Tíminn - 28.06.1974, Síða 7

Tíminn - 28.06.1974, Síða 7
Föstudagur 28. júni 1974. TÍMINN 7 VIÐ TREYSTUM GUÐMUNDI FYRIR MÁLUM OKKAR, VEGNA ATORKU HANS OG DUGNAÐAR — segja Vestmannaeyingar, sem Tíminn ræddi við í vikunni — Hvernig gekk ykkur sam- vinnan i landi? — Mjög vel. Samstaöan viö önnur sjúkrasamlög og lækna var mjög til fyrirmyndar. Það voru allir boönir og búnir að greiða fyrir okkur, og ég hygg, aö það hafi ekki nándar allir reiknað sina vinnu. — Hvenær komuö þið svo heim? — Við komum heim um miðjan marz. Þá var um helmingur bóta- þega kominn heim, og þá þótti ekki stætt á öðru en að flytja starfsemina heim. Aður höfðum við sent bætur I póstgfró heim til Eyja og hvert sem var, og sama hátt höfum við nú. — Þessir erfiðleikar hafa auðvitaö sett sitt mark á fólkið? — Já. Auðvitað lita menn mis- jöfnum augum á erfiðleikana. Sumum finnst þeir nánast óyfir- stíganlegir við fyrstu sýn, en þeg- ar menn hafa veriö hérna ein- hvern tíma, þá finnst mönnum allt betra og lita þetta bjartari augum. — Máltækið segir, að fátt sé svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Hverjar eru bjartari hliðar eldgossins? — Þar er nú fyrst til að taka, að höfnin er betri en hún var. Það er aö visu eftir að laga ýmislegt i sambandi við hana en það fer ekki á milli mála að innsiglingin og höfnin sjálf eru öruggari. Nú, svo höfum við fengið ágætis byggingarefni, en byggingarefni var hér alveg á þrotum. Nú höf- um viö nóg af þvi. — Hugarfarsbreyting hjá fólki i sambandi viö eldgosið? — Ég held að þær hljóti að vera til, en hvort þær eru komnar fram vil ég ekki segja. — Hvernig gengur svo upp- byggingarstarfið? — Uppbyggingin gengur vel. Þetta hefur allt þokazt i rétta átt. Hreinsun er lokið á mestum hluta bæjarins, og ráðizt hefur verið til atlögu við hraunið. Kirkjuvegur er langt kominn og verið að undirbúa hreinsun á Heimagötu. Það er fyrirtækið Istak, og raunar fleiri, sem hér eiga hlut að máli, og ánægjulegt, hve allt hefur gengið vel. — Hvernig er nú að standa I kosningabaráttu undir þessum kringumstæðum? — Ég geri alveg ráð fyrir, að flestir hefðu kosið að hafa ekki kosningar á þessu ári. Fólk er ekki búið að jafna sig. Það er órói I mönnum, og þeir hafaekki áttað sig ennþá. — Nú hefur valinkunnur dugnaðarmaður valizt i baráttu- sæti á lista framsóknarmanna. Heldur þú ekki, Jóhann, að framsóknarmenn hér séu ánægð- ir með framboð hans? — Jú, við erum stoltir af þvi að hafa fengið Guðmund G. Þórarinsson til framboðs fyrir okkur. Hann er þekktur hér i Eyj- um fyrir störf sin við byggingar Viðlagasjóðshúsanna. Ég efast bara um, að fólk almennt hafi gert sér ljóst, hversu mikið starf hefur legið á bak við innflutning og byggingu þessara húsa. En þeir, sem þekkja til Guðmundar vita, að þar fer traustur og duglegur maður, og við Vest- mannaeyingar væntum okkur enn mikils góðs af störfum hans fyrir okkur. — Hvað finnst þér einkum hafa sett svip sinn á kosningabarátt- una? — Ætli það sé ekki helzt það, að hér eru allir önnum kafnir við uppbygginguna og aö koma eign- um sinum og húsum I lag og hafa ekki tima til að sinna stjórnmál- um. Þess vegna er annar blær yf- ir kosningabaráttunni en vant er. — En álitur þú samt ekki, að ástæöa sé til að vera vongóður um úrslit kosninganna? —Jú, það állt ég vissulega. Þessir flutningar á fólki I sam- bandi við gosið, hafa eflaust vald- iö ýmsum breytingum á kjörum manna og viðhorfum, svo að það er erfiðara að fylgjast með fólki, en þar sem við þekkjum bezt til, held ég, að ekki sé ástæða til ann- ars en lita björtum augum á mál- ið, og vona þaö, að við fáum ekki nýja ,,viðreisnar”-stjórn yfir okkur! Stjórnarsinnar fara með sigur af hólmi Jónas Guðmundsson er af- greiðslumaður I Kaupfélagi Vest- mannaeyja, i timbrinu, eins og hann sagði sjáifur, og við röbbuð- um við hann um uppbygginguna I Eyjum, þvi að þar þekkir hann glöggt til