Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.06.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 27. júni 1974. Fimmtudagur 27. júni Rætt við Þórarin Sigurjónsson í Laugardælum, sem skiptir efsta sætið I OUUUMUilUMV|UI Ucfcfllll Sumir menn hef jast til virðingar i samfélaginu sem þeir búa i, vegna þess að þeir hafa meiri tiltrú en aðrir menn. Einn þeirra er Þórarinn Sigurjónsson, er nú skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins i Suðurlandskjördæmi. Þórarinn Sigurjóns- son, bústjóri i Laugar- dælum, er einn þeirra manna, sem oft eru kvaddir til forystu i héraði sinu. Hann er lik- legur til að koma fram málum, og hann nýtur fyllsta trausts. 1 þvi er fólgin mannlýsing. Fyrstu afskipti hans af félagsmálum voru i Kosningarnar. Mér er það engin launung, að flokknum hefur bætzt nýtt fylgi. 1 stjórn Framsóknar- félags Arnessýslu hefur hann átt sæti um árabil, og hann hefur verið for- maður Kjördæmasam- bands Framsóknar- manna i Suðurlands- kjördæmi. Auk þessa hefur hann verið formaður sóknar- nefndar Laugardæla- safnaðar og meðhjálpari i kirkju safnaðarins um árabil. Eins og sjá má á ofangreindu, er þaö i rauninni makalaust, hve opinber störf hafa hlaðizt á Þórarin i Laugardælum, og ekki sizt þegar þess er gætt, að hann er aldrei með hálfum huga við neitt, heldur ávallt brennandi I andan- um. Auk alls þessa hefur hann stjórnað stærsta búi á Islandi, til- raunabúi Búnaðarsambands Suðurlands, þar sem nautgripir skipta hundruðum. Viö hittum Þórarin að máli á dögunum, er við vorum þar á ferð, og inntum hann eftir stjórn- málum og framboði hans. Tveir þingmenn hættu eftir merkan þingferil — Hvenær hófst þú afskipti af stjórnmálum? Landhelgin. Ráðuneyti Steingrims Steinþórs- sonar, Hermanns Jónassonar og Ólafs Jóhannessonar færðu landhelgina út i 4,12 og nú siðast i 50 milur. Það þarf þvi Fram- sóknarstjórn til að færa landhelgina út. ég tel mig hafa orðið varan við að flokknum hefur nú bætzt nýtt fylgi. Ég tel, að forysta ölafs Jó- hannessonar i uppbyggingu landsins og landhelgismálinu komi þar mjög við sögu. Við erum þvi bjartsýnir á fylgisaukningu. Viö síðustu kosningar vantaði mikið á að flokkurinn næði þrem þingmönnum kjörnum i Suður- landskjördæmi, svo það verður þungur róður að koma inn i þingið þriðja manni á framboöslistan- íhaldið og 200 milurn- ar. Mér er spurn: Hvers vegna færðu þeir ekki út i 200 milur meðan þeir voru við völd? Þórarinn I Laugardælum var forgöngumaöur um aö keypt var færanleg heykögglaverksmiöja, og er hann formaöur félagsstjórnar og framkvæmdastjóri verksmiöjunnar. Bændur leggja til nýslegna tööu og fá hana kögglaöa til baka. Myndin er af Þórarni viö verksmiöjuna i landi Laugardæla. Þannig hefur Þórarinn ávalit veriö I fararbroddi þeirra, er vinna aö nýjungum, en auk þess hefur hann rekiö tiirauna- bú Búnaðarsambands Suöurlands I tvo áratugi. FRAMSÓKN EYKUR FYLGI SITT í SUÐURLANDSKJÖRDÆMI Ungmennafélaginu Kára Sólmundarsyni. Árið 1947 varð hann for- maður þess félags, og var það til ársins 1952. Siðan lá leiðin i almenn stjórnmál og félagsmál. Hann varð sýslu- nefndarmaður, formað- ur Verkstjórafélags Suðurlands og átti sæti i sambandi eggjafram- leiðenda og hefur verið formaður þess frá 1962. Þá hefur hann látið samvinnumál til sin taka, átti sæti i stjórn