Tíminn - 04.07.1974, Page 13

Tíminn - 04.07.1974, Page 13
Fimmtudagur 4. júli 1974 TÍMINN 13 Landssamband veiðifélaga: Stangaveiði útlendinga í íslenzkum straumvötnum — SVFR umboðsaðili bandarískra auðmanna Þeim fer ár frá ári fjölgandi, sem leggja leiö sina til landsins okkar. Laxveiðiárnar eiga sér seiðmagn eins og margt annað sérstætt og ósnortið i náttúru ts- lands. Og vinsældir laxveiðiánna tryggja þjóðarbúinu umtalsverð- ar tekjur i erlendum gjaldeyri, bæði sem beinar leigutekjur fyrir veiðivötn og einnig sem greiðslur fyrir þjónustu af ýmsu tagi, dvöl á veiðiheimilum og hótelum, fæði og ferðir með bifreiðum og flug- vélum innanlands. Af þessum ástæðum eru menn farnir að gera sér þess grein að veiöivötnin geta með timanum orðiö helstu lyftistangir dreif- býlisins á íslandi. í kringum þær vex upp ýmiss konar rekstur, svo sem hótelþjónusta, leiðsögn og verslun. Vitaskuld eru viðskipta- vinir við veiðivötnin bæði ís- lendingar og útlendingar, svo verður ávallt. Framboð á veiði- vötnum er miklu meira en eftir- spurnin. Og mikið verk biður framtakssamra handa við fisk- rækt i vötnum, sem nú eru i niður- nlðslu. Féð, sem erlendu veiði- mennirnir færa með sér, hefur komið I góðar þarfir til viðbótar fjármagni frá innlendum aðilum til að hraða ræktun og nýtingu veiðivatna og uppbyggingu i is- lenskum sveitum. Þessi fram- vinda gerir það að verkum, að nú er skynsamleg ástæða til að hefja fiskrækt i stórum stil I stórfljótum eins og Skjálfanda i S.-Þingeyjar- sýslu og vatnasvæði Lagarfljóts á Héraði. Fiskrækt er afar kostnaðarsöm, og stangaveiði verður þvi að gefa góðan afrakst- ur, svo að veiðifélögin veröi þess megnug að sinna hlutverki sinu. Þvi miður heyrast nokkrar óánægjuraddir manna, sem hafa allt á hornum sér, er þeir heyra erlenda veiðimenn nefnda. Margt af þvi, sem þessir menn hafa haldið fram opinberlega, er sprottið af misskilningi og ástæðulausri tortryggni. Skal hér á eftir vikið að fáeinum röksemd- um þeirra og sýnt fram á, hversu litið þær hafa við að styðjast. Er skortur á veiðileyfum? Eitt af mörgu, sem heyrist haldið fram, er að erlendir auð- menn séu orðnir skæðir keppi- nautar innlendra veiðimanna. Slikar fullyrðingar hafa ekki við haldbær rök að styðjast. At- hugun á framboði og eftirspurn eftir veiðileyfum leiðir i ljós, að eftirspurn er miklu minni en framboðið, ef litið er á veiðiár landsins i heild. Veiðileyfin selj- ast upp I vinsælustu ánum, t.d. i Borgarfirði, en næg veiðileyfi er að fá I ám i öðrum landshlutum, t.d. á Suðurlandi og Noröaustur- landi. Ferðakostnaður t.d. á norð- austurhorn landsins er ekki meiri en svo, að til þess er vinnandi að heimsækja árnar á þeim slóðum, sem sumar eru I mjög fögru landslagi. Veiöiréttur er verðmæti, sem gengur kaupum og sölum. Og engin skynsamleg ástæða er til að afnema með lagaboði lögmálið um framboð og eftirspurn, hvað viðvlkur veiðiréttindum. Ef litið er á hagkerfi landsins og næstu nágrannarikja, er alls staðar sama uppi á teningnum. Ekki er vikiö frá lögmáli frjálsrar verð- myndunar varanlega, nema tryggja þurfi almenningi hans brýnustu lifsnauðsynjar, t.d. barnafjölskyldu mjólk. 1 þvi ljósi eru raddir þeirra stangaveiði- manna hjáróma, sem vilja láta þjóðfélagið eða áreigendur i reynd greiða niður verð á veiði- leyfum, t.d. með þvi að setja lög um bann við veiði útlendinga i is- lensku ánum. Kröfur þessara manna verða aldrei lagðar að jöfnu við mjólkurþörf barnafjöl- skyldu. 