Tíminn - 04.07.1974, Page 16

Tíminn - 04.07.1974, Page 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 4. júli 1974 V-ÞVZKALAND......leikur í úrslitunum i IiM á sunnudaginn. STÓRLEIKUR MAIERS KOM V-ÞJÓÐVERJUM í ÚRSLIT ★ Hann varði hvað eftir annað ótrúlega gegn Pólverjum og lék hann sinn bezta leik með v-þýzka landsliðinu ★ Tomaszewski í pólska markinu ótti einnig góðan leik, hann varði vítaspyrnu fró Hoeness ★ Gerd Muiler skoraði eina mark leiksins við geysilegan fögnuð óhorfenda, sem eru enn að fagna Glansleikur Sepp Maier i marki þjóöverja varö til þess aö Vestur- Þjóöverjar eru nú komnir i úrslit IIM keppninnar. Hvaö eftir annaö varöi hann ótrúlega vel erfiö skot og Pólverjarnir Lato og Gadocha hristu höfuöiö i undrun sinni eftir að Maier haföi variö skot þeirra af stuttu færi. Segja fróöir menn, aö þessi leikur sé sá bezti, sem Maier hafi nokkurn tima leikiö meö þýzka landsliöinu. Tomaszewski i hinu markinu átti einnig góöan dag, hann varöi meðal annars vitaspyrnu frá UIi Hoeness á áttundu minútu siöari hálfleiks. Er þaö önnur vita- spyrnan, sem hann ver i keppninni. Þaö var mikið þrumuveður i Frankfurt rétt áður en leikurinn átti að hefjast, og rigningin var það mikil, að menn héldu að það væri að koma nýtt syndaflóð. Varð af þessum sökum að fresta leiknum i hálftima, meðan slökkvilið Frankfurtborgar dældi vatninu af vellinum. Þrátt fyrir þetta var völlurinn likari mýri en knattspyrnuvelli, og knötturinn datt alltaf dauður, þegar háir boltar voru sendir fram. Varð þetta til þess, að hin annars sterka vörn V-Þjóðverja varð mjög óstyrk, og hvað eftir annað misstu þeir Breitner, Beckenbauer og Vogts hina fljótu framherja Póllands inn fyrir sig. En sem betur fer fyrir Þjóðverja var Maier mjög hress, eins og áður er sagt, og varði bókstaflega allt. Pólverjar mættu til leiks ákveðnir að vinna, því ekkert annað dugði þeim. Þeir sóttu nær stanslaust fyrir hálfleikinn, en allt kom fyrir ekki. Fyrir utan færi þau, sem Lato og Gadocha fengu, þá átti Deyna hörkuskot að marki, er Maier varð að slá yfir og á 25,minútu varði hann þrisvar i röð frá Lato, Godocha og Maszczyk eftir mikla pressu Pól- verja. Tækifæri Þjóðverja i fyrri hálfleik voru ekki umtalsverð, en Tomaszewski varði auðveldlega þau færi, sem þeir fengu. Staðan i hálfleik var þvi 0-0. Þjóðverjar mættu nokkuð ákveðnari til leiks i seinni hálfleik og eftir átta minútna leik bar það þann árangur, að vitaspyrna var dæmd á Pólverja. Hoeness tók spyrnuna mjög laust og átti Tomaszewski ekki i neinum erfið- leikum með'að verja hana. Þetta verkaði eins og vitamin - sprauta á pólska liðið og upphófu þeir nú aftur þá miklu sókn, sem þeir sýndu i fyrri hálfleik. Sóttu þeir stanslaust, en Þjóðverjar áttu af og til hættuleg skyndiupphlaup. Það var á 75. minútu;, i einu sliku, að mark þeirra kom. Bonhof og Hölzen- bein léku saman upp völlinn, og lagði Hölzenbein knöttinn mjög vel fyrir fætur Gerd Mullers og átti „Der Bomber” ekki i neinum Fyrlrliði Póllands tií Bayern Munchen? Félagið er nú að leita að leikmönnum til að taka við stöðu Beckenbauer og Mullers Evrópumeistarar Bayern Munchen virðast heldur betur velta sér upp úr peningum þessa