðskiptaþjóðir
okkar, og verkmenning okkar
hvílir á vélum og tækni, sem við
fáum frá þessum þjóðum. öllu
þessu steypum við i voða, og um
leið öryggi okkar gagnvart út-
þenslustefnu kommúnismans,
ef við göngum úr Atlantshafs-
bandalaginu, eins og Alþýðu-
bandalagsmenn predika. En
predikarar Alþýðubandalagsins
eru, eins og alþjóð veit, sömu
mennirnir og stjórnuðu
kommúnistaflokknum gamla og
sósialistaflokkinum. Sagan hef-
ur fært okkur sanninn um, að
þessir menn voru glámskyggn-
ir, er þeir bundu traust sitt við
Stalin og Sovét-Rússland, og við
höfum ekki nú, fremur en þá,
ástæöu til að treysta dómgreind
þeirra.
Látum þvi ekki þá menn, sem
mest vilja i móti gangast,
öfgarnar til hægri og vinstri,
riðla islenzkri alþýðu til tveggja
skauta. Þá getur ástandið orðið
likt og það er á ttalíu. Ævarandi
stjórn spillts hægri flokks, slag-
andi i glimu við ábyrgðarlausa
stjórnarandstöðu á valdi
kommúnista. Þetta eru höfuð-
rök til að kjósa hófsama stefnu
Framsóknarflokksins. —TK