1 Árnessýslu og á vatnasvæði Rangánna austan Þjórsár gátu á liðnu sumri allir fengið aö veiða sjóbriting og lax gegn vægu gjaldi. Eru vötn i þessum héruð- um þó ekki nema steinsnar frá Reykjavik, ef svo má kalla, og landið friðsælt og fagurt til úti- veru. Þessar staðreyndir, sem fólk get- ur einnig sannfært sig, um, sanna öðru betur, að ekki er ekla á veiðileyfum. Hitt er annað mál, að vinsælustu ár landsins hljóta að lenda i sérstökum verðflokki. Fyrir alþýðu manna geta þær þvi kallast munaður með sama hætti og skartgripir úr dýrum málmum og eðalskinn verða það i öðrum greinum viðskipta. Verkefnin biða Aukið fjármagnsstreymi til veiðivatna og sveita á Islandi skiptir sköpum um, hvað unnt er að gera fyrir vötnin. Einmitt I landbúnaði hefur fjármagns- skortur löngum hvað mest verið til baga sakir mikils kostnaðar en einatt litillar fjármagnsveltu andstætt þvi, sem átt hefur sér stað i sjávarútvegi. Fjármagnið, sem nú er að myndast við straumvötnin sakir laxveiði á stöng, hefur að nokkru bætt lifs- kjör bænda, en mestmegnis fer það enn til uppbyggingar hinni ungu atvinnugrein fiskrækt og laxveiðileigu. Reist eru nú veiði- hús viða um land, laxastigar smiðaðir, og klakhúsum fjölgar nú á hverju ári. Hér er um að ræða fjárfestingu sem komandi kynslóðir munu njóta. Og einkum mun staða dreifbýlisins mjög styrkjast á grundvelli þessarar þróunar. Tilkoma útlendinga i islensku veiðiárnar hefur ef til vill hækkað veiðileigu i dýrustu og eftirsótt- ustu ánum. En það hefði einnig samkeppni is- lenskra efnamanna haft i för með sér. Hitt skiptir þó miklu meira máli, að tilkoma útlendinga aflar veiðifélögum viðbótarfjármagns, sem ræður úrslitum um, að unnt er aö hraða uppbyggingu við vötn landsins. Eitt fegursta og gjöfulasta lax- veiðihérað landsins er upp af Borgarfirði. Laxveiði er þar allt að 60% en 40% i net milli neta- bænda og stangveiðimanna. Vafalitið mun þróunin þar smám saman verða, að net verða tekin upp til eflingar stangveiðimögu- leikum. Á vatnasvæði Arnessýslu eru um áttatiu af hundraði veiði fengin með netum. Einnig þar verður vafalitið dregið úr neta- veiði, eftir þvi sem ásókn eykst i stangaveiði. Netaveiði hverfur þó naumast nokkurn tima alveg, þar sem viða eru staðhættir þannig, að ekki verður komið við stang- veiði til fullnýtingar á veiðimögu- leikum. Þáttur útlendinga i friðun straumvatnanna Nú þegar sumir verða til þess að kasta steini að þeim erlendu ferðamönnum, sem hafa yndi af straumvötnunum okkar, þykir Landssambandi Veiðifélaga ástæða til að láta þá njóta sann- mælis. Fram til þessa hafa þeir einungis orðið til að bæta nýtingu islenskra stangaveiðiáa. Og út- lendir stangaveiðimenn eiga sér allmerka sögu hér á landi. Englendingar tóku þegar um 1860 að venja komur sinar hingað til lands og tóku heilar ár á leigu. Veiði Englendinganna var hóf- lega stunduð og varð það viðhaldi fiskstofna i ánum mjög heillarikt, t.d. á vatnasvæði Hvitár i Borgar- firði, þar sem netaveiði var viða sótt kappsamlega. Má hér vitna til merkrar greinargerðar Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra með frumvarpi til laga um lax- og silungsveiði, sem lagt var fyrir alþingi árið 1955. Á sama hátt tóku rikir ts- lendingar stundum á leigu eða keyptu stóra hluta straumvatna á liðnum áratugum. Hafði það þá friöun I för með sér, ef veiðileyfi voru I hæfilegum mæli