Kaupfélags Árnesinga frá 1963, og formaður þeirrar stjórnar hefur hann verið siðan árið 1967. Árið 1968 var hann kosinn i stjórn SÍS. Efnahagsmálin. Tillög- ur Ólafs Jóhannesson- ar á alþingi voru fullnægj- andi. Stjórnarandstað- an hefur engar tillögur. Stjórnarandstaðan. Þeir láta þvi ósvarað, hvort þeir ætli til Haag. Engar tillögur i efna- hagsmálum ... undar- legt að þeir skuli telja sig hæfa til að fara með völd. — Það mun hafa verið eftir að ég fluttist til Arnessýslu. Ég fæddist I Vestmannaeyjum áriö 1923, en fluttist kornungur að Pétursey I Mýrdal,þar sem faðir minn bjó. 1 fyrstu voru þetta nú ekki umtalsverð stjórnmálastörf, þar til upp úr 1960, er ég fór að sinna stjórnmálum og félagsmál- um fyrir alvöru. Nú, ástæðan til þess að ég skipa fyrsta sæti framboðslistans nú er sú, sem alþjóð veit, aö tveir þing- menn Framsóknarflokksins, þeir Agúst Þorvaldsson og Björn Fr. Björnsson, létu af þingmennsku. Agúst var þá búinn að gegna þingmennsku i 18 ár og Björn sýslumaður haföi einnig setiö á alþingi um árabil. Báðir þessir menn hafa verið fulltrúar okkar hér i Suðurlands- kjördæmi við ágætan orðstir, en að eigin ósk hætta þeir nú þing- mennsku. Það gefur auga leið, að það eru mikil umskipti fyrir okkur hér, þegar tveir grónir og skörulegir þingmenn kjósa að hætta, en það gekk vel að koma saman listan- um eigi að siður, og samstaða er um hann. Efstu sæti listans skipa nú nýir menn, og það hefur veriö okkur ómetanlegur styrkur, að þeir Agúst og Björn sýslumaður hafa unnið af fullum krafti meö okkur i kosningabaráttunni. Framsókn með aukið fylgi — Hvernig hafa kjósendur i kjördæminu tekið framboði Framsóknarflokksins aö þessu sinni? — Kjósendur hafa að minum dómi tekið okkur mjög vel. Það er mikil hvatning fyrir okkur fólgin i þvi, að almennur vilji virðist vera fyrir hendi að gera kosningarnar sem hagstæðastar fyrir Fram- sóknarflokkinn. Þetta á ekki ein- asta við um trygga flokksmenn, heldur fjölmarga aðra, sem styöja okkur að þessu sinni, að minnsta kosti. — Mér er það engin launung, að um, en við vinnum markvisst að þvi að svo geti orðið. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur væri ákaflega þarfur þingmaður fyrir Suðurlandskjördæmi, þvi hann hefur mikla reynslu. — Hver er staða flokksins I kjördæminu, málefnaiega séð? — Hún er mjög góð, og ég veit að stefna flokksins i byggðamál- um mælist vel fyrir. Unga fólkið er nú kyrrt i sinni heimabyggð, og Sjálfstæðisflokkurinn . . . Það verður að segj- ast eins og er, að það er litil von til þess að landhelgi Islands stækki, ef Sjálfstæðis- flokkurinn á að ráða rikisstjórninni. flóttinn til Reykjavikur hefur ver- ið stöðvaður — I bili, þvi þaö er búiö að veita þvi meiri aðstöðu og betri, en áður var. Þess vegna er enginn vafi á þvi, að um allt héraðið er litið svo á, að vinstri stjórnin hafi verið umbótastjórn, Nýr þingmaður? Guð mundur G. Þórarins- son verkfræðingur væri ákaflega þarfur þing- maður fyrir Suður- landskjördæmi. Ný þingmál. Við höfum vatnsorku og jarðhita. Þessar orkulindir þarf að nýta. Vinnsla á bú- vörum fari meira fram i héruðunum en núna er. sem mikið hafi gert fyrir lands- byggðina. Við sjáum alls staðar uppbygg- inguna, og við gerum okkur grein fyrir þvi, að ef Framsóknarflokk- urinn verður áfram við völd i rikisstjórn, þá