Tíminn - 04.07.1974, Page 11
10
TÍMINN
Fimmtudagur 4. júlí 1974
Fimmtudagur 4. júli 1974
TÍMINN
11
Er það þeldökkum
börnum til góðs
að komast
í fóstur ó
Norðurlöndum?
Þegar allt lék I lyndi.Bo — lengst til hægri — meö uppeldissystkinum sinum og fósturforeldrunum Ole og Lise Brems.Ole Brems: Neitaöi aö gefa Politiken upplýsingar.
EFTIR sjö ára dvöl i Danmörku
var 16 ára drengur frá Vietnani
sendur um hæl til Saigon. Þaö var
fósturfaðir drengsins, Ole Brems
yfirlæknir i geðiækningum á
rikissjúkrahúsinu i Álaborg, sem
þessu réð, en Kaupmannahafnar-
blaöiö Politiken tckur máliö til
umræöu i leiöara 1. júni, en itar-
legri grein er einnig i blaðinu.
Ole Brems þessi er formaöur
samtaka fósturforeldra á
Norður-Jótlandi og til skamms
tima áberandi félagi i sam-
tökunum Terre des Hommes, sem
meö leyfi dómsmálaráðuneytis-
ins danska hafði milligöngu um
að koma fötluðum börnum frá
Aslu i fóstur i Danmörku, en oft
eru börnin sfðar ættleidd.
Málsatriði leiða i ljós, að nauð-
synlegt er að yfirvöld hafi eftirlit
með starfi mannúðarsamtaka.
Talið er öruggt að „alltof löng
dvöl drengsins i Danmörku hafi
einungis aukið á fötlun hans”,
svo notuð séu orð leiðara-
höfundar.
Drengurinn er örkumla. Hann
missti báða fætur i Vietnam-
styrjöldinni. Þar við bætist, að
sögn Brems yfirlæknis, sem
hefur verið fósturfaðir drengsins
undanfarin þrú ár, að hann er
einnig litið gefinn. Þessvegna
komst læknirinn upp á eigin
spýtur að þeirri niðurstöðu, að
hann ætti auðveldara með að
bjarga sér i Vietnam.
Þvi næst fékk hann honum far-
miða aðra leiðina til Saigon.
Sérfræðingnum i geðlækn-
ingum láðist hins vegar að full-
vissa sig um, að fóstursonur hans
gæti aðlagast umhverfi sinu i
Vietnam á ný. Nú hefur komið i
ljós, að aðstandendur drengsins
geta ekki annazt hann. Auk þess
talar hann aðeins dönsku og svo-
litið i ensku. Hann hefur gleymt
móðurmáli sinu algjörlega.
Mál þetta sýnir, að i nafni
mannúðarstarfsemi geta orðið
mikil mistök, sem barnaverndar-
nefndir hefðu átt að geta komið i
veg fyrir, hefðu þær fengið um
málið að vita.
Yfirvöld verða að rannsaka
hvort öðrum börnum, sem fengin
hafa verið til Danmerkur, stafar
hætta af óverjandi meðferð af
þessu tagi, segir i leiðara Poli-
tiken:
„Hjálp okkur á ekki að felast i
þvi að gera illt verra”.
Samtökin Terre des Hommes
vinna nú að þvi að fá drenginn,
sem heitir Bo (áður Nhon), aftur
til Danmerkur. Farmiði hefur
verið sendur til Saigon og beðið er
eftir vegabréfsáritun handa
drengnum.
Ætlunin er að drengurinn fari
til fjölskyldu á Suður-Jótlandi, en
þar átti hann heima þangað til
fyrir fjórum árum, þegar Brems
yfirlæknir tók drenginn að sér —
gegn vilja hennar.
Ekki er ljóst hvernig það mátti
verða, að Brems tók drenginn úr
þessu fóstri.
Ole Brems neitaði að segja
nokkuð um mál þetta við blaða-
menn Pilitiken. Hann var for-
maður i landssamtökunum
Gleymd börn (sem i hans tið
klofnúðu i þrennt), stjórnar-
maður i Terre de Hommes og er
enn formaður samtaka fóstur-
foreldra á Norður Jótlandi.
Formaður barnaverndar-
nefndarinnar i Álaborg, Tage
Due segir, að hann viti ekki til að
Bo hafi verið skrásettur i borginni
— Það kann að vera sök starfs-
manna bæjarfélagsins, sem hann
átti heima i áður, segir Tage
Due. En við ætlum að taka mál
þetta til meðferðar nú. Við
munum gera það, sem okkur
ber.
Spurningin er hvort fyrr-
verandi stjórn Terre des Hommes
hafi verið skylt að láta barna-
verndarnefnd vita um málið. Þvi
gat Tage Due ekki svarað.
