Tíminn - 28.06.1974, Síða 1

Tíminn - 28.06.1974, Síða 1
Auglýsingadeild TÍAAANS Aðalstræti 7 - * " 1 ' DÖMUR UM LAND ALLT! DRESSFORM NÝR! spennandi 32. bls. póstverzlunarbæklingur með tízkufatnaði fyrir dömuna sem fylgist með. Pantið bækling strax. Einka-söluumboð — Póstverzlunin Heimaval/ Kópavogi. Áframhald uppbyggingarstefnu verður ekki tryggt nema með sigri Framsóknarflokksins „t kosningunum 30. júni fellir þjóðin sinn dóm. Viðförum fram á að hún byggi þann dóm á verkum okkar. Við bendum á eftirfarandi staðreynd- ir, sem ekki verður um deilt: Siðasta þriggja ára timabil hefur veriö eitt mesta framfaraskeiö I sögu þjóðarinnar. Lifskjörin á ísiandi eru nú almennt betri en nokkru sinni fyrr. Stefna sú, sem mótuö var I landhelgismálinu, hefur verið framkvæmd. Stórfelldari atvinnuuppbygging hefur átt sér stað en nokkru sinni fyrr á jafnskömmum tima. Alhliða landsbyggðarstefna hefur gerbreytt ástandinu viðs vegar um land og viðhorf manna. Straumnum hefur verið snúið við. Nú vill fólk flytja til þessara staöa. Góður vinnufriður hefur rikt og má til samanburðar höfða til siðasta kjörtimabils viðreisnarstjórnarinnar, er 700 þúsund vinnudagar töpuð- ust vegna verkfalla. Atvinnuöryggi er sem næst i þvi hámarki, sem hægt er að hugsa sér, og má þar líka til samanburðar nefna siðasta kjörtimabil viðreisnarinnar, þegar 1300 þúsund vinnudagar töpuöust vegna atvinnuleysis. Miklar kjarabætur hafa átt sér stað. Allar þessar staðreyndir blasa viö fólki, hvar sem það leggur leið sina um landið. En hvað segja stjórnarandstæðingar. Þeir sjá ekkert nema myrkur. Myrkur um morgun og miðjan dag. Myrkur nú um Jónsmessuleytið I „nóttlausri voraldar veröld”. En það kátbrosiega er, að samtimis þvi, sem Morgunblaðið þylur dag eftir dag þennan svartagaldur sinn, birtir það viðtöl við fólk viös vegar á landinu, og þaö hefur aðra sögu að segja. Það segir, að atvinna sé rifandi og jafnvel mannekla, þótt fólk- inu hafi fjölgað verulega, það hafi aldrei veriö byggt meira, en upp- gangurinn sé svo mikill á staðnum, að samt sé ekki byggt nóg. AUs staðar eru miklar framkvæmdir i stórhug og framkvæmdavilja.” Þannig fórust Olafi Jóhannes- syni, forsætisráðherra, orð I við- tali við Timann i gær. Um aðstöðu kjósenda til aö meta málin af hlutlægni áður en þeir kveða upp dóm sinn i kjörklefanum sagði 01- afur: „Ég hef lagt spilin á borðiö og visaö málum til dóms kjósenda á sunnudaginn kemur. Ég hef lagt áherzlu á það, að þjóðin fengi sem gleggsta vitneskju um þann vanda, sem við er nú að etja i efnahagsmálum. Framsóknar- flokkurinn er eini stjórnmála- flokkurinn, sem hefur nú fyrir kosningar sagt þjóðinni, hvernig hann vill bregðast við þeim vanda. M.a. þess vegna hefur framsöguræöa min á Alþingi 3. mal sl., er ég mælti fyrir frum- varpinu um viðnám gegn verð- bólgu, veriö sérprentuð, og er nú dreift um allt land. Við Fram- sóknarmenn viljum ekki leyna þjóðina neinu um efnahagsá- standiö, og við viljum heldur ekki gera of lltið úr vandanum. Við höfum ekki reynt, og munum ekki reyna, að blekkja þjóðina, og við viljum, aö hún viti, hvernig við munum bregðast við vandanum, veiti hún okkur þingstyrk til að halda áfram stjórnarforystu. Þetta er meira en aðrir geta sagt. Frá stjórnarandstæðingum hafa engin svör fengist i þessari kosningabaráttu, hvaða úrræðum þeir hyggjast beita gegn efna- hagsvandanum. Hefur þó ræki- lega verið eftir slikum svörum gengið. En af ávöxtunum skulið þið þekkja þá, og ég treysti þvi, að þjóöin sé ekki allt of fljót að gleyma. Fyrri rikisstjórn duldi hið sanna. Ég vil leyfa mér að gera nokk- urn samanburð á þvi, hvernig ég hef nú lagt mál fyrir þjóðina til að gangi og bjartsýni rikjandi ásamt gefa henni