verður sókninni I atvinnumálum, byggðastefnunni, haldið áfram. Nýta þarf möguleika til stóriðju i Suðurlandskjördæmi — Hver eru helztu mál i fram- kvæmdum, sem þiö teijiö aö veröi verkefni næstu stjórnar, ef Fram- sóknarmenn ráða? — Það er iðnaðurinn. Suður- landskjördæmi hefur innan sinna marka stórar verstöðvar, Vest- mannaeyjar og Þorlákshöfn, og svo Eyrarbakka og Stokkseyri. Hér eru einnig mikil fyrirtæki i verzlun og afurðasölu, en okkur finnst, að hér þyrfti að koma upp einhverri stóriðju. 1 Suðurlands- kjördæmi eru einhver blómleg- ustu landbúnaðarsvæði þessa lands, en samhliða verður að eiga sér stað viss iðnaðaruppbygging, til þess að byggðaþróun geti talizt eðlileg. Við höfum hér mikil vatnsföll innan markanna, og jarðhiti er viða. Þessar orku- og auðlindir þyrfti að nota, taka virkjanir þeirra inn i myndina, og það sem fyrst. Einnig teljum viö, að enn skorti á, að vinnsla á bú- vörum fari nógu mikið fram i héruðunum. Að þessu munum við vinna. — Um hvaö hefur helzt veriö rætt á framboðsfundunum? — Það er stjórnarstefnan, land- helgismálið, herstöðvamálið og efnahagsmálin. Þetta eru helztu málin, en auk þess koma inn i umræður sérmál, eins og til dæmis orkumál, sem mikið hafa verið rædd. Stjórnarandstaðan hefur haldið sig við framangreind mál og talið þau þýöingarmikil, talið illa á þeim haldið, en að okkar dómi hefur verið gert svo mikið átak, að ekki fari á milli mála, að al- menningur geri sér það ljóst. Varnarmálin. Styð samkomulag, sem náðst hefur i rikis- stjórninni um tillögur i varnarmálum. Landhelgin aldrei færð út nema undir forystu Framsóknar — Ég vil t.d. benda á það, að i stjórnartíö Framsóknar hefur landhelgin ávallt verið færð út. I rikisstjórnartið Steingrims Stein- þórssonar var landhelgin færð úr þrem milum út i fjórar og flóum og fjörðum lokað, en þar með var stækkunin á landhelginni nær tvö- földuð. Siðan færði Hermann Jónasson út I 12 milur, og nú i stjórnartið Ólafs Jóhannessonar var fært út i 50 sjómilur. Það verður að segjast eins og er, að það er litil von til að land- helgi Islands stækki, ef Sjálf- stæðisflokkurinn á að ráða rikis- stjórninni. Þeir tala mikið um 200 milur núna — minna dugar ekki — en mér er spurn, hvers vegna færðu þeir ekki út i 200 milur meðan þeir voru við völd? Nei, þeir höfðu ekki i hyggju að stækka landhelg- ina neitt. Um það eru skriflegar sannanir i Morgunblaðinu. Þeir vildu bfða eftir niðurstöðu haf- réttarráðstefnunnar. Allir geta séð, hvar við stæðum nú, ef þeir heföu haldið völdunum. Ég tel þvi, að þegar fært verður út i 200 milur, þá sé eins gott að Fram- sókn fari með völdin. — Varnarmálin eru lika rædd. Það er reynt að stofna til æsinga út af þeim. Við styðjum stefnu Einars Agústssonar og Fram- sóknarflokksins og það sam- komulag, sem náðst hefur i ríkis- stjórninni um tillögur i varnar- málunum. Framhald á bls. 12 Þórarinn Sigurjónsson i Laugardælum er einn farsælasti leiötogi Sunnlendinga. Maöur sem hafizt hefur til viröingar I samfélagi og samtlö fyrir verðieika. Þaö er ekki nein tilviljun, aö hann skipar nú efsta sætið á lista Framsóknarflokksins i Suöurlandskjördæmi. A myndinni er hann meö konu sinni, ólöfu Haraldsdóttur, en þau búa I Laugardælum og eiga fjögur börn. Þórarinn stendur nú á fimmtugu. TÍMINN 11 Sverrir Bergmann, læknir, 3. maðurinn á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík: Hagsmunamál Reyk- víkinga, að heilbrigðis- þjónustan verði betur skipulögð Verulegum hluta þjóöartekn- anna er varið til heiibrigðismála. i tiö núverandi rikisstjórnar hafa framlög til þessara mála veriö margföiduð. 