Skrifstofustjórinn i dómsmála-
ráðuneytinu, Jaques Hermann
segir að slik mál heyri einungis
undir ráðuneytið, ef um ættleidd
börn sé að ræða. Þess vegna
hlýtur málið að heyra undir
barnaverndarnefnd.
— Við gerðum málið ekki opin-
bert fyrr, þvi að við vildum fyrst
bjarga Bo heim frá Vietnam,
segir forstöðumaður barnaþorps
Terre des Hommes á Als Börge
Petersen, sem er heimildar-
maður Politiken um mál Viet-
namdrengsins.
Petersen visar til frásagnar
fyrrverandi stjórnarmanns
Karenar Herlufsen, sem fór til
Saigon i janúar og skýrslu frá
Summer Institute i Saigon, en þar
voru menn felmtri slegnir yfir
að Bo skyldi vera sendur til baka.
Hanne Dahl, sem nýhætt er
störfum sem formaður Terre des
Hommes segir eftirfarandi um
mál Bo:
— Ole Brems gaf eftirfarandi
skýringar á ósk sinni um að
senda Bo til Vietnam, að
drengurinn væri svo litið gefinn,
að hann ætti sér enga framtið i
Danmörku. Að dómi læknisins
ættu honum að vera fleiri leiðir
opnar i Vietnam, þar sem hann á
fjölskvldu af sinum eigin kyn
þætti
— Við komum með aðrar hug-
myndir: Framfærslu sem van-
gefinn gæti Bo fengið, ef hann
væri eins illa gefinn og Brems
vildi vera láta. Einnig værihægt
að koma honum fyrir i barna-
þorpinu á Als eða hjá nýrri fjöl-
skyldu. En Brems fór sinu fram
og sendi Bo einan áleiðis til Viet-
nam.
— Siðan reyndi hann að fá flug-
miðann endurgreiddan hjá Terre
des Hommes. Ég hringdi til
Bremsogbaðum skýringu. Hann
svaraði með þvi að skella á.
Seinna íét hann þess getið i bréfi,
að við ættum engan rétt á að
blanda okkur i málið þar sem
hann væri fósturfaðir drengsins
og vissi hvað honum væri fyrir
beztu. Auk þess sagði hann, að Bo
hefði sjálfur viljað fara til Viet-
nam en við efuðumst um sann-
leiksgildi þess. Þvi næst sagði
Brems sig úr stjórninni.
— Við létum málið ekki fara út
fyrir samtökin Terre des
Hommes, þvi að við vildum fyrst
ganga úr skugga um hvernig Bo
lið i Vietnam. Frá Brems gátum
við ekkert frétt um það. Það var
ekki fyrr en að Karen Herlufsen
og hjónin Ely og Ottó Forman
fóru til Austurlanda til að sækja
börn, m.a. frá Bangla Desh og
Kambódiu, að verstu grunsemdir
okkar voru staðfestar.
Siðan höfum við unnið að þvi að
fá Bo aftur til Danmerkur. Far-
miði er til reiðu i Saigon. Ný
stjórn Terre des Hommes getur
afturkallað hann, og við óttumst
að Ole Brems reyni að hafa áhrif i
þá átt. En við neitum þó að trúa
að svo geti orðið, lýkur Hannes
Dahl máli sinu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Summer institute býr Bo við
ömurlegustu aðstæður i þorpi
langtfyrir norðan Saigon.Hanná
ekki heima hjá frænda sinum, þar
er ekki pláss fyrir hann, heidur
hjá kaþólskum presti.
Hann hefur horazt, og getur þvi
ekki lengur notað gervifæturna.
Nýja getur hann einungis fengið i
Saigon, en samgöngur eru
slæmar. Verst er þó að hann á
þess engan kost að vinna fyrir
sér, þar sem eini atvinnuvegur
þorpsbúa er landbúnaður.
Hann getur ekki ýtt plógi á
gervifótum. Og þegar
monsúnregnið kemur og jörðin
verður eitt svað, á hann erfitt
með að komast um
----(EndursagtSJ)
Víetnamdreng
skilað aftur.
Danskar
barnaverndarnefndir
hefja afskipti
af mólinu
Sigrún Sigurðardóttir:
Að friða hús
1. I sambandi við umhverfis-
verndunarárið, þ.e. árið eftir
ellefuhundruðáraafmælisárið
okkar, hefur mikið verið talað um
friðun eldri bygginga.
Tilgangurinn er einfaldlega sá,
að varðveita hús sem standa i
sinu eðlilega umhverfi, I mótsögn
við að rifa og byggja nú i þeim
mæli sem gerist i dag. Nýjar
byggingar sem settar eru inni
gamalgróið hverfi bera óhja-
kvæmlega svip dagsins i dag og
rýra á þann hátt einkenni
byggðarkjarnans, sem þær eru
reistar i.