látin öðr- um I té. Nú á dögum er algengara, að útlendingar kaupa einstök veiði- leyfi og standa á bökkum ánna við hlið tslendinga. Þannig hefur það verið við Norðurá og Grimsá, þar sem Stangaveiðifélag Reykjavik- ur hefur miðlað veiðileyfum. En reynslan af þátttöku útlendinga i veiði er oftast nær sú sama og áð- ur. Þeir friða árnar i reynd,. ef veiðisókn þeirra er borin saman við sókn Islendinga. Þvi miður er of titt, að Islending- ar standi járnharðir með stöng i hönd frá þvi snemma að morgni fram á kvöld. Þeir haga sér eins og þeir séu i ákvæðisvinnu. Enga minútu má missa og fiskurinn dreginn á land án afláts, ef hann tekur. Slik veiðimennska er rán- yrkja, sem naumast getur verið þátttakendum hvild frá önn hversdagsins. Að vonum stendur áreigendum stuggur af þessari meðferð á ánum. Og þá verða vissulega velkomnir nokkrir hæg- látir útlendingar, sem gera sig ánægða með 1-2 fiska á dag. Auð- vitað haga ekki allir islensku veiðimennirnir sér þannig, en þeir eru þvi miður enn alltof margir. Og Landssamtökum stangveiðimanna hefur ekki lán- ast að temja félögum sinum mörgum hverjum nýtt viðhorf til veiðivatna. Þessir menn eru ýmist að setja veiðimet eða að vinna sér inn „góðan” pening. Hvert er verð á veiðileyfum i laxveiðiám? Nokkrir islenskir stangveiði- menn hafa látið sér um munn fara, að útlendingar séu að sprengja upp úr öllu valdi verð á veiðileyfum og bola þannig Is- lendingum frá ánum sinum. 1 dagblaðinu Timanum 20. septem- ber s.l. er þetta haft eftir Hákoni Jóhannssyni formanni Lands- sambands stangaveiðifélaga und- ir fyrirsögninni: „Erlendir auð- menn skæðir keppinautar Is- lenskra stangaveiðimanna”. Hákon segir m.a.: Nú er svo komið að útlendingar veiða i allflestum okkar bestu laxveiðiám og á besta laxveiði- timanum frá þvi I lok júni og fram I ágúst. Sem dæmi um verðhækkunina vil ég nefna Norðurá i Borgar- firði, eina af okkar bestu og fegurstu laxveiðiám. Stanga- veiðifélag Reykjavikur sem hefur haft þessa á á leigu um langt ára- bil, hefur nú orðið að fara út á þá braut, að selja útlendingum besta og dýrasta timann til að halda ánni. Arið 1969 kostuðu dýrustu dagarnir Isl. kr. 2.800.00 per stöng nettó. Veiðileyfi á dýrasta tima voru seld útlendingum s.l. sumar á 250 dollara brúttó (þ.e. fæði, húsnæði, leiðsögn, ferðir o.þ.h. innifalið i verði). Þrátt fyrir þetta háa verð treysti S.V.F.R. sér ekki til aö leigja áfram dýrasta tim- ann samkvæmt nýjum leigu- samningum, sem gerðir voru fyr- ir nokkrum dögum. Hér verður ekki komist hjá að benda á helstu veilurnar i þessum málflutningi Hákonar. Stangaveiðifélag Reykjavikur (SVFR), langsamlega fjölmenn- ustu samtök stangaveiðimanna hér á landi, fóru sjálf út á þá braut að selja útlendingum veiði- leyfi. Var það gert i samvinnu við ferðaskrifstofuna Mytravel I New York. SVFR hafði góðan ágóða af þessari sölu fyrst i stað, sem hefði haldist, ef ekki hefði óvænta at- burði borið að höndum. Salan til útlendinganna þýddi i reynd, að SVFR gat greitt niður verð á veiðileyfum til félagsmanna sinna. Staða SVFR versnaði hins veg- ar og veiktist tilfinnanlega, vegna mikilla fjárhagsörðugleika, sem hlutust af fjárfestingu i veiðihúsi við Grimsá, samfara slæmri rekstrarafkomu félagsins árið 1972. Fjárhagsörðugleikarnir urðu þess valdandi að minna varð úr endurbótum á veiðihúsinu við Norðurá en áformað hafði verið. Það, ásamt erfiðum veiðiskilyrö- um við ána