1 heilbrigöismálum hefur veriö sett margháttuö og merk löggjöf og stefna mörkuö, er miöar markvisst að lausn þeirra ágalla, sem mestir hafa þótt i heilbrigðisþjónustunni. Þetta ber allt aö meta. Þótt sitthvað þyki miður fara á þessu sviöi er það nú svo, að heil- brigðisþjónustan á Islandi er I heild tiltölulega góð og á mörgum sviöum stendur hún jafnfætis þvi sem bezt gerist. Avallt er viö ein- hvern vanda að glima og mál eru sjaldnast leyst i eitt skipti fyrir öll. 1 harðri kosningabaráttu er ekki mikil umræða um mála- flokka eins og heilbrigðismál og er það kannske að vonum. Um þau er ekki eða ætti ekki að vera raunverulegur pólitiskur ágrein- ingur. Hitt ætti þó flestum að vera ljóst, að eins og háttar i þjóðfélagi okkar eru heilbrigðismálin glöggt dæmi um úrlausnarefni eftir félagslegum leiðum, ef vel á að farnast. Skal þó sizt dregið i efa, að á þessu sviði vilji ekki allir vel aö standa. 1 þessari stuttu grein vildi ég nokkuð ræða um þann vanda, sem veit aö Reykvikingum viðkom- andi heilbrigðisþjónustu og er það hiklaust Reykvikingum meiri- háttar hagsmunamál að reynt verði markvisst að skipuleggja betur heilbrigðisþjónustuna i borginni. Heimilislækningarnar Reykvikingar kvarta undan þvi, hversu erfitt er að ná I heimilislækninn eða lækni yfir- leitt. Þótt stundum sé þetta orð- um aukið er hér hreint ekki farið með staðlausa stafi. Þó er það staðreynd, að heimilislæknar eru starfandi frá morgni til kvölds allan ársins hring. Sú skýring er helzt gefin, að heimilislæknar i Reykjavik séu of fáir og er sú skýring rétt svo langt sem hún nær. Þó er hér jafnt um að ræða skipulagsvandkvæði. Reykjavik er ekki lengur aðeins Tjörnin og næsta nágrenni henn- ar. Borgin er orðin stór með fjöl- mennum ibúðarhverfum, er breiða sig um stór svæði. Heimilislækningarnar þarf að staðsetja I hinum ýmsu ibúðar- hverfum. Þar þarf að koma upp læknamiöstöðvum, þar sem t.d. 5- 7 læknar gegna þjónustu við 5000 ibúa. Læknar, sem þannig ynnu saman á læknastöð og sinntu af- mörkuðu hverfi, gætu með eðli- legri verkaskiptingu I senn haft opna stöðina allan daginn og ann- ast vitjanir i hverfinu og myndi þá verulega draga úr s.n. vakta- vitkjunum, sem við nú þekkjum, en þær eru I 90% tilfella aðeins uppbót á heimilislæknaþjónust- una eins og henni er nú háttað en aðeins um 10% raunverulegar nauðarvitjanir. Neyðarvakt i hverju hverfi 5.-7. hvern sólar- hring myndi ekki iþyngja neinum lækni þrátt fyrir langan vinnudag og alveg leysa af hólmi þá endemis vaktþjónustu, sem nú er i borginni og sem eingöngu er i gangi sem slik vegna ófullkom- innar heimilislæknaþjónustu. Ég veit að hugmyndin um læknamiðstöðvar er ekki ný. Ég veit einnig, að ráðgert er að koma upp heilsugæzlustöðvum i nokkr- um hverfum borgarinnar. Hins vegar er það staðreynd, að slik framkvæmd tekur sinn tima og heilsugæzlustöð hlýtur að þjóna mun stærra svæði heldur en læknamiðstöð. Vandamálið i sambandi við heimilis- lækningarnar hefur staðið I mörg ár og er löngu orðið timabært