Tíminn - 04.07.1974, Page 3

Tíminn - 04.07.1974, Page 3
Fimmtudagur 4. júlí 1974 TÍMINN 3 FJÖLBREYTT OG VEGLEG ÞJÓÐHÁTÍÐ HÚNVETNINGA 500 manns koma fram á hdtíðinni M.Ó.—Sveinsstöðum. — Um næstu helgi efna Austur- og Vest- ur-Húnvetningar til sameigin- legrar þjóðhátiðar i Kirkju- hvammi við Hvammstanga. Hátíðarsvæðið verður opnað á föstudagskvöld og þá um kvöldið verður haldinn þar dansieikur. Hátiðin verður siðan sett á iaugardag klukkan tvö e.h. og verður þá samfelld dagskrá til kvölds. M.a. syngja kórar, lúðrasveit leikur og flutt verða ávörp og kvæði og sýndir kvenbúningar, listdans og vikivakar. Þá verður hópreið hestamanna, iþrótta- keppni og flutt verða gamanmál. M.a. skemmtir Ómar Ragnars- son. Um kvöldið verður dansað á palli á hátiðarsvæðinu og einnig verður dansleikur i félagsheimil- inu á Hvammstanga. Klukkan 10.30 á sunnudags- morgun verður afhjúpaður minnisvarði um Ásdisi á Bjargi, sem sýslunefnd Vestur-Húna- vatnssýslu hefur látið gera að Bjargi i Miðfirði. Klukkan tvö e.h. á sunnudag verður helgistund, sem séra Gisli Kolbeins annast og þá munu samkór kirkjukóra beggja sýsln- anna syngja undir stjórn Sigriðar Schiöth. Ragnar Björnsson dóm- organisti leikur undir. Hátiðarræðuna heldur séra Guðmundur Þorsteinsson. Þá verður og flutt sögukynning i ljóð- um, og einnig verður hópsýning 100 ungmenna undir stjórn Höskuldar Goða Karlssonar kennara á Reykjum i Hrútafirði. Einnig verða flutt kvæði og leikið á trompet. Þjóðhátið Húnvetninga lýkur siðdegis á sunnudag. Aðgangur að hátiðarsvæðinu I Kirkjuhvammi er ókeypis og öll- Franskt birgðaskip í kurteisisheimsókn 135 sjóliðar í borginni um helgina SJ—Reykjavík. Á föstudags- morgun kemur hingað i vináttu- heimsókn birgðaskip úr franska flotanum, kennt við ána Loire. Um 135 manna áhöfn er á skipinu, sem er 2.320 lestir. Skipið verður til sýnis almenningi siðdegis á laugardag og sunnudag, en það mun liggja við Ingólfsgarð. Loire lætur úr Reykjavikurhöfn á þriðjudagsmorgun. sendiráðinu I tilefni heimsóknar- innar. Á skipinu er lendingarpallur fyi ir þyrlu. Sjö skip hafa áður borið nafnið Loire, það elzta var ofansjávar 1795-1798. um frjáls, en öll neyzla áfengis er bönnuð. Þjóðhátiðarnefndirnar hafa látið gera minjagripi, sem seldir verða á hátiðinni. Það eru veggskildir, barmmerki og veif- ur. Slysavakt verður á mótssvæð- inu alla dagana og efnt verður til leikja fyrir börn á öllum aldri. Kirkjuhvammur er skammt ofan Hvammstanga. Þar er aðstaða til útihátiðahalda hin bezta og gnótt tjaldstæða. Fjöldi Húnvetninga, heima og heiman hafa lagt mikið af mörk um til þess að gera hátiðina sem veglegasta og fjölbreyttasta. T.d. syngja 80-90 félagar úr öllum kirkjukórum sýslnanna I samkór kirkjukóra og 100 ungmenni viða aö úr sýslunum taka þátt i hóp- sýningu. Þá syngur kór Hún- vetningafélagsins i Reykjavik og karlakórinn Vökumenn. Talið er að um 500 manns komi fram á hátiðinni. Ungmennafélagar og konur úr kvenfélögum