Tíminn - 04.07.1974, Qupperneq 6
li
og helgaði hann hátiðleika svo-
litla stund.
Þeir stóðu kyrrir um stund i
sólskininu, með allan mannfjöld-
ann i kringum sig, og biðu eftir að
allur hópurinn yrði tilbúinn, og
allt á ferð og flugi i kringum þá,
en enginn hávaði eða gauragang-
ur. Enn er umgengnin það rik i
blóðinu, að við eigum öll i okkur
einhvern snefil af tilfinningu til
hesta. Og þeir þola illa hávaða og
sköll. Þá geta þeir fælzt, og það
hefði skapað ófyrirsjáanlega
Lagt upp I langa ferð. Pósthestalestin i Hafnarstræti.
Norðanpósturinn
kvaddur í Hafnarstræti
Sólin hellti geislum sinum yfir
miðbæinn um hádegið i gær, og
sumir geislar hennar megnuðu að
smjúga niður i portið bak við
gömlu lögreglustöðina og auðvit-
að pósthúsið lika, þvi að þessi hús
eru nú einu sinni sambyggð, en
inn i portið kemst maður aðeins
Hafnarstrætismegin af götu.
Fjölmenni hafði safnazt saman
úti i Hafnarstrætinu, þar voru
lögreglumenn og lögreglukonur
að stjórn, og hleyptu engum inn i
portið nema útvöldum hestum og
reiðmönnum. Ljósmyndarinn
okkar, sem alls staðar er fremst-
ur, nema þegar þéttvaxinn lög-
regluþjónn tekur þá ákvörðun að
lofa honum ekki að komast ná-
lægt þjóðhöfðingjum, fyrirmönn-
um og öðrum verndarþurfi, var á
samri stundu kominn inn á milli
hestanna, en blaðamaður fann
ekki slika náðog himdi fyrir utan.
Meðan verið var að stússa við
póstinn, ýta fólkinu frá með hæfi-
legu millibili og gera sig merki-
lega á ýmsan hátt, stóð þarfasti
þjónninn, aðalleikarinn i þessu
sjónarspili, og lét sér leiðast,
nema hvað hann lyfti tagli við og
við og mengaði andrúmsloftið eða
gerði stykki sin milli þess sem
hann bleytti stéttina, gjörsam-
lega tillitslaus við hreinsunar-
deild borgarinnar, sem fengið
hefur ærið verkefni, að þessari
heimsókn lokinni.
Við veltum þvi fyrir okkur
hversu langt væri siðan póstur
hefði verið sóttur af hestum i þá
virðulegu stofnun, sem að likind-
um hefur verið til húsa nærendis,
eða yfirleitt, hversu langt væri
siðan klyfjahestar hefðu staðið i
Hafnarstræti, en trufluðumst
vissulega i þessum hugrenning-
um við tal kvenna við hlið okkar,
sem „kritíseruðu” fatnað lög-
reglukvennanna ósleitilega, utan
hvað þeim fannst hattarnir
„gasalega sætir”.
En það eru vafalaust þó nokkur
ár siðan hestar voru seinast á
ferðinni I Hafnarstræti, og vafa-
laust hafa járnin ekki glumið á
malbiki eins og þennan sólrika
dag, með skrifstofufólk I matar-
friiog börn á herðum feðra sinna,
gónandi eins og naut á nývirki á
þennan þarfasta þjón fyrri daga,
en er nú óðum að verða rikidæmi-
tákn, utan fárra undantekninga,
þar sem hann er einkavinur skiln-
ingsrikra góðmenna.
Það lagði þægilega lykt af
hestunum, þegar þeir komu út úr
portinu, framandlega lykt, sem
átti alls ekki heima á þessum stað
erfiðleika innan um bilana og
myndavélarnar.
En svo var lagt af stað, eftir
Hafnarstræti, Lækjargötu og
Skúlagötu, framhjá Laugarnesi,
þar sem hestamaðurinn og söng-
snillingurinn var að dútla i
traktornum sinum I sólskininu, og
leit naumast upp, þegar lestin fór
framhjá. Hefur sjálfsagt hugsað
margt.
Eftir Kleppsveginum að Elliða-
árbrúnni gömlu, en þar skildu
leiðir um stund.
Næst hittum við hópinn kátan
og brokkandi I sólskini á gamla
veginum ofan við Gufunessaf-
leggjarann. Þorlákur Ottesen,
fararstjórinn, fyrstur, og bar sig
vel i hnakknum, enda vanur, og
vafalaust á góðum hesti. Við
hefðum gjarnan viljað tefja Þor-
lák og spyrja hann um hestana,
en við það var ekki komandi. Þótt
hann færi ekki hratt yfir, miðað
við venjulega, var ferðin jöfn og
mjúk og eðlileg. Næstur honum
kom pósturinn, Kristján Þor-
geirsson, i gráum einkennisbún-
ingi og með pósthúfu.
Okkur fannst heföi átt að blása i
póstlúöur, áður en lagt var af
staö, og einnig áður en komið er i
áningarstað. Okkur hefði þótt
gaman aö fá að heyra i póst-
lúðrinum, sem gömlu póstarnir
notuðu, og er i skjaldarmerki
póstsins.
En það getur verið, að hestun-
um hefði ekki fundizt það eins
skemmtilegt.
Ekki var áð við Korpúlfsstaði.
Þorlákur steig ekki einu sinni af
baki, en benti eins og Hannibal
hershöfðingi hefur vafalaust gert
foröum, beint af augum! Svona
eiga stjórnendur að vera. Af-
dráttarlausar ákvarðanir.
Þannig var það lika, þegar
komið var að Leirvoginum, eða
Leiruvoginum, eins og þeir vilja
kalla hann á herforingjaráðskort-
inu. Beint út af klöppinni, út i sjó-
inn.
Og Þorlákur vissi hvað hann
var að gera. Smásveig frá landi,
upp á hrygginn, þar sem vaðið
var að finna. örugg handleiðsla,
og áður en nokkurn varði var öll
lestin komin yfir voginn.
Við stóðum eftir á bakkanum,
okkur var hrollkalt, þvi að rétt i
þessu hafði gert hellidembu, svo
að við vorum holdvotir.
Við fylgdum pósthestalestinni
eftir með augunum, er hún brokk-
aði upp bakkann hinum megin.
Góöa ferð, — og gangi ykkur
vel.
t beygju inni I Laugarnesi.