að færa skipulag þessarar þjónustu i það horf, sem eitt mun duga hér i höfuðborginni. Hvað sem liöur ráðum og nefndum, tillögum og álitsgerðum, er aðalatriðiö að hefjast handa. Þar mun hiklaust þurfa forystu heilbrigðisyfirvald- anna og borgarinnar, þótt þessum málum verði auðvitað ekki skipað nema í fullu samstarfi við heimilislækna og Sjúkrasamlagiö I Reykjavik. Ég hygg, að þetta skipulag, sem koma mætti i framkvæmd á örstuttum tima, gæti að mestu eða öllu leyti leyst þennan eilifa vanda hingaðtil að helzt aldrei náist i lækni. Timi einsetumannsins i lækna- stétt er liðinn. Gamli heimilis- læknirinn vann mikið og gagn- merkt starf, sem meta ber að veröleikum. En með nýjum tima hafa komið breytt viðhorf og aðr- ar kröfur og þeim verður að mæta með breyttu skipulagi. Heimilislækningar eru einn af mikilvægustu undirstöðuþáttum heilbrigðisþjónustunnar. Það er fagnaöarefni, að nú skuli reynt að hefja þær til þeirrar virðingar, er þeim ber. Það er einnig ánægju- efni, að brátt munu útskrifast úr Læknadeild fleiri læknar en áður og mér virðist sú skoðun rik meðal fjölda læknaefna, að þeir muni halda inn á svið heimilis- lækninganna. Þannig mun innan tiðar leysast sá þátturinn, er hugsanlega stæði nú mest I vegi breyttu skipulagi, að hér væru ekki nægir heimilislæknar. Þjónusta sérfræðinga Þá kvarta borgarbúar undan þvi hversu erfitt sé að fá viðtöl hjá hinum ýmsu sérfræðingum. Auðvitað er þetta nokkuð mis- jafnt eftir þvi, hver sérgreinin er, þvl þær eru misvel mannaðar. Tvennt er það einkum, er ég hygg að myndi draga úr hinum langa biðtima hjá sérfræðingum og jafnframt úr s.n. hlaupum milli sérfræðinga. Hið fyrra er efling heimilislæknaþjónustunnar eftir þeirri leið, sem áður er nefnd. Það er min skoðun, að heimilis- læknir, sem fengi til þess aðstöðu og umfram allt tima að sinna sin- um sjúklingum eins og hann i raun vildi, þyrfti þá um leið að senda færri til sérfræðinga. í raun er það svo, að sérfræðingar lenda inn á þá braut að stunda að nokkru leyti heimilislækningar til þess að létta á kollegum sinum, en þetta skapar aftur lengri bið- tima fyrir þá, sem á raunveru- legri sérfræðingsaðstoð þurfa að halda. Þetta atriði undirstrikar enn mikilvægi heimilislækna- þjónustunnar. Hitt atriðið er svo það, að sjúkrahúsin tækju upp meiri þjónustu við sjúklinga, er visað væri til sérfræðinga viðkomandi sjúkrahúss. Einkum ætti þetta við um þá sjúklinga, sem líklegt væri að þyrftu að hitta fleiri en einn sérfræðing og svo þá sjúklinga, sem óforsvaranlegt teldist að biðu lengi eftir sérfræðingsvið- tali. Góður heimilislæknir greinir aö sjálfsögðu þessa sjúklinga og kæmi þeim þessa leið til sér- fræðinganna. Þetta myndi siðan enn stytta biðtimann á lækninga- stofum sérfræðinganna. Að þessu slöara atriði verður að vinna markvisst og koma þar á ákveðnu skipulagi. Ég vil i þessu sambandi minna á, að sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum, þurfa ekkert að greiða fyrir alla þá þjónustu, sem þeim er þar veitt. Er það vel og hvarflar vonandi ekki að neinum að breyta þvi. En það er um leið réttlætismál, að sjúklingar, sem ganga til rannsókna utan sjúkra- húsa, fái kostnað af sliku að fullu endurgreiddan. Hafa þeir reynd- ar sparað útgjöld með þvi að gangast undir rannsóknir án þess að taka upp sjúkrarúm. Sjúkrahúsin