mála. — Við komum heim um ára- mótin og byrjuðum strax á verzl- uninni, þvi að þá var starfið að komast I fullan gang hérna. Þetta hefur gengið afskaplega vel. Það hefur bara veriö erfitt að fá efni hingað til Eyja, af þvl að þörfin er svo langt fyrir ofan það að vera eðlileg, og það gengur svo hægt að fá vörur hingað. Þetta eru svo sem eölilegir erfiðleikar, en það veröur að reyna að bæta úr þeim, og það sem fyrst. — Með hverju? — Við verðum að fá stærra skip, stærri ferju milli Eyja og lands. Það er eina leiðin til að bæta samgöngurnar. Nú er búið að hanna sllkt skip. Það var einn þátturinn I byggðastefnu fram- sóknarmanna. Nú verður að reyna að flýta byggingu þess. — Þá hefur hreinsunarstarfið gengið vel? — Já, hreinsunarstarfið hefur gengið sérstaklega vel. Það hefur verið prýðilega skipulagt af bæjarverkfræðingnum okkar, Páli Zóphóniassyni, og hans hlut- ur I björgunar- og uppbyggingar- störfum hér verður seint fullmet- inn. Þetta hreinsunarstarf hefur verið undirstaða þess, að menn hafa getað sinnt húsum sinum og lóðum svo vel, sem raun ber vitni. Til að byrja með voru það ekki nema nokkur hús, sem hægt var að búa I, en þeim fjölgar óðum. — Þannig að askan er á undan- haldi, og hraunið blður þess að verða sigrað? — Já, það má segja það. Hreinsunin fór fram úr vonum manna, og þá náttúrlega upp- byggingin I kjölfar hennar. Nú er svo komið, að bærinn allt austur að veggnum ber ekki ýkja mikil merki hamfaranna, að undan- skildum nokkrum húsum, sem ætti að fjarlægja, þvl að þau hafa slæm sálræn áhrif. Það stafar hætta af þessu, þetta eru óæski- legar endurminningar. — Finnst þér áhrifin á fólkið hafa verið sterk, jafnvel nei- kvæð? — Nei, það tel ég ekki. Ég held, að allir geri sér ljóst, að þeir hafi þroskazt I vissum skilningi, — og fólk er alls ekki verr sett til að taka lifsbaráttuna eins og hún er, en það var áður. Lifsbaráttan kann að hafa breytzt, en horf- urnar eru að mlnu viti allar já- kvæðar. — Heldurðu, að Vestmannaey- ingar komi allir heim aftur? — Ég er bjartsýnn á það. Ég held, að 80% muni skila sér heim aftur. Það þýðir, að um 4300 eldri Vestmannaeyingar komi innan tiöar. Um þrjú þúsund munu vera komnir núna. Og það er eftirtektarvert, að margar fjöl- skyldur hafa ekki búið hér áður. — Hvað viltu nú segja um kosningarnar, nýkominn úr öðrum kosningaslag? — Kosningarnar leggjast vel i mig, þannig aö stjórnarsinnar i Suöurlandskjördæmi fari með sigur af hólmi, þannig að Fram- sóknarmenn bæti við sig og Alþýðubandalag haldi sinu fylgi. Þetta eru tvennar ólikar kosning- ar. I öðrum er eins og um stórt heimili sé að ræða, en i hinum er farið út undir sjóndeildarhring- inn. — Ríkisstjórn ólafs Jóhannes- sonar nýtur þá trausts manna, að þlnu áliti? — Já, hún nýtur trausts allra. Hún hefur llka hagað aðgerðum slnum á þann veg. Varðandi mál- efni okkar Eyjamanna hefur hún staöið sig vel, og ég trúi ekki öðru en hún fái traust þeirra I staðinn, og af þeirri trú læt ég ekki, nema annað komi I ljós, þegar talið verður upp úr kössunum! Það er margs að minnast Þorsteinn Þ. Vigiundsson, skólastjóri og sparisjóðsstjóri, er ef til vill kunnastur fyrir hið merka sjávarmuna- og náttúru- gripasafn, sem hann kom upp af mikium dugnaði I Eyjum, en er nú til varðveizlu hjá þjóðminja- verði. Við hittum Þorstein sem snöggvast að máli og báðum hann að rabba smástund við okkur i til- efni af kosningunum. — Þorsteinn, okkur er sagt, að þegar þú komst hingað til Eyja, hafi verið 6 ihaldsmenn I bæjar- stjórn. Einhver orð léztu falla i sambandi við seinustu bæjar- stjórnarkosningar varðandi þetta. — Já, ég sagði, að þeir hefðu veriö 6, þegar ég kom, en ég hefði viljaö sjá þá 3, áður en ég hætti alveg. Mér urðu mikil vonbrigði að þvl að þeir skyldu verða 4 núna. — Einu sinni sagðir þú þá frægu setningu, að kratar væru sérstök manngerð, það vissir þú af reynslu þinni af