dag- ana. Það er kannski heldur engin furða, að svo sé, þvi s.l. keppnistimabil var það árangursrikasta i sögu félagsins, og þegar vel gengur fyll- ast vellirnir af áhorf- endum og kassinn af peningum. Forráða- menn Bayern eru nú að hugleiða hvað þeir eigi að gera við allt þetta fé, og virðist það vera afráðið, að keyptir verði a.m.k. þrir menn á alþjóða- mælikvarða, til félagsins. Máttar- stólpar félagsins til þessa, Beckenbauer og Muller eru nú farn- ir að eldast og eðlilegt að forráðamennirnir vilji hafa menn til taks til þess að taka við þeirra stöðum. Eru báðir Becken- bauer og Muller, að verða 29 ára. Þeir ráðast heldur ekki á garðinn, þar sem hann er lægstur, þvi að Bayern hefur boðið 1.250.000 þýzk mörk i pólska leikmanninn Kazi- mierz Deyna, en það nálgast að vera 200.000 pund og þykir mjög mikið fé fyrir félaga- skipti i Þýzkalandi. Deyna er eins og kunnugt er.- fyrirliði pólska liðsins, sem hefur ekki tapað stigi i heimsmeistara- keppninni. Það eina, sem getur komið i veg fyrir þessi félagaskipti er ,að pólska knattspyínusam- bandiö leyfi honum ekki að fara úr landi, en talið er að hin háa upphæð, sem i boði er freisti þeirra svo mikið, að þeir láti tilleiðast. Bayern er ekki eina liðið, sem er á hött- unum á eftir Deyna, heldur hafa lið frá Hollandi, ítaliu og Frakklandi reynt að fá hann til sin. Annar maður, sem Bayern er að reyna að fá til sin er ung- ur leikmaður frá þýzka fyrstu- deildarliðinu Duisburg, Klaus Wunder • að nafni. Wunder þessi hefur keppt fjöl- marga unglingalandsleiki fyr-" ir Þýzkaland, og hefur fyrir utan það keppt með B-lands- liði Þýzkalands margoft og einn leik með A-landsliði þeirra. Þykir Wunder vera einn sá efnilegasti leikmaður sem komið heiur fram á sjónarsviðið i Þýzkalandi i mörg ár, enda er hann mjög hátt verðlagður, 850.000 þýzk mörk. Ef þessi kaup færu fram, myndi þetta vera hæsta sala á leikmanni milii þýzkra liða. ó.O. erfiðleikum með að skora af 12 metra færi. Fimm minútum siðar átti Overath þrumuskot á pólska markiö, sem Tomaszewski varði á ótrúlegasta hátt. Pólverjar settu eftir markið tvo óþreytta menn inn á og sóttu með 9 mönn- um, en allt kom fyrir ekki og við lokaflaut dómarans varð fögnuöurinn á áhorfendapöllun- um gifurlegur. V-Þýzkaland komst með þessum sigri i þriðja sinn i úrslit _i HM keppni. 1954 sigruðu þeir,' en 1966 töpuðu þeir fyrir Englandi. Bestu menn V-Þjóðverja voru þeir Hoeness og Overath, sem ekki stoppuðu allan leikinn og svo auðvitað Maier, eins og fyrr er sagt. Hjá Pólverjum kvað mest aö Lato, Gadocha og Deyna. SEPP MAIER... varði stórkost- lega gegn Pólverjum. Pólverjar verða nú að bita I það súra epli, að spila „aðeins” um þriðja eða fjórða sætið i keppninni, eftir að hafa unnið alla sina leiki hingað til. En greinilegt var I þeirra leikjum i urslita- keppninni, að þeir voru ekki sama „klassalið” og lið Hollendinga og V-Þjóðverja. Liðin voru þannig skipuð: V-Þýzkaland: Maier, Vogts, Schwarzenbeck, Beckenbauer, Breitner, Hoeness, Bonhof, Overath, Grabrowski. Pólland: Tomasewski, Szymanowski, Gorgon, Zmuda, Musial, Kasperczak, Deyna, Maszczyk, Lato, Domarski, Gadocha. ó.O.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.