Þá vita Reykvikingar hversu erfitt er að komast inn á sjúkra- hús til rannsókna og hversu erfitt er um alla endurhæfingar- og hjúkrunaraðstöðu. Þetta vildi ég ræða sameiginlega. Það er staðreynd, að i Reykja- vik eru nú nægjanleg sjúkrarúm fyrir sjúklinga með bráða sjúk- dóma eða til sérstakra rann- sókna. Sjúkrarúm fyrir geðsjúka eru hér ekki meðtalin. Ástæðan fyrir hinum löngu biðlistum ein- stakra deilda sjúkrahúsanna er einkum sú, að verulegur skortur er á rúmum fyrir langlegu- og hjúkrunarsjúklinga, endur- hæfingaraðstaða er mjög ófull- nægjandi og loks hefur þess ekki verið gætt með fjölgun sjúkra- rúma, að rannsóknadeildir væru byggðar upp til samræmis við vaxandi álag og aukna rann- sóknatækni. Afleiðingin hefur orðið sú, að i sjúkrarúmum ætluðum sjúkling- um með bráða sjúkdóma eða sjúklingum til sérstakra rann- sókna liggja nú langdvalar- og hjúkrunarsjúklingar eða i þeim dvelur fólk, sem ekki hefur ann- ars aðstöðu til nauðsynlegrar endurhæfingar. Jafnframt er það staðreynd, að fjöldi sjúklinga dvelur á sjúkrahúsunum dögum og jafnvel vikum lengur en nauð- synlegt væri vegna þess, að rann- sóknardeildirnar anna ekki rann- sóknarálaginu vegna skorts á að- stöðu, bæði rými og tækjum. Þetta eru alvarlegar stað- reyndir og tafarlausra úrbóta er þörf. Endurhæfingaraðstööu veröur að stórefla. Hér þarf aö koma skóli fyrir nám i endurhæf- ingu, enda er það eina leiðin til þess að efla stétt sjúkraþjálfara, sem er alltof fámenn og annar ekki þvl mikla starfi, sem hún stendur frammi fyrir. t beinu framhaldi verður að auka rými og aðstöðu fyrir endurhæfingu i viðasta skilningi. Aðstöðu rann- sóknadeildanna verður að efla stórlega enda myndi það hafa i för með sér styttingu á legutima og þannig stytta verulega biðtima eftir sjúkrarými. Málum lang- legu- og hjúkrunarsjúklinga verð- ur aö koma i höfn sem fyrst. Sé vel að þessum málum staðið myndi margt vinnast i senn. Sú þjónusta, sem sjúkrahúsunum er ætlað að veita myndi aukast stór- lega jafnframt þvi, að allt önnur aðstaða myndi skapast fyrir langlegu- og hjúkrunarsjúklinga, sem nú eru margir hverjir i heimahúsum, þar sem erfitt er að veita þeim nauðsynlega aðhlynn- ingu, þótt allur vilji sé fyrir hendi. Til viðbotar kæmi svo með öflugri endurhæfingaraðstöðu að fleirum en nú mætti hjálpa til mikils bata og ekki aðeins þeim heldur einnig hinum, sem eru á eftir á einu sviði eða fleirum, en mætti koma til nokkurs þroska. Oll hafa þessi orð áður verið sögð og öllum hefur þessum vanda áður verið lýst. Allt er það vel, en framkvæmdir verða að fara á eftir. Þvi þótt orð séu til alls fyrst duga þau ein skammt. Hér er um að ræða mikið hags- munamál öllum Reykvikingum og raunar öllum landsmönnum. Ég vil sizt gagnrýna mótaða stefnu um röð framkvæmda á sviði heilbrigðismála. En i ljósi upptalinna, augljósra staðreynda hlýtur að vakna sú spurning, hvort ekki þurfi að endurskoða nokkuð þessa framkvæmdaröð m.t.d. nauðsynjar og fram- kvæmdagetu. Þó fæst okkar greiði væntan- lega atkvæði 30. júni n.k. eftir stööunni i heilbrigðismálum, er- um við væntanlega öll sammála um það, að mikilvægt sé, að þannig sé farið með þá miklu fjármuni, sem varið er til heil- brigðismála, að þjónustan verði sem bezt og virkust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.