langtimum saman sumarið 1973, olli þvi að ýmsir er- lendir veiðimenn urðu fyrir mikl- um vonbrigðum með aðbúnað og veiði, svo sjáanlegt var að sala veiðileyfa á erlendum markaði yröi nú torveldari en áður var. Við þetta bættist veik staða dollarans siðast liðið haust, og olli þetta i sameiningu þvi, að SVFR hafði ekki hug á dýrasta timanum I Norðurá, sem þó stóð þeim til boöa. lyktaði svo þannig að ferða- skrifstofa Zoega tók hann á leigu, Hákon lætur þessa að engu getið, en gefur I staðinn i skyn, að SVFR hafi misst dýrasta timann i Norðurá sakir yfirboða útlend- inga. Er auðsætt, að SVFR sem umboðsaðili auðmanna i Banda- rikjunum þurfti ekki af þeirri ástæðu að láta undan siga. Samanburður sá, sem Hákon gerir á verði veiðileyfa sumarið 1969 og 1973 sannfærir naumast nokkurn um, að raunveruleg hækkun hafi orðið á veiðileyfum. Hann ber annars vegar saman nettóverð 1969, sem hann segir dýrast hafa verið kr. 2.800.00, og hins vegar brúttóverð 1973, sem hann segir vera 250 dollara. Brúttóverðið innifelur kaup leið- sögumanns, leigugreiðslu fyrir bifreið hans, fæði á veiðiheimili og leigu fyrir 'herbergi þar og aðra þjónustu, sem nauðsynlegt eraðveita veiðimönnum, svo þeir geti notið útivistarinnar á sem bestan hátt. Næsta sumar mun þannig kaup leiðsögumanns með bifreið vera nálægt 70 dollarar. Hótelherbergi og fæði kostuðu slöastliðið sumar um þrjú þúsund krónur. Og ekkert af þessu er innifalið i nettóveröi þvi, sem Hákon n.efnir. En verðlag hér á landi mun liklega sakir verðbólgu hafa þrefaldast á fasteignamark- aði frá 1969 til 1973 o.s.frv. Landssamband Veiðifélaga gerir ráð fyrir, að tilkoma út- lendinga hafi haft áhrif til hækkunar á verði veiðileyfa. En hækkanir hefðu að likindum einn- ig átt sér stað sakir aukinnar samkeppni Islendinga sjálfra um bestu árnar. En hvað sem þvi líð- ur, er hitt samt ómótmælanlegt, að hingað til hafa verið til á boð- stólum nóg veiðileyfi, svo ódýr, að naumast hafa staðið undir kostnaði af sölu þeirra. Nú i vor hóf Landssamband Veiðifélaga smásölu á veiðileyf- um i Bankastræti 6, Reykjavik. M.a. hafa verið þar á boðstólum veiðileyfi I Laxá i Aðaldal i júni, en þar hefur verið góð veiði þann mánuð. Stangaveiðidagurinn hef- ur kostað um krónur 6.000 með fæði og húsnæði. tslendingar hafa hringt mikið og spurt um þessi veiðileyfi, en aðeins brot af framboðnum veiðileyfum hefur selst, þótt á gjafveröi hafi verið i frægustu laxveiðiá landsins. Samanburður Hákonar sannar alls ekkert. Sérstaklega fer f jarri veruleikanum sú aðferð hans að áætla fyrst fjölda stangaveiði- manna hér á landi, áætla siöan veiðidaga i íslenskum ám og freista þess þannig að komast að niöurstöðu um, að ekki séu nægir veiöidagar fyrir islenska stanga- veiöimenn. Hann telur ekki held- ur silungsveiðina með, sem er allt eins mikið sport og laxveiði og hefur sama gildi sem holl útilifs- iþrótt. Samskipti áreigenda og veiðimanna Landssamband Veiðifélaga mun gera sér far um að bæta samskipti áreigenda og veiði- manna. Eru þar islensku veiði- mennirnir einkum hafðir i huga. Þvi er ekki að neita, að samskipti áreigenda, einkum bændanna, við árnar, annars vegar og stanga- veiöimanna úr þéttbýlinu hafa gengið misvel, stundum ágæt- lega, en einnig stundum miður vel. Fyrr á árum, er bæjarbúar tóku aö sækjast eftir leigu- eða eignar- rétti að veiðivötnum, gerðu bænd- ur sér siður en svo ávallt grein fyrir, hversu