Tíminn - 28.06.1974, Page 24
fyrir góóan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Sóknarhugur á fundi B-listans
WCmn- pT
J^000f*^L Tj w jfeMTjÉ rlW 'Jj.
1000 i-ýj E|
é% .Ll- 5 BLiff Jip
HCSFYLLIR VAR I gærkvöldi á framboðsfundi B-listans I Reykjavik I Háskólabbiói. Þar fluttu ræður þeir Þórarinn Þórarinsson ritstjóri, Sverrir Bergmann læknir, Einar Ágústs-
son utanrfkisráðherra og ólafur Jóhannesson forsætisráðherra. Var máli þeirra afbragösvel tekið af fundarmönnum og urðu sumir ræðumanna hvaö eftir annað að gera hlé á máli
sinu vegna lófaklapps. Fundurinn i Iláskólablói hófst kiukkan niu, og samtimis hófst kosningahátlð Félags ungra Framsóknarmanna I Reykjavik i Borgartúni 32, og var þar einnig
fjölsótt. Myndin hér að ofan var tekin i Háskólablói laust eftir að fundur hófst. Timamynd: Gunnar.
Úrskurður Haag-dómstólsins um 10. júlí:
Geir og Gunnar berir að
fleipri og undanbrögðum
í áheyrn og augsýn alþjóðar um mesta lífshagsmunamál þjóðarinnar
HÖFUÐFOR-
SPRAKKAR Sjálf-
stæðisflokksins, Geir
Hallgrimsson og
Gunnar Thoroddsen,
hafa hvað eftir annað
verið krafðir sagna
um það i sjónvarpi,
hvort þeir stæðu enn
við fyrri yfirlýsingar
um, að islendingar
skuli hlita úrskurði
Haag-dómstólsins,
sem kveðinn kynni að
verða upp á grund-
velli afsalssamnings
þess, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn gerðu við
Breta og Vestup-Þjóð-
verja árið |1961, ef
dómurinn gengi gegn
ís-
GEIR HALLGRIMSSON —
vill hann hllta úrskurði Haag-
dómstólsins, hver sem hann
veröur, eða vill hann þaö ekki.
GUNNAR THORODDSEN —
ber að fleipri I mikilvægasta
lifshagsmunamáli þjóðarinn-
ar eins og Geir og veit ekki,
hverju svara skal.
lifshagsmunum
lendinga.
Einu svörin, sem fengust við
þessum spurningum af hálfu
Geirs og Gunnars voru þau, að
þeir treystu þvi, að Haagdóm-
stóllinn myndi ekki kveöa upp
neinn úrskurð I fiskveiðideil-
unni, heldur biða eftir þróun
mála á hafréttarráðstefnunni i
Caracas, og ætti þetta mál
þess vegna ekki að þurfa að
vera lengur til umræöu. Þann-
ig hafa þeir reynt að flýja frá -
hugsanlegum afleiöingum af-
salssamnings sins.
Þetta endurtók Geir Hall-
grfmsson siðast I áheyrn og
augsýn alþjóðar á miðviku-
daginn. Degi siöar, i gær,
barst hins vegar svolátandi
fréttatilkynning frá utanrikis-
ráðuneytinu:
„Samkvæmt upplýsingum,
sem sendiráð íslands i London
hefur aflaö, mun alþjóöadóm-
stóllinn i Haag væntanlega
kveða upp úrskurð um fisk-
veiöilögsögu íslands um 10.
júli næstkomandi”.
Gunnar Thoroddsen og Geir
Hallgrimsson eru þess vegna
berir að þvi að fara með fleip-
ur eitt og gersamlega staö-
lausa stafi i mesta lifshags-
munamáli landsmanna, þegar
bornar eru upp við þá spurn-
ingar um örlagarika afstöðu
þeirra rétt fyrir kosningar.
Þeir Geir og Gunnar eiga þvi
enn ósvarað, hvað þeir hyggist
gera, ef úrskurður Haagdóm-
stólsins veröur okkur andsnú-
inn, og eru það þó að verða
siðustu forvöð, aö þeir fari að
leiöa hugann að þvi, hvernig
þeir ætla að bregðast við, ef
Haagdómstóllinn metur af-
salssamning þeirra á þann
veg, að hann hafi bundið hend-
ur okkar Islendinga til fram-
búðar, þar eö nú hefur verið
kveöið ótvirætt upp úr með
það, aö ekki er nema á að
gizka hálfur mánuður til
stefnu fyrir þá.
Hitt er þjóðarinnar aö meta,
hvaða trausts þeir leiðtogar
eru verðir, er hagað hafa mál-
flutningi sinum i þessu máli á
þann veg, sem Geir og Gunnar
eru berir að.