Tíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 5
Fiinmtudagur 4. júli 1974 TÍMINN Ingólfur Davíðsson: SUMARIÐ OG BLOMIN „GLÓA þinir gulu skúfar, gull- regn móti sól, eins og laust um herðar hrynji hér á faldasól”. Já, víða lýsti gullregnið i görðunum á kosningadaginn! Og disarunn- arnir (sirenurnar) voru farnar að sýna rauðbláleita, ilmandi blóm- skúfa sina. Geitaskeggið stór- vaxna, rétti gulhvita „hökutopp- ana” út i loftið við Tjörnina og víðar, hvitar breiður skógar- hefilsins skarta i Kringlumýrinni og undir trjám hér og hvar. Allt stendur i blóma i júlíbyrjun þetta óvenjulega sumar. Konur tina fifuvendi og snarrótarpunt og hengja upp til þerris. Slikir vendir halda lit allan veturinn. Skógarmaðkar byrjuðu snemma að naga lauf trjánna, en viða er búið að úða með lyfjum til varn- ar. Farið varlega með lyfin. Lyfjageymsla verður að vera örugg. Á sölustöðum er krafizt einangraðrar vandlega læstrar geymslu. Ef ilát brotnar eða lek- ur má ekki vera hætta á að eitrað- ur vökvinn lendi i matvælum né öðrum varningi. Gróðurhúsablóm koma mörg hver seint á markað vegna langvarandi dimmviðra i vor. Hlýjan ein nægir ekki. A marflötum illa framræstum gras- blettum sjást á stöku stað hvítir kalblettir. Svellalög voru mikil sl. vetur og hafa sums staðar orsak- að kal hér og hvar á landinu, þó vlðast I smáum stll og oft aðeins „hálfkal”, þ.e. blettirnir ná sér að mestu þegar liður á sumarið. En þar sem um algert kal er að ræða, þýtur venjulega upp arfi árið eftir og siðar tekur varpasveifgras við. Fræ þessara jurta eru geysimörg og afar lifseig. Snemma hefur gróið til fjalla I sumar. Féð fylgir nýgræðingnum, hann er mýkstur og kjarnbeztur. En liklega sölnar hann fremur snemma I haust, svo snemmsprottinn og hann er. Nú fer að koma timi til að safna tejurtum og geyma þær þurrkað- ar til vetrar. Blóðbergste er bæði hollt og ljúffengt. Sumir blanda ofurlitlu af blómgaðri gulmöðru, vallhumli, ljónslöpp o.fl. tegund- um saman við og má þannig fá margs konar jurtate. Ef ungar greinar aðalbláberjalyngs eru settar saman við verður teið bleikrautt og bragðið mjög sér- kennilegt. Fjallagrasate er ásamt blóðbergi notað gegn kvefi, og mörgum þykir grasagrautur góð- ur. .Vefnaðar- og prjónakonur safna og jurtum til að lita garn sitt, þvi að jurtalitir eru mjög fagrir og hlýlegir, gulir, grænir og brúnir, ótal litbrigði. Ýmsar jurtir má nota, t.d. elftingu, gulmöðru, lyng, birkibörk o.fi. o.fl. Verktakaþjónusta Gefum föst verðtilboð í efni og vinnu EINANGRUN fiysti-og kæliklefa ÞAKPAPPALOGN i he'rttasfalt armúli H VHIKNIf Vestmannaeyjum • Simi 290 • Reykjavík • Sími 8-54-66 KONI stillanlegir höggdeyfar sem hægt er aö gera við, ef bila. Vorum að fá höggdeyfa í Mazda 616 og 188, og f leiri tegundir bifreiða. T* ARMULA 7 - SIMI 84450 Hafnarfjörður Vantar vanan gröfumann á traktorsgröfu. Upplýsingar gefur verkstjóri i sima 5-13-35. Rafveita Hafnarfjarðar. LANDSMOT SKÁTA 1974 Til undirbúnings Landsmóti skáta er óskað eftir iðnaðarmönnum eða lagtæku fólki, sem vill dveljast við sjálfboðaliða- störf við frágang og smiðar að Úlfljóts- vatni frá 6-14. júli 1974 allan timann eða hluta hans. Fæði eða ferðir verða greiddar. Upplýsingar i sima 23190. Framsú ÞEIR, sem fengið hafa heim- senda miða, eru vinsamlega beðnir að gera skil á skrifstofu happdrættisins að Rauöarárstíg 18, sími 2-82-69, sem er opin frá 9 til 22 i dag — eða á afgreiðslu Tímans, Aðalstræti 7, frá kl. 9 til 17. EINNIG taka trúnaðarmenn happdrættisins úti á landi á móti uppgjöri og greiða má inn á póst- gíró-númer happdrættisins, NR. 34444, í pósthúsum og peninga- stofnunum um allt land. ins ito Vinningar: 0rEG'Ð * ^ 1. Hraðbáiur með 40 ha. utanborðsvél .... 280.000,00 2. Húsvagn Sprite Alpine............. 270.000,00 3. Vatnabátur, Rana 14 fet með mótor .... 120.000,00 4. Utanlandsferð..................... 50.000,00 5. Kvikmyndavél ................... 40.000,00 6. Tjald og viðleguútbúnaður frá Sportval . . . 25.000,00 7. -15. Myndavélar, Yashica kr. 15 þús. hver v. . 135.000,00 16.-25. Veiðivörur frá Sportvai kr. 10 þús. hver v. 100.000,00 26.-50. Sportvörur frá Sportval kr. 5 þús. hver v. 125.000,00 Verðmæti vinninga alls kr. 1.145.000,00 mBfiwvMæaxBaa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.