i sýslunum báðum hafa innt af hendi mikið starf við undirbúning hátiðahald- anna og framkvæmd þeirra. Framkvæmdastjóri hátiðarinn- ar er Sigurður P. Björnsson verzlunarmaður á Hvamms- tanga. í vetur gengust þjóðhátiðar- nefndirnar fyrir hátiðardagskrá á Húnavöku I félagsheimilinu á Blönduósi. Þótti þar mjög vel til takast og er það von forráða- manna þjóðhátiðarinnar að úti- hátlðin i Kirkjuhvammi heppn- ist engu miður. LANDNÁMSHÁTÍÐ A AKRANESl — fjölbreytt dagskrd dagana 4. — 11. júlí Loire er i ferðum um Norður Atlantshaf frá Nýfundnalandi til Barentshafs, en áhöfnin aðstoðar m.a. fiskiskip ef vélarbilanir ber að höndum, veikindi eða annar vandi. Skipið er hraðskreitt og búið öflugum fjarskipatækjum. Það var smiðað 1966 og tók við af öðru birgðaskipi frönsku Commandant-Bourdais. Bæði þessi skip hafa áður komið til Reykjavikur. Frönsku sjómennirnir fara i ferðalag um nálægar sveitir með- an Loire er i höfn hér. Boð verða um borð I Loire og I franska Landnámshátlðin á Akranesi hefst fimmtudaginn 4. júli og stendur til 11. júli. Hátifiin hefst meö vigslu nýja byggöasafns- hússins að Görðum. Byggðasafn Akraness og nærsveita hcfur ver- ið til húsa i gamla prestseturs- húsinu að Görðum, en nú verður vígður fyrsti áfangi nýrrar bygg- ingar, sem safnið fær til afnota. Hefur séra Jón M. Guðjónsson verið aðalhvatamaður að stofnun og viðgangi byggðasafnsins. Hefst vigsluhátiðin kl. 20.30 við nýja byggðasafnshúsið. Forseti islands og þjóðminjavörður munu væntanlega verða við- staddir vigsluna. Föstudaginn 5. júli verður opnuð listsýning I barnaskólanum kl. 20.00. Þar verða sýnd lista- verk, sem bæjarbúar hafa lánað til sýningarinnar. Er þar margt ágætra mynda eftir marga bestu 1L t JL Ui [0 B I Norðurá. Siðan á mánudag, hafa Páll Jónsson og Ferðaskrifstofa Zöega haft ána á leigu fyrir út- lendinga, en hver hópur er sex daga I senn. Hafa þeir ána á leigu til 7. ágúst. Veiðihornið fékk þær upplýsingar i veiðihúsinu rétt eftir hádegi I gær, að tuttugu laxar væru komnir á land siðan um há- degi á mánudag. Tveir þeir stærstu vógu fimmtán pund, en tólf stangir eru leyfðar I ánni og veiða þeir eingöngu á flugu. Veðrið var ljómandi gott við ána i gær, en veiði- mennirnir vonast nú eftir rigningu, þvi að áin er fremur vatnslitil eins og er. Er við höföum samband við skrif- stofu Stangveiðifélags Reykjavikur i gær, fengum við þær upplýsingar, að á sunnu- dag voru komnir 427 laxar á land I Norðurá, svo heildar- tala laxa sem veiðzt hafa þar, var I gærdag 447. Elliðaár. Á skrifstofu Stangveiði- félags Reykjavikur var okkur sagt i gær, að árnar væru fullar af laxi og veiði gengi mjög vel, en á hádegi á þriöjudag voru komnir tvö hundruð þrjátiu og sjö laxar á land. Gljúfurá. Veiðihornið hafði samband við Guðjón Sigurðsson, for- mann árnefndar Gljúfurár i gær, og sagði hann okkur að vel liti út með veiði i ánni i byrjun veiðitimans, og að hún væri vatnsmikil. Fyrstu þrjá dagana veiddust