sem beztan kost á þvi að kynna sér þau, þannig að hún vissi, um hvað hún væri raun- verulega að kjósa, og þvi, hvernig fyrirrennarar minir i forsætis- ráðherrastóli lögöu mál fyrir þjóðina á „viðreisnartimánum”. t kosningunum 1967 lá það mjög skýrt fyrir, að við verulegan efnahagsvanda væri að etja. Skýrslur efnahagssérfræðinga rikisstjórnarinnar um hið raun- verulega ástand voru þá kyrfi- lega lokaöar niðri I skúffum ráð- herranna. Þjóðinni var sagt, að allt væri I hinu bezta lagi. Ekkert þyrfti að gera, sem neinn þyrfti að bera kviðboga fyrir. Þvert á móti var mönnum lofað, að kjör- inskyldu stórbatna.Viö vöruðum þá við og sögöum, að verið væri að blekkja þjóðina. Viö sögðum þá, að stjórnin fleytti sér á kosn- ingavíxli. Illu heilli trúðu of margir skreytni „viðreisnarherr- anna” og þeir héldu meirihluta sinum. En hvað skeði? Vlxillinn féll. Gripið var til stórfelldrar kjara- skerðingar og samdráttar á öllum sviðum. Gengi islenzku krónunn- ar var fellt strax nokkrum mán- uöum eftir aö búið var að kjósa 1967 Þaö var fellt aö nýju 1968. Verð á Bandarikjadollar hækkaði þá um 104% á aöeins 11 mánuð- um. Heiðarleiki Ólafs Björnssonar prófessors Þegar kosningar nálguðust 1971, hófu „viðreisnarmenn” undirbúning að þvi að leika sama leikinn að nýju. Þeim þótti það hafa gefizt svo vel aö blekkja þjóöina I kosningunum 1967, að sjálfsagt væri að reyna aftur. Sett var á veröstöövun haustið 1970 til aö leyna þeim mikla vanda, sem við var að etja og efnahagsstefna „viðreisnarinnar” hafði skapað. ólafur Jóhannesson forsætisráðherra. En þá þótti ýmsum sér nóg boöið. Þar má meðal Ólafi Björnssyni hagfræöiprófessor, sem þá átti sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hann vildi segja þjóö- inni satt og rétt frá ástandinu, og hann sýndi þann heiðarleik að gera það sjálfur, fyrst ráöherrar hans vildu ekki gera það. Úttekt Ólafs Björnssonar á ástandinu var: HROLLVEKJA.Honum var að visu launað fyrir með þvi, að Sjálfstæðismenn felldu hann frá framboði. En Ólafur Björnsson hefur hlotið virðingu þjóöarinnar fyrir heiðarleik sinn. Heiðarleg skiptivið kjósendur og áfram haldandi uppbygging. Ég vil vinna heiöarlega i stjórn- málum. Ég tel að þjóðin eigi rétt á þvl að fá sem gleggstar upplýs- ingar um stööu þjóömálanna. Ég tel lika, að hún hafi skyldu til að kynna sér þau sem bezt, þegar þau eru refjalaust undir dóm hennar lögð. Ég hef hagað minni kosningabaráttu og mins flokks I þessum anda. Við Framsóknar- menn höfum jafnan höfðaö til dómgreindar þjóðarinnar og treyst henni. Við munum lika hllta þeim dómi, sem upp verður kveðinn með jafnaðargeði, hver sem hann verður. En þvi er ekki að leyna, að við teljum okkur geta átt von á trausti þjóöarinnar, þvi aö jafnframt þvi að segja frá erf- iðleikunum og hvernig við viljum mæta þeim, leggjum viö verk þeirrar rikisstjórnar, sem viö höfum veitt forystu siöustu þrjú ár, undir dóm þjóðarinnar. Við teljum okkur hafa komið mörgu góðu til leiðar, og á sum- um sviöum nálgast þaö þrekvirki, sem rikisstjórnin hefur komiö i verk á svo stuttum tima. A öðrum sviðum, eins og t.d. i glimunni við verðbólguna, hefur okkur tekizt miður, og þaö viljum viö játa hreinskilnislega. Þetta á allt sin- ar skýringar, og skal eg koma að þeim siðar. En með þessum orðum er ég að draga saman I kjarna það, sem um er kosið: Heiðarleg skipti stjórnvalda við kjósendur, launungarlausa úttekt á efnahagsvandanum og úrræðin, sem beita þarf til þess að mæta honum á þá lund, aö leiði til far- sældar fyrir þjóðina, tryggi henni áframhaldandi framfarir og upp- byggingu, sem eru forsendur þess, aö viö getum varið og bætt Framhald á bls. 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.