Tíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 1
r
DöMUR UM LAND ALLT!
DRESSFORAA
NÝR! spennandi 32. bls.
póstverzlunarbæklingur
með tízkufatnaði fyrir
dömuna sem fylgist
með.
Pantið bækling strax.
Einka-söluumboð —
Póstverzlunin
Heimaval/ Kópavogi.
Pósthestalestin lögð af stað:
Hestapóstur í Hafnarstræti
— og hleypt ó
sund í
Leirvognum
BH—Reykjavik. — Mikill fjöldi
fólks safnaöist saman i porti
pósthússins i miðbænum I
Reykjavik um hádegisbilið þegar
pósthestarnir komu þangað til að
taka við klyfjum sinum. Varð aö
stöðva umferð um Hafnarstræti
frá Pósthússtræti með öilu, þang-
að til lagt var af stað um eitt-leyt-
ið.
Póstflutningar þessir eru i
sambandi viö Landsmót hesta-
manna, sem haldið veröur á
Vindheimamelum I Skagafirði. 1
lestinni eru alls tuttugu klyfja-
hestar, póstur er Kristján Þor-
geirsson, fararstjóri Þorlákur
Ottesen, og meðreiðarsveinar eru
fjórir.
Veður var hið fegursta, þegar
lagt var af stað, glaðasólskin, en
gekk á með skúrum, þegar póst-
hestalestin kom upp i Mosfells-
sveitina. Haföi veriö ráðgert aö á
við Korpúlfsstaði, af þvi varð
ekki, þar eð lestarmenn vildu
flýta för og freista þess að ná yfir
á vaöinu á Leirvogi. Var nokkuö
fallið að, þegar þangað kom, en
yfirferðin gekk greiðlega, og
mátti það þakka kunnugum
fararstjórum og hestamönnum,
auk þess sem greinilega hefur
verið vandað til vals hesta i þessa
för.
Fréttamenn Timans fylgdust
með leiðangrinum og tóku mynd-
ir, en samræður við leiðangurs-
menn voru heldur torveldar af
eölilegum ástæðum— þeir voru að
flýta för, og tafir höfðu orðiö
nokkrar i portinu hjá pósthúsinu,
sem ollu þvi, að seinna var lagt af
stað en ráð hafði verið fyrir gert.
Er þess að vænta, að vandlega
hafi verið um svo dýrmætan póst
. ■ ■'« :
t hellidembu hélt pósthestalestin út á Leirvoginn, — og óaði mönnum i landi viö, þvi að sumir hestanna fóru aiidjúpt eins og sést á minni
myndinni. En þeim, sem þekkja vaðiö, er óhætt, þótt miklu megi ekki muna. Þess skal getið, þeim til hugarhægðar, sem eiga umslög I ferð-
inni, að koffortin eru vat.nsheld. Timamynd Róbert
búið, sem þarna er á ferðinni, en
um verðgildi hans er næsta erfitt
að segja. Hitt er vist, að á leiöinni
er allra veðra von, auk þess sem
einhver vatnsföll verða á vegi
leiðangursmanna, þótt segja
megi, að eitt það erfiðasta sé
yfirstigið i Leirvoginum.
Leiðangursmönnum f y lg ja
beztu óskir um góða ferð og gott
gengi. Landsmótið á Vindheima-
melum hefst þann 10. júli, en gert
er ráð fyrir, að póstlestin komi á
mótsstað kl. 13.30, laugardaginn
13. júli, að þvi er segir I mótsskrá.
Sjá frásögn
myndir á bls. 6-7
WILL <IV« YOU J
A 1-H4 <«!4N1*fc.y i
Nútíma
víkingar
renna út
— þjóðhdtíðarkort,
sem Halidór Péturs-
son hefur teiknað
SJ-Reykjavik — Nýlega eru kom-
in út kort i litum, teiknuð af Hall-
dóri Péturssyni listmálara. Þetta
eru svokölluð vikingakort ætluð
erlendum fcrðamönnum, en þar
er brugöið upp myndum af for-
feðrum okkar I gamansömu sam-
hengi við nútimann. A einu kort-
inu er 1100 ára afmælis tslands-
byggðar minnzt.
„Halldór Pétursson er teiknari
á heimsmælikvarða”, sagöi Rafn
Hafnfjörö, prentsmiðjustjóri hjá
Litbrá, þar sem kortin eru gefin
út, þegar við ræddum við hann
um útgáfu þeirra, „enda renna
kortin út”. „Farið var aö dreifa
þeim I verzlanir fyrir fáum dög-
um og við höfum hreinlega ekki
undan. Erlendu ferðamennirnir
virðast kunna vel að meta þessar
bráðsnjöllu teikningar Halldórs.”
Utkoma kortanna tafðist nokkuð
vegna prentaraverkfalls, en nú
hefst varla undan að prenta.
Hér gefur að líta fjögur kort af
A þeim niu, sem Halidór Péturs-
1 son teiknaði I vor á ellefu
hundruð ára afmæli þjóðar-
innar.
Enn óvíst
um myndun
stjórnar
Enn er allt óvist um
stjórnarmyndun, en
forseti íslands hefur
átt viðræður við
formenn stjórnmála-
flokkanna og er
ákvörðunar um það,
hverjum verði falin
stjórnarmyndun, að
vænta innan skamms.
! tilkynningu frá skrifstofu
forseta íslands um þetta segir
svo:
„Forseti íslands hefur átt
viðtal við formenn allra
stjórnmálaflokka, sem sæti
eiga á Alþingi þvi, er kvatt
veröur saman á næstunni. Er
hér um að ræða upphafs-
viðræður varðandi myndun
rlkisstjórnar, en engin
ákvörðun hefur veriö tekin
um, hverjum verður falið það
verkefni, og ekki er heldur
ljóst, hvenær sú ákvörðun
verður tekin. Þó má búast við,
að hennar verði ekki langt að
biða.”
HEIMILIS
TÍMINN
Vegna anna í prent-
smiðju og sumarleyfa,
verður Heimilistíminn
i þessari viku sá siðasti
að sinni. Næsta blað
kemur væntanlega
siðari hluta ágúst.
Holland
mætir
V-Þýzka
landi
— Sjó íþróttir
bls. 16 og 17