þeim. Þú hefur upplifað margt I pólitlkinni? — Já, ég er búinn að vera hér i Eyjum I 47 ár. Þetta voru látlaus- ar ofsóknir fyrstu 25 árin af hendi ihaldsins, þetta eru mestu frið- semdarár núna hjá því. Það voru þeir Bjarni heitinn Benediktsson og Torfi Jóhannsson, sem komu vitinu fyrir þá. Nú, svo' komst gagnfræðaskólinn upp og alveg ný kynslóð, gjörbreytt bæjarfélag hérna núna, siðmenntað, góði minn, nemendur mlnir úr gagn- fræðaskólanum, þeir kunnu ekki að meta þessar aðferðir. Ég segi frá þessu i Bliki. Ég er að undir- búa 30. árganginn núna. Það er margs að minnast. — Þú tekur auðvitað þátt I kosningabaráttunni. Hvernig finnst þér listinn? — Ja, ég er svona að ympra á ýmsu við kunningja mina. Mér finnst þetta gott — þetta er góður listi. Og þetta hefur verið góð rik- isstjórn. Hún hefur sinnt afskipta fólkinu I þjóðfélaginu, fundið til með þvi. Hún hefur skilið, hver er undirstaða þjóðlifsins. — Og þú telur rlkisstjórnina hafa sterka aðstöðu I kosninga- baráttunni? — Tvimælalaust. Og það er henni langsterkast til framdrátt- ar, aö hún hefur útrýmt atvinnu- leysi og gert mikið fyrir bænd- urna. Það yrðu mér sár von- brigði, ef fólkið kynni ekki að meta það, sem fyrir það er gert I atvinnumálum og öðru. En hvernig bregzt fólkið við, þegar það á að fara að launa fyrir sjálft sig? — Eitthvað finnst okkur þú þurfa að segja um baráttuna að þessu sinni. — Já. Ég finn til meö bændun- um I Arnessýslu og Rangárvalla- sýslu yfir þvi, að Guðlaugur Glslason skuli vera annar maður á listi Sjálfstæðismanna. Þetta segi ég eftir 40 ára reynslu af manninum. Þeir geta svo skilið það eins og þeir vilja. Ég hefði engan aðkomumann kosið frekar en Guðmund Óskar Matthiasson, skipstjóri og útgerðarmaður, er staddur niðri við Friðarhöfn, þegar við hittum hann að máli. Það er verið að landa úr báti hans, Þórunni Sveinsdóttur, en næst elzti sonur Óskars, Sigurjón, er skipstjórinn á bátnum. i glampandi morgun- sólinni, sem hann fékk úti við Surtsey, en karfaveiðar á þessum slóðum eru litið stundaðar. Matt- hlas, bróðir hans, sótti karfa á svipaðar slóðir fyrir nokkrum ár- um. Þeir leita þangað núna, þeg- ar litið er að hafa á hefðbundnum fiskimiðum, þvi að þeir eru þekktir að þvl, bræöurnir, aö leita fyrir sér vitt og breitt. En þótt það sé i Friðarhöfninni, sem við hittum Óskar, er hann ekkert friðsamlegur I sinni, þegar við biðjum hann um viðtal. Hann segist nefnilega vera afskaplega vondur út i flokksbræður sina I Eyjum núna. — Það er eins og það þýði ekkert að tala við suma menn. Það er aldeilis búið að halda fundi og gera samþykktir, og svo er allt annað gert. Það er rétt eins og þeir séu búnir að gleyma fundun- um frá því I fyrra. Ekki var svo mikil ánægjan með bæjarstjórn- ina og bæjarstjórann þá, þegar þeir gerðu ekkert uppi i landi. Og ég held, að það hafi verið undir- strikað I bæjarstjórnarkosning- unum, að við vildum fá nýjan bæjarstjóra, slá starfinu upp. — Hefur verið mikil óánægja meöal Vestmannaeyinga sjálfra með störf bæjarstjórans? — Það er aðgerðarleysi bæjar- stjórans, sem búið er að fara illa með okkur, og við Framsóknar- menn áttum ekkert að vera að láta hræra I okkur með það að taka hann aftur inn. — Heldur þú, Oskar, að þetta komi til með að hafa einhver áhrif I alþingiskosningunum, sem nú fara I hönd? — Um það er ekki gott að segja, en það er alveg augljóst, að okkur Vestmannaeyingum er ekki á neinu eins mikil þörf og þvi að fá til starfa fyrir okkur að bæj- armálum og á alþingi menn, sem hafa dugnað og atorku til að koma hlutunum i kring. Ég er þeirrar skoðunar, að Guðmundur G. Þór- arinsscn sé mjög vel hæfur til að vera fulltrúi okkar á alþingi. — Heldur þú, að Vestmannaey- ingar hafi tekið framboði hans vel? — Ég segi fyrir mig, að ég er mjög ánægður með Guðmund, og ég hefði engan aðkomumann kos-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.