niu laxar, en veiöin byrjaði 20. júni. Laxarnir voru fremur vænir, vógu allt upp i niu pund. 1 Gljúfurá eru leyfðar þrjár stengur. Veiði i Húnavatns- sýslum Þær upplýsingar fengum við hjá Magnúsi ólafssyni, Sveinsstöðum, að laxveiði væri hafin i öllum ám i báðum Hunavatnssýslum. Or Miðfjarðará eru komnir á land 159 laxar, en þar byrjaði veiðin 9. júni. 1 Viðidalsá hófst veiði 15. júni og þegar hefur verið landað 115 löxum. Or Vatnsdalsá hafa fengizt 53 laxar, en veiði hófst 15. júni. Óhemju mikil silungsveiði var i Vatnsdalsá áður en laxa- veiðin byrjaði, og Arnaldur Þór tjáði okkur að án efa væru komnir mörg hundruð silung- ar á land. í Svartá byrjaði veiði i siðustu viku og hefur þegar verið landað 23 löxum, en 20 löxum úr Ytri-Laxá, þar sem veiði byrjaöi einnig i siðustu viku. Ekki er hægt að gefa upp ákveðnar tölur um laxveiði i Blöndu, þar sem veiðibækurnar eru á mörgum stöðum, en veiði þar hefur verið fremur misjöfn, en mjög góð siðustu daga. Til dæmis veiddust 41 lax á þrjár stangir s.l. sunnudag. Veiðin virðist öllu lélegri I ám i Húnavatns- sýslu heldur en i fyrra, nema þá helzt i Laxá á Ásum, en þar hófst hún 1. júni og eru komnir 250 laxar á land. Laxá i Leirársveit Við höfðum samband við Sigurð Sigurðsson, Stóra Lambhaga, i gær, og tjáði hann Veiðihorninu að veiðin væri heldur dræm, áin vatns- lltil, og að útlendingar, sem veiða i ánni, og hafa gert siðan 22. júni, séu farnir að óska eftir góðri rigningardembu. Þó eru 140 laxar komnir á land, og eru þeir fremur vænir, þeir þyngstu um 19 pund, en margir hafa veiðzt sem eru um 16-18 pund. Tapaði Geir Hallgrímsson þrjú þúsund atkvæðum? Meðal Sjáifstæðismanna rikir mjög tak- mörkuð ánægja yfir úrslitum þingkosninganna i Reykjavik. Margir þeirra höfðu gert sér vonir um, að flokkurinn myndi fá svipað atkvæða- magn i þingkosningunum og borgarstjórnar- kosningunum og byggðu það á þvi, að varnar- málanna myndi þá gæta enn meira. Eigi að siður varð niðurstaðan sú, að flokkurinn fékk um 3000 atkvæðum minna I þingkosningunum. Ýmsir Sjálfstæðismenn kenna Geir Hallgrims- syni um, að svona fór. Hann sé svona mikiu óvinsælli en Birgir tsleifur Gunnarsson. Aðrir segja, að Gunnar Thoroddsen hefði reynzt drýgri og vitna til þess, aö hann hafi sigrað Geir með yfirburðum i mælskukeppni á Lækjartorgi. Sennilega er þó rangt að kenna Geir um þetta, nema þá aö litlu leyti. Aðalorsökin er sú, að þegar kjósendur fóru að hugsa sig um, leizt þeim ekki á að efla áhrif Sjálfstæðisflokksins. Glöggur maður hefur sagt, aö Sjálf- stæðisflokkurinn hafi vcrið heppinn, að þingkosningar drógust ekki fram I septembcr. Þá hefðu kjósendur fengið enn meira ráörúm til umhugsunar og atkvæðatala Sjálfstæðisflokksins hefði þá að likind- um komiztniðuri 18.000, eða svipað og I siðustu þingkosningum. Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins veldur Mbl. vonbrigðum Sá ritstjóri Morgunblaðsins, sem skrifaði forustugrein þess i gær, hefur bersýnilega verið I versta ham. Hann ræðir um rikisstjórnina með álíka orðbragði og þegar verst lá á Morgunblaösmönnum fyrir kosningarnar. Ástæðan mun sú, að Morgunblaösritstjórunum hafa boriztfréttir frá Alþýðuflokknum, er hafa valdið þeim vonbrigðum. t fyrradag skýrði Mbl. kampakátt frá þvi, að Björn Jónsson og Gylfi Þ. Gislason hefðu gefið ótvirætt I skyn, að Alþýðuflokkurinn hefði ákveðið að vera utan stjórnar næsta kjörtimabil. t gær lætur Gylfi Þ. Gislason Mbl. bera þetta til baka og segir allt óráðið um afstöðu Alþýðuflokksins. Ástæða til þess mun sú, að greinilega kom i ljós á flokksstjórnarfundi I Alþýðufiokknum I fyrradag, að mikill meiri- hluti er andvigur þeirri stefnu Björns Jónssonar, að dæma flokkinn strax úr leik I stjórnarmyndunarmálinu. Sú afstaða veldur sýnilega vonbrigðum og hugarangri I herbúðum Morgunblaðsmanna. Þ.Þ. listamenn þjóðarinnar. Rotary- klúbburinn og Lionsklúbburinn hafa I sameiningu séð um söfnum verkanna og uppsetningu sýningarinnar. Sama dag kl. 20.30 verður opnuð iðnsýning i gagnfræða- skólanum. Þar verður yfirlits- sýning yfir helstu vörutegundir, sem framleiddar eru á Akranesi i dag, svo og starfsemi ýmisa iðn fyrirtækja. Hefur sérstök nefnd séð um þessa sýningu, en hana skipa Rúnar Pétursson, Páll Engilbertsson og Þórbergur Þórðarson, en umsjónarmaður er Gylfi Svavarsson. Báðar þessar sýningar verða opnar alla daga, sem hátiðin stendur kl. 17.00 — 22.00 nema sunnudaginn 7. júli kl. 14.00 — 22.00. Þetta sama kvöld kl. 21.00 verður svo sýning á Járn- hausnum eftir Jón Múla og Jónas Arnasyni, sem Skagaleik- flokkurinn flytur. Laugardaginn 6. júli verður hátið I Reykholti á vegum þjóðhátiðarnefnda Borgar- fjarðar- og Mýrasýslu og Akraness sameiginlega. Hefst hún kl. 14.00 og stendur til kl. 18.00. Þar verður margt til skemmtunar, og er mjög til dag- skrárinnar þar vandað. Sunnudaginn 7. júli verður iþróttahátið, sem hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 18.00. Þar verður keppt i frjálsum iþróttum, knatt- spyrnu, handbolta, körfubolta, badminton, borðtennis, lyft- ingum, blaki, golfi og sundi. Mun Iþróttabandalag Akraness sjá um þennan lið þjóðhátiðarhaldanna. Um kvöldið mun kútter „Sigur- fari” leggjast að bryggju kl. 20.30. Kútter þennan keypti Kivanisklúbburinn Þyrill i Færeyjum og mun afhenda hann Byggðasafni Akraness og nærsveita til eignar. Þegar Sigur- fari kemur verða á hafnar- garðinum ræðuhöld, lúðraspil Lúðrasveitar skólanna undir stjórn Þóris Þórissonar og Karla- kórinn Svanir mun syngja. A mánudagskvöld kl. 20.00 verða skátarnir með „barna- sirkus” i nýja iþróttahúsinu. Húsið er nú nýlega orðið fokhelt, og má segja, að þetta sé fyrsta samkoman undir þaki þess. Á þriðjudagskvöld kl. 21.00 veröur samsöngur i Bióhöllinni. Þar mun Kirkjukór Akraness og Karlakórinn Svanir syngja undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. Framhald á 15. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.