2. Þegar hús er rifið liggja ýmsar
ástæður fyrir þvi. Meðal annars
getur verið að hús sé orðið of
hrörlegt til að þjóna sinum til-
gangi. Að lóðin sé svo verðmæt,
að nýtt hús, með nýjum að-
gerðum (funksjónum) sé ótvirætt
betri fjárfesting. Eða að sú að-
gerð sem húsið var byggt yfir og
fyrir sé fallin burtu
. Gildi gamals húss er venju-
legast metið i krónum og aurum.
Einstaka fagfólk, sem fæst við
umhverfismótun og — sögu, talar
um stefnur, — isma og það,
hvaða viðburðir hafi átt sér stað i
þvi gamla húsi. En flestir tengja
þó gamlar byggingar i meðvitund
sinni, þvi, að hafa upplifað
bygginguna. Hafa komið þar inn.
Hafa gengið framhjá henni á leið
til og frá vinnu I þrettán ár.
Þekkja hana sem hluta af um-
hverfi slnu.
3. Gamalgróinn bæjarhluti er
byggður af fólki með önnur við-
horf, aðra tæknikunnáttu, aðra
möguleika og annan efnivið en
við notum nú. Allt, sem þar
stendur er verk þeirra, sem
störfuðu þá, og siðan, fram til
dagsins i dag. Viðbyggingar og
bakhúsbyggingar, sem standa i
eðlilegum tengslum við hin
upprunalegu hús, auka aðeins
fiölbreytnina i upplifun þeirra,
sem fara eftir götunni.
Það rýrir þvi upplifun allra
þeirra, sem hafa tengsli eða
viðhorf til byggingar, ef hún er
rifin einn góðan veðurdag. Þessi
rýrnun eykst eftir þvi sem fleiri
hafa notað viðkomandi byggingu
og eftir þvi sem hún hefur staðið i
fjölfarnari leið
Þegar nýmóðins byggingu er
svo skotið inn i húsaröð, sem ber
svip eldri tima, þá er það eins og
(fyrirgefið mér likingamálið) að
byggja framtönn úr gulli upp i
andlit götunnar.
Ekki misskilja mig. Ég segi
ekki að það sé á nokkurn hátt
rangt að byggja nýmóðins hús
þvert á móti. i mörgum tilfellum
er það hið eina rétta, en hverjum
stað sitt...
4. Nú hefur mér verið tiðrætt um
upplifun og viðhorf til varðveizlu,
en ég hef ekki ennþá komizt að
kjarna málsins, sem er verð-
mætamat.
Þegar talað er um að friða hús,
að friða hverfi, fjörur landsins
o.s.frv., eru kallaðir til sér-
fræöingar, sem mæla viðkomandi
I árum og stfltegundum i krónum
og verðpappir. í öllum þeim út-
tektum er þeim, sem mest tengsl
hafa til umhverfisins, gleymt,
Kannski er það eðlilegt, þvi
hvernig er hægt að mæla það að
Guðrúnu Skúlinu finnist mikið
koma til Njálsgötunnar, þröngrar
og skældrar, en vinalegrar á sinn
hátt? Hún Guðrún okkar Skúlina
hefur enga mælieiningu á sina
upplifun af götunni og húsunum.
Hver er mælieining fyrir öryggis-
kennd?, eða það að þekkja sig
aftur? Hún .getur heldur ekkert
sagt við þvi, að öll húsin öðru-
hvoru megin götunnar verði rifin
burtu, gatan breikkuð og i staðinn
komi speglaframhlið i endalausri
röð verzlana, með bilastæðum og
stöðumælaskógi, plöntuðum beint
og snyrtilega.
Freistandi væri, að
hugsa sér, að borgarstjórnin tæki
einmitt tillit til þeirra, sem ekki
hafa aðstöðu til að segja sjálfir
hvað þeim finnst,þegar
ákvarðanir eru teknar.
Má vera, að ég hafi notað langt
mál af litlu tilefni,en fyrir nokkr-
um vikum las ég i dagblaði yfir-
lýsingu hafða eftir einum með-
limi borgarráðs, þar sem hans
viðhorf var að rifa allan miðbæ-
inn I Reykjavik, og byggja nýjan i
staðinn. Yfirlýsingin var algjör-
lega órökstudd i greininni, og
þætti mér fengur að ef hann gerði
sér grein fyrir sinu máli, og á
hvaða forsendum hann byggir
yfirlýsingu sina.
I fyllstu vinsemd
Sigrún Sigurðardóttir
stud. arch.
adr. 2A-506 Kringsjaa
Studentbyen Oslo