mikil verðmæti þeir voru með I höndunum. Þeir voru oft óvanir viðskiptum, en bæjar- búar voru ósjaldan vanir menn úr fjármálaheiminum. Voru þá stundum gerðir ósanngjarnir samningar til langs tima, sem héldu lagagildi ár eftir ár, þótt þeir gengju þvert gegn réttlæti og verðlagi liðandi stundar. Ef leigutaki, sem náð hefur slikum samningsrétti, heldur honum til streitu þrátt fyrir tilmæli leigu- sala um leiðréttingu, hlýtur hann að vekja gremju og kalla fram harkaleg viðbrögð að samnings- tima loknum. Enn þann dag i dag eru áreigendur allviða bundnir af ósanngjörnum samningsákvæð- um, þar sem stangaveiðimenn sitja við sinn keip þrátt fyrir al- gjöra röskun samningsgrundvall- ar af völdum verðbólgu. Laxá i Dölum var árið 1971 leigð til þriggja ára. Sumarið 1973 fengu bændur ekki nema rúmlega krónur 3.000.00 fyrir stangaveiði- daginn, en leigutakar munu hafa endurselt daginn fyrir allt upp i krónur 18.000.00. Talsverðar hækkanirurðu á verði veiðileyfa i krónutölu á samningstimanum, en þeirra hækkana nutu bændur ekki sem skyldi. Margir þeir Is- lendingar sem i ánni veiddu sóttu veiðiskapinn skefjalaust, svo að rányrkja varð að teljast. Sumir þeirra urðu berir að þvi að skrá ekki veiði sina i veiðiskrá. Við bar, að notuð voru ólögleg veiði- tæki o.s.frv. Að fenginni þessari neikvæðu reynslu ákvað veiði- félag Laxdæla að taka rekstur veiðiheimilis og árleigu i eigin hendur. Var gerð tilraun með að selja útlendingum ána á leigu til eins árs sumarið 1974. Nauðsyn ber til að ræða þessi mál af hrein- skilni, ef bæta skal það, sem mið- ur fer. Enn skal látið getið framkomu sumra Islendinga i veiðihúsun- um. Það er drykkjuskapurinn. Sagt er, að það þurfi ekki nema einn gikk i hverja veiðistöð, og er þaö hér hverju orði sannara. Samtök stangaveiðimanna á Is- landi þurfa að beita sér fyrir þvi, aö litill minnihluti, einn og einn maður, eyðileggi ekki það and- rúmsloft Iþróttar og hvildar, sem vissulega á að rikja við veiðivötn- in. Fiskrækt er búskapur Landssamband Veiðifélaga er landssamtök veiðifélaga á Is- landi. Það hefur það hlutverk að gæta hagsmuna áreigenda og umráðamanna straumvatna á landinu. Veiðifélögum vex nú óð- um fiskur um hrygg, og fiskrækt er að verða merkileg atvinnu- grein. Samningsaðstaða áreigenda fer batnandi, eins og að líkum lætur. Veiöifélögin og samtök þeirra eru að eflast. Þess er og mikil þörf, þar sem hópur bæjarbúa reynir að sá sæöi toriryggni i garð veiði- bænda og hvetur til „þjóðnýting- ar” á veiðivötnum. Af þessu til- efni bendir Landssamband Veiði- félaga á, að sú skipan hefur verið reynd erlendis en með hraklegum árangri. Þar sem veiðiár hafa er- lendis verið gerðar opinber eign, hefur ekki tekið nema fáein ár að gjöreyðileggja þær sem sport- veiðivötn. Um veiðivötnin gildir jafnt og um sjávarbeltið kringum landið, að farsælast er, að um- ráðamaður bakkans eða strandarinnar fari með umráð þeirra, þvi hans er hagurinn, að þessi verðmæti fari ekki forgörð- um. Fiskrækt er i eðli sinu búskap- ur. Eins og fræi og áburði er dreift að vorlagi, þarf að stunda klak, seiðaeldi og sleppa seiðum I árnar. Allt kostar það mikla vinnu, natni, lærdóm, þolinmæði og peninga. Þvi fer þvi fjarri, að bændur fái veiðileigu upp i hendurnar fyrirhafnarlaust. Ef stangaveiðimenn telja sig eiga um sárt að binda eftir skipti við áreigendur ber þeim eða sam- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.